Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 3
Bylgjan 1 I© héldum áfram oíí áfram. Ég sagði — : „Sjáðu,“ og hún sá. — Hún eagði, „Sjáðu bara,“ og hún og ég sáum, allir sáu: hún, ég og þau. Þarna var það, við fjarðarmynnið, bylgjan, stór og mikil, langt, langt í burtu, en sem hlaut að koma. Ráðstafanir voru gerðar. Stjór inn setti spjald á hvern og .einn. Ég var merktur mér, hún sér. Við komumst ekki lengra, en sáum, að inn fjörðinn lcom hún, máttug, já voldug sem útför. Stjórinn var hlaupinn burt, tvær stúlk- ur höfðu klöngrazt niður klettabrúnina, ómerktar. — Komdu nú faðir minn, anóðir mín, konan mín, dóttir mín, kom ið öll, bylgjan er að koma, komið. Þau Ihlýddu. Við fórum ofan kletta- fcrúnina. Niður bylgjunnar óx. Við hlup um öll nema pabbi, hann gekk. Ég var farinn að finna lykt öldunnar sem kom, og sál mín svall. Mamma hljóp til baka, Pabbi var orðinn þreyttur, og studdi sig við stein. Ég hélt áfram, konan mín var Ikomin með barnið Okkar í fangið. Við fctukkum upp á klett og horfðum til fcaka. — Pabbi var horfinn í bylgjuna, mamma á leiðinni, síðan, áfram æðandi máttug og voldug. Ég hljóp upp klett- ana, að húsinu á brúninni. Barnaskól- inn gamli. Hér nam ég minn fyrsta vís- dóm, stafina, tölur og viðleitni til að fcjarga mér. Ég leit við. Konan mín var enn með barnið mitt í fanginu. Hún hjóp ekki lengur, bylgjan var að koma, síðan ægiþrungið brimhljóð, þær horfn- ar. Ég opnaði bakdyr barnaskólans, og iaumaðist inn. Ég var aftur orðinn lítill og skólinn stór. Og regnið féll að er haust og rigning. Haustið er árstíðin mín. Mér finnst ég vera skyldur því. Ég skil það, og bað rignir mikið á haustin. Veturinn bíður eftir þvi; þessvegna er það vonlaust, skart- ai öllu sem það á til og deyr. átt neitt svoleiðis. Mér skilst að slíkt sé ekki nauðsynlegt. En eitt er sem ég þoli ekki, já aldrei, ekki einu sinni á haustin. Það er glott. Þessvegna brosi ég aldrei, ég hlæ eða hlæ ek'ki, bros minnir mig á glott, og glott er viðurstyggilega storkandi, — eitur, — ýskrandi froðufellandi óskapn- aður, argasta helvíti að horfa á. Maður sem tjáir sig með glotti er ekki maður, heldur sárasjúk rotta með flogaveikan kött í trýninu, — ég æli. Það var á haustkvöidi að undrið skeði. Ég var á nýjum skóm og regnið féll. — Við rákumst á, hún og ég. Ég man ekki hvað ég sagði, en leit upp. Hún glotti. Fingurnir kreistu loftið úr lófum mínum, og ég stappaði niður öðrum fætinum, svo að forin fékk vængi og lenti þar sem hana lysti. Ég var ekki lengur á nýjum skóm, né hún í hreinum sokkum. Ég leit framan í hana á ný og mér 'iétti. Hún skildi mig. Hún glotti ekki iengur, hún hló. Það greip mig slíkur friður og iðrun, að ég kraup niður, vætti fingur mína munnvatni ög tók að þvo fætur hennar. „vertu sæll“, hjarta í „komdu sæll“, og mjúka fingur strjúka hnakkann minn“. „Nú, þú ert þá ekkert- skrítinn, stattu upp, stattu upp strákur, ég skal reyna, en aðeins einu sinni, ekki oftar, — sjáðu til, — ég er til þess að gera — hitt — “. Ég stóð upp. Hún hvorki glotti né hló. Ég hefi aldrei séð alvarlegra andlit. Það minnti mig á Krist á kross- inum í lítilli kirkju fyrir vestan. Regndroparnir siluðust niður andlitið í veikri von um að þurfa ekki að yfir- gefa hlýtt hörundið og lenda á stéttinni. — Ég fann hendur um háls mér, fingur um 'hnakka, votan vanga, lokaðar varir. Ég skal gera — hitt — ef þu vilt“, hvíslaði ég. „Þú ert þá svolítið skrítinn eftir allt“, sagði hún, kyssti mig á vot- ann nefbroddinn, og gekk hægum skref um burt. Ég stóð kyrr; af hverju, veit ég ekki, ég bara stóð kyrr. — Regnið féll, mig verkjaði í skinnlausa lófana, og ég heyrði hana hverfa út úr haustinu, inn í veturinn. BRIDCE O F T kemur það fyrir, að sagnhafi hefur margar leiðir að velja til að vinna spilið og reynir þá á dómgreind hans hver þeirra er sú bezta. Einnig eru mörg spil þannig, að aðeins er um eina leið að velja svo vel fari og skilur þar á milli góðra spilara, er strax koma auga á hana, og hinna, sem ekki geta í uþphafi metið og vegið líkurnar. Eftirfarandi spil er gott dæmi um þetta. Sagnir gengu þannig: 'Suður Vestur Norður Austur hjörtu pass 2 spaðar pass tiglar pass 3 hjörtu pass hjörtu pass A Á pass G 8 6 2 pass A D 3 ¥ G ♦ 7 * 10 5 7 5 4 3 V 7 6 4 * K 9 7 5 ♦ K 10 8 ¥ 8 3 2 6 3 ♦ 9 5 4 * G 9 2 A 10 * 4 D 8 6 ¥ Á K D 10 9 ♦ Á D G 2 * Á K Suður er þannig sagnhafi í 6 hjört- um og vestur lætur út hjarta 7. Sagnhafi sér að hann verður að gefa einn slag á spaða og auk þess verður hann að gera einhverjar ráð- stafanir varðandi tigulinn. Ekki þýðir að reyna að trompa tigul í borði, því þar er aðeins eitt tromp eftir og ekki nægir það, jafnvel þótt kóngurinn sé hjá vestur. Augljóst er einnig að erfitt mun reynast að gera spaðann góðan því engar innkomur eru í borðið. — Eina ráðið er því að reyna að gera laufið í borði gott og það er hægt ef laufunum er jafnt skipt milli and- stæðinganna. Suður drepur þvíhjarta 7 heima með hjarta 9, tekur laufa ás og kóng og síðan tigul ás og trompar einn tigul í borði. Nú er lauf látið úr borði og trompað heima og eru þá laufin í borði orðin góð. Nú eru trompin tekin af andstæðingunum, farið inn í borðið og laufin tvö tekin og tiglunum heima kastað í þau og Suður fær 12 slagi. — Já ég skil haustið og það skilur mig. Það er gott að láta vota dropa þess læðast niður andlitið, niður hnakkann, verða gegnblautur og finna, að það er ekki bara ég sem þrái og þrái — von- laust. „Hvað ertu ag gera s'krítni strákur?“ spurði hún, „ertu eitthvað skrítinn?“ — en hún hreyfði ekki fæturna og samt var hún ekki í sokkum. Ég fann að hún horfði niður til mín og hætti að bvo íótleggi hennar. Ég varð altekinn van- Fyrsta frostið Ég þyki líka minna skrítinn á haust- in, og ég finn að ég er það. Þó er mér sagt að ég sé alltaf dálítið undarlegur. Ég hefi alltaf haft mikla þrá til að láta strjúka á mér hnakkann. Þegar kona strýkur fingrum sínum um hnakkann minn, hætti ég að vera til. Ég gaf móð- ur minni einu sinni ljósgræna salatskál i afmælisgjöf, og hún tók mig í fangið og kyssti mig, og mér þótti vænt um mömmu og fór með aðra höndina upp 1 hnakkann hennar og strauk hann. En mamma varð eittlhvað undarleg og sagði „hvað ertu að gera drengur?" — Hún ei kannski öðruvisi skrítin en ég, — nema henni þyki ekkert gott að láta sti'júka á sér hnakkann? Ég veit ekki. Ég á engan föður svo ég get ekki spurt hann. Ég veit ekki almennilega hvað faðir eða pabbi þýðir, því ég hefi aldrei máttugri feimni og tók að nudda for- uga gangstéttina, strauk hana eins og móðufgllinn spegil. „Sumum finnst það“, hvíslaði ég, „mér líka, — ég er dálilið undarlegur, — líka á haustin, — en minna“. Það varð þögn, löng þögn. Ég fann hana hugsa. Þó kom ég hvergi við hana, aðeins gangstéttina sem hún stóð á. — Loks sagði hún hægt, og eins og hugs- sndi um eitthvað annað: „Langar þig ósköp mikið til að gera — hitt?“ Ég hafði kropið allan tímann og íægt gangstéttarspegilinn. Ég skalf. Ég fór að fægja stéttina með hinni hend- inni líka. Ég hamaðist þar til lófamir urðu að sárum, hætti þá, og heyrði mig hvísla. „Hitt — er áreiðanlega ósköp gott, en það er dálítið annað sem mig langar meira til. — Ég þrái hlýju í Eftir Sigvalda Hjálmarsson í nótt kom fyrsta frostið. Fölva á engjar sló. Suðrænt blóm á bala beygði sig og dó. í nótt kom fyrsta frostið og felldi hið suðræna blórn. Haustið í húminu læddist á héluðum skóm. Innst í anda míns sölum vex annað suðrænt blóm. Haustið um hug minn læðist á hcluðum skóm. 15. tölúblað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.