Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 16
Aðferðir Bunuels til að hneyksla og siðgæzluna til að hvessa skæri sín. I Andalúsíu“ (Un Chien Andalou) hrella áhorfendur, hafa oft fengið fyrstu mynd sinni, „Hundur frá sýnir Bunuel augu konu rist mcð rakhníf. SNILLINGUR í IÍTLEGÐ SeINASTA mynd meist ara Bunuels, Viridiana, sem er fyrsta myndin sem hann gerir í heimalandi sínu, Spáni, síðan 1932, hlaut heið- ursverðlaunin í Cannes á síð asta ári og er það í fyrsta sinn sem spænsk kvikmynd hlýtur þann heiður- En viðbrögð spænsku stjórnaTinn- ar voru þau, að banna myndina og fyrirskipa að filman skyldi eyði- lögð. En Bunuel hafði komið frum- filmunni undan til Parísar og þar með hafði einu af snilldarverkum hans verið bjargað undan tortím- ingarlogum einvaldsrí'kisins. En á Spáni hefur verið fyrirskipað „sam- særi þagnarinnar" um myndina. Ekki leyfist að minnast einu orði á hana í spænskum blöðum eða á öðr- um opinberum vettvangi og má það teljast kaldhæðnislegt um mynd, sem þykir athyglisverðust spænskra mynda og hefur hlotið mestan heið- ur sem um getur í spænskri kvik- myndagerð og er raunar gerð með samþykki og að undirlagi Francos sjálfs. L uis Bunuel, sem er álitinn einn mesti meistari kvikmyndanna, frá því að hann fyrst snerti á kvik- myndavél, fæddist í smáþorpinu Cal- anda í suðurhluta Aragon-héraðsins á Spáni 22. febrúar árið 1900. 19 ára gamall hélt hann til Madrid til að leggja stund á landbúnaðarverk- fræði, en faðir hans ætlaði honum að verða forráðamaður hinna miklu eigna sinna. En hugur Luis beind- ist að listum og hann sneri sér að heimspekinámi við háskólann í Madrid. Þar bjó hann á Residencia de Estudiantes, frægu aðsetri ungra lista- og menntamanna, sem áttu þátt í menningarlegri og vísinda- legri endurreisn Spánar á öðrum tug aldarinnar, og eru nú margir heims- frægir. Þar kynntist Bunuel García Lorca og stóð ásamt honum og fleir- um að fyrirlestrum, kvikmynda- og leiksýningum. K unuel var einn af upphafs- mönnum spænsku súrrealista-hreyf- ingarinnar og hóf að skrifa ljóð, skáldsögur og gagnrýni. 25 ára gam- all komst hann að hjá Jean Epstein, sem þá var ljósið í franskri kvik- myndagerð, og nam undir stjórn hans í París og var einnig aðstoðar- leikstjóri hans. Um þetta leyti hafði sterk tilhneiging til tilrauna gripið um sig' meðaj franskra listamanna, með þeim afleiðingum að brátt fóru meginlistastefnur þessa áratugs — impressjónismi, kúbismi, dadaismi og súrrealismi — að segja til sín á sviði kvikmyndagerðar. Myndir þess- ara brautryðjenda — avant-garde — voru þrungnar áhrifum frá Freud, en kenningar hans gripu menn þá hvað ákafast. f Barís komst Bunue] í kynni við Salvador Dali, hinn kunna sérvitring og eftirlegukind súrreal- ismans, sem er löngu búinn að vera sem listaform, en hefur skilið eftir sig áhrif í flestum "listgreinum. Ásamt Dali gerði hann fyrstu mynd sína, Un Chien Andalou (Hundur frá Andalúsíu, 1928). Myndin var súrrealísk fantasía og vakti þegar heitar deilur. Strax í byrjunaratrið- inu er tónninn fyrir allri myndinni gefinn. Ungur maður (Bunuel) geng- ur út á svalirnar, brýnandi rakhníf og virðir fyrir sér næturhimininn. Ung kona er stödd úti á svölunum. Skyndilega — um leið og máninn hverfur bak við ský — tekur hann rakhnífinn og án nokkurrar skiljan- legrar ástæðu gengur hann að stúlk- unni og — í áhrifamikilli nærmynd — sker hann í auga hennar og opn- ar það (táknrænt fyrir Bunuel, því siðan hefur hann ætíð reynt að opna augu áhorfenda sinna). Hvert skelf- ingaratriðið rekur annað: nauðgun- artilraun, óliugnanlegt umferðar- slys ,afskorin hönd. Við lok frum- sýningarinnar var hvert andlit 1 salnum náfölt og leið yfir marga áhorfendur og gerir enn í dag. En hafi Hundur frá Andalúsiu valdið geðróti manna, þá var það ekkert hjá því geðróti sem næsta mynd hans olli. L’Age d’Or (Gull- öldin, 1930) var grimmdarlegt, yfir- þyrmandi listaverk, miskunnarlaus og tortímandi táknlýsing á þjóðfé- laginu, fátæ'kt þess, sjúkdómum, kynferðislegri spillingu, vonleysi, til- gangsleysi, andlegri upplausn og trúhræsni æðri stéttanna. Myndinni var tekið með heiftúðugum mót- mælum, grjóti og blekbyttum, og að lokum var kvikmyndahúsið, þar sem myndin var sýnd, brennt til ösku af fasistum. Gullöldin var bönnuð allsstaðar og hefur hvergi verið sýnd almenningi og sést aðeins í kvik- myndaklúbbum. E ftir Gullöldina segir Bunuel skilið við súrrealismann. Snilli hans er orðin öllum heimi kunn af þessum tveim fyrstu myndum hans, sem hvergi fást þó sýndar opinberlega. Hann er orðinn goðsögn. En þessum fræga og alræmda manni tekst þó ekki að fá neinn framleiðanda til að kosta frekari aðgerðir sínar á vett- vangi kvi'kmyndanna, sem tæplega er að furða. En í einni ferð hans til Madrid, býður einn vinur hans hon- um fé til kvikmyndagerðar. Fyrir þá peninga gerir Bunuel I.and án brauðs (Tierra sin pán, 1932), sem er álitin ein bezta heimildarkvikmynd sem gerð hefur verið. Bunuel hafði lengi verið gagntekinn af héraðinu Las Hurdes, þar sem sjúkdómar, fá- tækt og önnur vesöld höfðu skapað úrkynjaðan ættbálk með fjölda dverga og hálfvita, sem voru ávöxt- ur hörmungalífs fólksins og innbyrð* is eðlunar ættingja. Lýsing hans — án nokkurra súrrealískra stíl'bragða — á lífi þessara vesalinga, sem lifa í hreysum, hlöðnum úr grjóti sem reykurinn lopast út á milli, yfirgeng- ur í miskunnarlausu raunsæi hina verstu martröð súrrealismans. Róm- antísk tónlistin sem fylgdi og skýr- ingarnar, sem voru lesnar í tilbreyt- arlausum og á'hugalausum tón, undirstrikuðu og juku áhrifamagn myndarinnar. Hún var þegar bönn- uð af spæn.skum yfirvöldum, sem þá áttu að heita lýðræðisleg og vinstri sinnuð, og hlaut þau örlög fyrri mynda Bunuels að sjást aðeins t kvikmyndaklúbbum. Land án brauðs var sýnd í Filmíu í fyrra. Vildi ég skora á þann ágæta félagsskap að reyna að fá Gullöldina og Hund frá Andalúsíu til sýningar. N æsta tafcmark Bunuels var að kvikmynda sögu Emily Brontes Fýkur yfir hæðir (Wuthering Heights), en enginn fékkst til að kosta þá kvikmyndun og varð Bunuel að bíða i um 20 ár þar til honum gafst tækifæri til að gera þá mynd. Enginn virtist hafa not fynr Bunuel og snilligáfu hans, þar sem hann neitaði að taka þátt í fram- leiðslu listsnauðra gróðakvikmynda. Heldur en vinna auðunna sigra, ó- samrýmanlega hugsjónum hans, kaus hann að draga sig í hlé. f raun- inni hvarf Bunuel af sjónarsviði kvikmyndanna. Eftir borgarastyrj- öldina á Spáni fluttist hann til Ameríku og settist síðar að í Mexíkó, útlagi frá heimalandi sínu. í nær 20 ár heyrist ekkert frá honum, eða þar til 1950. Þá reiðir hann aftur til höggs — með myndinni Glötuð æska (Los Olvidados). Pétur Ólafsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.