Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 5
ára af m nislavskí FE INN 17. janúar sl. voru liðin fi. 100 ár frá því að einn kunn- asti leikhúsraaður þessarar aldar, Kon- stantín Sergejevitsj Stanislavskí, var í heiminn borinn í Moskvu um svipað leyti og ánauðinni var létt af rússnesk- um bændum. Fyrir honum átti að liggja að verða frumkvöðull nýs leikstíls, sem Ui m síðustu helgi varö ég af tilviljun vitni að því, hvernig gróöa- hyggja og viröingarleysi fyrir heil- brigöum smekk getur leitt jafnvel þjóðþrifafyrirtœki út á háían ís. Eitt hélzta menningarfélag borgar- innar hélt barnaskemmtun í þeim lofsveröa tilgangi aö afla fjár til aö koma upp húsi yfir starfsemi sína. Var sami háttur haföur í fyrra og sú skemmtun félaginu til sðma. En nú brá svo viö, aö það sem börnunum og aöstandendum þeirra var boðið upp á var svo langt fyrir neðan meðallag, að jafnvel 5—6 ára krakkar gátu ekki orða bundizt um smekkleysið. Meðal skemmtiatriða var danshljómsveit (kom reyndar\ fram tvisvar!) sem virtist leggja metnað sinn í að slöngva öllu því fáránlegasta og auvirðilegasta úr amerískri slagaraómenningu fram- an % bráðsaklaus börnin. Er ekki von maður spyrji: hvers áttu þau að g jalda ? Það er alrangt a ö tilgangur- inn helgi með- alið í þessu til- viki f remur en öðrum. Sú lofsveröa við-1 leitni aö afla pening a til byggingar menningarmiðstöðvar % borginni verður ekki annað en ómerkilegt grín, þegar höfð eru í frammi svik af þessu tagi. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þegar farið er að slá af kröfunum, kasta höndunum til hlutanna, afsaka eða umbera lé- leg vinnúbrögð, þá er krabbameinið tekið aö grafa um sig. Slíkt hátta- lag spillir ekki einungis þeim sem eiga beinan hlut að máli, heldur eitrar það út frá sér. Þegar farið er að bjóða börnum upp á svo að segja, hvað sem er % þeirri trú, að þau beri ekki skyn á mismun góðs og lélegs, þá er i fyrsta lagi verið að blekkja sjálfan sig (börn eru miklu skynugri en flest fullorðið fólk ger- ir sér grein fyrir), og í öðru lagi er verið að grafa undan framtíð- inni, spilla upprunálegum smekk yngstu kynslóðarinnar oq hvetja hana til að umbera lágkúruna og auvirðileikann. Eg hilt satt að segja að nóg vœri af svínaríinu í okkar langt leidda þjðöfélagi, þð ráðsett og margyfir- lýst menningarfyrirtœki fœru ekki að leggja ósómanum lið. s-a-m. lagði megináherzlu á „raunsæja" túlk- un, þ.e.a.s. leiksýningar áttu að vera sem allra nákvæmastar eftirmyndir hins daglega veruleika. Kom þessi stefna fram þegar leikstíllinn var orð- inn uppblásinn, hávær og ankannaleg- ur í flestu tilliti. Stanislavskí var leikaranafn mannsins, sem upprunalega hét Kanstantín Serge- jevitsj Alexeiev. Hann var af góðum borgaraættum og fjölskylda hans í nán- um tengslum við ýmsa kunna menn- ingarfrömuði. Foreldrarnir lögðu ríka alúð við uppeldi barna sinna og vöktu snemma hjá þeim áhuga á listum. Stan- islavskí hefur lýst áhrifunum sem fyrstu heimsóknir hans í fjölleikahúsið, óper- una og á ballett-sýningu höfðu á hið unga sinni hans. Hann var gagntekinn af þessum furðuheimi lista og sjón- hverfinga. Stanislavskí hafði alla ævi megna ó- beit á andlausri ítroðslu skólanna og hlaut aldrei æðri skólamenntun, þó hann væri sendur í menntaskóla 12 ára gamall. Hann var sjálfmenntaður mað- ur. Athyglisgáfu átti hann í ríkum mæli og var sífellt að læra af umhverfi sínu, bæði lífinu og listinni. Hann átti auðvelt með að vinna trúnað annarra og ekki síður að fá aðra til að hlusta á hugmyndir sínar og ráðagerðir. Bæði í lífinu og listinni fór Stanislavskí sínar eigin götur og treysti bezt á eigin reynslu og hugboð. i.rið 1877, þegar Stanislavskí var 14 ára, kom hann fyrst fram sem leik- ari í tveim gamanþáttum heima hjá sér. Nálægt Tarasovka-stöðinni fyrir utan Moskvu stendur enn gamalt tvílyft timburhús, sem foreldrar Stanislavskís áttu, og í annarri álmu þess var einu sinni „leikhúsið" þar sem Alexeiev- flokkurinn sýndi, þ.e.a.s. leikflokkur sem einkum hafði á að skipa meðlimum Alexeiev-f i ölskyldunnar. Á leikskrá flokksins voru stuttar óper ettur og grínleikir. Stanislavskí lék ótal hlutverk, söng og dansaði, og bjó sig þannig óafvitandi undir ævistarfið. Söngleikurinn var fyrsti skóli Stani- slavskís undir þjónustuna við Þalíu. síð- ar fór hann að leika í ýmsum sýningum utan heimilisins. Á þessu fyrsta skeiði listferils síns stældi Stanislavskí blygðunarlaust ýmsa fræga leikara við Malí-leikhúsið, óperu- og óperettuleikara. En það stóð ekki lengi, því brátt komst hann á þá skoðun, að einungis eftirlíking náttúrunnar gæti leitt til listar, þar sem stæling á leik- urum og leiksýningum, hve góðar sem þær væru, mundu óhjákvæmilega leiða til „iðnaðarframleiðslu" og svikinnar vöru. Stanislavskí vlsaði sem sé á bug allri stælingu, en hætti samt ekki að læra af forverum sínum og samtíðarmönn- um, og lagði ævinlega áherzlu á, að list hans væri byggð á beztu hefð rúss- neskra bókmennta á 19. öld. Langmest- ar mætur hafði hann á Sjepkin, Gógol, Púsjkin og Ostrovskí, sem voru braut- ryðjendur hins þjóðlega raunsæis í leik- húsinu. Sú niðurstaða Sjepkins, að list- in væri þeim mun stærri því nær sem hún væri lífinu og náttúrunni, varð síðar í augum Stanislavskís frumregla listarinnar. Hann hitti aldrei Sjepkin, sem dó sama ár og hann fæddist, en hann kynntist ýmsum leikkonum sem höfðu verið nemendur Sjepkins og fluttu honum „andlegt inntak úr hefð meistarans," eins og hann komst að orði. Konstantín S. Stanislavskí Hann kallaði Malí-leikhúsið sinn eigin háskóla. Stanislavski lærði leiklistina af fremstu leikurum franska og þýzka leikhússins, bæði á ferðalögum sínum erlendis og á sýningum þessara leikara í Moskvu, en mestar mætur fékk hann á ýmsum. ítölskum leikurum, t. d. Tommaso Sal- vini, Ernesto Rossi og Eleonora Duse, sem sameinuðu tæknilega fullkomnun mikilli einlægni og sálrænni dýpt. Hann hafði einnig mikil not af kynnum sín- um við ýmsa kunna málara og tónlistar- Framhald á bls. 6. 2. tSlublað 1963 Sviðsmynd úr leikriti sem Stanislavskí stjórnaði í Listaleikhúsinu árið 1927. ---------------------------------------------:---------------------LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.