Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 9
TÆKNI OC VÍSINDI MSfNDIN sýnir geirr4:töð með stjörnukíki, Stratoscope II. Kíkirinn hallast upp á við til hægri. Vegna þess hve lofthjúpurinn um- hverfis jörðina er ógagnsær, líkast- ur kámugum glugga, verður ekki frá jörðinni séð nándar því nærri eins vel út í geiminn og unnt verð- ur frá geimstöðvum. f 250 kílómetra hæð eru 96% af lofthjúpnum nær jörðu og útsýnið til himingeimsins stórkostlega gott. Mesta vandamálið er að halda kíkinum í nákvæmlega föstum skorðum meðan teknar eru myndir sem þurfa allt að klukkutíma lýs- ingu. Má kíkirinn ekki geiga um meir en 1/100 úr sekúndu á gráðu- boga, meðan á myndatökunni stend- ur. —■ Stjörnuturn þessi verður útbúinn sjónvarpstækjum. Þá er hann búinn mjög flóknum tækjum til þess að unnt sé að beina sjónaukanum á á- Geimskoðunarstöð kveðnar plánetur, stjörnur og stjörnuþokur. Myndin til hægri sýnir Andro- meda stjörnuveröldina, sem er ein af 19 eða 20 vetrarbrautum í þeim hnúti vetrarbrauta, sem vetrarbraut vor telst til. Ekki er ólíklegt að í Andromeda séu á ferðinni, eins og í vetrarbraut vorri, um 100 þúsund milljón sól- ÍZKUHEIMURINN er, eins og heimur listanna, samsettur af slcapandi mönnum og hinum, sem apa eftir þeim. í lista- heiminum eru hinir skapandi menn nefndir avant-garde. Nokkrir þeirra hafa svo frjóa sköpunargáfu, að heil hjörð minni spámanna í öllum gæðaflokkum sækir innblástur til þeirra. Margir „sníkjudýranna“ eða „hug- myndaþjófanna" verða svo liprir við að hagræða og breyta, að þeim tekst iðulega að öðlast talsverðan orðstír án þess að hafa nokkurn tíma fengið frum- lega hugmynd sjálfir. il dæmis skal ég nefna hinn mikla, spænska málara Antoni Tapies, sem hélt nýlega sérsýningu í Guggen- heimsafninu. (Þess má geta, að vara- forstjóri safnsins, Hjörvarður Árnason, er af íslenzkum ættum). Með árunum hefur Tapies fullkomnað afar persónu- legan stíl, með því að nota gúmmí- málningu og marmarasand, sem stund- um nálgast lágmyndir. Aðferðin er nefnd „Efnismálun" (Matter Painting). Gott og vel. En nú eru hvorki meira »ié minna en fimm sýningar á „Efnis- jnálun“ í New York, og andstætt því, að myndir Tapies eru frábærlega djúpt hugsaðar og hafa sterk áhrif, eru kerfi! Svarti ferhyrningurinn í mynd- inni sýnir sjónarsvið stjörnukíkis- ins. — Ekki er unnt að gera sér í hug- arlund hver vitneskja muni fást um eðli og uppruna alveraldar, með stjörnuskoðun frá geimstöðvum. En hún kann að verða ómetanleg. Gísli Halldórsson. myndir hinna — enda þótt sumar séu snotrasta skrautlist — tómar og yfir- borðslegar. Tízkuheimurinn er einnig — eins og allir, sem þekkja til að tjaldabaki, vita — fullur af eftirlíkingum og þriðja flokks teiknurum, sem tekst með aug- lýsingatækni og öðrum aðferðum að sýnast frábærir frammi fyrir almenn- ingi, þótt „skapanir“ þeirra vanti í rauninni allan frumleika og kraft. E ftirlíkingamennirnir eru alltaf tilbúnir, eins og ránfuglar, að steypa sér yfir nýjungar í hátízkunni, sem virðast geta borgað sig í fjöldafram- leiðslu. Þótt undarlegt megi virðast, slapp einn hátízkuhlutur við að þeir rækju augun í hann, árum saman. Þetta var hin fræga Cartier-taska með gullkeðj- unum. Fyrir tuttugu árum (eða meira) bjó hinn frægi gullsmiður Cartier til tösku með keðjur úr 14 karata gulli fyrir handföng. Venjulega var tvöföld keðja á töskunni, og sumar töskurnar voru einnig með gullramma. Þessar töskur voru framúrskarandi glæsileg- ar, og um leið óvenju praktískar. Hver einasta kona, sem ég þekki og átt hefur þessa tösku, hefur haldið henni öll þessi ár, og þegar þær eru farnar að slitna er ósköp einfalt að klæða þær á ný (með satín, faille eða brókaði til að nota með samkvæmisklæðnaði, eða krókódilaskinni og leðri til að nota á daginn), en gullkeðjurnar og gull- ramminn slitna aldrei, að sjálfsögðu. Ein séð kona lét búa nokkrar til handa sér á ítalíu (þar sem það kostar miklu minna en hér) úr mismunandi efnum, sem áttu við öll tækifæri, en sömu tuttugu ára gömlu keðjunum mátti krækja í allar töskurnar. Önnur kona, sem mikið ferðast, lét búa þær til í Hong Kong, sem er enn ódýrara. En það væri sennilega dálítið úr leið fyr- ir ykkur! L oks fóru eftirlíkingar af Cartier- töskunum að koma í betri verzlanir fyrir 4—5 árum, en keðjurnar voru gerðar úr ógöfugri málmum og gull- húðaðar. Síðasta árið hafa þær fengizt í ódýra kjallaranum hjá Macys og Gimbels, og er hægt að komast lægra? Cartier fann einnig upp aðra gerð handfanga, úr bambus, og þau hafa nú verið stæld til þrautar. En reyndar er taskan með gullkeðj- unum enn í tízku meðal hinna vand- látustu kvenna, og sé maðurinn þinn ekki í gjafaskapi næst þegar þú átt afmæli, finnst mér ekkert að því, að þú safnir saman nokkrum gamaldags gullprjónum og armböndum, sem þú hefur hvort sem er ekki gengið með árum saman — þú gætir tekið bind- isnæluna hans með, þegar hann tekur ekki eftir því — og farir með þetta allt saman til gullsmiðsins þíns og látir gera úr -því keðju. Ef taskan er lítil og einföld þarf ekki nema eina keðju. Lr því ég er svona gjafmild þessa stundina ætla ég að gefa annað ráð og hætta síðan. Jafnvel hinn fýld- asti eiginmaður hlýtur að samþykkja þennan hlut, þegar einu sinni er búið að sýna honum teikninguna. Þetta er snjallasti náttkjóll, sem sézt hefur í verzlunum mánuðum saman. Hann er kominn af tógunni, að ég held. Hann er gerður úr einhverju sísléttu efni (sem er mikill kostur), sem er áferðar eins og þykkt erepe de chine (alls ólíkur þessum hræðilegu tricot-efnum). Hann er ekki gegnsær, en afskaplega tælandi. Hann er bundinn á annarri öxlinni og undir hendinni, þaðan er hann opinn. Hann er aðeins gerður úr hvítu efni. Efnið er tvöfalt og fellur fallega niður. Ein glæsifrú í Washing- ton sást í honum í samkvæmi. Hún hafði samt verið svo forsjál að láta sauma hliðina saman niður að hnjám. Hann fæst hjá Lord og Taylor á Fifth Avenue. Ef þú átt erfitt með að koma þar við skaltu bara hlaupa til saumakonunnar þinnar. Þú sérð ekki eftir því. SONJA SKRIFAK: Tízkufréttir frá New York Nýr n átt kj ó 11 16. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.