Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 375 þarna við Grjótagötu stóð eitt af húsum hins gamla Víkurbæar. Til er teiknimynd af Reykjavík eftir Sæmund Hólm, gerð um 1789. Þar eru húsin merkt og fylgja skýringar. Fjögur húsanna eru merkt með D, en það þýðir „bæarhús". Myndin er ekki greini- leg, en ekki verður betur séð, en að þessi fjögur bæarhús sé hjá- leigan, er seinna fekk nafnið Suðurbær, Ullarstofan, geymslu- hús (smíðahús) ofan við hana, og Skálinn við Grjótagötu. Af þessu mætti ætla, að þessi hús væri eldri en hús innréttinganna, og hefði verið látin standa þegar bærinn var rifinn. Um Skálann vitum vér að þetta er rétt. Ullarstofan stóð þar sem nú er húsið Uppsalir, Aðalstræti 18. Jón biskup Helgason segir að þetta hafi verið 17 álna langt torfhús, er sneri austurgafli að Aðalstræti. Þar muni ullin hafa verið að- greind, táin og kembd. Þetta hús hefir verið vandað og stæðilegt og þess vegna hefir það ekki verið rifið eins og hin bæarhúsin. Senni- lega hefir þetta verið baðstofan í Vík, þar sem unga fólkið í byggð- inni var „allan veturinn að danza“ hjá Jóni Hjaltalín og Mettu konu hans. Hér hefir ekki verið um neinn venjulegan moldarkumbalda að ræða, það sést á stærðinni og þó einkum á því, að þarna var búið um nær hálfrar aldar skeið eftir að innréttingarnar lögðust niður. Húsið hefir því verið þilj- að í hólf og gólf. Þess vegna var líka hægt að geyma þar ull og vinna að henni áður en hún færi í spunavélarnar. Ullarstofan ætti að hafa verið syðsta hús Reykjavíkurbæar. Hin húsin hafa verið fyrir norðan hana og snúið göflum mót austri, eins og hún. Og til sannindamerkis um það, eru þar reist tvö timburhús á bæarstæðinu, og snúa bæði göflum mót austri. Sjálfsagt hefir verið hentugra að byggjá þau þannig, en það var líka rótgróinn siður hér, þegar byggt var á húsa- rústum, að láta nýu húsin snúa nákvæmlega eins og hin eldri höfðu snúið. Ekki hefði verið mjög áberandi að þessi hús voru látin snúa aust- ur og vestur, ef sömu reglu hefði verið fylgt um hin húsin. En þetta voru einu húsin, sem sneru þann- ig. Öll önnur hús innréttinganna í Aðalstræti sneru út og suður, og eins verslunarhúsin. Eitt er enn einkennilegt um þessi hús. Á skrá innréttinganna um húsin, eru þau öll tölusett (Fabriquehus 1, 2, 3 o. s. frv.) Þar eru fyrst talin fimm timburhús: íbúðarhús forstjóra (Aðalstræti 9), íbúðarhús undirforstjóra og bók- haldara (Aðalstræti 10), vefnaðar- stofan (Aðalstræti 12), spunastof- an (Aðalstræti 14) og lóskurðar- stofan (Aðalstræti 16). Síðan koma þrjú hús, nr. 6, nr. 7 og nr. 8, en það eru útihúsið (smíðahús- ið) ofan við Ullarstofuna, Skálinn og Ullarstofan, einmitt þau þrjú hús, sem Sæmundur Hólm telur „bæarhús“. Þetta er varla tilvilj- un. Talin eru fyrst á skránni þau 5 timburhús, sem verksmiðjurnar létu reisa, og þar næst þau þrjú bæarhús, sem voru látin standa. Allt þetta styður mjög þá til- gátu þeirra Eiríks Briems og Klemens Jónssonar, að Víkurbær- inn hafi staðið vestan Aðalstrætis syðst og snúið göflum mót austri, mót kirkjunni, eins og alsiða var. Eggert Ólafsson segir að iðnstofn- anirnar hafi verið reistar þar sem lagði hinn fyrsti landnámsmaður helgar höfuðtóftir. Hann er því sannfærður um að Víkurbærinn hafi staðið á sama stað og bær Ingólfs var. Og frásögn hans styð- ur það, að kirkjan, sem Þormóður allsherjargoði hefir látið reisa að upphafi, stóð andspænis bænum. — ★ — Hér hefir nú verið dregið sam- an ýmislegt, sem bendir til þess,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.