Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 5
Hið nýja óperu- og tónleikahús í Seattle Heimssýningarborgin arstæðið er eitt hið fegursta, sem á verð aldri“, er að mörgu leyti fögur, og borg- ur kosið, á mjóu, hæðóttu eiði milli Puget-sunds og WaShington-vatns. Á hjörtum sumardögum gnæfir jökul- krýndur tindur Mt. Rainiers upp úr hita móðunni í suðri. Meðal þeirra mörgu fslendinga, sem hér eiga heima, er skáld konan Jakóbina Johnson. og hér er fjöl- býlt af Norðurlandabúum yfirleitt. Þeir eru stoltir af þjóðerni sínu og njpta virðingar fyrir það. IM þriðjungur af þeim J mikla húsakosti, sem reist ur hefir verið vegna heimssýningar- innar í Seattle, Washington, er ætl- aður til flutnings tónlistar og fyrir sýningar af ýmsu tagi. Meðal þess- ara bygginga er nýtt tónleika- og óperuhús, sem tekur 3.100 manns í sæti, leikhús fyrir 800 manns, og auk þess hringleikahús fyrir 5.000 manns og leikvangur, sem rúmar 12.000 áhorfendur. Alls eru þessi mannvirki sögð kosta um 20 milli. dollara. Sá, sem stjórnar þessum þætti heimssýningarinnar, er Harold Shaw, óður samstarfsmaður S. Huroks, sem Jú-jú-œðið ER mönnum ekki í fersku minni, þegar jú-jú-æðið greip um sig skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld- ina og fór yfir heiminn eins og far- sótt? Nú álítur maðurinn, sem kom æð- inu af stað, Bandaríkjamaðurinn Louis Marx, að tími sé tilkominn að endurvekja vitleysuna. Hann fann þetta leikfang á Filippseyjum árið 1929, fékk einka- leyfi á nafninu, fór að framleiða það og varð á skömmum tíma millj- ónari. Að þessi maður er hugmyndarík- ur má m. a. sjá af því, að það var einnig hann sem kom „húla-hopp- inu“ af stað. Hann var i Englandi nýlega og lagði þá drö að heilmörgum jú-jú- kappleikj um — og trúið mér, segir hann, áður en vorið er úti verða bæði Evrópa og Bandaríkin komin með jú-íú-æðið aftur. um langt árabil hefir verið frægasti „impressario“ í heimi. Síðustu átta mán uðina, áður en sýningin var opnuð 21. apríl, var Shaw á stöðugu ferðalagi um heimsbyggðina þvera og endilanga til þess að ráða listafólk og „skemmti- krafta“, sem þarna eiga að koma fram. Hann hefir fundið það, sem hann leitaði að, hjá meira en 30 þjóðum, allt. frá Danmörku til Grikklands, fró Mexíkó til Síams, frá Filippseyjum til Sovét- rikjanna og Kína. -A. opnunartónleikunum áttu að koma fram tveir viðfrægir listamenn, annar af elztu en hinn af yngstu kyn- slóðinni, og mundi nafn hvors um sig þykja nægilegt „skraut" á einni tón- leikaskrá við venjulegar aðstæður: Igor Strawinsky átti að stjórna flutningi á svítu sinni „Eldfuglinum11, og auk þess átti hinn ungi píanósnillingur Van Cliburn að leika einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni { Seattle. Meðal annarra listamanna og flokka, sem þarna koma fram og hér eru vel þekktir, má nefna Isaac Stern og Eugene Istomin og leik- flokka frá Konunglega leikhúsinu í Stokkhólmi og Old Vic. Af flytjendum léttara efnis má nefna Count Basie og hljómsveit hans og jazzsöngkonuna Ellu Fitzgerald, En alls eiga að fara fram, á þeim sex mánuðum sem heimssýningin stendur yfir, ekki færri en 720 tónleikar og sýningar ýmisskonar. Búizt er við húsfylli á allar þessar samkomur, og þykir forsala aðgöngumiða, sem þegar fyrir opnun sýningarinnar nam mörgum milljónum dollara, lofa góðu um það. Blaðið „Musical America“ segir, að sú aðsókn svari til þess, að öll leikhús New York-borgar væru fullsetin á hverri kvöld- og síðdegissýningu heilt leikór. R MJ orgin Seattle, sem heimamenn segja að sé „stærsta borg í heimi eftir Síðastliðin 10 ár 'hefir verið haldin árlega í Seattle norræn tónlistarhátíð, að visu ekki mikil í sniðum, en þó með fullum virðulei'kasvip, svo sem marka má af því, að fylkisstjórinn í Washing- ton-fylki og borgarstjórinn í Seattle hafa keppzt um að heiðra samkomuna með nærveru sinni, ávörpum og ræðum. Á þessum hátíðum hafa m. a. verið fluttar nökkrar íslenzkar tónsmíðar. og meðal þeirra manna af íslenzkum ætt- um, sem þar hafa komið fram, má nefna söngmennina Tani Bjornson og dr. Ed- ward Palmason lækni. Meðal nefndar- manna hefir jafnan verið íslenzki ræðis maðurinn í Seattle, Karl F. Frederick. Hefir hann stundum verið formaður há- tiðarnefndarinnar og stjórnað hátíða- 'höldunum. En frumkvöðull þessarar starfsemi og driffjöður hennar er tón- listarmaður af norrænum ættum, John Sundsten að nafni. Annars virðist Seattle hafa verið nokkuð einangruð borg og afskipt i list- rænum efnum, að minnsta kosti að því er tekur til tónlistar, og mun bað stafa í og með af legu hennar á tiltölulega strjálbyggðu svæði yzt í norðyestur- horni landsins, fjarri hinum miklu lista miðstöðvum í öðrum landshlutum. Höf- uðstoð tónlistarlífsins í Seattle hefir verið sinfóníuhljómsveit borgarinnar, sem 'hefir haldið uppi merkilegu starfi, oft við erfið og ótrygg skilyrði, og mun nú, ásamt stjórnanda sínum, Milton Katims, eiga veglegan þátt i tónleika- haldi í samtoandi við heimssýninguna. Og hún mun til frambúðar njóta góðs af þeim skilyrðum, sem nú hafa skapazt, því að hinar miklu byggingar, sem getið var í upphafi þessa mál, eru ekki reist- ar „til einnar nætur“. Þegar heimssýn- ingunni lýkur, fær hljómsveitin fasta bækistöð í hinu mikla og vandaöa óperu- og tónleikahúsi, og mun það verða starfsemi hennar og tónlistarlífi borgarinnar hin mesla lyftistöng. J.Þ. 1r YRIR nokkrum vikum korrt ungur íslenzkur rithöfundur peirri skoöun á framfœri í blaöaviötali, aö ótœkt vœri aö láta höfunda dæma verk kollega sinna, eins og œtti sér staö hér á landi. Þessi skoö- un var ekki nánar rökstudd, en ég kem aðeins auga á tvœr röksemd- ir henni til stuönings: aö höfund- ar séu öörum mönnum óhœfari til aö fjalla um bókmenntir eöa peir séu svo óheiöarlegir aö peim sé ekki treystandi til aö dœma verk annarra hlutdrœgnislaust. Þar sem mér pykir ótrúlegt að umrœddur höfundur telji sig og koilega sína bera minna skynbragö á bókmenntir en t. d. bœndur, sjómenn, blaöamenn eöa múrara, pá veröur aö œtla aö liann hafi seinni rök semdina í huga, nefni- Tega óhjákvœmilega hlutdrægni rithöfunda, pegar ' peir gerast ritdómarar. Ekki skal ég reyna aö bera blak af ritdómurum í heild; peir eru vafalaust harla misjafnir eins og aörir ósamstœöir hópar. En ég vil andmœla pvi, aö hér sé um eitt- hvert séríslenzkt fyrirbæri aö ræöa, eins og gefiö var í skyn í blaöaviðtálinu. Um allan hinn siö- menntaöa heim láta rithöfundar mjög til sín taka í bókmennta- gagnrýni, enda vandséö hverjir œttu aö vera dómbœrari á bók- menntir en einmitt peir. A. m. k. er ég pannig geröur, aö ég fœri fremur til bifvélavirkja en pípu- lagningamanns, ef ég pyrfti aö láta athuga bíl. Hitt er svo annað mál, aö með ýmsum mannmörgum pjóöum hef- ur vaxiö upp „stétt“ sérmennt- aöra mantia, sem liafa bókmennta- gagnrýni aö lífsstarfi, og má segja aö sú tilhögun sé heppileg, pó mér pyki sennilegt aö slíkir menn fái ekki sömu innsýn í verk og viöleitni rithöfundarins og peir sem sjálfir hafa glímt viö vanda sköpunar- innar. Meöan viö Islendingar eig- um ekki slíka menn, veröur aö teljast eðlilegt að rithöfundar fá- ist manna mest viö gagnrýni, eink- anlega pegar pess er gœtt aö nor- rœnufrœöingar frá Háskóla íslands eru undantékningarlítiö sinnulausir um samtíöarbókmenntir og trúlega starblindir á gildi peirra. Þaö er vitanlega bœöi leikmönn- um og ritliöfundum í sjálfsvald sett, hvort peir láta hlutdrœgni og ann- arleg sjónarmiö ráöa dðmum sin- um, og býst ég viö aö ekki veröi síöur vart hlutdrœgni hjá peim fyrmefndu. Hitt ber vitni háska- legum og grunsamlegum veikleika aö œtla gagnrýnendum jafnan lægstu hvatir, pegar dómar eru haröir eöa neikvœöir. Smekkur cLómarans er eiginleiki, sem hann hlýtur aö vera háöur og veröur aö treysta — aö öörum kosti vœri starf hans kák og vitleysa. Smekkurinn, hversu takmarkaöur sem hann kann aö vera, er hans einasta leiöarljðs — helgur dómur sem hann má 'hvorki selja né veösetja. Og aö lokum: Þaö er meö ritdómara eins og kjaftakerlingar: œtli peir aö upp- hefja sjálfa sig á pví aö níöa eöa - niöurlœgja aöra, kemur paö peim sjálfum verst pegar til lengdar lœtur. s-a-m. 15. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.