Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 419 Vísindin efla alla c/tíð Auka þarf fræðslu um Jbot/ / menntaskólum EINN af fremstu vísindamönn- um Bandaríkjanna, Hans A. Bethe, prófessor í eðlisfræði við Cornell-háskóla segir að nauðsynlegt sé að auka mjög fræðslu um vísindi í mennta- skólum, ekki sízt fyrir þá nem- endur sem ekki leggja vísinda- iðkanir fyrir sig á fullorðinsár- um. Þeir verða að fá skilning á því hvað vísindi eru. Og þessi fræðsla á einnig að kveikja í þeim, sem eru vísindamanna- efni. Þeim á svo að sjá fyrir meiri stærðfræðikennslu í menntaskólunum. Þar eiga þeir að læra algebru og trigono- metry engu síður en margföld- unartöfluna. Þeir þurfa að hafa fengið fullkomna fræðslu í stærðfræði og listfræði áður en þeir koma í háskóla, svo að þeir þurfi ekki að eyða dýrmætum háskólatíma í slíkt nám. Hinn uppvaxandi vísindamað- ur þarf að fá góða fræðslu í fögrum listum, engu síður en þeir sem ekki leggja út á vis- indabrautina, þurfa að fá undir- stöðuþekkingu í vísindum. Vér viljum að vísindamenn vorir sé fjöllesnir og hámennt- aðir menn, en ekki neinfr gervimenn, segir hann. Þeir sem leggja stund á fagr- ar listir, verða einnig að fá vís- indalega þekkingu, svo að þeir sjái og skilji hvaða verkefni liggja fyrir vísindamönnunum, og njóti þess að sjá hvernig þau eru leyst. Alltaf er hætta á því, að of mikil áherzla sé lögð á hina tæknilegu hlið vísindanna. — Tæknin er ekki vísindi, heldur á hún að kenna hvemig á að nota visindin. Vísindin eru æv- intýri mannsandans, kjarni nú- tíðarmenningar. fleygt út flöskuskeyti, þar sem frá þessu var skýrt, og nokkrum klukku- stundum síðar var fallbyssubátur kominn á vettvang og yfirbugaði ræningjana. Eitthvert óvenjulegasta flösku- skeyti, sem sögur fara af, var frá landkönnuðinum Livingstone. Hann hafði fleygt því í sjó hjá Kongone í Austur-Afriku 25. maí 1859. Það fannst nokkrum vikum seinna. Þetta skeyti var ritað á fjórar heilarkar- síður og var þar sagt frá ferðalagi hans upp eftir ánni Shire, að hann hefði fundið vatnið Shirva og hefði nú haft spumir af vatninu Nyasa. Trúboðsfélög í ýmsum löndum hafa þann sið að senda frá sér flösku- skeyti, sem þau kalla „skeyti frá guði“. Eitt brezkt félag hefir þannig sent frá sér 60.000 flöskur á 12 árum, og eru í þeim ritningarstaðir úr Nýa- testamentinu, skráðir á 19 tungumál- um. Það er sagt að þeir fái svo mörg svör að sýnt sé að 10. hver flaska finnist. Svör hafa borizt alla leið frá Hong Kong og einnig frá sakamannanýlendu í Vesturindíum. Þar var það fangi, sem svaraði. Hann hafði verið dæmdur til langrar vist- ar þar fyrir innbrot, en kvaðst nú hafa séð að sér. Þá er það og ekki óvanalegt að biðilsbréf sé sendi með flöskum. Fyr- ir fáum árum fannst bjórflaska rek- in á suðurströnd Englands og í henni var skeyti. Þar stóð fyrst nafn og heimilisfang sendanda, og síðan stóð þetta: „Ef þið viljið eignast góðan mann, þá skrifið mér. Eg er geðgóð- Ur og ekki óálitlegur. Eg vil helzt vera á sjónum — en það gæti lag- ast.... “ Það var háseti á farþega- skipi, sem sendi þetta skeyti. Honum bárust svo mörg hjúskapartilboð, að hann var marga mánuði að velja úr þá beztu. Sumir sjómenn hafa þann sið að senda konum sínum flöskuskeyti. Er þess getið um enskan skipstjóra, sem hafði verið giftur í 25 ár, að hann hafði aldrei lagt frá landi án þess að senda konu sinni flöskuskeyti. Ekki er þess getið hve mörg þeirra kom- ust til skila, en eitt þeirra fekk konan í pósti frá Jersey, þar sem það hafði komið ó land. Árið 1957 var bóndi nokkur á gangi í fjöru skammt frá Bognor Regis í Sussex. Þar rakst hann á flösku og var eitthvað í henni. Hann varð að brjóta flöskuna, til þess að ná því, en það reyndust vera kvennærbuxur úr nælon og þetta bréf með: „Ef einhvem langar til gefa konu sinni nærbuxur úr nælon, má hann eiga þessar“. Og undir var ritað finnskur sjómaður. Enginn veit hver hann var, en bóndinn fór með buxurnar heim til konu sinnar, og varð hún heldur fegin. Ný þjálfunaraðferb JAPANIR hafa fundið upp nýa að- ferð til þess að æfa hlaupamenr sína. Þeir setja ofurlitla rennibraut á íþróttavellina og eftir henni fer raf- magnsvagn. Hlaupararnir keppa vií vagninn. Vita þeir þá upp á hái hvaða hraða þeir hafa náð, og geta svo smám saman hert á sér. í vagn- inum er hátalari svo að þjálfarinn getur alltaf kallað til keppandans og gefið honum leiðbeiningar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.