Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 4
488 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS frá félaginu komna, og því að þakka hvað þokað hefði áleiðis. Kvað hann þetta mál „óskabarn félagsins“. En áhugi annara hefir sýnilega farið dofnandi. — ★ — Sennilega hefir þó áróður fé- lagsins ýtt við sumum, því að á næsta Alþingi (1867) var kosin nefnd til þess að undirbúa há- tíðahöld í tilefni af 1000 ára minningu íslandsbyggðar. Nefndin sendi svo áskorun til allra landsmanna um að leggja fram fé til þess að hægt yrði að reisa Alþingishús úr íslenzkum steini og „skyldi þar á sett mynd Ingólfs Arnarsonar". Skyldi þetta hús vera minnismerki, er þjóðin reisti sér á þessum merku tíma- mótum. Hér var tekin hugmynd Hall- dórs Kr. Friðrikssonar um hús- byggingu, en aðeins breytt til. Eins á hér að ganga á móts við þá, er vildu reisa Ingólfi minnis- varða, að mynd hans skyldi vera á húsinu. En ekkert vár á það minnzt hvernig þessi mynd ætti að vera, né hvernig henni skyldi komið fyrir. Fóru og leikar svo, að aldrei var framar minnzt á mynd Ingólfs. Alþingishúsið var fullgert 1881, en þar var engin mynd af Ingólfi. — ★ — Nú leið og beið fram til sum- arsins 1906. Þá var íslenzku þing- mönnunum boðið til Kaupmanna- hafnar. Fóru þeir þangað 35. Sátu þeir þar í dýrlegum fagnaði og hvers kyns dálæti og voru leystir út með gjöfum. Og ofan á allt þetta kom svo fyrir- heit um að danska ríkisþingið ætlaði að gefa íslandi standmynd úr eiri af Jason, gríska fornkapp- anum. gerða eftir hinni beims- frægu frummynd Alberts Thor- valdsens. Skyldi henni ætlaður staður á Austurvelli hjá mynd Thorvaldsens og vonargyðjunnar. Þegar dönsku blöðin komust að þessu, voru þau ekki ánægð með myndarvalið. Var því hreift bæði í Nationaltidende og Politiken, að gefa heldur mynd af Ingólfi Arn- arsyni eftir Einar Jónsson. Önnur blöð tóku undir þetta, og mynda- blöðin fluttu myndir af frummynd Einars og luku lofsorði á hana. Blöð úti á landi í Danmörku tóku og undir þetta. Þetta írafár í Danmörk og ákafi um að gefa íslendingum gjafir, mæltist þó ekki vel fyrir hér á landi. En það varð þó til þess að gerð var gangskör að því að reisa Ingifólfi minnismerki fyrir ís- lenzkt fé. Þá sló í dönsku bakseglin. Ritzau fréttastofan er látin flytja þá fregn, að ríkisþingið ætli ekki að gefa íslandi neina standmynd. Kom þetta eins og skollinn úr sauðarleggnum, eftir allt það er blöðin höfðu sagt um málið. En er leitað var skýringar á þessu, þótti langsennilegast að ríkis- þingmenn hefði ætlað að skjóta saman fé til að kaupa Jason — þeir hefði getað fengið ódýra af- steypu af honum. En Ingólfur þótti þeim allt of dýr. „Illa farið og ekki illa farið þó í aðra röndina“, segir ísafold er fréttin barst, „að vér fáum ekki Ingólf í þetta sinn og þann veg, sem hér stóð til. Því satt að segja lá við að oss ætlaði að fara að þykja nóg um danskar gjafir. Er miklu mannalegrá og skemmti- legra að vér komum upp Ingólfs- myndinni sjálfir. Vér hljótum að gera það einhvern tíma. Mætti þá ekki byrja á að efna til þessa nú þegar. Hver vill gangast fyrir fiársöfnun? Sá má vitja 50 kr. hjá ísafold — til þess að einhver byrji“. Blaðið Ingólfur tók dýpra í ár- inni: „Það væri þjóðarsmán ef vér létum Dani verða fyrsta til þess að reisa Ingólfi minnisvarða hér.... Hann myndi snúa sér í gröf sinni“. Þegar umtalið um gjöfina stóð sem hæst, kom Jón Halldórsson húsgagnasmiður á fund Knud Zimsen, sem þá var formaður Iðnaðarmannafélagsins. Jón var þá nýkominn frá útlöndinn. Hon- um var mikið niðri fyrir: „Þú veizt nýu fréttirnar", sagði hann. „Danir ætla að fara að gefa okkur standmynd af Ingólfi Arn- arsyni. Finnst þér prýði að því? Danir að gefa íslendingum mynd af Ingólfi landnámsmanni! Néi, í þessu máli verða íslendingar að sjá sóma sinn, þeir eiga sjálfir að reisa Ingólfi minnismerki og gera það óstuddir“. Vildi hann að Iðnaðarmannafé- lagið hefði forgöngu í málinu og skoraði á Zimsen að kalla saman fund. Fundurinn var haldinn 17. september. Jón Halldórsson reif- aði málið þannig, að allir fundar- menn urðu hrifnir. Samþykkt var að veita 2000 kr. úr sjóði félags- ins til að byrja með, og fela Ein- ari Jónssyni að gera minnismerk- ið. Og svo var kosin nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd. Hún símaði svo Einari Jónssyni: „Iðn- aðarmannafélagið gengst fyrir fjársöfnun til Ingólfsmyndar þinn- ar. Starfaðu öruggur!“ Þetta varð sögulegt skeyti á fleiri en einn veg. Það var fyrsta almenna símskeytið sem fór frá þessu landi, var sent um leið og ritsíminn var opnaður. Og það gaf Einari vonir, sem ekki var I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.