Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 1
24. tbl. JttðtgmtÞlfttotit* Sunnudagur 10. september 1961 XXXVI. árg. Reykjavíkurkynningin Finnið bæarstæði ingdlfs L E N GI munu Reykvíkingar búa að þeirri fræðslu, sem þeim var veitt á hálfsmánaðar bæarkynn- ingu í sambandi við 175 ára af- mæli kaupstaðarins. Rúmlega fimmtíu þúsundir manna sóttu þangað fræðslu um hag, vöxt og viðgang borgarinnar sinnar, og það hefir áreiðanlega verið góður skóli og þarflegur. En um eitt er- um vér engu fróðari en áður. Vér vitum ekki með öruggri vissu hvar vagga Reykjavíkur stóð. Vér vitum ekki hvar hinn fyrsti land- námsmaður setti „helgar höfuð- tóftir“. En þessi bæarkynning hef- ir ýtt undir og magnað þá ósk, er lengi hefir búið í brjóstum þjóð- rækinna manna: Finnið bæarstæði Ingólfs! Margt ræddu menn sín á milli á þessum kynningardögum um það hvar Ingólfur hefði sett bæ sinn, og mátti þar heyra ýmsar getgátur. En þær voru allar með því marki brenndar, að þær gátu ekki staðist. Seinast skaut upp á prenti gömlu getgátunni vun að Ingólfsbær hefði verið á Arnar- hóli. Og þeirri getgátu til stuðn- ings er því nú haldið fram, að þá er Ingólfur kom hér muni tjörnin hafa náð alla leið upp í Grjóta- brekkuna, og ekki verið nema mjór grandi milli hennar og sjáv- ar; það sé því óhugsandi að Ing- ólfur hafi getað byggt bæ sinn undir Grjótabrekkunni. Hér er gert ráð fyrir því að Seltjarnar- nes hafi lyfzt úr sjó eftir land- námstíð. En hitt er sönnu nær, að landið hafi lækkað. Vér sjáum þess merki hér allt um kring, að sjórinn hefir verið að ganga á landið. Seltjörn, fremst á nesinu, er orðin að sjávarvík, þar sem flæðir yfir fornar mómyndanir. Hólmarnir, þar sem Hólmskaup- staður stóð lengi, eru horfnir í sjó, og síðan sögur hófust hefir sjórinn brotið stórar spildur af Örfirisey. En glöggvast má sjá þetta landsig innan við Klepps- spítala, þar sem brims gætir ekki. Þar hefir stór spilda sokkið í sjó á seinni árum. Þessi hugmynd fær því ekki staðist, enda hníga öll rök að því að Reykjavík, eða Vík, eins og hún var kölluð, hafi verið höfuðbólið hér frá öndverðu. í Landnámu segir: „Ingólfur fór um vorið ofan um Heiði. Hann tók sér bústað þar, sem öndvegis- súlur haus höfðu á land komið,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.