Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 6
I BÓKMENNTIR Framh. af bl.s 5. menn, ekki sízt Tsjaíkovskí, Taneiev og Eubinstein-bræðurna, og kom sú reynsla honum í góðar þarfir þegar hann hóf að starfa í óperunni. «3 tanislavskí taldi haustið 1888 marka ein af tímamótunum á 1 ista- mannsferli sínum. Þá stofnaði hann á- samt leikstjóranum A. Fedotov og söng- kennaranum F. Komissarzhevsky „Lista- og bókmenntafélagið", sem safnaði sam- an fulltrúum allra listgreina. Um svip- að leyti var komið upp leikflokki á- hugamanna, og hóf Stanislavskí þá þeg- ar að leika þar. Upp frá því varð nafn hans æ kunnara meðal leiklistarunn- enda í Moskvu. Stanislavskí átti gengi sitt ekki ein- ungis að þakka miklum hæfileikum, ríkum skapsmunum, svdðsþokka, hug- kvæmni og fyrirmannlegri framkomu, heldur átti óþreytandi elja hans við að aga og fullkomna list sína engu minni þátt í sigurför hans. í upphafi ferils sins, þegar hann var aðeins 26 ára gam- all, reyndi hann að skilgreina viðhorf sitt til listarinnar. f dagbók sína skrif- aði hann: „Að sjálfsögðu er réttasta leiðin sú, sem er stytzt til sannleikans, til lífsins .. .. í þessu er verkefni mitt fólgið: að þekkja hvort tveggja framar öllu öðru. Með öðrum orðum, það er nauðsynlegt að menntast, læra að hugsa, þroska siðferðiskenndina og rækta hug- ann." A þeim tíu árum sem Stanislavskí lék fyrir „Lista- og bókmenntafélagið" kom hann fram í mörgum og sundur- leitum hlutverkum, bæði í gamanleikj- Um og harmleikjum. En hann var sjald- an ánægður með árangurinn, einkan- lega í harmsögulegum hlutverkum, táldi sig ekki hafa tækni eða skapsmuni í þau. Jafnframt starfi sínu sem leik- ari fékkst hann við leikstjórn og náði smám saman sterkum tökum á þessum þ'ætti leiklistarinnar. Tilviljun réð því að hann lagði inn á þá braut. Leikstjór- inn Fedotov var fjarverandi þegar „Lista- og bókmenntafélagið" var að undirbúa sýningu á leikritinu „Brenn- andi bréf" eftir Gnedich, og félagið hafði ekkd efni á að ráða nýjan leik- stjóra. „Þess vegna varð ég að taka að mér verkið," skrifaði Stanislavskí í dagbók sína. Hann kom þá þegar fram með ýmsar nýjungar í sviðsetningu til að ná sem eðlilegustum áhrifum, bað jafnvel um þagnir í samtölunum og sagði leikendum að tala eins eðlilega og þeim værd unnt! Fyrsta raun hans sem leikstjóra tókst mjög vel og varð þess valdandi, að hann réðst í að sviðsetja fyrstu sýningu á gamanleik Leós Tolstoís, „Ávextir upplýsingarinnar". Um þetta leyti (1891) hafði leikhúsdeild „Lista- og bók- menntafélagsins" á að skipa mörgum góðum áhugaleikurum, sem síðar urðu þekktir við hið fræga Listaleikhús Stanislavskís. Meðan hann var að setja þennan gamanleik á svið reyndi hann að brjótast úr viðjum vanans bæði að því er snerti vinnubrögð og hugsunar- hátt „í leikhúsinu fór ég að hata leik- hús og byrjaði leit mína að nýju, ó- sviknu lífi í því", skrifaði hann. Eftir frumsýninguna á „Ávöxtum upplýsingarinnar", sem varð viðburður í menningarlífi Moskvu-borgar, svið- setti Stanislavskí nokkur fleiri leikrit fyrir „Lista- og bókmenntafélagiö", og vöktu þau mikla athygli sökum frum- leika og einlægrar sannleiksviðleitni. Stanislavskí uppgötvaði nýjar leiðir til að gera áhrifarík leiktjöld með því að tengja saman höggmyndalist og málara- Stanislavskí í hlutverki Versjinins í „Þrem systrum." list. Hann tók rafmagnið í sína þjón- ustu til að ná betri áhrifum á sviðinu og samdi sérstakar leiðbeiningar um notkun ljósa og hljóða í hverju verki, sem hann setti á svið. Frá upphafi var Stanislavskí bylting- armaður í leikstjórn sinni og sagði öllum hégóma og úreltum lögmálum leiksviðsins stríð á hendur. Þegar franskur gagnrýnandi réðst á hann fyr- ir frávik frá gróinni hefð í sviðsetn- ingu sinni á „Othello", skrifaði Stanis- lavskí um hæl: „Trúið mér, það er verkefni þessarar kynslóðar að gera útlægar úr ldstinni úreltar hefðir og vanaiðju, og gefa ímyndunaraflinu og sköpunargáfunni meira svigrúm. Þetta er einasta leið okkar til að bjarga list- inni." -fXrið 1897 átti Stanislavskí af- drifaríkan fund við V. Nemíróvitsj- Dantsénkó, kunnan leikritahöfund, leik- gagnrýnanda og kennara. Þessi fundur hafði mikið sögulegt gildi, því á honum var ákveðið að setja á stofn opinbert leikhús með leikurum úr áhugamanna- flokkum, sem voru lærisveinar Stanis- lavskís og nemendur Nemíróvitsj- Dantsénkós. Meðal þeirra voru Olga Knipper, sem síðar' varð eiginkona Antons Tsékovs, og Meierhold, sem gat sér mikið orð sem leikari seinna meir. Stofnendur Listaleikhússins áttu að ýmsu leyti mjög vel saman. Annar var reyndur leikari og djarfur leikstjóri, hinn mikilhæfur leikstjóri, smekkvís bókmenntamaður, reyndur kennari og skipuleggjari. Þessir tveir andans menn hófu samstarf sem entist til æviloka. Þó oft kæmi upp misklíð, sem átti ræt- ur í ólíkum smekk eða listrænum við- horfum, voru þeir ævinlega á einu máli um þá meginspurningu, hvert væri hlut- verk listarinnar og Listaleikhússins. Listaleikhúsið í Moskvu var opnað 14. október 1898, og fyrsta verkefni þess var „Fjodor Ioanovitsj keisari", sögulegur harmleikur eftir A. Tolstoí, sem hafði verið bannaður um langt skeið af hinni opinberu ritskoðun. f kjölfar hans komu mörg önnur leikrit í svipuðum dúr, leikrit sem fjólluðu um söguleg og félagsleg efni. Stanislavskí vildi koma „sannleikanum" á framfæri í leikhúsinu með þessum verkum, en hann viðurkenndi síðar, að þessi sann- leikur hefði einkum verið á ytra borði; áherzlan sem lögð var á sögulega og félagslega sannfræði hefði getað kæft viðleitni Listaleikhússins, ef ráðamenn þess hefðu ekki séð að sér í tíma. " að sem varð Listaleikhúsinu mest lyftistöng voru verk tveggja samtíma- höfunda, sem skrifuðu um málefni líð- andi stundar af listrænu innsæi og gerð- ust nokkurs konar skjólstæðingar leik- hússins. Þessir menn voru Anton Tsé- kov og Maxim Gorkí.'Þ*að voru léikrit Tsékovs sem urðu burðarásinn í starf- semi ListaŒeikhússins árum saman. Stan islavskí kom ekki strax auga á leik- ræna kosti „Máfsins" eftir Tsékov, en þegar hann fór að vinna við sviðsetn- inguna opnuðust augu hans. „Vanja irændi", „Þrjár systur", „Kirsuberja- garðurinn" og „Ivanov" urðu fastir lið- dr á leikskrá Listaleikhússins. í þessum verkum fullkomnaði Stan- islavskí þá nýju leiktækni, sem hann hafði leitazt við að koma á: hún var ekki fólgin í því að „leika" hlutverk- ið, heldur „endurlifa það á sviðinu" — ekki að „sýnast", heldur að „vera". Stanislavskí kenndi öðrum' fyrst og fremst með sínu eigin fordæmi: hann lék sjálfur helztu Mutverkin í verkum Tsékovs: Trígorin, Astrov, Versjínin, Gaév og Sjabelskí. Undir áhrifum frá Tsékov var nýr „skóli' myndaður í leikhúsinu, og síðan hefur hlutur leikstjórans í sýningum Staníslavskí í hlutverki Othellos. verið miklum mun meiri en áður tíðk- aðist. Auk verka eftir Tsékov og Gorkí voru sýnd verk eftir ýmsa erlenda höf- unda, en mestan hljómgrunn í Lista- leikhúsinu áttu þeir Hauptmann og Ibsen. Mesta hlutverk Stanislavskís fyrr og síðar var Stockmann í samnefndu leikriti Ibsens, sem sýnt var í Listaleik- húsinu árið 1900. E, J ftir byltingartilraunina 1905 urðu mikil umskipti í Rússlandi. Hert var á eftirliti og bölsýni greip um sig. Tsékov var látinn og Gorkí í útlegð. Stanislavskí lifði mjög erfið tímamót sem urðu þess valdandi að hann sneri sér að nýju verkefni, skilgreiningu á eðli og tækni leiklistarinnar. Það tók hann 30 ár að þróa kenninguna um leik- listina, leggja undirstöður hins svo- nefnda „Stanislavskí-kerfis", sem haft hefur mikil áhrif á sögu leiklistarinn- ar. Hann hélt áfram að sviðsetja inn- lend og erlend verk og gerði tilraunir með þær kenningar sem hann var smátt og smátt að skýra og skilgreina. Eftir því sem frá leið urðu leiktjöldin hjá honum stílfærðari og einfaldari, hann lagði rheiri áherzlu á innri veru- leik verksins en ytri líkingu við hinn daglega „veruleik". Á áratuginum fyr- ir rússnesku byltinguna starfaði hann af kappi, bæði sem leikari og leikstjóri, og vann glæsilega sigra í ótrúlega sundurleitum hlutverkum. Bs "¦yltingin markaði enn tímamót á æviferli hans. Hann „kunni ekki að meta hana", eins og kommúnistar orða það nú, en samdi sig að hinum breyttu aðstæðum. Ritskoðun hinna nýju vald- hafa kom hart niður á Listaleikhúsinu, en það hélt samt áfram starfi sínu, og á árunum 1922—24 ferðaðist það um Evrópu og Ameríku undir stjórn Stan- islavskís. En hann sneri sér nú æ meir að kennslu og fræðimennsku og fékk nýjan áhuga á óperusýningum. Hafði hann mikil og góð áhrif á vettvangi óperunnar ekki síður en í leiklistinni. Á 30 ára afmæli Listaleikhússins árið 1928 lék Stanislavskí Versjínin í 1. þætti úr „Þremur systrum", en hjartað bilaði og var hann þjáður maður þau tíu ár sem hann átti ólifað. Hann var samt sívinnandi, hvort sem hann var rólfær eða rúmfastur, og kom ótrúlega miklu í verk. Hann stjórnaði leik- og söngæf- ingum úr rúminu, fylgdist með öllu sem gerðist, skrifaði eða las fyrir það sem honum lá á hjarta. Eftir hann liggja tíu bindi auk mikils magns af greinum og öðrum skrifum. Stanislavskí lézt 7. ágúst 1938, 75 ára að aldri, og átti að baki sér mikið og merkilegt starf sem enn er að bera ávöxt í leiklist heimsins. Hann var á sínum tíma nefndur „samvizka leik- hússins" og „löggdafi listarinnar", og í vissum skilningi er hann hvort tveggja ennþá, þó deila megi um einstakar kenningar hans og niðurstöður. Hann hefur haft dýpri og varanlegri áhrif á þróun leiklistar í heiminum en nokkur annar einstaklingur á þessari öld. SKRÍTLUR — Aumingja Eiríkur. Þegar hann missti arfinn sinn, missti hann helming- inn af vinum sínum. — Hvað um hinn helminginn? — Þeir hafa ekki ennþá heyrt frétt- irnar. o—O—o — Stundum, ef ég er úti langt fram á nótt, er ég allur lurkum laminn næsta dag. Ert þú aldrei svoleiðis? — Nei, aldrei. Ég er ekki giftur enn- þá. o—O—o Sjónvarpið var í ólagi og litli sonur- inn á heimilinu var að horfa á viðgerð- armanninn vinna við það. Eftir nokkrar mínútur sagði hann: — Þegar þú ert búinn að hreinsa út líkin af öllum kú- rekunum, hlýtur að sjást betur. o—O—o — Hvað ætlið þið að verða, þegar þið eruð orðin stór, börnin góð? spurði kennslukonan. Stína litla svaraði um hæl: — Ef ég verð falleg og vel vaxin, ætla ég að giftast, annars verð ég kennslukona. o—O—o Nonni kom hlaupandi inn í benzín- stöð. — Fljótur, fljótur, mig vantar 10 lítra af benzíni. Fimm mínútum síðar kom hann aftur og lá nú enn meira á. — Þetta var ekki nóg. Mig vántar 20 lítra í viðbót. — Hvað ætlarðu að gera við allt þetta benzín? spurði afgreiðslu- maðurinn. — Vertu ekki að eyða tíma í spurningar. Fljótur nú, skólinn er að brenna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.