Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1961, Blaðsíða 16
420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE * A 10 5 4 * 9 V 9 7 4 3 ? Á D 6 5 A 10 7 4 2 A G 8 3 2 V K 10 2 4 K 10 4 * G 9 3 * K D 7 V Á G 8 , 4 G 9 2 * K D 5 S sagði 3 grönd. V sló út lágtigli og þarna fengu V—A fjóra slagi á tigul í byrjun. í seinasta slaginn verður S að fleygja af sér bæði í borði og á hendi, og einu spilin, sem hann má missa er lauf úr borði, en hjarta af hendi. V slær nú út laufi og það er drep- ið með ás. Svo er svínað undir hjarta- gosa og teknir slagir á K og D í spaða. Þá er V spaðalaus. S tekur þá slagi á L K og L D og fleygir spaða í úr borði, en nú getur A ekki varið bæði spaða og hjarta. ^rlaSrafoh Hákonsenshús var kallað húsið nr. 8 við Aðal- stræti, en síðar Breiðfjörðshús, er Valdimar Breiðfjörð hafði eignazt það og stækkað mikið. Benedikt Gröndal segir þessa sögu þaðan: „Þar bjó eg eitt sumar í sömu stofunni sem Jónas Hallgrímsson hafði búið í, og var all- illt; allt fullt af rottum sem léku á gólfinu eins og kettir; hinum megin við dyrnar á norðurendanum var og stofa og þar bjó eg um tíma og Stefán Pétursson; eina nótt gat eg ekki sof- ið og var að lesa í Madvigs gramma- tík í rúminu; þá settist ein stór rotta á mitt gólfið, en eg keyrði gramma- tíkina í hana svo hún rotaðist og er það eina afreksverkið sem eg hefi gert með þeirri bók". Bóndinn í Bár t sveit minni, Eyrarsveit, er bær. NOREGSFÖR. — Fimmtudaginn 14. sept. lagði strandferðaskipið Hekla á stað frá Reykjavík til Noregs. Þetta var söguleg ferð, því að með skipinu var 160 manns, sem ætlaði að vera við þá athöfn, er Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra afhenti norsku þjóðinni líkneski Ingólfs Arnarsonar í Hrífudal á Fjöl- um. Sú athófn átti að fara fram næsta sunnudag, en Hekla hreppti aftakaveð- ur í hafi alla leið og tafðist þess vegna svo, að hátíðin á Fjölum gat ekki far- ið fram fyr en á mánudag. — Hekla er nú á heimleið úr hinni sögulegu för. — sem var mjög fornfálegur. Hann hét Bár, en fornmenn íslenzkuðu nafnið Bari á ítalíu með Bár. í Bár heldust ýmsar fornar venjur lengur en ann- ars staðar, þó að víða væri leitað. Bóndi bauð Þorra í garð, fór þá á fætur á undan öllum öðrum. I skyrt- unni og annari brókarskálminni hopp- aði hann á öðrum fæti þrisvar kring- um bæinn og fagnaði Þorra með til- völdum orðum. Konan hans fagnaði svo Góu á líkan hátt, hoppaði lítt klædd kringum bæinn og hafði yfir vísúna: Velkomin sértu, Góa mín o. s. frv. (Dr. Jón Stefánsson; úr æsku- minningum) Barn fætt á víðavangi Árið 1842 var í vist hjá séra Frið- rik Eggerz og Arndísi í Búðardal á Skarðsströnd, stúlka sem Jóhanna hét Jónsdóttir. Hún var þá vanfær en fór dult með, og hafði Arndís því gætur á henni. Hinn 27. júlí um sumarið kenndi Jóhanna sóttar og ætlaði þá að komast ofan að Gröfum, þar sem hún haiði áður verið. Arndís saknaði hennar fljótt og sendi fólk í allar áttir að leita hennar, en sjálf fór hún með karlmanni niður með ánni. Er þau komu þar sem heitir Lambatangi, sáu þau Jóhönnu handan árinnar í brekku. Hafði hún alið barnið þar. Arndís skildi á milli, lét sækja hest og reiða móður og barn heim að Búðardal. Þetta var stúlku- barn og var það skírt sama dag. Réð Arndís því að telpan var látin heita Guðbjörg, og sagðist gera það til þess að nafnið yrði til að minna hana og móðurina á guðs hjálp og varðveizlu. — Guðbjörg þessi varð gömul kona og dó 15. júní 1917 á Tindum á Skarðsströnd. Hún hafði ekki gifzt. LEIÐRÉTTINGAR í 24. tbl. varð sú villa, að sagt val' að félagsheimili KFUK í Vindáshlíð væri fyrir sunnan Laxá — það er fyrir norðan ána. — I seinasta tbl. varð villa í fyrirsögn á bls. 401; þar stóð Líkingareikningur, en átti að vera Líkindareikningur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.