Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
313
ist í Reykjavík 85 ára gamall
maður, Einar Sigvaldason. Hann
var fæddur í Beggjakoti í Sel-
vogshreppi 10. ágúst 1821, enflutt-
ist til Reykjavíkur 1857 og dvald-
ist þar síðan. Hann átti heima í
Bergstaðastræti lla þegar hann
dó, hafði verið ógiftur alla ævi.
Þessi maður arfleiddi Fiski-
mannasjóð að eignum sínum, en
það var jörðin Melur í Hraun-
hreppi í Mýrasýslu, metin á 1400
kr., jörðin Hindarstapi (sem nú
er kölluð Hundastapi) í sömu
sýslu, metin á 800 kr., og spari-
sjóðsbók með 816.90 kr. — og
auk þess var árs eftirgjald af
Hindarstapa 48 kr., svo að alls
var gjöfin talin 3064.90 kr. —
Sjóðstjórnin var svo hrifin af
hugulsemi og eðallyndi gjafarans,
að hún samþykki einum rómi að
reisa honum bautastein og verja
150 kr. af dánargjöfinni til þess.
Og með þessu er sjóðurinn þá
orðinn kr. 20.174.61. Síðan hefir
ekkert verið gert til þess að auka
hann. Vextir hafa jafnharðan
lagzt við höfuðstól, en á hverju
ári hefir verið úthlutað smástyrkj-
um. Venjulega hafa það verið
sömu ekkjurnar, sem hlotið hafa
styrk ár eftir ár, og enn er verið
að mylgra út þessum smáupphæð-
um. Um seinustu áramót var sjóð-
urinn orðinn kr. 60.757.29.
Legsteinn Einars
Eg fór að leita að legsteini Ein-
ars Sigvaldasonar í gamla kirkju-
garðinum á Melunum, og með að-
stoð kirkjugarðsvarða tókst mér
að hafa upp á honum. Steinninn
er skammt fyrir sunnan klukkna-
stöpulinn í kirkjugarðinum.
Ekkert minnti á það, að hér
væri legstaður þess manns, er
hefði verið heiðraður sérstaklega
fyrir það að gefa aleigu sína í
guðsþakkaskyni. Leiðið hefir
aldrei verið girt og er nú flatt
og jafnt gangstígnum. Sjálfur
bautasteinninn hefir verið hafður
mjög einfaldur og hefir hann upp-
haflega staðið á öðrum steini og
líklega festur við hann með kalki.
Stormarnir, sem þarna gnauða,
hafa leikið sér að því að sverfa
^teininn, svo að letrið á honum er
orðið mjög máð. En svo hefir ein-
hver vindstrokan reynzt steinin-
um ofviða, svo að hann hefir fall-
ið. Og í fallinu hefir brotnað eina
skrautið, sem á honum var,
kringlótt marmaramynd af engli.
Þarna hallast bautasteinninn nú
upp að undirstöðusteininum,
máður og skemmdur og í full-
komnu umkomuleysi.
Stundarhrifning er ekki nóg til
þess að launa góðverk. Hugur og
ræktarsemi verða að fylgja. En
svo er að sjá, sem samborgarar
Einars hafi þózt gera skyldu sína,
er þeir settu stein á leiði hans,
og síðan hafi ekki verið hugsað
meira um það. „Gleyminn er þessi
heimur“. Væri nú ekki rétt, að
stjórn sjóðsins léti hressa við
legstaðinn og gangi frá steininum
eins og hann áður var?
Eða skyldu þeir vera margir,
sem hvíla í gamla kirkjugarðin-
um undir gömlum bautasteinum,
sem eiga það fremur skilið en
Einar Sigvaldason, að nöfn þeirra
og legstaður geymist?
----o-----
Þannig er þá saga þessa sjóðs.
Hann er einn af ótal mörgum
sjóðum hér á landi, sem gleymd-
ir eru öðrum en þeim, sem hafa
reikninga þeirra undir höndum.
En þetta er merkilegur sjóður,
fyrst og fremst vegna þess hve
gamall hann er, og eins vegna
þess hvernig hann var stofnaður
og hvert vera átti hlutverk hans.
Hann hefir aldrei náð því að
eflast svo, að hann hafi getað
veitt styrki, sem um munaði. Og
með árunum hefir gengisbreyting
íslenzku krónunnar mulið hann
niður, svo að hann er nú í raun-
inni fátækari heldur en hann var
um aldamót, enda þótt krónutal-
an hafi margfaldazt.
Á þessari öld hafa margsinnis
farið fram samskot vegna sjóslysa
og oft safnast stórfé. En Fiski-
mannasjóður hefir ekki haft for-
göngu um það, eins og Barden-
fleth mun hafa ætlazt til upp-
haflega. Þar hafa komið fram aðr-
ir aðiljar og stjórn Fiskimanna-
sjóðs hefir aldrei úthlutað því
samskotafé. Þetta hefir allt farið
fram hjá sjóðnum.
Þess er áður getið, að stjórn
sjóðsins var einu sinni í miklum
vafa um hvort sjóðnum bæri að
veita styrk ekkjum og börnum
manna, sem fórust með skútum.
Hún mun hafa litið svo á, að ekki
ætti að veita styrk nema þegar
menn færist af opnum bátum.
Síðan hafa komið togarar og stór-
ir vélbátar, og ætti þá styrkveit-
ingar ekki að ná til þeirra, enda
eru menn á þeim skipum líf-
tryggðir. Hlutverki sjóðsins sýnist
því að mestu lokið.
En hvað á þá að verða um
hann? Á. Ó.
KJARNGEISLAR OG KRABBAMEIN
Það var fyrst 1948 að læknar tóku
eftir því að blóðkrabba gætti mikið
meðal þeirra Japana, sem komust lif-
andi undan kjarnasprengjunni í Hiro-
shima. Nú hefir komið í Ijós að alls-
konar tegundir krabbameins eru
miklu algengari meðal þeirra en ann-
ara, svo sem krabbamein í lungum,
maga, brjósti og móðurlífi. Þetta hafa
12 ára rannsóknir sýnt.
Þær hafa einnig sýnt að konur,
sem urðu fyrir miklum geislunum,
hafa alið börn með vanþroskaðan
heila.