Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 8
880 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Olafur konungur íeilsar Ólafi Thors ‘orsætisráðherra. Til hægri eru þeir Ciuðm. 1. Guð- nundsson utan- •íkisráðherra og Bjarni Benedikts- son dómsmálaráð- íerra. — Forseti Islands gengur við ílið konungs. ÞETTA GERÐIST I JÚNÍMÁNUÐI Islendingar fögnuðu Ólafi Nor- egskonungi innilega, er hann steig hér á land. Forsetahjónin, ráðherr- ar og fleiri forvígismenn þjóðar- innar tóku á móti konungi á bryggju. Konungur var hylltur á leiðinni að Ráðherrabústaðnum, þar sem hann bjó, og er hann kom fram á svalir Alþingishússins. Á Austurvelli lagði hann blómsveig við minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Konungur sat veizlu forseta ts- lands að Hótel Borg, heimsótti for- setann að Bessatöðum, sat veizlu ríkisstjórnarinnar, heimótti Háskól- ann, Þjóðminjasafnið og sat síð- degisboð Bæjarstjómar Reykjavík- ur. Þá fór hann til Þingvalla, hlýddi messu hjá biskupi Islands og lagði blómsveig að minnisvarða norskra hermanna í Fossvogskirkju garði. Konungur hélt forseta, ráð- herrum o. fl. veizlu í skipi sínu. Að lokinni hinni opinberu heim- sókn fór konungur ásamt forseta Islands o. fl. upp í Reykholt og renndi fyrir lax í Norðurá. (1, 2, 3 og 4). 150 ÁRA AFMÆLI JÓNS SIGURÐSSONAR 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta var minnzt hér á landi með ýmsum hætti. Þjóðminjasafn íslands og Fél. ísl. fræða gengust fyrir minn- ingarsýningu um hann í bogasal Þjóð- minjasafnsins (16.) Tvær bækur voru gefnar út í tilefni afmælisins, „Hirð- skáld Jóns Sigurðssonar" í útgáfu dr. Sigurðar Nordals og „A slóðum Jóns Sigurðssonar" eftir Lúðvík Kristjáns- son. Gefinn var út minnispeningur og skal ágóða af sölu hans varið til framkvæmda á Hrafnseyri, fæðingar- bæ Jóns (15.) Forseti Islands var á Hrafnseyri afmælisdaginn og flutti þar aðalræðuna (20.) VEÐRIÐ Gott veður mátti heita um allt land framan af mánuðinum bæði til sjáv- ar og sveita, en um og upp úr miðj- um mánuðinum gerði mikið kulda- kast og næturfrost urðu viða. Nyrðra snjóaði víða allt niður í byggð og var þar jafnvel stórhríð. Nokkuð af lömbum mun hafa farizt í hreti þessu og síldarbátar á miðunum fyrir Norð- urlandi urðu fyrir tjóni. Menn lentu í hrakningum og var stærstur 70 manna hópur úr Kirkjukórum Norð- ur-Þingeyjarsýslu, sem var á Axar- fjarðarheiði, er veðrið skall á. Sem dæmi um kuldana og snjókomuna má geta þess að ryðja varð Siglufjarð- arskarð 27. júní svo bílar kæmust um það. tTGERÐIN Síldveiðin sunnanlands heldur á- fram. Einn bátur, Haraldur, kom t. d. með 1800 tunnur til Akraness (2.) Geysigóður afli hjá botnvörpubátum í Vestmarmaeyjum (7.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.