Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 6
314 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Stærsta sólarsjáin er að rísa á í SUÐVE STURHLUTA Indíána- byggðarinnar í Arizona er fjall, sem nefnist Kitt Peak. Þar er nú verið að reisa hina stærstu sólar- sjá í heimi og verður hún nefnd Kitt Peak National Observatory. Ekki er búist við því að hún verði fullger fyr en í lok næsta árs. Þarna mun vísindamönnum gef- ast kostur á því að rannsaka sól- ina miklu betur en áður hefir ver- ið unnt. Þar munu geislarnir verða rannsakaðir, sólblettir og sólgos. Með því fæst eigi aðeins aukin þekking á sólinni, heldur er búist við að þarna fáist margskonar upplýsingar, sem eru mjög nauð- synlegar í upphafi geimferða-ald- ar. — Þetta er mesta himinrannsókna- stöðin sem reist hefir verið í Bandaríkjunum, síðan stjörnusjáin miklar var reist á Palomarfjalli, en síðan er nú liðinn aldarfjórð- ungur. Þessi stöð verður helmingi nákvæmari heldur en stöðin á Wilson-fjalli, sem hingað til hefir verið bezta sólrannsóknastöð í heimi. Það er sambandsstjórnin sem reisir þetta mikla mannvirki, en að því stendur einnig samband háskóla (Association of Univer- sities for Research in Astronomy — stytt í AURA). í því sambandi eru háskólarnir í Princeton, Yale, Ohio, Harvard, Kaliforníu, Michi- gan, Wisconsin og Indiana. En þegar stöðin er komin upp, munu allir stjörnufræðingar fá að nota hana til rannsókna sinna. Kitt Peak er 6875 feta hár tind- fjalli i Arizona ur í Quinlan-fjöllum, um 60 km. suðvestur af Tucson. Er þetta tal- inn lang heppilegasti staðurinn fyrir slíka stöð, og var ekki val- inn fyr en eftir langa yfirvegan og athuganir. Um þriggja ára skeið var leitað að hentugum stað fyrir stöðina um öll Bandaríkin og eins á Hawaii. Komu fyrst til greina 150 staðir, og varð þessi seinast fyrir valinu. Hann er hæfilega langt frá mannabyggðum til þess að ljós frá borgum trufli ekki út- sýn. Og tindurinn er svo hár, að þangað ná ekki þoka og ryk frá láglendinu, en þó ekki svo hár að þar sé fjalla-veðurlag. Yfirleitt er veðrátta góð á þessum slóðum all- an ársins hring. Þar er oftast heið- skírt loft allan veturinn. Staður- inn er eins og „á milli veðra“. Sunnanáttin, sem kemur frá Mexi- ko inn í Arizona og er oft þrálát á sumrin, og færir með sér þykkt loft og rigningu, fer fram hjá þessum stað. Og hingað nær held- ur ekki loftslag vesturstrandarinn- ar. En það sem ef til vill réði úr- slitum að þessi staður var val- inn, var ljósmynd tekin úr lofti. Árið 1955 sendu Bandaríkjamenn rákettuna „Viking-12“ upp frá Hvítusöndum í Nýa Mexiko. Hún tók ljósmyndir hátt í lofti, og á þessum myndum kom Kitt Peak svo greinilega fram, að menn töldu víst að þetta yrði hinn ákjósanlegasti staður fyrir sólar- rannsóknir. — ★ — En Kitt Peak er í landi Papago- Sólarsjáin efst á turninum, með 80 þumlunga sjóngleri. Indíána, og þess vegna varð að fá samþykki þeirra til þess að stöðin mætti standa þarna. En Indíánar voru ekki gin- keyptir fyrir því. Þeir sögðu að fjallið væri heilagt og ekki mætti saurga það. Fæstir þeirra höfðu minnstu hugmynd um hvað him- inrannsóknastöð er. Þeir álitu að jörðin væri flöt og sól, tungl og stjörnur sett á himininn til prýðis og til þess að stjórna tím- anum. Þeir neituðu því harðlega að gefa samþykki sitt til þess að stöðin yrði reist þarna á fjallinu. AURA var þó ekki á því að gefast upp og sendi tvívegis til þeirra að leita samninga. Og þjóð- flokkurinn helt tvær allsherjar- ráðstefnur, og var samþykkt á báðum að neita um leyfið. Stóð nú í þessu stappi um hríð, þar til fulltrúum Indíána var boð- ið að koma til Tucson og skoða stjörnurannsóknastöð háskólans í Arizona. Þeir fellust á að koma. Og svo var þeim sýnd stjörnu- stöðin og þeir látnir horfa í stjörnusjána á tunglið. Svo var það útskýrt fyrir þeim, að menn heldu að jörðin væri hnöttótt, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.