Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 11
Upphaf landnamssögu V-íslendincfa i Saskatchewan X SYSTKININ FRÁ ANNAR HLUTI Bergþór Björnsson flutti einnig til baka þetta sama vor, en hélt nú nokkuð lengra suð- ur (austur) en áður hafði verið, nam þar land og bjó þar um sig. Bergþór var iðjumaður mikill, hann hafði sér til atvinnu að brenna kalk meðan ekki fékkst annað til, gróf hann kalksteininn úr holum og gil- bökkum, sem þar voru, og varð nokkuð ágengt. Kalkið notaði hann til eigin brúks, seldi og nokkuð. Einnig tók hann kindur í vöktum af byggðarmönnum að sumrinu til og lét bömin líta eftir þeim meðan þau voru ungu. Var það gott ráð til að vekja hjá þeim áhuga og skyldu- rækni, því úlfurinn setti sig ekki úr færi, að fá sér málsverð ef tæki- færi gafst. Eldri stúlkurnar fengu atvinnu á heimilum út í frá. Dróg- ust þannig saman peningar og auðg- aðist heimilið fljótt. Mr egar Skúili Berþórsson þroskað- ist gerðist hann hinn mesti myndarmað- ur, stór og fríður og athafnamaður mik- ill. Færðist þá að eðlilegum hætti stjórn heimilisns að miklu leyti í hans hend- ur. Hann fylgdist vel með breytingum þeim á akuryrkju, sem í hönd fóru, aflaði sér nýtízku akuryrkjuverikfæra, eftir því sem þau komu á markaðinn, og hefur alltaf verið með allra fremstu bændum í þessari byggð. Ðætur Bergþórs giftust eftir því sem þær höfðu oldur tiil. Bjargar fékk sá xnaður sem Pláll hét. Voru foreldrar hans Pálil Jóhannesson og kona hans Guðbjörg Jóhannsdóttir frá Breiðar- •gerði í Skagafirði, landnemar í þessari byggð. Jóhann faðir Páls eldra var Jóns- son, Höskuldssonar, bónda á Merkigili í Skagafirði og Ingibjargar seinni konu hans. Sá Jón átti í erjum við Bólu- Hjálmar, aem frægt er orðið. Páll hafði járnsmíðaverkstæði í bænum Mozart og var hinn mesti snildingur í þeirri grein. Hann er nú dáinn fyrir nokkrum ár- um, en Björg, ekkja hans, er á lífi. Er hún hin mesta álitskona og að öllu vel farið. Þau hjón eignuðust mörg börn. 'Eru sum þeirra gift og eiga börn, og er það allt mannvænlegt fólk. Er Pálsson ættarnafnið. ” orstína eignaðist þann mann, sem Haraildur heitir, Hjálmarsson, Þor- eteinssonar frá Girnli, Manitoba. Er til eftir hann kvæðasafn í handritum. Har- aldur stundar húsasmíði og er iðjumað- ur mikill. Þeir feðgar eru ættaðir úr Borgarfirði syðri. Þau hjón eiga sex börn, fjórar dætur, er heita Bergþóra, Ivy, Evan, allar giftar mönnum af hér- lendum ættum, og Elfa ógift, vinnur við skrifstofustörf; og tvo syni, Skúla og Lawrence. Skúli veitir forstöðu benzín- og akuryitkjuverkfæraverzlun samvinnu félags bænda hér í Leslie. Hann er gif tur Huldu dóttir Þoreteins Guðmunds- eonar frá Rjúpnafelli og konu hans Ragnhildar Jónssonar alþingismanns frá Sleðbrjót. Þau hjón bjuggu hér við Leslie í 34 ár. Lawrence hefur stundað nám við háskólann í Saskatchewan, en er nú skólakennari í Wadena. Þau Skúli og Hulda eru búsett hér í Leslie, þau eiga fimm börn, öll ung. Þau Haraldur og Þorstína hafa dvalið hér í Leslie um 30 ára bil og farnazt vel. Eru börn þeirra öll sér- staklega vel gefin og myndarleg. Sat Haraldur sig hvergi úr færi, hvar sem einhwer aflavon var, en Þoretína hrein- asti snillingur að meðhöndla efni sín. Er ættarnafnið Þorsteinsson. M* heitir Finnur, Sigurfinnsson, Sigurðssonar. Er hann hlálfbróðir Einars, föður hins nafnikunna prests, sérá Sigurbjörns Einarssonar í Reykjarvík, nú bisfcups yfir íslandi. Sesselja heitir móðir hans, tápkona mik- il, býr í bænum Foam Lake, í húsi, sem synir hennar byggðu handa henni. Hún er háöidruð, en vel ern. Hefur kostgangara, pilta sem stunda nám við Miðskó'lann í Foam Lake, og ferst það vel. SMÁSAGAN Framh. af bls. 4. Guðrúnu. Augu hans hvíldu þó lengur á Guðrúnu. Hvað skyldi nú vera að brjótast um í karlinum, hugsaði ég. Eitthvað hefur læknirinn hugsað svipað. Hann hvíslaði í eyra mér: — Nú kem- ur þruma. Vertu viss. Ég hneigði mig samþykkjandi. Mr agnin varð meira og meira spenn andi eftir því sem hún lengdist. Guðrún og Pétur urðu brátt sem á nátum. Kvíð- inn varð æ augljósari í andlitum þeirra. Mér fannst brátt, að þetta ástand væri óþolandi, og auðvitað hlaut þetta að enda með einhverj u skelfilegu. Ailt í einu var sem andlit sýslumanns ins uppljómaðist. Hann horfði nú stöð- ugt út um gluggann. Þannig leið nokk- ur stund. Skyndilega stóð hann á fætur og leit tii Péturs. — Tailið við mig snöggvast, sagði hann. Þeir fóru inn í innri stofuna, og sýsiumaður lokaði á eftir sér. Eftir aillanga stund komu þeir aftur, og var létt yfir báðum. Sýslumaður sneri sér að Guðrúnu. — Viljið þér tala við mig fáein orð, sagði hann. . Þau hurfu inn í stofuna og dvöldu þar æði lengi eftir því sem mér fannst. — Guðrún var með miklu gleðibragði, er þau komu aftur. Hún leit til Péturs með sigurbros á vörum. Hann brosti á móti. Mér þótti sem hér hefði gerzt krafta- verk. Dvöl okikar var stutt í skrifstofunni eftir þet'ta. Pétur viðurkenndi með glöðu bragði, að hann vær faðir barns þess, sem Guðrún hafði alið. Þau hurfu af skrifsofunni létt í lund. Við sátum þöglir eftir að þau voru farin. Lækninum mun hafa verið sama í huga og mér. Við bjuggumst við að heyra s'kýringu að vörum sýsdumanns, þ'ví að hann hlaut að sjá, að okkur þætti þessi endalok barnsfaðernismálsins Eftir Pál Guðmundsson Finnur er hinn mesti framtaks- og dugnaðarmaður. Hann á heimili í út- jaðri bæjarins Leslie og hefur þar smá- bú, en jarðeignir hans liiggja þar suð- ur frá og vinnur hann þær að heiman. Hann er vel fjáreigandi og á mikið af nýtízku akuryrkjuverkfærum. Þau hjón eiga eina dóttur á skólaaldri, heitir hún Sesselja. Finnur og bræður hans kenna sig við föður afa síns og kalla sig Sig- urðsson. Signý Þorsteinsdóttir, seinni kona Bergþórs Björnssonar, andaðist á jóladag 1928 og var jörðuð í Bertdale grafreit. Hún var mikil á allan vöxt, sem bræð- ur hennár og stenk að því, glaðlynd og mannverusöm og mesti garpur í sjón og raun. Tó'k þá Guðný yngsta dóttir Bergþórs við búsforráðum. Hún var þá enn ógift, og stóð svo um hríð, þar til Skúli staðfesti ráð sitt og gekk að eiga Málmfríði Jónsdóttur, Borgfjörð og næsta dularfull. Loks tók læknirinn til máls og brosti. — Ertu farinn að leggja fyrir þig galdra, vinur kær. Mér finnst furðu rösklega gengið til verks í þessu máli. Sýslumaðurinn brosti íbygginn. — Það hefur verið gengið rösklega að verki í þessu frá upphafi. Ég er hrifinn af því. — Einhverja sérstaka lausn hefur þú fundið, sagði læknirinn. — Mér leiðist svo, þegar menn fá ekkert nema skömm í hattinn fyrir það sem þeir gera verulega vel. Ég vildi reyna að breyta venjunni einu sinni. Meira fengum við ekki að vita að því sinni. MínuSi slS„ v„ Guðrún „ð.n ráðskona sýslumannsins. Hún hafði son sinn hjá sér. o Tveimur árum síðar reisti Pétur bú og kvæntist stúlku sem hét Ólöf. Þegar frá leið var hann drjúgrogginn yfir því, að vera faðir Óla litla, sonar ráðskonu sýslumannsins. Óli var taiinn uppeldis- sonur sýslumannsins og var afbragð jafnaldra sinna. Mátti gamli sýslumað- urinn naumast af honum sjá. Óli kallaði sýsl'umanninn afa sinn. Við vorum prófdómarar í barnaskóla, læknirinn og ég. Óli var þar meðal nemenda. Hann var þá tólf ára að aldri. Eitt sinn er við vorum einir í skóla- stofunni að bera saman einikunnagjafir okkar sagði læknirinn: — Manstu þegar við vorurn réttar- vitni einu sinni í barnsfaðernismáli? Auðvitað mundi ég það. — Ég held alltaf, sagði læknirinn, — þegar óg sé þennan gjörvilega strák sýslumannskonunnar, að karlinn hafi fengið vitrun, þarna áður en hann tók þetta viðbragð og talaði við þau eins- lega hvort í sínu lagi. Mér datt þá í hug orðið hugljómun, þegar ég horfði á sýslumanninn, sagði ég. — Einhver geisli hefur áreiðanlega farið um sál karlsins á þeirri stundu, sagði læknirinn. Það eru slíkir geislar, sem flytja biessun, sem á engin tak- mörk. Mörtu konu hans. Voru þau landnem- ar í þessari byggð. Hún var útlærð hjúkrunarkona, fríð og álitsmikil. Keypti Skúli þá jarðeignir þær, sem þar stóðu saman með öllu tilheyrandi. Var það fjós reisulegt með^ heylofti og járnvarinn verkfæraskáli. Átti hann og séreign nokkra og bjó þar virðulegu búi í rnörg ár. Raflýsti hús öll og bætti við sig jarðeignum og færði út sáðlönd sín. Hann hefur haft töluverð afskipti af opinberum málum, sérstaklega fræðslumálum og samvinnumálum bænda. Fyrir nokkrum árum keypti hann húseign í Foam Lake og flutti þangað og hefur hafzt þar við síðan. Nytjar hann akra sína þaðan. Gerist það nú nokkuð algengt. Byggingar á búinu sjálfu standa auðar. MT au hjón eiga fimm börn, syni tvo og dætur þrjár. Þau heita, Skúli, Ingi, Signý, Si'lvia, Dorine. Dæturnar hafa allar lært hjúkrunarfræði. Er Signý gift manni af hérlendum ættum, en syn- irnir ganga skólaveginn. Bergþór Björnsson keypti hús í Leslie og flutti þangað; var Guðný dóttir hans fyrir búi með honum. Eftir fá ár gift- ist Guðný, sem áður var sagt, og bjuggu þau Finnur þá suður af Leslie á land- eign, sem þau áttu þar. Var Bergþór þar hjá þeim. Hann andaðist á spítala í Poam Lake 24. maí 1946 og var jarð- aður í Bertdale grafreit. Afkomendur Bergþórs tóku upp föðurnafn hans og kalla sig Björnsson, og gengur Skúla- nafnið í ættinni. ÞEIR TÖKU FLUGIÐ Framh. af bls. 9. — Atlas, dregur 9,000 mílur, en hugsanleg geigun er ekki talin meiri en sem svarar einni mílu. Atlas ber 6—8 megatonn. — Þetta stóra? — Það er Titan. Titan I dregur um 8,000 mílur og ber 10—12 mega- tonn, og Titan II dregur um 12,000 mílur og ber 15—16 megatonn. — En þessi stóra, sem þeir eru með í smíðum núna? — Saturn? — Já. — Það er ekki vopn, eða a.m.k. ekki smíðað sem slíkt, hvað sem síðar verður. Saturn á að verða geimflaug og á að hafa 1,5 milljón punda þrýstiorku, segir Hjálmar. Svo fórum við að tala um nýj- ustu tilraunir Bandaríkjamanna og meðal þess, sem hann segir okkur, er- að Nike-Zeus varnarskeytið sé þriggja þrepa, meðalstórt, en hafi jafn aflmikinn hreyfil og Atlas, eða 500,000 punda þrýstiorku. — Þið hafið séð kvikmyndir af geimskotunum, hvernig flugskeytin lyftast hægt og hægt' frá jörðu, auka hraðann svo sífellt og hverfa ekki fyrr en eftir góða stund. En Nike- Zeus fer eins og blátt strik, á 6 sekúndum er það komið á 6 þús. mílna hraða. Ég las frásögn af til- raunum með Nike-Zeus — og þá sögðu þeir, að skeytið hefði verið úr sjónmáli tveimur sek. eftir að skotið var — og þá var himinn heiðskír, segir Hjálmar. Þótt hann sé ekki nema 18 ára, er greinilegt, að Hjálmar veit sitt hvað um flugtæknina — og sama er að segja um Baldur, sem er nokkru eldri. — Ef menn ætla að fylgjast með tímanum, þá mundi ég segja, að flug- vélalíkönin, flugvélarnar, væru miklu girnilegra rannsóknarefni en öll heimsins frímerki, segir Hjálmar — og með það förum við — með „flug- véladyn“ í eyrum. 2. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.