Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 4
876 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Samband við menn á öðrum stjörnum ÞETTA er kafli úr grein, sem dr. C. O. Oakley, prófessor 1 stærðfræði við háskólann í Haverford í Pensylvaníu-ríki, ritaði nýlega og birtist í „Science Digest“. Hér kveður við nokkuð í öðrum tón heldur en hjá þeim mönnum, er fordæmdu sem heimsku þá skoðun er hún kom fyrst fram, að mannabyggð væri á öðrum stjörnum. MAÐURINN í tunglinu er orðinn þjónn vor. Hann á nú að annast endurkast skeyta til stöðva, sem dreifðar eru um alla jörð. Til sólarinnar sendum vér rad- armerki með ljóshraða og hún skilar þeim aftur til jarðar eft- ir réttar 17 mínútur. Mikilleiki heimsins er nú rann- sakaður, eigi aðeins með stjörnu- sjám, heldur einnig með rafeinda- hlustum, sem lagðar eru við því, sem gerist úti í geimnum. Frá himinhnöttunum berast skeyti til jarðar, og það er ekki lengur nein fjarstæða að segja að vér hlustum á samsöng himin- hnattanna. Með hinum stærstu og nákvæm- ustu hlerunartækjum sem gerð hafa verið — hin stærstu eru á að Reykjavíkurbær hafi frá upp- hafi staðið á sama stað og tvö hús iðnstofnananna hafi verið reist á þeim stað, eftir að bæarhús voru rifin. Allt sem vér vitum um Reykjavíkurbæ bendir til hins sama staðar. Það ætti að vera auðvelt að ganga úr skugga um hvort þetta sé rétt. Og það væri eðlilegt og skemmtilegt framhald á Reykja- víkurkynningunni, að vér leituð- um að bæ Ingólfs. Og nú vill svo vel til, að hægt er að kanna þann stað, þar sem allar líkur benda á að bærinn hafi staðið. Svo sem fyr getur voru þrjú hús iðnstofnananna vestan Aðal- strætis syðst og stóðu þar hlið við hlið og sneru stöfnum að götu. Þessi hús voru Ullarstofan syðst, þá lóskurðarstofan og þá spuna- stofan. Puerto Rico — hyggjast vísinda- mennirnir munu geta náð út- varpsbylgjum frá öð>rum hnöttum. Nú er í alvöru farið að rann- saka skeyti, sem berast utan úr geimnum til þess að ganga úr skugga um hvort þar á meðal geti verið skeyti, sem ekki berast hing- að af tilviljun eða eru af tilviljun fram komin. Þessi starfsemi er nefnd „Pro- ject Ozma“ í Bandaríkjunum, og ein af stofnunum hennar er National Radio Astronomy Ob- servatory í Vestur-Virginíu. Rann- Þar sem Ullarstofan stóð er nú húsið Uppsalir og þar hefir öllu verið umturnað þegar kjallari þess húss var gerður. En lóskurðarstof- an stendur enn að stofni, þótt hún hafi verið stækkuð og henni breytt mjög. Spunastofan var rif- in 1816, en 1824 reisti Einar versl- unarstjóri frá Gili hús þar og það sneri framhlið að Aðalstræti eins og húsin þar fyrir norðan. Árið 1931 var hús þetta komið að hruni og því rifið. Og síðan stendur lóð þess þarna óbyggð. Það er einmitt á þessari lóð sem grafa þyrfti til þess að ganga úr skugga um hvort þar eru ekki leifar af seinasta Reykjavíkur- bænum, og enn dýpra eitthvað, sem minnir á forna byggð. Á. Ó. sóknirnar verða bæði tímafrekar og kostnaðarsamar, en það er langt frá því að efast þurfi um árangur þeirra. Það er ákaflega sennilegt að koma muni sá tími, er menn hér á jörð hafa samband við skyni gæddar verur á öðrum hntttum. Með þessu er eigi aðeins gert ráð fyrir því, að til sé manna- byggð á öðrum hnöttum, heldur einnig að þeir menn sé svo líkir oss, að vér getum haft skeytasam- band við þá. En hvað er þá um líf á öðrum hnöttum? ítalski heimspekingurinn Giord- ano Bruno ritaði þegar á 16. öld: „Það eru til óteljandi sólir og óteljandi jarðir, sem snúast um þær sólir, alveg eins og vor jörð snýst um sól vora. Lifandi verur eiga heima á þessum hnöttum." Fyrir þessa glæsilegu skarp- skyggni var Brunó brenndur á báli. En nú, 400 árum seinna, er- um vér sannfærðir um að hann hafði rétt að mæla. Kolefni, vetni, köfnunarefni, súrefni og öll önnur frumefni eru hin sömu hvar sem þau finnast, og þá jafnframt sú lifandi nátt- úra sem styðst við þau. Allt líf á þessari jörð og hvar sem það kemur fyrir í alheiminum, er ná- skylt. Og líf kemur áreiðanlega fram á þeim hnetti, sem er vel settur og orðinn nógu gamall. Þúsund miljónir ára, eða svo, munu nægja til þess að líf komi íram á einhverjum hnetti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.