Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Síða 3
Spánarstyrjöldin eftir Saroyan AÐ var svo mollulegt að það var naumast hægt að draga andann. Drake, stóri bróðir minn, gekk nak- inn fram og aft- ur um herbergið sitt eftir að hafa farið í kalt bað, talaði hástöfum og söng. Taktu allt, sagði hann. Taktu pening- ana mina. Hjarta mitt. Taktu líf mitt, sagði hann. Ég settist þung- lega niður í rugg stólinn í fremra anddyrinu og virti hann fyrir mér. Þetta er dapurlegt ár í veröldinni, hugs- aði ég. Eg fann að veröldin hló að okkur öllum sem lifum. Drake stóð í herberginu sínu og reykti sígar- ettu. Þú veizt að þú tilheyrir einhverj um öðrum, söng hann. Svo hvers vegna læturðu mig ekki róa? Síðan rak hann upp skellihlátur. Enoch, kallaði hann, ó, Enoch. Ég stóð upp af ruggustólnum og gekk inn í húsið. Pabbi svaf á legubekknum í dagstofunni. Hann leit út eins og hann væri að reyna að komast langt í burtu til staðar þar sem hann gæti andað að sér tæru lofti. Ég fór inn í herbergi Drakes. Hvað? sagði ég. Enoch, sagði hann. Hvað? Hvað er þig að dreyma nuna? Ekkert, sagði ég. Hvað viltu? Strákurinn minn, sagði hann. Ég fer bráðum frá þér. Mig langar til að spjalla dálítið við þig. Þetta er dapurlegasta ár í veröldinni, liugsaði ég. Hvert ertu að fara? spurði ég. Enoch, strákurinn minn, sagði hann. Ég er að fara í stríðið. Stríðið? sagði ég. Þú ert að skrökva. Ég var hræddur, eins og stundum þegar ég held að heimsendir verði á næstu einni eða tveimur mínútum, allt sundrist og allir deyi, drukkni eða kafni eða kremjist undir einhverjum ósýnilegum þunga. Þú ert að skrökva, sagði ég. Drengur minn, sagði hann, nú er ég hermaður. Ég fór að gráta þvl ég fann að hann var ekki að skrökva. Hann tok mig upp af gólfinu og lét mig á grúfu niður á rúmið mitt. Enoch, strákurinn minn, sagði hann, styrjöld er gleði mannsins. Hættan er hugsvölun hans. og dauðinn er elsk- hugi allra sem draga andann. Hann talaði langa stund. Ég sat uppi og horfði á hann. í stríði, hugsaði ég, er maður drepinn. Drake verður drep- inn. Þeir drepa þig í stríðinu, sagði ég. Farðu ekki Drake. Ef til vill drepa þeir mig, og ef til vill ekki, sagði hann. Það er einmitt það sem mig langar til að lcomast að raun um. Þeir drepa þig, sagði ég. Ég sá hann fyrir mér dáinn í miðri einhvers konar jarðneskri auðn og fór að gráta. Hann mundi vera þar einn og brotinn, líkami hans sundui’kram- inn. Mamma heyrði að ég grét og kom inn í herbergið. Hvers vegna ertu að koma drengnum til að gráta? sagði hún. Þeir drepa hann, æpti ég. Drake ætlar í stríðið á Spáni, og þeir munu drepa hann. Mamma veinaði. Drake, hrópaði hún. Drake blés á sígarettuna sína. Drake, Drake, Drake, hrópaði mamma. Hún sneri sér við og hljóp til pabba. Enoeh, strákurinn minn, sagði Drake, ég ætla að skilja allt eftir, sem þig langar til að hafa hjá þér. Byssuna mína, hljóðritann minn, bækurnar mín- ar. Ég tala við Paulu seinna. Þú geng- ur fyrir. Ég vil ekki neitt, æpti ég. Þeir drepa þig. Bíddu bara og sjáðu til. Þú ert níu ára, sagði hann. Það er góður aldur fyrir tónlist. Ég ætla að skilja hljóðritann eftir hjá þér og plöt- umar. Hvernig lízt þér á það? Nei, sagði ég. Ég vil ekki neitt. Paula getur fengið bækurnar, sagði hann. Farðu og lcallaðu á hana. Ég var feginn að fara. Ég hljóp upp tröppurn- ar að herbergi Paulu. Drake er að fara í stríðið, sagði ég. Ég beið ekki eftir að Paula segði eitthvað. Ég hljóp út úr herberginu, og hún kom skömmu seinna niður stig- ann. Pabbi og mamma voru inni í her- bergi Drakes, og töluðu við hann. Paula og Drake voru tvíburar og hún virtist alls ekkert miður sín. Ég býst við að hún hafi skilið Drake of vel til að trúa því að þetta væri rangt af honxxm. Ég fór á eftir henni inn í herbergið. Mamma var ennþá að gráta. Pabbi virtist aðeins þreytulegur. Þú ert ekki nógu gamall til að fara í stríðið, sagði hann. Ég sá um það, sagði Drake. Hann leit á Paulu. Þú getur fengið bækurnar mínar, sagði hann. Þú ert bara átján ára, sagði mamma, og hún fór aftur að gráta. Bara? sagði Drake. Þú ert ekki kommúnisti, sagði Pabbi. Ég er stúdent, sagði Drake. Gráttu ekki, mamma, sagði Paula. Það kemur ekkert fyrir Drake. • Alls ekkert, sagði Drake. Hann verður drepinn, sagði ég Til hvei-s viltu eiginlega vera her- maður? sagði pabbi. Ðrake fór í frakkann sinn og setti á sig hattinn, brosti við öllum, og mamma grét hærra en nokkru sinni áður. Pabbi sagði, fari það í heitasta. Hann tók utan um mömmu og sagði: Til hvers ertu eiginlega að gráta? Hann fór með mömmu inn í dag- stofu. Þetta var allt. Di*ake fór í striðið; Við sóum hann aldrei aftur, og enginn á heimilinu nema Paula gat varizt gráti. Paula sagði alltaf: Þeir geta ekki drepið Di’ake, jafnvel þótt hann væri dáinn. Hvað er frægð ? Þannig íwfcrr sennilega fiðluleikarinn heimsfrægi, Yehudi Menuhin, hugsað á dögunum, þegar hann heimsótti kirkju nokkra í Lundúnum til að hlusta á upptöku BBC (brezka útvarpsins) á „Kvöld- söngvum" Monteverdis. Hann hafði pantað leigubíl til að sækja sig, og á tilteknum tíma kom bílstjórinn til kirkjunnar og spurði eftir Yehudi Menuhin. Þegar honum var sagt, að atriðinu væri ekki alveg lokið og hann yrði að bíða stundarkorn, svaraði hann: „Nújá, úr því herra Menuhin er í kirkjukórnum, geri ég það með glöðu geði.“ Grikkland: i I garði syrgjandans Effir Nikos Gatsos í garði syrgjandans rís engin sól. t Þar koma bara upp mað'kar til að stríða stjörnunum. Þar vaxa aðeins hestar á mauraþúfum. J Og leðurblökur éta fugla og míga sæði. I í garði syrgjandans sezt nóttin aldrei. Þar æla blöðin aðeins flóði af tárum þegar kölski fer hjá til að stíga á bak hundunum og krákurnar synda í lind af blóði. I garði syrgjandans hefur augað þornað, heilinn frosið og hjartað breytzt í stein. Froskahold lafir úr tönnum kóngulóarinnar. Soltnar engisprettur öskra við fætur blóðsugunnar. f garði syrgjandans vex svart gras. Aðeins eitt kvöld í mai fór andvari hjá. Fótatak létt einsog titringur engjanna. Koss hins löðurprúða hafs. i Og þyrsti þig í vatn þá vindum við skýhnoðra. Og hungri þig í brauð þá slátrum við næturgala. Aðeins andartaksbið þartil hryggðarbeiskjan hefst, þartil himinsortinn leiftrar og kóngaljósið blómgast. En það var andvari sem hvarf, lævirki sem týndist. Það var andlitið á maí, fölvi mánans. Fótatak létt einsog titringur engjanna. Koss hins löðurprúða hafs. Sig. A. Magnússon þýddi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.