Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Síða 15
TÆKNI Framhald af bls. 9. Eftir honum endilöngum, og þar sem hann rís hæst, gengur sprunga, sem sker hann í sundur og er allt að 50 km á' foreidd. Stafa hverir bæði á íslandi og á Azoreyjum, frá varmanum sem berst upp um þessa sprungu. Fjallgarður þessi tekur yfir nær 1/3 hluta Atlantshafsins. X Kyrrahafinu, sunnanverðu, beygir Austur-Kyrrahafs-fjallgarðurinn, eða neðansjávar-hásléttan, sem svo mætti nefna og sem er nær 5000 km á breidd, í kringum Ástralíu og tengist Mið-Atlants- hafs-fjallgarðinum. Og saman ná þessir tveir fjallgarðar, að mestu neðansjávar, yfir 64,000 km lengd og grípa umhverfis gjörvalla jörðina. Mælt hefur verið, að varmaupp- Streymið í skorpunni yfir neðansjávarhá- sléttunni, undir Galapagos og Páskaeyj- nm, reyndist sjöfallt meira en þekkist í jarðskorpunni annars staðar. Og æ fleiri rök hníga nú að því, að fjallmyndun fari fram, ekki með samdrætti og fellingum, heldur með þeim hætti, að efni berist ínnan úr jörðinni, upp í gegnum sprung- ur í jarðskorpunni og að land þar ofan á rísi þá smám saman úr sjó, en eins og vitað er. þá nær sjór yfir meir en 70% af yfirborði jarðar. SKURNIN AÐ SPRINGA UNDIR ÍSLANDI? Ef SKOÐANIR þær, sem hér hefur verið lýst eru réttar, má gizka á að yfirborð, eða efsta skurn jarðar um- hverfis Krísuvík, sé þanið, eins og ef teygt væri á landinu til norðvesturs og suðausturs, þvert á sprungurnar, sem við þetta hafa myndazt. En fsland virð- ist einmitt hafa orðið til, og vera sífellt að rísa hærra, vegna jarðhræringa og gosa, sem stafa frá hinni miklu sprungu í Mið-Atlantshafs-fjallgarðinum. Þessi mikla sprunga skiptir jarðskurninni í rauninni í tvo helminga og er eins kon- ar öryggis- og þensluloki fyrir hið heita berg, sem helzt undir miklum þrýstingi innan við skurnina. Þetta berg kann að endurnærast af ofsa heitum bergstraum- um innan úr jörðinni, sem þenjast út þegar ofar dregur og fargið minnkar, undir þunnri jarðskorpu. í ljósi þessa skilnings má gizka á, að hitinn undir Krísuvíkurlandi eigi sér upptök á ekki miklu dýpi, e.t.v. á aðeins 20—25 kílómetra dýpi. Einnig að aðal- sprungurnar séu brattar eða lóðréttar, en hliðarsprungur greinist frá þeim, með langtum minm halla. í>ví miður eru jarð- lög í Krísuvík þannig, að erfitt er með hitamælingum að finna aðalupptök varmans. En þetta gerir jarðboranir vandasam- ar, vegna þess hve erfitt er að staðsetja heppilega borstaði. HENGILLINN OG S JÓBAÐSTAÐUR REYKJAVÍKUR HeNGILLINN er að dómi jarðfræð- inga eitt mesta varmaorkusvæði lands- ins. Og ekki er ólíklegt að heita vatnið að Reykjum eigi þar varmaupptök sín. Ekki er ólíklegt, eins og áður hefur verið spáð, að þangað eigi menn eftir að sækja háþrýsta gufu eða yfirhitað vatn, er tímar líða, og allmiklar líkur eru nú fyrir því, að þar verði reist 15,000 Kilo- watta rafstöð innan fárra ára. Þessi aðstaða og hin mikla varmaorka, sem þegar hefur verið og verður beizluð fyrir Reykjavík, gerir það mögulegt að koma upp geysilega stórum upphituðum sjávarbaðstað hér í bænum og starfrækja hann þá mörgu daga ársins. sem ekki er svo kalt í verði, að nota þurfi allt heita vatnið til húsaupphitunar. Tillögur um baðstað þenna voru fyrir mörgum árum (4. júní 1947) lagðar fyrir bæjaryfirvöld- in, af þeim sem þetta ritar, ásamt kostn- aðar- og fyrirkomulags áætlun. Var gert ráð fyrir að baðstaðurinn væri, annaðhvort þar sem nú er suður- tjörnin, eða grafinn út nær Skerjafirðin- um og botnfyltur með leir og sandi. En strendurnar væru hvítur skeljasandur, hitaðar með útrauðum geislum, frá raf- ofnum á háum súlum. Með slíku fyrir komulagi, er sá varmi sem líkaminn tap- ar, þegar kalt er í veðri, bættur upp af varmaskininu. Og gerir þetta baðgest- um unnt að dvelja lengi úti á ströndinni léttklæddum, og njóta sólarljóssins. Á svipaðan hátt og vera myndi sunnar i iöndum, þar sem loft-hiti er meiri. Baðstaður þessi skyldi geta rúmað a.m.k. 12.500 manns í einu og leyfa 60.000 baðgestum að baða sig á dag, uppfylla þó ströngustu hreinlætiskröfur um vatns endurnýjun. í hann skyldi dælt hrein- um sjó úr Skerjafirði og heitu vatni, er blandaðist í miklum goshver í miðju vatninu. En lýsa mætti upp goshver- inn að kveldlagi t-il fegurðarauka. í sambandi við baðstað þennan voru hugsaðir veitingastaðir og baðhús. Tæpast þarf að efa, að slíkur baðstað- staður myndi verða bæjarbúum og ekki sizt æskunni mikill heilsubrunnur. Með því að nota varmorkuna og raforkuna úr iðrum landsins og fallandi vötnum þess gæti hugvit og framtak á þenna hátt bætt úr þeim annmörkum sem tak- marka, vegna legu landsins og veður- fars, sjótoöð og sólböð, ungra sem gam- alla. Gísli Halldórsson. Es kunna leikrit Bertolds Brechts um frönsku andspyrnuhreyfinguna, „Simone Machard", sem er eins konar nútímagerð af sögunni um Jeanne d’Arc, hefur verið þýtt og búið til flulnings í Bandaríkjunum af Ben Hecht. Verkið var samið af Brecht í samvinnu við Leon Feuchtwanger. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.