Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 10
494 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fórnir færðar í musterinu heldu veginum í þrjár klukku- stundir. Næst þegar eg fór til Tay Minh ásamt tveimur öðrum blaða- mönnum, setti stjórnin okkur í tvo brynvarða bíla og fekk okk- ur 100 hermenn til fylgdar. Bandaríkin hafa veitt Viet Nam 2000 miljónir dollara til uppbygg- ingar. Eg komst skjótt að því, að vandræðin þar í landi eru ekki að kenna fæðuskorti. Ef næg mat- væli og framkvæmdir væri mæli- kvarði á hamingju einhverrar þjóðar, þá ætti Viet Nam að vera mjög hamingjusamt land. Þar voru gerðir 13 flugvellir á þessi ári. Áveituskurðir voru gerðir fyrir þúsundir ekra. Nýir vegir hafa verið gerðir um landið þvert og endlangt og ár brúaðar. Syk- urverksmiðjum hefir verið komið á fót og pappírsverksmiðju, sem- entsverksmiðju og glerverksmiðju. Ræktun hefir aukizt stórkostlega. Árið sem leið var hrísgrjónaupp- skeran 5,5 miljónir tonna, og þar af var hægt að flytja út hálfa miljón tonna. Fólkið er starfsamt og vill vinna. Hvers vegna fær það ekki að vera í friði? „Framfarirnar hafa vakið öf- undsýki“f sagði háttsettur embætt ismaður við mig. „Þegar landinu var skipt og kommar fengu nyrðra hlutann, heldu allir að við mund- um skjótt flosna upp. Fjárreið- urnar voru í ólagi, en við kom- um þeim í lag. Við áttum enga sérmenntaða menn, en þeir komu. Nær ein miljón flóttamanna hefir komið frá norðurríkinu og við höfum skotið skjólshúsi yfir þá. Þetta þola kommar ekki“. Eg fór ásamt belgiskum fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum suður Mekong sléttuna. Hann sýndi mér þorp, sem er helgað drekanum Khanh Hau. Drekinn á að gæta hagsmuna íbúanna og sjá um að börn þeirra verði miklir menn. En fyrir mörgum árum gerðu Frakkar veg, sem batt drekann, og síðan hefir hann ekki getað verið verndarvættur þorpsins. — Hann skýrði þetta fyrir mér: „Áveituskurður er dreki, og hon- um fylgir auðsæld. Vegur er aft- ur á móti tigrisdýr, og af honum stafar hætta. Þetta er nú ekki svo fráleitt. Vatnið eykur gróður jarðar, en vegunum fylgja skatt- ar og hermenn. Árið 1956 ætluðum við að reisa kennaraskóla í nánd við þorpið. Þá sögðu helztu menn þorpsins að það væri tilgangs- laust, nema því aðeins að skurður yrði gerður fyrst. Eg helt að þeir ættu við nýan áveituskurð. Ónei, þeir vildu fá skurð til þess að leysa drekann, svo að hann gæti hjálpað sér. Þeir unnu svo kaup- laust að skurðgreftinum. Þegar forsetinn spurði mig hvað skurð- urinn hefði kostað, og eg sagði honum að hann hefði ekki kostað neitt, trúði hann mér ekki. En hvers vegna höfðu þorpsbúar þá ekki leyst drekapn fyr? Það var vegna þess að állt er látið eiga sig, þangað til einhver fyrirskip- an kemur frá opinberum aðil- um“. Margt er það í fari vestrænna manna, sem íbúum Viet Nam geðjast ekki að. Það eru t. d. nær göngular spurningar eins og að spyrja rnenn að heiti. Þeir óttast að ill öfl geti fengið vald yfir sér, ef þeir segja sitt rétta nafn. Marg- ir eiga leyninöfn, sem enginn veit um nema foreldrar, maður mundi ekki trúa eiginkonu sinni fyrir því, vegna þess að þá gæti hún fengið vald yfir honum. Eins er það að heilsa með handabandi. Það telja vestrænir menn vináttu- merki, en þeir í Viet Nam kalla það ósið. Eitt kvöldið gekk eg niður að höfn í Saigon, og eg gekk niður með fljótinu þangað til þar voru engar bryggjur og engin skip, að- eins elskendur, sem höfðu tyllt sér niður hingað og þangað eins og tveir og tveir starrar á síma- vír. Úti í fljótinu var ey. Þar höfðu Viet Cong bækistöðvar þessa nótt. Þegar eg gekk svo- lítið lengra, rakst eg á vegarvígi og menn með vélbyssur. Þeir sneru mér aftur. Þeir sögðu að Viet Cong væri líka hérna megin á bakkanum. Forstjóri Austurasíu-verslunar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.