Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 13
I UM ALDAMOT Framh. af bls. 8. ríið gekk allvel, og við lögðum fiskinn í verzlunina sem gaf um 20 kr. í part. Okkur fannst það góður aukaskildingur. Flutningar þessir fullnægðu þó ekki saltþörf Vattarnesiraga yfir hásumarið, og var því einatt verið að leita ýmissa annarra ráða, og vil ég hér geta nokk- urra. Enskir línuveiðarar voru alltíðir gest- ir á Fáskrúðsfirði á þessum áruim og lágu þar lengri og skemmri tkna, er etormur var úti fyrir. Þetta voru smá- gufuskip, sem ílest eða öll fiskuðu í „Dam". Það er, þau fluttu fiskinn út lifandi tii Englands, sem þá gekk mis- jafnlega vel, því fiskurinn vildi drep- ast í „Daimminuim" á larngri leið í vondu veðri. Verzlunarstjórinn, Olgeir Friðgeirsson, fékk þá stundum til að flytja nokkra poka af salti á dekki, en ekki voru þeir hrifnir af þvd snatti, og auðvitað varð að greiða allri skipshöfn- inni þóknun fyrir, svo þetta var víst nokkuð dýr flutningur. E: inu sinni fékk Olgeir Egil gamla, skip Otto Watneserfingja, sem lengi var í föruim milli Kaupmannahafnar og Noregs til austur- og norðurlandshafna á íslandi, til að flytja 200 poka af salti til Vattarness. Skipstjóri hét Haugeland, sem lengi sigldi þessa leið á skipum þessa félags. Ég var sendur með skip- inu til að sjá um sem greiðasta af- greiðslu við uppskipun, en móttöku- imaður var Eiríkur Þórðarson bóndi á Vattarnesi, sem hafði og annaðist fiski- rnóttökuna sem áður getur. Er skipið kom ti'l Vattarness í mesta blíðskapar- veðri, en auðvitað öHum þar að óvörum, var eimpípu skipsins „flautað" ákaflega, en enginn sinnti því á Vattarnesi. Var þá skipsbátnum rennt í sjó niður ásamt rnér með ströngum fyrirmælum um að fá menn til uppskipunar saltsins án taf- ar. Er í land kootn lá mjög illa á Eiríki og sagðist alilt annað hafa að gera við menn sína, enda stóð þá heyskapur yfir sem haest og brakandi þerrir. Ég var nú sikylduigur að greiða götu mína, þar sem reyndar á öðru máli og fannst hann hann væri fuillfcrúi verzlunarinnar á staðnum, og það að veita saltinu mót- töku heyrði algjört undir hans verka- hring. En þar sem ég sá að hinum dýr- mæta tíma mátti ekki eyða í þref við Eirík, sneri ég mér fljótlega frá honumi • og lei'taði ásjár Færeyinga, sem þá voru nýkomnir að landi, og höfðu kastað afla sínum upp í fjöruna og tilbúnir til að- gerðar. En þeir voru nú ekki hrifnir af að fara í saltvinnu, enda þreyttir af sjónum og áttu þess utan eftir aðgerð á aflanum. Eftir nokkurt þref við þá Sétkk ég þó 3 bátshafnir til að gera þetta, en með því skilyrði ég léti þá hafa eitthvað milli 10 og 20 flöskur af brennivíni, en ég gekk að þvi. Það fyrsta, sem ég svo gerði er um borð kom, var að finna Tobías, en svo var brytinn á Agli kallaður, en hvort hann hét það í rauninni veit ég reyndar ekki, en hann gekk undir þessu nafni. Hann sigldi lengi sem bryti á þessum skip- um og seldi mikið brennivín. Ég lagði svo pöntun inn til hans og ákvað hún skyldi tilbúin um leið og síðasti salt- pokinn færi í bátana. Það gekk all- •greiðlega að rétta saltpokana yfir öldu- stokik skipsins, og vann ég að því af kappi með Færeyingunum. Ég hafði reiknað með því að mér ynnist timi trl að ná í brennivínspokann, meðan skipið létti akkerum, og beðið bát, sem lá við skipshiiðina, að bíða mín við hliðar- etigann. Bátur þessi var ekki við upp- skipunina, en er ég kom upp frá Tobí- asi brá mér heldiur en ekki í brún, er ég uppgötvaði að skipið var komið á ferð og bátunnn horfinn. Ég hafði nefni lega ekki tekið eftir því, að skipið hafði aidrei kastað akkeri, og gat þvi sett strax á ferð, um leið og siðasti pokinn fór yfir öldustokkinn. Ég stóð nú þarna eins og ilia gerður hlutur með brenni- vínspokann milli handanna. En þar sem engum tima mátti spiiia til frekari um- hugsunar, snaraðist ég upp í brú til skipstjóra, sem virtist hissá á að sjá mig, og spurði hverju þetta sætti. Ég ga nú tæplega sagt honum ástæðuna, enda hugarástand mitt illa lagað til rökræðna. N, I oklkrir f arþegar voru þarna í brúnni hjá skipstjóra, þar á meðal full- trúi Gudmands-Efterfölgere frá Akur- eyri, hr. Sörensen, o.fl. að norðan, sem ég vissi að voru rasandi óánægðir yfir þeirri töf, sem orðið hafði vegna við- stöðunnar á Vattarnesi. Þessir farþegar, einkum Sörensen, litu til mín ögrandi augum og virtust hafa ánægju af vand- ræðaástandi mínu, enda get ég búizt við hann hafi fylgzt með gerðuim mín- um og þá að líkindum lagt þær út þannig að eiginhagsmunir lsegju á bak við. Slíikt vill oft henda, þegar menn vantar fulla þekkingu á hlutunujn, en dæma svo eftir því, sem þeir sjá, en þekkja ekki undirstöðuatriðin. En það var langur og óþægitegur krókur að þurfa að fara inn á Reyðarfjörð og fara svo labbandi með brennivínspokann á bakinu yfk Stuðlaheiði til Fáskrúðs- fjarðar. Það var ekki glæsileg tilhugsun, svo að þótt reiðin syði í mér bæði tii farþeganna og þó einkum til skipstjór- ans fyrir hið að mér fannst mikla og óverðskuldaða ranglæti er ég var beitt- ur í þessum viðskiptum, þá afréð ég þó að láta í minni pokann og biðja skipstjórann að stöðva skipið, sem hann svo gerði góðfúslega án frekari um- svifa. Bátur sá, er upphaflega ætiaði að taka mig en varð að sleppa niðurgöngu stiganuim er skipið tók ferðina, koim nú að skipshliðinni fljótlega, svo ég slapp í land og gat afhent Færeyingun- um vinnulaunin. En hafi þeir orðið fegnir að fá vinnulaunin, þá var ég áreiðanlega fegnari að sleppa úr þessu öngþveiti. Við Sigurður önnuðumst þessa fflutn- inga í tvö sumur en í september 1904 sendi örum & Wulff mótorbátinn Jenný tii Fáskrúðsfjarðar ca. 8 tonn að stærð, með 8 hesta MöHerupsvél, og þar með var þessi neyðarflutningur úr sögunni öllum hlutaðeigandi til stórra hags- bóta. Marteinn Þorsteinsson. TYRKNESKI Framhald af bls. 1. fyrrverandi blaðamaður sjálfur, hafði hann góða hugmynd um, til hve margra frásagnir blaðamannanna af því, sem hann ætlaði að segja, mundi ná. Hann hélt áfram að sökkva sér niður í bókina. f huganum var hann þegar farinn að lesa línurnar i þessum tvö þúsund blöðum, sem þessir tvö hundruð blaða- menn þjónuðu: „Þegar við komum inn í salinn, leit svartskyrtu-einræðisherr- ann ekki upp úr bókinni, sem hann var að lesa, svo mikil var einbeiting hans að henni o. s. frv." út úr dyrunum, í diplómatfrakkanum, gráu buxunum og með hvítu öklahlíf- arnar. Ein konan gekk fram og hóf ræðu sína. Mussolini hleypti brúnum að henni, glotti háðslega, renndi þessum hvítumiklu Afríkuaugum sínum yfir hinar konurnar fimm, og gekk síðan aftur inn í stofuna. Þessar óásjálegu sveitakonur í sunnudagastássinu sínu, stóðu eftir og héldu á rósunum. Musso- lini hafði sýnt þeim einræðisherrann. Hálfri klukkustund síðar hitti hann Claire Sheridan, sem hafði brosað sig inn í mörg viðtöl — og talaði við hana í þrjátíu mínútur. T itanlega kunna blaðamennirnir á Napóleonstímunum að hafa séð eitt- hvað svipað í fari Napóleons, og menn- irnir, sem unnu við Giornale D'Italía á Cæsars-tímum, kunna að hafa séð eitt- hvert svipað ósamræmi hjá téðum Júlí- usi, en að vandlega athuguðu máli, virðist Mussolini hafa meira en Napó- leon af eiginleikum Bottomleys — hins risavaxna, hermannlega einvígismanns — heppins ítalsks Bottomleys. Og þó er samlíkingin ekki fullkomin. Bottomley var heimskingi. Mussolini er enginn heimskingi og hann er mikill skipuleggjari. En það er bæði voði og vandi að skipuleggja ættjarðarást heill- ar þjóðar, fyrir þann, sem er ekki ein- lægur, einkum þó ef sá hinn sami æsir svo mjög upp ættiarðarást manna, að þeir bjóðast til að lána stjórninni fé, vaxtalaust. Ef rómanskur maður hefur lagt fé sitt í fyrirtæki, vill hann sjá ár- angur af því, og hann mun sýna herra Mussolini, að það er miklu auðveldara að vera í stjórnarandstöðu en stjórna sjálfur. Ný andstaða mun risa og er þegar orðin til, og henni verður stjórnað af þessum gamla, sköllótta — ef til vill svolítið brjálaða en gagnheiðarlega og guðdómlega hugrakka hrokagikk — Gabriele d'Annunzio. É g læddist á tánum aftur fyrir hann, til þess að sjá, hvaða bók hann væri að lesa með svona mikilli athygli. Það var frönsk-ensk orðabók — og sneri öfugt. Hin myndin af Mussolini er frá sama degi, þegar hópur ítalskra kvenna, bú- settra í Lausanne, kom til íbúðar hans í Beau Rivage-hótelinu, til þess að færa honum rósavönd. Þetta voru sex konur af vinnustéttunum, og þær stóðu fyrir dyrum úti og biðu þess að heiðra hina nýju þjóðhetju ftala — sem auðvitað var um leið þeirra hetja. Mussolini kom SVIPMYND Framhald af bls. 2. Svik Sjang Kaí-séks við kommúnist- ana í Sjanghaí árið 1927 kenndu Maó þá lexíu, að ekki er hægt að treysta þjóðleg um, borgaralegum byltingarmönnum — það verður að berjast við þá. Gera má sáttmála eða bandalag við þá, en aðeins í þvi skyni að sigrast á hættulegri og voldugri óvini, eins og t.d. Japönum. Þetta gerir ekki aðeins hégóma úr frið- arstefnu manna eins og Nehrus, heldur felur það í sér að það sé ófyrirgefanleg villa að tala um möguleikann á friðsam legri samtoúð við Bandarikin, þar sem slík sambúð er ekki helguð af tiiveru annars meiri og hættulegri óvinar. Vin- átta Maós við Sovétríkin og leppriki 'þeirra helgast af sjálfsögðu af engu nema þessu. um og fyrir hægfara tækniþrælum í kin versku valdaklikunni — en hann virð ist vera orðinn óþolinmóðari en áður. Þegar Krústsjov réðst á Stalín-dýrkun- ina árið 1&56, var það bein ögrun við Maó, sem var kynntur fyrir fólkinu eins og hálfguð, „Stalín Kínverja", í einföld um gráum, upphnepptum einkennisbún ingi sínum og svörtum baðmullarskóm. b "egar komið var fram á árið 1958 var Maó farinn að gera tilkall til að verða leiðbogi hins alþjóðlega kommún isma. Hann heimtaði „Stökkið mikla fram á við", lagði áherzlu á járn- og stálframleiðslu á kostnað landbúnaðar, og átti það að færa Kínverjum nýjan styrk á alþjóðavettvangi. Hann stóð að baki hinni fljótfærnislegu áætlun um að senda hundruð milljóna manna í komm únur í því skyni að tryggja Kínverjum fyrsta sess meðal kommúnistaríkjanna. Efnahagsöngþveitið og óstjórnin, sem af þessu leiddi, birti heiminum nýjan Maó Tse-tung — mann sem geistist á- fram með óraunhæfar og barnalega ein faldar áætlanir til að réttlæta pólitískar kreddur sínar og var jafnvel reiðubúinn að eyðileggja algerlega lífshætti þeirra manna, sem hann hafði lengst barizt fyr ir — kínversku bændanna. Maó Tse-tung er að því leyti hættu- legur maður, að hann einblínir á eitt mark sem jafnan hefur verið hamrað á í kínverskri heimspeki: Kína skal verða ráðandi riki sameinaðs heims og samein ingaraflið skal verða sú tegund kommún isma sem Maó prédikar: kommúnismi sem miskunnarlaust upprætir alla and- stöðu. Maó Tse-tung er þjóðrembingsmaður, sem hefur varla nokkurn tíma komið út fyrir kínversk landamæri, og sagt er að hann sé ótrúlega fáfróður um heim inn utan Kína og mjög tortrygginn í garð hans. Hann þykist ekki óttast kjarn orkustyrjöld, því mannafli sé meira virði en efni og tækni — og Kínverjar eru 700 mililjónir talsins. Aldrei í sögunni hefur nokkur einstak lingur haft jafnóskorað vald yfir jafn- stórum fjölda manna — og Maó er einn þeirra sem trúa á valdbeitingu gagnvart andstæðingnum. Hann sýnir enn merki þolinmæði, þegar það á við, en bak við þau merki leynist mikil og vaxandi óþol inmæði. Maó Tse-tung varð sjötugur á annan í jólum, og Sun Wú hefur ekki getað kennt honum neinn þann skæru- hernað er unnið geti bug á sjálfum tíman um eða Elli kerlingu. M eðan Maó var aðþrengdur og mag ur byltingarforingi í Yenan, var hann ekki aðeins vankar, heldur einnig mjög iþolinmóður; hann horfðist í augu við staðreyndir og varaði stranglega við hvers konar kreddu. Hann sagði einu sinni, að jafnvel kúamykja væri gagn- legri til umtoóta en kreddur. Nú er Maó orðinn holdugur og lotinn; Cassius hefur breytzt í Cesar Augu hans eru fjarræn, hárið farið að grána og hörfa upp frá enninu. Lágur rómurinn og tjáningarfullar hendurnar búa enn yfir þokka, en andlitið er oft þungbúið og hugsi. Maó hefur haldið áfram að svigna fyr ir vindinum endrum og eins — fyrir Rúss Leiðrétting Í JÓLALESBÓK Morgunblaðsins var8 mér á að rangfeðra vísuna: „Öls viS bikar andinn skýr". Hið rétta er, að Beneðikt Valdimarsson frá Þröm orti þessa vísu og bið ég hlutaðeigandi vel- virðingar á því. Halldór Blöndal. SKRÍTLUR. — Segðu aldrei, að konur geti e'kki. þagað yfir leyndarmálum, sagði rosk- inn heiðursmaður, — fyrsta konan mín og ég vorum trúlofuð í tvo mánuði og hún sagði mér ekki orð um það. o—O—o — Gunna, af hverju komstu mér ekki til hjálpar, þegar þessi Jón sagði, að ég væri heimskur og gamall bjáni? — En Friðrik minn, ég sagði honum þó hreint út að þú værir alls ekki eins gamall og þú litur út fyrir að vera. 2. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.