Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 7
á Aöldinni, sem leið, létu fyrirmenn Heykjavíkur stundum söðla sér hest, stigu á bak heima við húsdyr og riðu inn að Rauðará og heim aftur. Það var tals- verð upplyfting. Það var líka í þá daga, þegar tvær kerlingar í Þing- eyjarsýslu ætluðu að flytjast til Brasilíu (af því að þar var nóg kaffi), en hættu við það, þegar þeim var sagt, að þá yrðu þær fyrst að komast yfir Fnjóská. Svo rann upp tækniöld með bilum, sem skröltu eftir hol- óttum og mjóum vegum og fældu alla hesta. Athafnasam- ur biistjóri hóf áætlunarferð- ir á milli Reykjavíkur og Sogamýrar, og var það mikil samgöngubót. Og loks var hægt að aka alla leið frá Reykjavík til Akureyrar á ein um og sama deginum. Hvílík undur! Þá þótti mörgum sem flest væri breytt frá fyrri tíð. Nú er hraðinn orðinn svo hversdagslegur, að engum blöskrar neitt lengur. Reyk- víkingar vilja láta gera ak- veg upp á Esjuna, svo að þeir geti treint sér sólarlagið á fögrum sumarkvöldum. Og hver veit, nema sá draumur rætist innan skamms? Það væri að minnsta kosti greiði við þá, sem gamlir eru og fótfúnir og ekki komast þang- að af eigin rammleik. Þeir, sem ungir eru og léttir upp á fótinn, þurfa ekki veg. Þeir geta gengið. E n við skulum aftur vikja nokkuð aftur í tímann — svo sem hálfan fjórða ára- tug. Þá var til hér í Reykja- vík félag, sem hét — Nafn- lausa félagið. Það lét lítið yfir sér, eins og nafn(leysan) bendir til. En mjór er mikils vísir. Árið 1927 varð úr þessu félag, sem hlaut nafnið Ferða- félag íslands. Það mun nú vera fjölmennasta félag á fs- landi. Fyrsta fjallahús Ferðafélags íslands. Stofnendur Ferðafélagsins voru sextíu og þrír, en nú eru félagsmenn um sex þúsund, og geta reiknimeistarar þá reikn að út, hve félagatalan hefur margfaldazt frá upphafi. Félagið setti sér þau mark- mið að greiða fyrir ferðalög- um, reisa sæluhús í óbyggð- um og gefa út rit um landið. Sæluhúsin eru nú orðin átta talsins. Árbók hefur komið út óslitið frá 1928, og hefur hún oftast haft að geyma lýsingu á einhverjum landshluta. — Fyrsta árbók félagsins var um Þjórsárdal, en bókin í ár fjall- ar um Arnarvatnsheiði. Ferðafélagið hefur verið kall að „félag allra landsmanna“, og er það vissulega rétt. Það hefur verið félag ungra sem gamalla, einkum þó ungra. Ef svo hefði ekki verið alla tíð, væri það líklega nú þegar búið að glata nafni sínu og héldi í mesta lagi hinu fyrra heiti. En á því virðist ekki vera nein hætta, sem betur fer. að er glatt á hjalla í bílum Ferðafélagsins, þegar þeir leggja af stað frá Aust- urvelli á sólríkum sumardög- um. Og jafnvel þótt ekki skíni sól, má engu síður sjá eftir- væntingu á mörgu andliti. Það verður ef til vill sól í Mörk- inni — eða Laugunum. Oftast liggur leiðin austur yfir Fjall, yfir hina breiðu byggð Suðurlands og síðan til óbyggða. Flestir stefna í Þórs- mörk. Þar er óskalandið. Þar eru grænir hvammar, ilmandi kjarr, silfurtærir lækir og undursamlegir hellar. Og þó er enn eitt ótalið — ævintýr ferðarinnar sjálfrar. Og svo er sungið, á meðan bíllinn klif- ur skolgráar öldur Krossár: „Margt skeður stundum í Merkurferðum, María, María“. En það eru fleiri staðir en Þórsmörk. Annar hópur stefn- ir upp Land óleiðis til Land- mannalauga. Þar er svo mik- ið litaskraut, að ljósmyndarar vita hreint ekki, hvert þeir eiga að snúa vélinni. Þó fer vonandi aldrei fyrir þeim eins og asnanum, sem sálaðist úr hungri í miðjum töðuflekk, af því að hann vissi ekki, hver tuggan var bezt. Þriðji hópurinn heldur upp Grímsnes og Tungur og stefn- ir á Kjöl. Hann á lengstu leið fyrir höndum. Frá Gullfossi er ekið í einni lotu norður á Hveravelli. Þar er gist í hita- veituhúsi, synt (eða buslað) í lítilli laug og sagðar drauga- sögur, þegar fer að skyggja, því að hvergi er svo reimt sem á Kili. Næsta dag er gengið á Kerlingarfjöll, og verður Snækollur, hæsti tind- urinn, oftast fyrir valinu. Það- an sést yfir megnið af ætt- jörðinni af sama blettinum. Svo mikið er þar víðsýnið, að sjá mun til hafs bæði norður og suður af, þótt skyggni sé sjaldan svo gott, að það beri upp á sama skipti. Og margt er að sjá, þó að sýn gefi ekki til hafs. Suðurlandsund- irlendið liggur svo að segja fyrir fótum manns. Langjökull er eins og garður fyrir vestr- inu. í norðri blasa við byggða- fjöll Húnavatnssýslu og Skaga fjarðar. Hofsjökull lokar fyr- ir útsýn til Eyjafjarðar, og í norðaustri verður Herðúbreið fyrst til að teygja tindinn yf- ir bungulaga skjaldarrönd hans. f austri glampar á hinar miklu hjarnbreiður Vatnajök- uls. Gott er að hafa sjónauka til að bregða fyrir augu. Þegar maður þykist vera búinn að snúa sér í nógu marga hringi uppi á tindinum, er haldið til baka niður bratta fönnina. Sumir fórna buxun- um sínum fyrir góða skemmt- un og renna sér á rassinum alla götu niður á jafnsléttu. Og allir koma í bæinn Fjöllin heilla. þreyttir — en ánægðir eftir vel heppnaða ferð. Þó að hér séu nefndar þrjár algengustu og vinsælustu leið- ir Ferðafélagsins, býður það upp á margar lengri og skemmri ferðir til annarra staða og landshluta. Þeim fjölgar einnig, sem dveljast í skálum félagsins á milli ferða og verja þar sumarleyfi sínu. F yrir nokkrum áratug- um var hálendi fslands hulin veröld, sem menn þekktu að- eins af útilegumannasögum og ævintýrum. Nú er öldin önn- ur. Kjalvegur er orðinn al- faraleið — heflaður vegur byggða milli. Innan fárra ára verður Tungnaá brúuð. Með lítils háttar lagfæringum er þá kominn greiður vegur um Sprengisand. Þá munu ef til vill heyrast auglýsingar í þess- um dúr: Rangæingar — Þing- eyingar, dansleikur í kvöld í ........ Erlendur Jónsson. 16. tölublað 1962 J-iESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.