Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 381 Ó> Konungur Noregs og forseti Islands. *, 5>*>S:<*>5>*>S>C-5>S-«>S>B;<í><S>OS:<e>5>«>5>«>5>*>B>2>S>«>«>r*5;<S>®<S>5>C'5>«>5 Síld veiðist djúpt út af Vestfjörð- um (8.) Ingólfur Theódórsson, netagerðar- maður í Vestmannaeyjum, finnur upp nýja gerð snurpinóta til síldveiða (8.) Varðskipið Ægir, sem verið hefur í síldarrannsóknum fann mikinn rauð- átustofn, sem ætti að tryggja síldinni næga fæðu. Fiskifræðingur Jakob Jakobsson (13.) Góð síldveiði við Vestmannaeyjar (13.) Gefið var leyfi til dragnótaveiða fram á haust. 70—80 bátar fengu strax veiði (15.) Humarveiði hefur gengið vel frá Vestmannaeyjum (21.) Um miðjan júní voru frystihús inn- an SH búin að framleiða 19400 lestir af hraðfiskflökum frá áramótum og er það 11 þús. lestum minna en í fyrra (29.) Fyrsta síldin barst til Siglufjarðar 13. júní og var hún tekin til bræðslu, en strax 19. júní hófst söltun á Siglu- firði þar sem síldin var orðin það góð. Um 17 þús. mál bárust þar á land þann dag. Síðan má heita að stanzlaus síldveiði hafi verið og undir lok mánaðarins bárust 70 þús. mál á land á hálfum öðrum sólarhring. Verð á bræðslusíld var ákveðið 126 kr. fyr- ir hvert mál (23.), og samningar náð- ust um saltsíldarverð, kr. 195,00 fyr- ir uppmælda tunnu og kr. 263,00 fyr- ir uppsaltaða tunnu (30.) MÓT OG RÁÐSTEFNUR Uppeldismálaþing barna- og fram- haldsskólakennara haldið í Reykjavík. Nýtízku kennslutæki sýnd í sambandi við þingið (4.) Norrænt rithöfundaþing haldið 1 Reykjavík (9. og 10.) Island tekur þátt í ráðstefnu um verndun fiskimiða í Norðvestur At- lantshafi (15.) Alþjóðleg skipamælingaráðstefna haldin í Reykjavík (20.) Prestastefna haldin í Reykjavík (21.) Kristilegt æskulýðsmót haldið á Sauðárkróki (28.) 61. þing Stórstúku íslands haldið í Reykjavík (28.) Fundur norrænna samvinnutrygg- ingafélaga haldinn í Reykjavík (28.) MENN OG MÁLEFNI Þjóðkirkjan starfrækir sumarbúðir fyrir unglinga að Löngumýri í Skaga- firði (1.) Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð- herra, situr fund dómsmálaráðherra Evrópuráðsríkjanna (1.) Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóri, situr þing Alþjóðaleikhúsmála- stofnananna í Vinarborg (3.) Þórarinn Olgeirsson, ræðismaður, gefur Dvalarheimili aldraðra sjó- manna stórgjöf (4.) Jekaterina Furtseva, menntamála- ráðherra Sovétríkjanna, í opinberri heimsókn á íslandi (8. og 10.) Alfreð Gíslason, fyrrv. bæjarfógeti, kosinn bæjarstjóri í Keflavík (8.) Skógræktarfélag Islands reisir Tor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.