Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 2
» 310 sýslumaður, Vilhjálmur Finsen bæarfógeti, Pétur Pétursson er þá var settur dómkirkjuprestur, Bjering kaupmaður kosinn af bæ- arfulltrúum í Reykjavík og Sig- urður Ingjaldsson hreppstjóri í Hrólfsskála, skipaður af amtinu. Ekki er kunnugt hvernig á því stóð, að sjóðstjórnin skyldi allt í einu vakna af svefni, en ekki finnst mér ósennilegt að Pétur Pétursson síðar biskup, hafi vak- ið athygli Vilhjálms Finsens bæ- arfógeta á því, að sjóður þessi væri algjörlega vanræktur. Fin- sen hafði þá nýlega tekið við embætti, en Pétur þjónaði dóm- kirkjusöfnuðinum frá því er séra Ásmundur Jónsson flæmdist héð- an og þar til séra Ólafur Pálsson tók við, en hjá prestsembættinu munu reikningar sjóðsins senni- lega hafa verið geymdir frá upp- hafi. Sjóðstjórnin hélt fund föstudag- inn 4. ágúst 1854 og segir í gerða- bók hennar að þetta sé fyrsti fundur hennar síðan sjóðurinn var stofnaður. Á þessum fundi gerðist það, að tekin var ákvörðun um að leita almennra samskota í byrj- un næstu vertíðar. Fjársöfnun hafin Hinn 22. marz 1855 sendi stjórn- in prentaða áskorun til almenn- ings um að styrkja sjóðinn með fjárframlögum, svo að hann nái því sem fyrst að verða úthlutun- arfær, að höfuðstóll hans verði 1000 rdl. eins og til var skilið í skipulagsskránni, en nú sé hann aðeins 677 rdl. 90 sk. Eins og fyr er frá sagt var stofnfé sjóðs- ins 293 rdl. 56 sk., en þar við bættust 100 rdl. úr Jarðabókar- sjóði, svo að hann var upphaflega 393 rdl. 56 sk. Á þessum 14 árum hefir hann því aukizt um 284 rdl. 34 sk. og eru það að mestum hluta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vextir, sem lagðir voru við hann, en þó segir nefndin að honum hafi borizt nokkrar smágjafir. Nefndin segir í áskorun sinni (sem kölluð er Boðsbréf): „Það þarf ekki að skýra fyrir mönnum, hversu gagnlegur slíkur sjóður getur verið fyrir fiskimenn, og hin minnisstæðu og sorglegu dæmi, sem aftur og aftur hafa komið fyrir, og það seinast í fyrravetur, þar sem menn hafa að morgni dags róið til fiskjar hér af nesjunum í sæmilegu veðri, en fjöldi af þeim, vegna áfallandi ofviðris, aldrei komið að landi aftur“. Fjársöfnun þessi gekk svo vel, að sjóðnum bárust rúmlega 900 rdl. og þar með var þeim áfanga náð að hann væri orðinn úthlutun- arfær. Og það leið þá heldur ekki á löngu að farið væri að kvabba á nefndina um styrkveitingar, en hún var treg til fyrst í stað. Merkilegri málaleitan barst nefndinni 1857. Þá skrifar sýslu- maðurinn í Borgarfjarðarsýslu og fer þess á leit, að starfsvið sjóðs- ins sé einnig látið ná til Akra- ness, gegn því, að Borgfirðingar skjóti nú saman jafn miklu fé og fyrir sé í sjóðnum. Þótti það að vonum höfðinglegt boð, en stjórn- in sá sér ekki fært að verða við málaleitaninni, vegna þess að þá þyrfti að breyta skipulagsskrá sjóðsins, en það kynni að geta dregið illan dilk á eftir sér, ef farið væri að breyta henni. Fell svo það mál niður, og ekki munu Borgfirðingar hafa treyst sér til að stofna sinn eigin fiskimanna- sjóð fyrir Akranes. Þetta sama ár kom beiðni frá Lénharði Þorsteinssyni á Gufu- skálum um styrk, vegna þess að hinn 26. febrúar hefði hann misst skip sitt með 8 mönnum, og allir drukknað. Þarf hann nú að fá bát í staðinn. Sjóðstjórnin hafði frétt, að bát hans hefði rekið í Mela- sveit, og þar sem ekki yrði séð í umsókninni hvort Lénharður ætlaði að fá sér nýan bát eða gera við þann gamla, frestaði hún að taka ákvörðun um málið. En árið eftír veitti hún honum 30 rdl. styrk samkvæmt eindregnum meðmælum séra Sig. B. Sivertsen á Útskálum. Þetta vor (1858) fórst fiskiskúta úr Hafnarfirði. Árni stiftprófastur Helgason skýrði sjóðstjórninni frá því, að með skipinu hefði farizt 3 húsmenn í Hafnarfirði, og mælt- ist til að ekkjur þeirra fengi styrk, en þær voru þessar: Agnes Ólafsdóttir, 52 ára, með 2 börn. Guðný Magnúsdóttir, 43 ára, með 2 börn. Borghildur Þorvarðardóttir, 29 ára, með tvö börn. Sjóðstjórnin var ekki alvegviss um að ákvæði reglugerðar sjóðs- ins gæti náð til manna á skútum, en afréð þó að veita hverri ekkju 10 rdl., „vegna þess að þær sé mjög þurfandi“. Þetta voru fyrstu styrkirnir, sem veittir voru úr sjóðnum. Næstu fjögur árin voru engir styrkir veittir. Önnur fjársöfnun var hafin 1865 „vegna hinna miklu mann- skaða, er' orðið höfðu á Suður- nesjum" árið áður. Þá bættust 300 rdl. 10 sk. frá nær 500 gefendum. Þriðja fjársöfnunin fór fram 1872, en hún mistókst algjörlega. Þá átti sjóðurinn þó 2484 rdl. 42 sk. Fjórða fjársöfnunin fór fram 1888 og skrifa þeir Hallgrímur Sveinsson dómkirkjupretur og Halldór Daníelsson bæarfógeti undir ávarp til almennings. Þá var komin ný mynt og geta þeir þess að sjóðurinn sé nú 5711 krón- ur. Ennfremur geta þeir þess, að á þeim' 33 árum sem sjóðurinn j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.