Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 383 gefur 25 þús. kr. í byggingarsjóð Leik félags Reykjavikur (6.) Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, dró fyrsta laxinn í Elliðaánum á þessu sumri (6.) Dýrindis spjót frá sögutíma Njálu finnst í Fljótshlíð (7.) Mikil aðsókn er að byggðasafni Reykjavíkur í Árbæ (8.) Minnismerki sjómanna afhjúpað í Ólafsvík á sjómannadaginn (9.) Bændahöllin í Reykjavík fær 35 millj. kr. lán hjá Framkvæmdabank- anum til tíu ára (10.) Danska þjóðþingið samþykkir frumvarp um afhendingu islenzku handritanna með miklum meirihluta (11.) Þrjár færeyskar skútur teknar í landhelgi við Kolbeinsey (11.) Davíð Björnsson, bóksali í Winni- peg, gefur Landsbókasafninu veglega bókagjöf (13.) Bandaríkjamenn sigruðu á alþjóða- sjóstangveiðimóti í Vestmannaeyjum (13.) Iðgjaldatekjur Sjóvátryggingafélags- ins urðu nær 80 millj. kr. sl. ár (13.) Verkamaður við höfnina fann um 80 rússneska gullpeninga frá keisara- tímanum (13.) Nýtt tryggingafélag, Byggðatrygging h.f., stofnað í Austur-Húnavatnssýslu (14.) A aðalfundi SÍS kom í ljós að um- setning sambandsins nam 1000 millj. kr. sl. ár. Tekjuhagnaður var tæpl. 6 millj. kr. (14.) Afhendingu handritanna frestað þar sem tilskilinn fjöldi danskra þjóð- þingsmanna krafðist þess (15.) Gefinn var út minnispeningur í til- efni af 150 ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar (15.) Áætlanir og útgjöld Reykjavíkur- bæjar standast nákvæmlega. Eigna- aukning nam 58,4 millj. kr. (16.) Sameignarfélaginu Faxa, sem á Faxaverksmiðjuna í Rvík slitið (16.) Æskulýðssamband íslands efndi til Þýzkalandsfarar fyrir ungt fólk (16.) íslenzkt skógræktarfólk fór til starfa í Noregi (16.) Kafarar finna flak franska rann- sóknarskipsins Pourquoi Pas?, sem fórst undan Mýrum fyrir 25 ár- um (16.) Velta Loftleiða nam 227 millj. kr. sl. ár. Kristján Guðlaugsson, hrl., end urkjörinn forxn. félagsins (17.) Kenningin um að reyktur matur valdi krabbameini vekur athygli er- lendis (20.) Ákveðið hefur verið að afsteypa af styttu Ingólfs Arnarsonar verði reist í Noregi næsta haust. I sambandi við það er hópferð íslendinga til Noregs fyrirhuguð (20.) Hátíðahöldin í Reykjavík 17. júní voru með svipminna móti en áður vegna slæms veðurs og vegna verk- fallsins var ekki unnt að dansa á götunum (20.) Hlaup úr Grænalóni flæðir yfir Skeiðarársand (20.) Varðskipið Albert bjargaði vélbátn- um Helga Helgasyni VE 343 frá því að lenda upp við Sauðanes (20.) Háskólanum berast merkar bóka- gjafir (21.) Skógaskóla berst höfðingleg bóka- gjöf (21.) 1,7 millj. kr. reksturshalli varð á Strætisvögnum Reykjavíkur sl. ár (21.) 15 lesta seglskúta, „Viking“, frá Austur-Berlín kemur hingað (21.) Flugfél. Islands og Ferðaskrifstofa ríkisins gangast fyrir sex skemmti- ferðum til Grænlands á þessu sumri (21.) Fulltrúum yfir 40 háskóla boðið á 50 ára afmælishátíð Háskóla íslands, sem verður í haust (21.) Töluvert á annað þúsund Græn- landsfara ferðaðist með flugvélum Flugfél. Islands í vor (23.) Fyrsta farþegaþotan, Caravelle, lendir á Reykjavíkurflugvelli (23.) Hæstaréttardómur gekk í svonefndu frímerkjamáli. Var undirréttardómur heldur mildaður (24.) Sigurður K. Fjeldsted, Ferjukoti í Borgarfirði, sýndi mikinn dugnað við að bjarga 13 ára bróður sínum (24.) Prófessor Hans Grisch, tónskáld frá Leipzig, hefur samið tónverk, sem hann tileinkar forseta íslands (25.) Leiðangur gerður til að leita málma, sem voru í Indíafari, sem fórst á Skeiðarársandi á 17. öld (25.) Eimskipafél. íslands hefur nú hafið samkeppni á alþjóðasiglingaleiðum (27.) Vinnandi Volkswagenbíls í happ- drætti Thorvaldsensfélagsins gaf fé- laginu bílinn (27.) Heildarvelta kaupfél. Þórs jókst um 8,9 millj. kr. (27.) Krabbamein f fyrsta sinn framkall- að með mannafæðu (27.) Matthíasarsafn opnað að Sigurhæð- um á Akureyri (27.) 14 millj. kr. tap varð hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur sl. ár (28.) Sökum aukinna útgjalda vegna kauphækkana voru útsvör á Akureyri hækkuð um 2 millj. kr. (28.) 77% af orkuþörf Islendinga flutt inn (29.) Skozkt rannsóknarskip fær leyfi til veiða í Faxaflóa (28.) Aðild Islands að EFTA rædd (28.) Brezkur landhelgisbrjótur, Northern Spray G 190, eltur á haf út (28.) Áður óþekkt flugutegund finnst 1 Hveragerði (29.) MANNALÁT 1. Sigríður Jónasdóttir, fyrrv. Ijós- móðir, Eskihlíð 14, Rvík. 2. Rósa Jónasdóttir, Ingólfstræti 3, 2. Gunnar Þórðarson, bókari, Rvík. 4. Einar Svanberg Einarsson, a£« greiðslumaður á Akureyri. 5. Jón Ámason, prentari, Rvík. 5. Jón Gunnarsson, skrifstofumaður, Stórholti 22, Rvík. 7. Jóhanna Gísladóttir frá Bolungar- vík. 8. Margrét Guðnadóttir, Laugateig 44, Rvík. 8. Þórunn Guðjónsdóttir, Skólavörðu stíg 15, Rvík. 9. Guðrún Guðmundsdóttir, Réttar* holti, Garði. 9. Sigurður Sigurðsson, Hringbr. 30, Rvík. 11. Gunnhildur Arnadóttir, Skóla- vörðustíg 38, Rvík. 11. Jóna Valdimarsdóttir, Gilsbakka f Mið<iplum. 11. Arni Arnason, fyrrum dómkirkju- vörður. 12. B. M ^æberg, bifreiðastöðvar- eigandi í Hafnarfirði. 13. Axel Andrésson, íþróttakennari, Rvík. 13. Guðrún Jónasdóttir frá Akri, Hrisey. 14. Guðrún Hinriksdóttir, Austurg. 7, Hafnarfirði. 15. Guðrún Guðmundsdóttir, Sandvík, Eyrarbakka. 17. Henríetta Ásmundsdóttir, Suður- götu 8, Rvík. 17. Sveinn Þórðarson frá Nesi. 18. Sesselja Loftsdóttir, Lækjar- brekku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.