Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Page 4
312
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Einar Sifvaldason
gaf sjóðnum
aleigu sína.
í þakkarskyni var B
honum reistur
bautasteinn. Hann
er nú þannig
útlítandi.
(Ljósm. vig.)
þetta til langframa, og mun þar
sennilega hafa valdið að sekta-
fyrirkomulagið hafi reynzt óvin-
sælt meðal sjómanna og því fallið
niður af sjálfu sér.
Geta verður hér um einn tekju-
lið, nokkrar krónur í -ársreikningi
1895, sem sagt er að sé: „andvirði
fyrir safn úr slorkössum í Reykja-
víkurfjörum“.
Þessi stutta frásögn minnir á
brot úr menningarsögu Reykja-
víkur. Jarðræktarfélag Reykja-
víkur var stofnað 1890, að til-
hlutan Schierbecks landlæknis og
annara góðra manna. Það rak sig
fljótt á, að áburðarskortur haml-
aði mjög jarðrækt í Reykjavík, og
var þá farið að ræða um hvern-
ig ætti að afla hér aukins áburð-
ar. Beindist þá athyglin að því
slógi og fiskúrgangi, sem jafnan
var ijleygt hér í fjöruna og úldn-
aði þar niður, eiigum til gagns,
en til óþæginda fyrir bæarmenn
vegna þess ódauns sem af þessu
lagði. Hér mátti vinna tvennt í
einu, afla áburðar og auka þrifn-
að og snyrtimennsku. Félagið
hófst því handa um að safna slógi
1 fjörunni. í aðalfundargerð þess
1895 er þess getið „að af slor-
áburði hafi aðeins fallið til 100
hestar; lagði félagið andvirði
þeirra, 15 kr., í Fiskimannasjóð,
og verður svo gert framvegis“. —
Því miður lagðist þetta þarfaverk
brátt niður, slógið lá óhreyft í
fjörunni og ódauninn af því lagði
yfir allan bæinn, áburðarvanda-
málið var jafn óleyst sem áður,
og Fiskimannasjóður fekk ekki
framtíðartekjur af nýbreytninni.
Dánargjafir
Eins og fyr getur námu gjafir
og samskot til sjóðsins fyrstu 33
árin kr. 2792. Við það bættust svo
næstu árin um 2000 kr. En svo
komu tveir hvalrekar á fjörur
sjóðsins, sem juku hann meira en
allar aðrar gjafir og samskot sam-
tals um 40 ára skeið.
Árið 1895 andaðist í Kaup-
mannahöfn maður að nafni C. V.
R. Lotz. Hann er kallaður skrifari
og nafnið bendir til þess að hann
hafi verið þýzkur. Þessi maður
lét eftir sig erfðaskrá, og 7. gr.
hennar var á þessa leið:
— Til þess að styrkja ekkjur og
börn drukknaðra fiskimanna á ís-
landi, skal verja 20.000 kr. upp-
hæð, sem greiða skal eftirnefnd-
um fjórum styrktarsjóðum, sem
til eru á íslandi, hverjum 5000
krónur.
Þessir sjóðir eru:
1. Fiskimannasjóður Kjalarnes-
þings, form. Halldór Daníels-
son.
2. Styrktarsjóður handa ekkjum
og bömum ísfirðinga þeirra
er í sjó drukkna, form. Skúli
Thoroddsen.
3. Styrktarsjóður handa ekkjum
sjódrukknaðra og börnum
þeirra í Fljótum og Siglufirði,
form. Einar Ásmundsson.
4. Styrktarsjóður handa ekkjum
sjódrukknaðra í Grýtubakka-
hreppi, form. Einar Ásmunds-
son.
í nóvembermánuði 1906 andað-