Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Qupperneq 4
Sonja sktifar: TIZKUFRÉTTIR FRÁ NEW YORK BOGALlNUR OG PlFUR KOMA MEÐ VORINU nk rið 1960, meðan kosningaher- ferð Kennedy’s stóð yf- ir, spáði franskur blaða- maður, að bandarískum kvenkjósendum myndi ekki geðjast að tilhugs- uninni um að hafa lag- lega og velklædda, unga forystufrú í Hvíta hús- inu. Honum skjátlaðist Frakkanum þeim! Hann hafði bersýnilega ekki búið hér nógu lengi til að skilja græzkuleysi Bandaríkj aþ j óðarinnar. r%. FYRSTA ári Jac- queline Kennedy í Hvíta húsinu er sennilega búið að birta meira um hana í blöð um og tímaritum en Mari- lyn Monroe, meðan frægð hennar stóð sem hæst. Hvort sem það líkar betur eða ver. hefur „Jackie-út- litið“ verið stælt og endur- bætt um allan heim, en hún sjálf hefur gegnt sína hlutverki, án nokkurrar — að minu áliti— löngunar til að vera tízkufyrirmynd. I raun og veru hefur klæðaburður frú Kennedy verið hinn sama í öllum aðalatriðum svo árum skipt ir. Hann hefur verið hinn íburðarlausi klæðaburður vel upp alinna kvenna, í algerri mótsetmngu við ofskreytingu með fötum, gimsteinum og loðskinnum. Þessari regiu fylgja allar vel siðaðar, vandlátar stúlkur, hvort sem þær eiga heima í New York Boston eða Fíladelfíu. m ETTA mætti einnig nefna hinn einfalda ameríska stíl, sem færi engil- saxneskum og norrænum konum jafn vel, en hin franska og suðræna kvengerð getur leyft sér meira skraut, án þess að glata virðuleik sínum. Hvort sem maður dáir útlit hennar eða ekki, held ég að enginn geti annað en játað, að áhrif Jacqueline Kennedy á venjulegar bandarískar konur hafa ver- ið góð. En það má jafnvel gera of mikið af bví góða. Ég verð að játa, að ég er orðin dálítið þreytt á þessu ermalausa og mittislausa, þráðbeina hulstri, sem svo margir hafa haldið sér við undanfarin misseri. (Hvað frú Kennedy snertir hef- ur það nærri því mátt kallast einkennis- búningur hennar) og ég spáði uppreisn gegn því fyrir nokkrum mánuðum. Og sjá, hún er þegar komin. Vorsýn- ingarnar eru fullar af boglínum og pif- um. XíZKUTEIKNARARNIR í New York, sem sýna fyrr en gert er í París og á Ítalíu. koma með snotur og kven- leg föt. Einn var meira að segja með mjaðmapúða. Norell sýndi tilskorin belti og Trigere var með heilmikið að pífum. Þetta var allt mjög nýtt að sjá, flestir blaðamennirnir gleymdu, eða höfðu aldrei gert sér grein fyrir, að Balenciaga, höfuðsnillingurinn í París, hafði gert tilraunir með pífur og mjó mitti á síðasta misseri (og hvað, sem annars má segja um tízkuteiknar- ana í New York, mega þeir eiga, að þeir kjólum og kápum: Að framan hátt mitti, hálfvíð pils, sem standa út að aftan eins og andastél. Kvöldklæðnaður: Mikil décolletage og örþunn efni. Frábær harem — náttföt til að vera í heima við, með aðra skálmina gula hina gulrauða. M, eru fljótir að sjá, hvað á eftir að verða vinsælt). I T I-/M PARIS blása kvenlegir vindar. Brjóstin eru framstæð og mittið mjótt. Það hefur verið snúið aftur að klæð- um sem sýna eðlilegar líkamslinur. Nýju stjörnurnar eru: Venet, Courreges og Yves St. Laurent, sem var undrabarn hjá Dior áðui en hann var kallaður í herþjónustu. Castillo hefur haldið eina af beztu sýningum sínum um árabil. Sniðið á LARC BOHAN hjá Dior: Dag- kjólar minna á enska skóladrengi. Opnir dragfcarjakkar með plíseruðum blússum og slaufur eins og veiðihár á ketti. Pils- in eru eins og eldspýtnastokkar í laginu, og niður þaú að íraman er ísaumur, sem minnir á buxnabrot karlmanna. Pifur á kvöldkjólum, sumir minna helzt á spari- flíkur smátelpna. Venet, sem var áður yfirklæðskeri hjá Givenchy: Hreinar línur og tækni. Prinsessusnið, failegar dragtir, pils með ísettum framstykkjum og alltaf víð að framan. Ohanel-jakkarnir hafa verið stældir svo oft og vel. að hún neyðist til að breyta eitthvað í þetta sinn. VfLEÓPÖTRUSTÍLLINN er það nýjasta hér og erlendis. Hann er að nokkru fenginn úr myndinni með Elíza- beth Taylor, sem nú er verið að taka í Róm, þó að París hafi tekið fyrst við sér, eins og vant er. í þetta sinn var það í mynd einnar glæsilegustu konu París- ar, Jacqueline de Ribes, sem er miklu Cleópötrulegri en Elíztbeth Taylor með sitt stutta, uppbretta nef. Hvað sem því líður eru hárgreiðslur skartgripir. hatt- ar og hárkollur og Nefertiti augnskugg- ar (sem láta Austurlanda-augnsnyrting- una líta gamaldags út) nýjasta tízkn. LEIÐUR VANI Á efri árum fæst rithöfundurinn frægí, Somerset Maugham, æ meir við siðferðileg og heimspekileg vanda mál. Sem dæmi um það má nefna, að hann hefur nýlega lýst því, hvernig hann þróaði og agaði sína eigin skap- gerð. „Ég hef á hverjum einasta degi tamið mér að framkvæma tvo hluti, sem eru mér báðir jafnandstyggilegir; að fara á fætur á morgnana og fara í háttinn á kvöldin.“ o o o Jóhannes páíi XXIII lét bess nýlega getið við einn af embættismönnum páfagarðs, að hann langaði til að taka sér daglega göngu í garði páfahallar- innar til að anda að sér fersku lofti. „Já, yðar heilagleiki,“ sagði embættismaðurinn. „En á ég þá ekki að sjá um að settar verði upp nokkrar hlífar, svo fólkið í húsunum í kring sjái yður ekki?“ „Hlífar?“ sagði páfinn með breiðu brosi. „Hvers vegna í ósköpunum má fólk ekki horfa á mig? Er eitthvað við útlit mitt að athuga?“ Stefanía Guðmundsdóttir GAMLAR LEIKHÚSMINNINGAR FRÚ Stefanía Guðmundsdóttir var meðal fremstu stofnenda Leikfélags Reykjavíkur og lék á fyrsta starfsári þess, 1897—98, í níu leikritum af ellefu, sem félagið sýndi það ár. Hér var að mestu um stutta söng- og gamanleiki að ræða, en meðal þeirra voru þó „Ævin- týri á gönguför“ og „Frænka Charleys." Þegar frú Stefanía hóf starf sitt hjá Leikfélaginu átti hún að baki sér nokk- urra ára leikferil, því að hún kom fyrst fram á leiksviði hér í Reykjavík í janú- armánuði 1893 og vakti þegar mikla athygli og hrifni áhorfenda. Var hún, er hér var komið sögu, af öllum talin mikil hæfasti leikari bæjarins og reyndar landsins alls, og þann veglega sess skip- aði hún æ síðan svo að eigi varð um deilt, enda voru henni öll starfsár henn- ar hjá Leikfélaginu falin fjöldi hlut- verka, mörg þeirra viðamikil og vanda- söm og leysti hún þau öll af hendi með þeim glæsibrag og snilli. að seint mun gleymast þeim sem á horfðu. Frú Stefanía var fædd í Reykjavík 29. júní 1876. Voru foreldrar hennar Guð- mundur Jónsson trésmiður á Elliðavatni og kona hans Anna Stefánsdóttir prests í Viðvík Björnssonar. Hún giftist árið 1896 Borgþóri Jósefssyni. (d. 1934) síðar bæjargjaldkera Reykjavíkur. Var Borg- þór einn af stofnendum Leikfélagsins og alla tíð mikill áhugamaður um leiklist, enda var hann konu sinni ómetanleg stoð í leikstarfi hennar og dáði hana mjög, að verðleikum. AÞESSUM árum voru hér engir leik- listarskólar sem ungt og áhugasamt fólk gæti sótt til lærdóm í þessari vanda- sömu og kröfuhörðu listgrein. Hinir gömlu leikarar urðu því að láta sér nægja þann leikskóla, þar sem reynslan og æfingin og góðir leikstjórar eða leið- beinendur sáu um kennzluna. Að sjálf- sögðu hefur þetta leiklistar„nám“ ekki gefið jafn góðan og skjótan árangur og nú gerist í leiklistarskólum okkar. en bót var þó í máli að leiklistaráhugi þessara manna var ódrepandi, á hverju Stefanía í hlutverki Steinunnar í Galdra-Lofti sem gekk, og margir þeirra gæddir góðr! leikgáfu. Á þetta ekki hvað sizt við um frú Stefaníu, sem bjó, tvímælalaust. yfir ríkari eðlisgáfu til leiklistar, en ég veit dæmi til um nokkurn annan islenzkan leikara. Árið 1904 dvaldist frú Stefanía vetrarlangt í Kaupmannahöfn til þess að kynna sér leiklist þar í borg. Fékk hún þá að fylgjast með kennzlu í leik- listarskóla Konunglega leikhússins og horfa á leikæfingar þar. Heyrði ég frúna oft minnast á þessa dvöl sína í Kaup- mannahöfn og hversu lærdómsrík hún hefði verið sér. FYRSTA sýning Leikfélags Reykjavík- ur fór fram í Iðnó 18. desember 1897, Voru þá sýndir tveir smáleikir. Ferða- Framh. á bls. 13. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.