Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 2
Bs “andaríska ljóðskáldið Robert Frost hefur lengi verið í hópi ást- sælustu skálda þjóðar sinnar, og síðan Kennedy varð forseti má segja að Frost hafi verið „þjóð- skáld“ Bandaríkjanna. Vinátta for- setans og skáldsins stafar sennilega fyrst og fremst af því, að báðir eru upprunnir í Nýja-Englandi, þar sem fyrstu brezku landnemarnir settust að fyrir nokkrum öldum og þar sem vagga bandarískrar menn- ingar stóð. í augum Bandaríkja- manna hefur Robert Frost orðið nokkurs konar lifandi ímynd Nýja- Englands. En hann hefur líka getið sér frægðarorð austan Atlantshafs- ins og er t .d. heiðursdoktor í bók- menntum við háskólana í Oxford og Cambridge. R, Lobert Frost er nú orðinn 87 ára gamall, en er við góða heilsu og lætur engan bilbug á sér finna. Hann er hæg- ur og góðlátlegur í framkomu, andlitið roinnir dálítið á virðulegan trúð — augabrýnnar eru miklar og skásettar, neðri vörin framstæS. Ellimörkin hverfa ]pegar hann byrjar að tala — rödd hans er hljómmikil, hann talar hægt og hef- ur sérstakt iag á að mæla í spakmæl- um, eins og hann væri að æfa sig á ijóðum, sem hann er ekki búinn að skrifa niður. í viðmóti hans er öryggi og áhriíavald manns, sem er orðinn vanur aðdáun annarra og hefur undir niðri ánægju af henni. Enda hefur hann haft nægan tíma til að venjast frægðinni. Þó Frost lyki aldrei háskólaprófi sjálfur, hefur hann mismunandi glæsi- legar heiðursnafnbætur frá um 20 bandarískum háskólum, meðal þeirra Harvard, Yale og Columbia. Árið 1950 hélt öldungadeild Bandaríkjaþings upp á 75 ára afmæli hans með því að gefa út heiðurstilvitnun, sem hlaut hið ó- skáldlega nafn „Ályktun öldungadeild- arinnar nr. 224“. Með fullri virðingu fyxir menningarverðmætmn bandariskra stjómmálamanna er svo að sjá sem Frost sé ekki lengur aðeins ljóðskáld: hann er orðinn imynd ákveðinna bandarískra hugsjóna. Það hefði kannski verið fullt eins viðeigandi að öldungadeildin hefði samþykkt að beiðra frelsisstyttuna í New York. F ó Robert Frost njóti nú meiri virðingar en nokkurt annað ljóðskáld í sögu Bandaríkjanna, var ferill hans íram yfir miðjan aldur fjarri því að vera giftuvænlegur. Hann fæddist í Kalifomíu árið 1875 (það kann að hafa verið 1874, en Frost vill ekki láta neitt uppi um það). Foreldrar hans voru barnakennarar, sem höfðu brotizt yfir meginland Ameríku frá Nýja-Englandi. Forfeður móðurhans, sem varblíðlynd- ur áhangandi Swedenborgs, höfðu verið sjómenn á Orkneyjum. Föðurættin hafði komið til Ameríku mjög snemma, eða árið 1634. En faðir Roberts Frosts hafði aldrei kunnað við sig í umhverfi feðranna í ROBE FROST þrælastríðinu hafði hann verið á bandi buðurríkjamanna (hann nefndi son sinn Robert Lee í höfuðið á hinum fræga hershöfðingja Suðurríkjanna), og þegar stríðinu lauk tók hann sig upp og hélt til vesturstrandarinnar. Þar vann hann fyrst að kennslu en síðar gerðist hann blaðamaður við dagblað í San Francisco, „Bulletin". Robert mmnist þess, að hann hjálpaði föður sínum í kosningabaráttu árið 1884. Ár- ið eftir lézt faðir hans úr berklum, og móðirin fór með tvö börn sín brjú þús- und mílur til heimKynna afa og ömmu í smábænum Lawrence í Massachusetts. Robert var 10 ára gamall þegar hann si ttist að meðal grenivaxinna hæðanna og aldingarðanna í Nýja-Englandi. IWeðan hann var í menntaskóla vann hann í sumarleyfunum. Hann var skóbætari, kaupamaður og verkamaður í vefnaðarverksmiðju. Svo kom fyrsta upphefðin: í tilefni af því að bekkur hans útskrifaðist orti hann sálm við iónlist eftir Beethoven. Síðan hélt hann til Dartmouth-há- skóla, en hætti eftir þrjá mánuði, og næstu ár urðu tímabil stefnuleysis, vonbrigða og misheppnaðra áforma. Hann fór úr einu verki í annað, fékkst við kennslu, búskap, blaðamennsku og bcksölu. Loks kvæntist hann gamalli skólasystur úr menntaskólaniun í Law- rence, lét innrita sig í Harvard-háskóla, en gafst upp, þó honum tækist að kom- ast í bekk hjá Santayana. „Ég hljóp bara eftir latinu, grísku og heimspeki", sagði hann, „þangað til ég hljópst á brott“. Hann sneri sér nú aftur að bú- skap og frístundakennslu, og hélt þvi áfram þar til hann ákvað að flytjast með fjölsskyldu sína til Englands árið 1912. H, L ann var enn svo til óþekktur sem ljóðskáld. Fyrsta ljóð hans hafði verið birt í bandarísku tímariti þegar hann var 19 ára gamall. Afi hans, sem vai hreykinn af þessu en hafði áhyggj- ur af skáldaferli sonarsonarins, bauðst til að gefa honum eitt ár í því skyni að sannreyna hæfileika hans til skáld- skapar. „Gefðu mér tuttugu“, sagði Ro- bert. Það vildi svo einkennilega til, að fyrsta bók hans var gefin út nálega 20 áTum síðar. Á þeim 18 árum, sem liðu milli fyrsta prentaða ljóðsins og Eng- iandsfararinnar, höfðu aðeins 12 ljóð eftir hann verið prentuð. f Englandi kynntist Frost lesendum, sem voru bæði áhugasamir um verk hans og höfðu hliðstæðan smekk. Hann leigði sér búgarð í Leadington í Gloucestershire, og meðal nábúa hans voru „georgísku" ljóðskáldin Lascelles Abercrombie og W. W. Gigbson, en Ed- ward Thomas var tíður gestur á heim- ili hans. Vinátta þeirra Frosts og Thomas — sem sögð var byggjast á ó- vild veiðiþjófa í garð skógarvarða — var ein hin ávaxtaríkasta í bókmennt- um aldarinnar. Það var Frost sem hvatti Tnomas til að segja skilið við ó- bimdið mál og hjálpaði honum til að finna sjálfan sig sem ljóðskáld. „Georg- ísku“ skáldin sýndu Frost á hinn bóg- inn virðingu og aðdáun og töldu í hann kjark til að safna ljóðum sínum í bók. í Englandi fann hann lika útgefend- ur, sem höfðu áhuga á verkum hans, og árið 1913, þegar Frost var 38 ára, birtist fyrsta bók hans, „A Boy’s Will“. Sagan segir að samlandi hans, Ezra Pound, hafi séð bókina á undan hon- um sjálfum, eða réttara sagt komizt yfir prófarkirnar að henni. Hvernig sean Pound fékk bókina, þá skrifaði hann mjög lofsamlega um hana og skammaði jafnframt bandaríska útgef- endur fyrir skilningsleysi *r egar „North of Boston" kom út árið eftir, voru viðtökurnar ennþá miklu glæsilegri, og þegar Frost sneri aftur heim til Bandaríkjanna árið 1915, var hann hylltur sem leiðtogi „nýs tímabils í bandarískri ljóðlist“. Ári síð- ar hafði þessi óþekkti, miðaldra bóndi og kennari flutt hátíðaljóð eftir sig við Harvarö- og Tufts-háskóla, verið kos- iim í „National Institute of Arts and Letters“ og í ritstjórn „The Seven Arts“. Eftir það var hann stöðugur gestur bandarískra háskóla eins og flest önnur ljóðskáld þar í landi. Vel- gengni hans brást aldrei, og árið 1941 var hann búinn að eignast fimm bú- garða. Það hefði samt tæplega nægt honum til frama og velgengni að vera aðeins gott ljóðskáld, því í Bandaríkjunum voru mörg jafngóð ljóðskáld sem aldrei áttu svipuðu gengi að fagna. Það sem átti stærstan þátt í orðstír hans var, að hér var gott ljóðskáld sem var trútt Nýja-Englandi og fékk þaðan bæði yrkisefni sín og tungutak, á sama tíma og flestir góðir rithöfundar Banda- ríkjanna höfðu kosið sér „útlegð“ í Ev- rópu. Jafnframt hefur Frost beitt hinni mildu tækni sinni í ljóðagerð til að af- má það sem „skáldlegt“ kynni að virð- asl í ljóðum hans. Hann fann sinn eig- in tón snemma og hefur lítið breytzt. 1 stað þess að gera tilraunir hélt hann áfram að yrkja. Takmark hans var æ meirí einfaldleiki, sem fór í öfuga átt við samtímaljóðlistina, því hún varð æ Lóknari. Þó Frost væri nútímalegur í óbeit sirmi á skáldlegu tungutaki, var Ijóðlist hans öllum auðskilin. Hún var einis og flestum. finnst að ljóðlist eigi að vera. Þó réð það kannski úrslitum, að Frost skapaði sér eigin vettvang, allt að því sjálfstæða hefð, eins og Crabbe Frh. á bls. 12. Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. . Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðaistræti 6. Sxmi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.