Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 12
KNUT HAMSUN Frh. af bls. 1. að. Því nú var hann staðráðinn í því að gerast rithöfundur, skáld, og ekk- ert annað. ííann yíirgaf nú amtmannssetrið fyrir áeggjan prests nokkurs, sem réði hann til skólans í Bö, hann settist þar ekki á skólabekk heldur gerðist hann kennari og voru nemendurnir ögn yngri en hann sjálfur. Svo ríkulegt traust hafði þessi nítján ára unglingur Knud Pedersen 14 ára, meðan hann stundaði skóaranám. vakið hjá klerkinum. Og Knud reynd- ist traustsins verður, kennslan féll honum vel úr hendi og allt gekk eins og í sögu. En þá varð hann gripinn svo sterkri löngun að brjóta sér braut sem rithöfundur að honum héldu eng- in bönd. Hann setlaði sér að hafa brauð sitt af skáldskap og ritstörfum héðan í frá. Hann gekk á fund auðugs manns er Zahl hét og hafði óspart notað efni sín til að liðsmna þeim er voru hjálparþurfi. Knud bað hann ásjár, kvaðst ætla að gerast rithöfund- ur og sýndi honum nýjustu bókina, „Björger". Zahl leit ekki á handritið, en virti unga manninn fyrir sér. Þeg- ar hann gekk úr húsi kaupmannsins, hafði hann þúsund krónur í vasanum og var himinlifandi. Var ekki öllu borgið? Þetta hljómaði eins og lyga- saga, Knud var frá sér numinn. Þó var þetta raunverulegt, og þótt þetta fé væri engin lífstíðartrygging var hér um að ræða álitlega byrjun. Hefði skáldið unga grunað þá hvilíkar hörm- ungar og hvílíka neyð hann hafði kallað yfir sig er hann valdi skáld- skapinn að ævistarfi, er sennilegt að eitthvað hefði dofnað yfir honum. l£n nú var hann í sjöunda himni og sökkti sér í næsta verkefni, hann hafði nýja bók í smíðum, skáldsögu sem hét „Frida“. Hann ferðaðist til Hard- anger og skrifaði eins og vitstola maður, vék nú nafni sínu við og kall- aði sig Knut Pederson; nafnbreytingin var nokkurskonar tákn þess að nú væri runnið upp nýtt tímabil í ævi skáldsins unga sem var önnum kafinn við skriftir, hafði þúsund krónur í vasanum og ólgaði af vinnugleði. Þó þótti honum ekki annað við hæfi en varpa hinu gamla nafni fyrir borð. Og þó var hann ekki orðinn tvítugur að aldri. ★ S núum aftur til ársins 1920 þeg- ar Hamsun hlotnaðist æðsti heiður sem skáldi getur hlotnazt á Vesturlönd- um. Um þær mundir sem Hamsun var hylltur í Stokkhólmi, „fitaður á fé og frama“, birtist næsta bók hans á prenti, „Konurnar við brunninn", þá um haustið. Hvorki aðdáendur hans né gagnrýnendur gátu kvartað undan því að sköpunarkrafturinn væri þverrandi. Nýja skáldsagan var ólík öllu öðru og bar þó greinileg höfundarmerki Ham- suns. Þar lýsir hann smábæjarlífinu í skoplegu ljósi og deilir aðallega á eitt hvimleiðasta fyrirbrigði þess: slaður og gróusögur. Heiti sögunnar er hnytti- lega valið og kallar fram í hugann hina sígildu mynd af • tunguliprum slefberum. Þó er því ekki að neita að ýmsir urðu fyrir vonbrigðum, sumir íhöfðu sýnilega vænzt þess af höfundi „Gróðurs jarðar“ að hann skrifaði hverja söguna á fætur annarri í þeim dúr. Thomas Mann fylgdi þýzku þýðing- unni úr hlaði, kallaði hana Grotesk- Roman. „Skírskotar þessi gróteski róman í raun og veru síður til okkar tíma en „Gróður jarðar?“ Hamsun kveður af taumlausri kæti. „Gróður jarðar" var einstakt verk í sinni röð, slembilukka af hæstu gráðu. Það ætti ekki að hindra okkur í því að líta á „Konurnar við brunninn" sem meist- araverk. Ef til vill er bókin skemmti- legust af ölium bókum Hamsuns — og Eefur hann þó verið snillingur í að beita skopi og hæðni allt frá því að Sultur kom út —, einn þeirra höfunda sem þroskað hafa hinn einmana, djúp- sótta hlátur; furðulegt fyrirbæri ef nánar er eð gáð. Að öllu samanlögðu: þessar fjögur hundruð blaðsíður eru þrungnar töírum, listbrögðum, skáld- legu innsæi og óvæntri nærfærni sem saman stuðla að þeim indælu töfrum sem fólgnir eru í list Hamsuns —, list, sem er tvinnuð ýtrasta ísmeygileik og frum-epískum einfaldleika, frá bók- menntasögulegu sjónarmiði eru rúss- nesk og amerísk áhrif tvinnuð saman í persónulega samstæðu, jafnframt því sem elzti þáttur norrænnar menninr>ar- arfleifðar, sagna-andinn, er varðveittur á tiginborinn hátt“. S kömmu síðar rataði Hamsun í ævintýri sem fæsta hefði órað fyrir og sjálfan hann sízt. Hann festi kaup á bifreið þetta sama ár, þar eð hann var orðinn efnamaður. Bíllinn var sjö manna Cadillac, „stór eins og hús“, eins og frú María lýsir honum. Hún ók bílnum, Knut átti síðan að læra akstur af henni. Umferðarlög- reglan var ekki eins smámunasöm í þá daga. Þrátt fyrir óbeit sína á tækninni, hafði skáldmæringurinn barnslega ánægju af akstri í bíl, einkum þó ef hratt var ekið. Nú var þotið á fleygi- ferð um einmanalega þjóðvegi. En þegar það rann upp fyrir honum að ekki nægði að stíga nógu hraustlega á benzíngjöfina, þá missti hann fJjót- lega áhugann og hann gaf sig aftur á vald andúð sinni á framförum og tækni: „Eg verð ruglaður í kollinum af þessu, aktu nú bara sjálf.“ Hún sat síðan við stýrið, sumar hvert óku þau um landið heilan mánuð og forð- uðust vandlega fjölfama vegi. Þau óku um stefnulaust og án áætlunar, gistu þar sem þeim hentaði og lögðu af stað aftur þegar þau lysti, næs+um því að hætti flökkufólks. María fékk ekki einu sinni að hringja heim, án þess að hann yrði súr á svipinn. Utan þessara ferðalaga sem hann fór I með konu sinni jafnan, lifði hann að mestu leyti í einveru. Þá tók hann til við spilaþrautir og urðu þær helzta athvarf hans þegar hann komst í tauga- þrot í miðjum klíðum £ ritstörfum sínum. Spilin lágu alltaf á sínum stað á borðinu hans, urðu snjáð og slitiin af notkun áður en hann útvegaði sér ný. Áður hafði hann þó lappað upp á þau með frímerkjum og límbandi þar sem þau rifnuðu eða trosnuðu á jöðr- unum. Að síðustu leit spilastokkurinn út eins og óhrjáleg hrúga af óhreinum pappa. ÍÍins vegar hafði hann ánægju af því að fara í kvikmyndahús og ef hann dvaldi einhvers staðar í ókunn- ugum bæ, var hann vanur að sjá sömu kvikmyndasýninguna hvað eftir annað. En hann vildi ekki sjá nema einfaldar og frumstæðar myndir, eins og Tore segir frá. Grínmyndir og kúrekamynd- ir voru honum að skapi, hann tók þátt í þeim af heilum huga og sparaði ekki hróp og köll til að hvetja hetjurnar á kvikmyndatjaldinu eða láta í ljós hrifningu sína. Honum leiddist öll lista- viðleitni í kvikmyndagerð og tilraunir til að sýna á tjaldinu flóknar sálarlífs- lýsingar, sofnaði iðulega á slíkum sýn- ingum. Hann varð sérstaklega úfinn þegar hann hafði villzt eitt sinn inn á kvikmynd sem gerð var eftir sögu í Biblíunni og gat ekki. einu sinni sagt frá henni þegar heim kom, mundi það eitt að asni hafði komið fram í mynd- inni. En allt einu bætti hann við og léttist á honum brúnin: „Þarna var ein sem reið asna, hún var reyndar ári snotur!" Það var María mey sem um var að ræða. Nú tók hann til við aö skrifa „Síð- asta þáttinn", skáldsögu sem tók hann tvö ár að skrifa. Hann átti við hinar vanalegu sköpunarhríðir að etja, en jafnframt var ekkert lát á sköpunar- þróttinum. Hann lagði hart að sér við vinnunna og gaf sér auk þess tóm til að sinna ýmsum dægurmálum, skrifa blaðagreinar og halda fyrirlestra. — Hamsun fjallaði m. a. um vandamál Knut Hamsun skömmu fyrir andlátið. sem um hans daga vakti ákafar deil- ur í Noregi: „Hvað á að gera við mæð- ur sem bera út börn sín eða deyða þau á annan hátt fyrir fátæktar sakir og úrræðaleysis?“ Vildu sumir taka vægt á slíkum afbrotum,en aðrir refsa harðri hendi. Þessi glæpur var afar tíður í Noregi og Hamsun hefur oftar en einu sinni lýst honum í bókum sínum. 1 skáldverkunum fer Hamsun mildum höndum um slíkar mæður, sýnir þeim skilning og mannúð. En í ræðum og riti þar fyrir utan var afstaða hans hrein og bein: „Hengið hana, hengið báða foreldrana, útrýmið þeim!“ Hann tók ekki á málefnum með silkihönzkum. -A. ð venju leitaði hann brott til að hefja verkið og leigði sér herbergi undir súð í gistihúsi í Arendal. En hann undi þar ekki lengi. Að mánuði liðnum skaut honum upp heima og settist að í gamla kofanum í Hassei- dal, sat þar á stólgarmi við borðskriflið og kynti ofnræfilinn. Hann hjó sér brennivið fyrir veturinn, kynti að morgni þegar hann kom, sat þarna síðan í frakkanum og skrifaði þar til oks var orcfið hlýtt. Þarna varð skám- sagan „Síðasti þáttur" til. Þegar kona hans spurði hann um hvað bókin mundi fjalla, svaraði hann stutt og laggott: „Um dauðann." Ef til vill átti bókarheitið sinn þátt í því að sagan var um víða veröld talin nokkurs konar elliverk höfundar, „síðustu orð“ hans. Við'tökur bókar- innar, einkum í Þýzkalandi, lituðust af þessu viðhorfi fólks, þótt bókinni væri hins vegar tekið af miklum fögn- uði og höfundi sýndur allur sómi. En ekkert var fjær sanni en halda því fram að skáldskapur Hamsuns væri í hnignun. Hann var sextugur að aldri, en andlegir kraftar hans létu ekki á sjá og margar sögur voru sagðar um líkamlega hreysti hans og afl. En taug- arnar voru alltaf jafn slæmar og oliu honum angri og kvíða eins og ráöa má af bréfi sem hann skrifaði heim frá Arendal, en þangað hafði hann farið til þess að reyna að vinna: ,Xl-ér er dapurlegt og leiðinlegt. Já, mér finnst ég sífellt hafa meiri þörf fyrir barnfóstru eða hjúkrunar- konu. Ég sit hér, sveittur af hræðslu þó ég hafi læst dyrunum. Ég veit ekk- ert, veit ekkert í minn haus, er alveg orðinn ringlaður. Ekki er fagurt útlitið fyrir þig, sem erjt mannsaldri yngri en ég. Helzt vildi ég leggja árar í bát, en ég held að þú mundir fremur kjósa að ég reyndi að ljúka bókinni — ó, Guð, hvað ég á langt í land!‘“ Slík bréf eru þó í algerri mótsögn við kraftinn og lífsþróttinn í verkum hans og einnig þá staðreynd að hann hafði margt á prjónunum heima á Nör- holm og gekk að öllum störfum af eldlegum áhuga. Hann upplifði „Gróð- ur jarðar". Mýrar voru ræstar fram, ræktaður nýskógur þar sem trén höfðu verð felld, girðingar settar upp, úti- !hús og hesthús byggð, fengizt við kyn- bætur. Þá var byggður nýr vinnukofi fyrir skáldið. Hann hafði uppi á réttu fólki, ráðsmanni og vinnumönnum, sá á eftir því og hafði uppi á nýju fólki í staðinn. Auk alls þessa sinnti hann fjölskyldu sinni mikið og hafði af því mikla ánægju. Hann var blíður og ástúðlegur en jafnframt strangur og stundum smámunasamur fjölskyldufað- ir og húsbóndi. Það virðist ganga kraftaverki næst hversu óhikað hann hélt áfram ritstörfum mitt í þessu amstri og umstangi. Skáldsýnirnar stóðu honum jafnan fyrir hugskotssjón- um skýrar en allt annað. Fyrir framan sig á frumslæðri borð- plötunni hafði hann háar og miklar hrúgur af minnisblöðum og seðlum sem hann krotaði í án afláts, eftir því sem hann fékk hugdettur. Eftir því sem ritun sögunnar miðaði áfram minnk- aði í staflanum unz loks er hann setti endapunktinn aftan við, var staflinn með öllu horfinn. Það var merki þess að bókinni væri lokið. þennan hátt vann hann að hinum seinni meiriháttar bókum, á si- felldum þeytingi milli staða, eftir því sem honum datt í hug og eftir því hvað taugarnar þoldu. í Kristjaníu, sem nú bar heilið Osló, leitaði hann til sálfræðings í því skyni að fá bót á taugaveiklun sinni. Því nú var farinn að ásækja hann ótti sem flestir skap- andi listamenn verða fyrir: „Er upp- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.