Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 Júnínótt á fjöllum Ríkir vor í hamrasölum hám, mig heillar dýrð og friður mildrar nætur. Baðast fjöll i loftsins lindum blám og laugast blóm í dögg við tindarætur. Óðul þín mér eru’ að fornu kunn, þar áð eg hef við nægta þeirra brunn, og þangað jafnan sótti’ eg sálubætur. 1 örmum fjalla allt er kyrt og hljótt á efstu tindum blær í náðum sefur, Hví skal annars nefna þetta nótt fyrst nálægð sóiargeisla landið vefur? Hér dags og nætur eru engin skil, því óttuljósið skín um hæð og gil, og blómið varla blundað nokkuð hefur. — Við hvolfþak himins höfuð jökuls ber með hjálminn bjarta, mjallar perlum stráðan. Hilmis krónu dýrra djásn það er, þann drottinssvip fær tíminn ekki máðan. Meðan vorsól merlar serkinn þinn og mildur blærinn strýkur þína kinn. Þú átt þann svip með alvalds hendi skráðan. ÞORKELL GUÐNASON. aflöngum melónum. Lengd þess- a -a belgja er um 6—10 þumlung- ar, en í þvermál eru þeir um 4 þumlungar. Og innan í hverjum belg eru 20—40 fræ, sem kallast baunir. Þegar að uppskerutíma er komið, taka menn þessa belgi af trjánum með höndunum og safna þeim saman á einn stað. Hýðið, sem er hart og hrufótt, er þá opn- að og baunirnar teknar úr því. Svo hefst „verkunin" á baununum, og hún er mjög vandasöm. Utan um hverja baun er Ijósleitt hýði, safamikið. Meðan þetta hýði er á baununum, eru þær svo beiskar á bragðið, að enginn get- ur lagt sér þær til munns. Til þess að ná hýðinu og beiskjubragðinu af þeim, verða baunirnar því að gerjast. Það er gert á þann hátt, að baununum er steypt saman í kassa eða körfu, stundum jafnvel í hrúgur, þar sem pálmablöð eru breidd undir og yfir. Þannig verða baunirnar að geymast í viku og er þeim snúið annan hvorn dag, til þess að gerjunin verði sem jöfnust. Við gerjunina leysist hýðið upp og verður að gallsúrum vökva, sem er fleygt, en eftir verða baunirnar brúnar og hreinar. Þá kemur að því að þurka þær og þarf það að gerast með mikilli nákvæmni. Efnabreytingin, sem hófst með gerjuninni, heldur áfram í baununum, svo ef þær þorna of fljótt, verða þær ónýtar. Hægt er að þurka þær í vélum, en flestir þurka þær við sólarhita. Eru þær þá breiddar á bekki, en jafnaðar- lega verður að hræra í þeim, svo að þær þorni sem jafnast og gæta þess að þær skrælni ekki. Þegar þær eru orðnar svo þurrar, að safinn í þeim er ekki nema tæp 8%, eru þær settar í sekki og eru þá tilbúnar að flytjast úr landi. Þó er enn eftir að aðgreina þær og flokka eftir gæðum. — ★ — Súkkulaði var ekki farið að framleiða fyr en á 17. öld. í bók, sem gefin var út í Madrid 1631, er því lýst hvernig á að búa til súkkulaði, með því að blanda sam- an sykri og kókó og bæta krydd- jurtum í. Þrjátíu árum seinna var þetta orðinn uppáhaldsdrykkur í Lundúnum og Amsterdam, en þó harla ólíkur því súkkulaði, sem nú er drukkið. Þá höfðu menn ekki komizt upp á lagið að gerja baunirnar, og þess vegna var beiskjubragð þeirra enn ráðandi. Það var ekki fyr en 1828 að hol- lenzka firmað Van Houten fann upp gerjunaraðferðina og fór að framleiða hið ljúffenga kókó, sem allir kannast nú við. Upp úr því hefst svo súkkulaði- framleiðslan, og hafa sumar súkkulaðiverksmiðjur orðið risa- fyrirtæki, eins og Cadbury og Rowntree. Þær eiga sína eigin kókó-skóga hingað og þangað, svo sem í Vesturindíum, Ameríku og Afríku. Nú hafa hin nýu ríki í Afríku lagt hald á þessa skóga, að minnsta kosti Ghana, því að stjómin hefir þjóðnýtt kókó-rækt- unina. Allir bændur eru skyldugir til þess að selja stjórninni fram- leiðslu sína og hún hefir tekið sér einkaleyfi á öllum útflutningi. Þaðan koma mestu tekjur ríkis- sjóðsins, og þess vegna er óhætt að segja að kókó er nú gull Ghanamanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.