Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 2
lí'kkert er sennilega erfiðara nú á dögum en fást við spádóma um framtíð stjórnmálaleiðtoga í Sovétríkjunum. Það kom í ljós 1. maí sl., þegar Vórósjíloff, fyrrver- andi forseti Sovétríkjr.nna, var aft- ur staddur í hópi sovézkra leið- toga við hina árlegu hersýningu á Rauða torginu í Moskvu, og það hafði komið enn skýrar í Ijós nokkrum dögum áður, þegar Nikita Krúsjeff birti hinn nýja ráðherra- lista sinn. í>að virtist vera nær samdóma álit allra stjórnmálafréttaritara og sovét- sérfræðinga utan Sovétríkjanna, að menntamálaráðherrann, frú Ékaterína Fúrtseva, sem nú er 51 árs gömul, mundi hverfa af vettvangi sovézkra leiðtoga. hessi skoðun var meðal ann- ars byggð á þeirri staðreynd, að Fúrt- seva var ekki endurkjörin í Æðstaráð Sovétríkjanna eftir síðustu „kosning- ar“. En nú hefur ráðherralistinn sem sagt verið birtur, og viti menn, Éka- terína Fúrtseva er ennþá menntamála- ráðherra. Hún er því í augum margra sigur- vegarinn í þeim átökum, sem hljóta að hafa átt sér stað að undanförnu. Ékaterína Fúrtseva er Reykvíking- um kunnug síðan hún var hér í stuttri heimsókn í fyrrasumar. Hún virtist vera styrk og ákveðin kona, sérlega alúðleg og fjörleg í viðmóti, hárið Ijóst og augun skærblá. Hún var fjarri því að vera nokkur heimskona, en var fremur vel klædd og hafði beitt hin- um hefðbundnu fegrunarmeðulum kvenna í hófi, andlitsdufti og varalit. Fnginn gat verið í vafa um, að hún væri mikill persónuleiki — enda gat tæplega öðru vísi verið, þar sem hún hafði náð að verða atkvæðamesta kona í öðru voldugasta ríki heims. Já, í rauninni er hún fyrsta kona Sovétríkjanna, sem fengið hefur veiga- mikið hlutverk eftir byltinguna. Eigin- kona Leníns hafði að vísu mikil áhrif, en áhrifavald hennar byggðist ekki á opinberu embætti, heldur þeirri stað- reynd að hún var hin gáfaða kona leiðtogans. Bolsévikkar héldu frá fyrstu tíð fram jafnrétti kvenna við karlmenn, en í reyndinni áttu konur mjög erfitt uppdráttar á hinum pólitíska vett- vangi í Sovétríkjunum. f þessu efni varð Ékaterína Fúrtseva brautryðjandi. Hún var dóttir fátæks vefara og gerðist sjálf vefaralærlingur, þegar hún hafði aldur til, en jafnframt tókst henni að fá leyfi til að nema við efnafræðistofnun. Eftir að hún gekk í kommúnistaflokkinn árið 1930 fór hún smám saman að klifra upp metorða- stigann, en það gekk afar hægt. Á rið 1950 var hún komin svo langt, að hún var skipuð ritari Moskvudeildar flokksins, og nokkrum mánuðum síðar varð hún fulltrúi í Æðstaráðinu. Árið 1954 var hún svo orðin aðalritari kommúnistaflokksins í Moskvu og fékk þá fyrsta hlutverkið sem dró athygli umheimsins að henni: Hún var meðlimur sovézkrar sendi- nefndar sem fór í opinbera heimsókn til Kína með Krúsjeff og Búlganín í broddi fylkingar. Þá höfðu þau uppgötvað hvort ann- að, hún og Krúsjeff, og virðist félags- skapur þeirra ekki hafa beðið skipbrot til þessa. Hann dáði hana ekki sízt fyrir dugn- að hennar við áróðursstarfsemi. Hún hafði sama hvassa talandann eins og hann sjálfur, og vilji menn fá hug- mynd um ræðustíl hennar, er ekki úr vegi að vitna í frægan kafla úr ræðu, sem hún hélt á flokksþinginu 1952 — íæðu sem fól í sér óvægna gagnrýni á hinni miklu eðiisfræðistofnun í Moskvu: „Hvernig er hægt að tala um gagn- rýni eða sjálfsgagnrýni í eðlisfræði- stofnuninni, þegar 102 af starfsmönnum hennar eru náskyldir, og mikill hluti þeirra starfar sem undirmenn ættingja sinna?“ Kórónan á pólitískum ferli hennar var embætti menntamálaráðherra, sem Krúsjeff skipaði hana í. Er hún afturhaldssöm — eða tek- ur hún þátt í hinni nýju „leysingú'? í Reykjavík í fyrra, er erfitt að átta Af þeim orðum, sem hún lét falla hér sig á því. Sá hlutur er hins vegar vís, að hún hefur langmestan áhuga á rússneskri æsku og menntun hennar. Þegar framkvæma átti hina miklu áætlun um nýtt landnám í Síberíu og Kazakjstan, var það engin tilviljun, að einmitt Fúrtseva var kjörin til að benda á og velja þá 12.000 ungu Moskvu-búa, sem sendir voru til hins erfiða verkefnis í fjarlægum héruðum. Hún er vinnuþjarkur og gengur að starfi sínu af lífi og sál, bæði í ráðu- neytinu og flokknum, en hún getur ekki talizt nein bláhosa. Á hinum venjulega Kreml-dansleik 7. nóvember fyrir nokkrum árum birtist hún í áberandi fínum sam- kvæmiskjól, sem sniðinn var eftir allra nýjustu tízku og fór vel við hinn sterklega líkamsvöxt hennar. Hún hvarf ekki af dansgólfinu allt það kvöld. Valdamennirnir í Kreml keppt- ust um að bjóða henni upp í dans — og þegar þeir höfðu flestir kvatt dans- gólfið og vodka-drykkjuna um tvö- leytið eftir miðnætti, hélt Ékaterína áfram að valsa brosandi og full af lífs- þrótti. Y msir eru þeirrar skoðunar, að það sé þetta sambland af skyldurækni og lífsfjöri, sem valdi því hve Krús- jeff hefur miklar mætur á henni. Hann sýndi það einu sinni á næsta áberandi hátt. Þegar hann var við- staddur eina af hinum mörgu hersýn- ingum á Rauða torginu, kom hann auga á hana í hópi innlendra og er- lendra erindreka. Hann veifaði þá til hennar, benti henni að koma upp á heiðurspallinn og taka sér stöðu meðal forkólfanna — og var hún sennilega fyrsta konan sem naut slíkrar virð- ingar. Hvað var hún að gera meðal erind- rekanna? Skýringin er sú, að Ékater- ína Fúrtseva er líka eiginkona. Hún er gift Nikolaí Pjotr Firjúbín, sem árum saman hefur verið sendiherra Sovét- ríkjanna í Júgóslavíu, og hefur það ekki ævinlega verið auðvelt embælti. En það er tæplega hægt að tala um eiginlegt fjölskyldulíf þeirra hjón- anna, því hann dvelst lengstum í Bel- grad, en hún í Moskvu. Þau eiga eina dóttur, sem heitir Svetlana og kom hingað með móður sinni í fyrra. Þrátt fyrir allt annríki hefur Ékaterína jafn- an lagt mikla alúð við uppeldi dóituf sinnar. P vkki væri allskostar rétt að gera mikið úr daðurhæfileikum Fúrtsevu, enda er hún komin á sextugsaldur, en hún er ein þeirra kvenna sem hafa orð fyrir að „vefja karlmönnum um litlafingur sinn“ — og ungir, fram- gjarnir stjórnmálamenn í Sovétríkjun- um gæta þess ævinlega að senda henni rauðar rósir (eftirlætisblóm hennar) þegar viðeigandi tækifæri gefast. Ekki er ósennilegt, að blómvöndun- um hafi fækkað síðustu mánuðina, en strax eftir að ráðherralistinn var birt- ur hafa rósirnar eflaust farið að blómg- ast aftur! Agatha Christie Seinur kvikmynd«nhandrit ÞAÐ mun vekja áhuga allra þeirra mörgu lesenda, sem dá Agatha Christie og Charles Dickens — því þau eiga marga sameiginlega aðdá- endur — að drottning leynilögreglu- sögunnar hyggst nú stofna til sam- vinnu við hinn látna skáldbróður. Agatha hefur fengið tilboð frá Metro-Goldwyn-Mayer-kvikmyndafé- laginu um að semja kvikmynda- handrit upp úr skáldsögu Dickens, „Bleak House“. — Þetta er dálítið ögrandi, segir Agatha, en ég hef sérstakt yndi af þess háttar ögrunum. Nú þegar ég er orðin 71 árs gömul, er farið ao halla svolitið undan fæti, og mig langar til að reyna eitthvað nýtt, meðan tími er til. Annars þykir mér sérstaklega vænt um „Bleak House“, sem móðir mín las upphátt fyrir mig þegar ég var barn. Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.