Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 16
888 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A 95 V Á 10 4 2 ♦ 2 A KG10 964 A Á 7 6 4 3 2 V 5 ♦ 954 ♦ 852 A KDG V K D 9 6 ♦ G 9 8 6 3 ♦ 3 A gaf og sagði 1 tigul, en sögnum lauk þannig að S átti að spila 3 hjörtu. Tígull kom út og þann slag fekk A. Hann sló svo út spaða og V fekk slaginn á ás og sló út spaða aftur, en þann slag fekk S á drottn- ingu. Hann tók nú slag á HK og sló síðan út laufi undir gosann en þann slag fekk A á drottningu. Nú kom út TK og hann var trompaður í borði. Út kom LK og A drap með ás, svo að S trompaði. Og nú skiftust spilin þannig á hendur: A — V Á 10 ♦ - ♦ 10 964 A 7643 V — ♦ 5 A 8 A K V D 9 ♦ G98 A — S gerði nú ráð fyrir, að trompin hefði verið 2—3 hjá andstæðingum, svo að hann sló út HD. En nú kom í ljós að V hafði ekki átt nema eitt tromp. Hér var úr vöndu að ráða, en S tók þann kost að drepa með ásn- um. Þá kom L10 og fleygði S tígli í hana, og sló út laufi aftur. A sá ekki annað ráð vænna en trompa með H8, svo að S fekk slaginn á H9 og sló út SK. A mátti ekki trompa hann, því að þá fekk borðið slagina sem eftir voru. Og svo fekk S níunda slaginn með því að trompa tíguL A 10 8 ♦ G 8 7 3 ♦ AKD10 A Á D 7 FAGUR STAÐUR. — Kjósin er undrafögur sveit, með fjöllum og fellum, skrúð -grænum dölum og glitrandi ám og vatni. Öll hefir sveitin verið skógi vaxin fyrrum, en nú er skógurinn horfinn og aðeins eftir litlar leifar hans í Vindás- hlíð sunnan við Laxá og vestan undir Sandfelli. Er þetta innarlega í þeim dal og blasir hlíðin við sól og sumri. Á þessum stað hefir KFUK reist stórt og glæsilegt félagsheimili og flutt þangað gömlu kirkjuna, sem var á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Kirkjan hefir nú verið endurbætt svo að hún er óþekkj- anleg hið innra. Allar þessar framkvæmdir hafa verið unnar i sjálfboðavinnu og einkis styrks notið af opinberu fé. Svo er og um alla innanstokksmuni í félagsheimilinu, þeir eru handaverk velunnara félagsins. Hér hafa áhugi og fórnfýsi skapað fagran stað í fögru umhverfi. Andrarímur Það er ein sögn um Bergstein blinda (d. 1635), að hann hafi átt að yrkja Andrarímur allar á einni jólanótt fyrir tíðir, en ekki eru þær rímur til nú, því að Öndrur fornu eru eftir Sigurð blinda. Þetta athæfi Bergsteins mæltist illa fyrir, og þótti það ókristilegt að vanbrúka svo því- líka dýrðargáfu drottins sem skáld- skaparlistina, og var um hann gerð þessi vísa: Hann í staðinn hafi það, honum aldrei verði rótt, sem Andrarímur allar kvað fyrir embætti á jólanótt. Ormur í Skorradalsvatni Ógurlegur ormur var í Skorradals- vatni og sást fyrir stórtíðindum svo sem 1495 fyrir pláguna miklu, 1707 fyrir stórubólu og miklu oftar. Skorr- dælingum stóð mikil ógn af honum. Fóru þeir þá á fund séra Hallgríms Péturssonar og báðu hann að kveða niður orminn. Prestur varð við bón þeirra og kvað orminn niður á báð- um endum og í miðjunni. Hefir hann því sjaldan sést síðan og ekki nema fyrir óveðrum. Stafsetning Dr. Guðbrandur Vigfússon segir i bréfi til Jóns Árnasonar 1860: Eg vil ráða yður frá að hafa Fjölnis staf- setning á handriti yðar'.... Stafsetn- ing Svb. Egilssonar hefir mér ætíð þótt góð, og ef vikið er frá henni, þá er betra að íæra sig nær hinu gamla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.