Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1963, Blaðsíða 3
sysiumannsins EFTIR SIGURÐ HEIÐDAL H, ¦ ann var ekkjumaður, sýslumað- urinn, hafði verið það nokkur ár. Börn étti hann engin, og nú var hann um fimmtugt. Ráðskonur hafði hann 'haft nokkrar, en fremur þóttu þær óstöðugar í vist- inni bjá yfirvaldinu, og svo..... É, l g barði að dyrum á sýslumanns- skrifstofunni. Ekkert hljóð. Ég barði aft <ur, miklu rösklegar. — Já, var sagt ttiásum rómi fyrir innan. Ég lauk upp dyrunum og gekk inn. Sýslumaðurinn sat við skrifborðið, sem stóð við glugg- ann. Hann var einn í skrifstofunni. Ég imundi nú, að ég hafði heyrt, að sýslu- ekrifarinn væri rúmliggjandi. — Góðan daginn, sagði ég. — Um . . m, heyrðist frá skrifborð- inu, og vinstri hönd sýslumannsins Ibenti á legubekkinn við vegginn. Ég settist og horfði á risann við sikrif- Iborðið. Mér var þetta breiða bak og jötunefldu herðar ekki ókunnug sjón. En ég- þreyttist aldrei á að dást að jþví, hve skaparanum hafði tekist vel, er hann setti saman þennan sýslumanns- skrokk. Og ekki spillti myndinni hinn digri svíri og mikli hnakki með ofur- litlum hárlausum bletti í hvirflinum. Ég beið. Sýslumaður var niðursokk- inn í eittlhvert skjal, sem hann var aS lesa. Ég vildi ekiki ónáða hann. Öðru bverju heyrðust ýmiss konar hljóð frá (honum. En þau er erfitt aS festa á pappír. Þetta voru nokkurs konar boffs út um munnvikin eða nefið. Samfara (þessum hljóSum voru höfuðShristur, and- litsgrettur og axlaypptingar. Ég gat ráð- ið ýmislegt af þessum tilburðum sýslu- mannsins. Stundum báru þeir vott um óánægju, stundum um eitthvað, sem ttilæði hann og svo þar á milli. — Ummih, uff, púff, og svo breyting: Æ tgrey-ræfillinn, helvíti er það hart, vesal- ings tuskan, já, svona getur það far- ið, en hart er það. — Ég ætlaði að biðja yður um veð- bókarvottorð, sagði ég. kíýslumaður sýndi þess engin merki, að hann hefði heyrt orð mín. — ÞaS er veðbókarvottorð, sagði ég Ihærri rómi. Sýslumaðurinn gretti sig. — And- skoti er það neyðarlegt, sagði hann. Ég gerði mér upp hósta og ræksti mig hressilega. — Veðbókarvottorð, muldraði ég. Ekkert dugði. — Þetta var Ijóta hoppið hjá grey- inu. Sýslumaður snéri sér að mér. — Ég vorkenni skinninu. — Ég þarf að biðja yður um veð- bókarvottorð, sagði ég. — Já, bæði ... ekkert linað á ferð- inni. Hvernig er það með bílana? Er þaS ekki kallað hæsta gdr, þegar bíl- inn nær mestri ferð? — Jú, svaraði ég. —• Já, Ihann hefur áreiðanlega verið i hæsta gíri og ekkert dregið af sér. — Varð slys? spurði ég. — Notar maður ekki þessi lægri gír, ef maður vill aka varlega? spurði sýslu- maður. — Jú, svaraði ég. Sýslumaður hló. — Hann hefur far- ið á efsta gíri, bölvaður glanninn. Mér þótti báttalag karlsins einkenni- legt. Var hann að hlægja svona að slysförum, hugsaði ég. — Hvar varð slys? spurði ég. — Honum hefði verið nær að nota Mgu gírin, ekki að bölsótast svona.-.. eins og ... eins og ... Þeir eru svona, þessir ungu fblar, allt óviðráðanlegt. — Hljóp úr gíri hjá honum? spurði ég. — Kemur það stundum fyrir? — Það getur komið fyrir í gömlum og slitnum bílum, ef viðvaningar aka. skildi við, en þá voru þau horfin, alveg eins og jörðin hefði gleypt þau. — Það hefur þá ekki orðið neitt slys, sagði ég. — Slys? það fer víst eftir mati.., ekki bílslys, nei. En það getur fleira rekizt hvað á annað en bílar... oh, oh, ef menn keyra ógætilega... i hæsta gíri. kj ýslumaður hló. — Hvað gerðist svo? spurði ég. — Gerðist... um, hjá. Við tölum kannski seinna um það. Þér gerðuð vel að ganga hér um klukkan tíu í fyrra- málið. Skrifarinn minn er veikur. Þér — Ekiki var hann gamall... Viðvan- ingur? ... ja, það er ekki gott að segja. — Hvar varð þetta slys? spurði ég. — Já, sjáum til. Það er rúmlega hálft annað ár síðan. Þetta getur allt stað- izt. Æ-já, grey-ræfillinn ... Sjáið þér. Þetta gerðist á íþróttamóti, ekki því síðasta ... í vor, heldur í fyrra. — Og núna fyrst verið að hreyfa við þessu? spurði ég. En það er þó ekki Ihálft annað ár síðan... rúmir fimmtán mánuðir. — Já, fimmtán mánuðir stendur heima, rúmlega hálft annað ár, sjáið þér... meðgönguár. — Meðgönguár? át ég eftir og skildi hvorki upp né niður í glósum karls- ins. Sýslumaður þagði um stund, glettnis- legur á svipinn. Öðru hverju hrukku smárokur fram úr honum, eins og hann væri að halda niðurbældum hlótri í skefj'um. — Já. Það voru tvær stúlkur á gangi þarna í móunum alllangt frá mann- fjöldanum. Þær heita Gróa og Guðrún, sem við getum kallað Gunnu, og svona af tilviljun mæta þær pilti. Hann heit- ir Pétur. Þau tóku tal saman. Gróu þótti kynlegt ,hve Pétur og Gunna viku kunnuglega hvort að öðru, þvi að hún hélt að þau hefðu ekki kynnzt áður. Nú, nú, en einhver fiðringur hefur ver- ið í greyjunum, því að þau voru svo hrifin hvort af öðru, að þau virtust ekki heyra, þegar Gróa skaut athuga- semdum inn í rabbið. Gróu fannst, sem vanlegt var, að henni væri ofaukið þarna og labbaði frá þeim. Hún hitti stúlku, sem hún þekkti og í því leit hún til þeirra, skötuhjúanna, sem hún og læknirinn verðið hér vottar. — Hvað er eiginlega um að vera? spurði ég. — Jamm, um að vera... sjáið þér, Það var svona. Gróa segist hafa hitt Gunnu hálftíma seinna. Þá var árekstur- inn um garð genginn, segir Gunna. Gróa spurði þá Gunnu: Þekkir þú Pét- ur á Þúfu, Gunna? Gunnna sagði svo vera og brosti þessu himneska brosi, sem getur prýtt þá, er hafa fengiS einhvern forsmekk af vistinni í himna- ríki. — Svo að henni varð ekki meira Uffi áreksturinn en þetta, sagði ég. — Njahm, njahm, það segir nú seinna frá þvi. Þess vegna verður Pétur grey- ið að mæta hér í fyrramálið. — Barnsfaðernismál? spurði ég. — Já. Gunna tetrið skilaði af sér eft- ir níu mánuði, já, eða rúmlega níu mánuði. Og hún lýsir Pétur á Þúfu föð- ur barnsins. Og hún kvaS segja, að þau hafi ekíki verið lengur en fimmtán til tuttugu mínútur að öllu saman. Sjáið þér ekki, hve þetta horfir illa fyrir Pétri, skinninu. Fimmtón mínútur sko, sextán ár ... dýr skemmtun það. — Veðbókarvottorðið, sagði ég. — Veðbókarvottorðið, ég skal nú strax. Hann hefur verið harðskeyttur, pilturinn, finnst yður ekki? — Ætli það, svaraði ég. — Á hæsta gíri, maður. Þeir hafa engan hemil á sér, þessir hanar. • • — Þér eruð Pétur Þorkelsson á Þúfu. Er ekki svo? spurði sýslumaður. Pétur játaði því. — Og þér voruð á íþróttamótinu í fyrra? — Jiá. — Og þér og Gúðrún Einarsdóttií rókust hvort á annað. —^Rákust? — Já. Þér bittuS Guðrúnu Einars- dóttur. Var ekki svo? — Jú. — Og svo? — Og svo hvað? — Þér töiuðu við hana. — AuSvitað talaSi ég viS hana. — Og þér gerðuð meira en tala viS. hana. — Mér hefur verið tilkynnt þaS. — Þér fóruð með hana niður í laut. — Fór ég með hana. Ekki fremur ea. hún með mig. — Nú jæja. Þið fóruð hvort með annað eða hvort með öðru niður í laut. Hvað gerSuS þiS þar? — GerSum? ÞaS var nú ekki stórt. Við sátum eða vorum þar svolitla stund. — Hvað lengi haldið þér? — Svona kortér eða tuttugu mínút-i ur býzt ég við. — Og svo var draumurinn búinit Kom einhver til ykkar? — Nei. — Þetta var endasleppt hjá ykkur. — Endasleppt, o jæja. — Verður kannski minnisstætt samt, » étur þagði. — Fór ekki vel um ykkur þarna niðri í lautinni? — Svona eins og gengur og gerist. — Stúlkan, Guðrún Einarsdóttir lýs- ir yður föður að sveinbarni, sem hún 61 fyrir rúmum fimm mánuðum. Og þér viljið ekki kannast við að vera faðir barnsins. — Nei. Ég vil ökki viðurkenna það. — Þá verð ég að spyrja yður sam- vízkuspurningar. Höfðuð þér ekki sam- farir við þessa Guðrún þarna í laut- inni þennan tilgreinda dag? Pétur þagði og virtist í vafa um fhverju svara skyldi. — Þið verðið bæði látin sverja, ef þetta fer lengra. Ég ráðlegg yður að segja sannleikann, hvað sem öðru líð- ur. — Ég viðurkenni, að það sé rétt hjá henni um það, sem fram fór þarna i lautinni. En ég ar samt ekki faðir þessa barns hennar, því að ef svo væri, þá hefði hún gengið óeðlilega lengi með. — Hvað segir læknirinn um þetta? spurði sýslumaður. — Samkvæmt plöggum, sem fyrir liggja, getið þér verið faðir barnsins, sagði læknirinn og snéri sér að Pétri. — Þér heyrið dóm læknisins, sagði sýslumaður. Yður verður ekki undan- komu auðið. — Ef ég væri viss, muldraði Pétur. — Ég vil ekki eiga þátt í neinum sam- yrkjubúskap. Hinir kýmdu. Sýslumaðurinn rýndi í blaðið á borð- inu. Hann mælti lógum hægum rómi. — Ég held þér setjið ekki ofan við að vera faðir þessa drengs, 24 merkur, — engin ómynd — vel skapaður og hraustlegur ... engin aktaskrift þar. Hann teygði síðasta orðið lækkandi rómi . Nú varð þögn um stund. Sýslumað- ur horfði föstu augnaráði á Pétur, en hann starði stöðugt á gólfið. — Er það ófrávíkjanleg ákvörðun yðar að neita því, að þér séuð faðir barnsins? spurSi sýslumaSur. — Eg neita því, að ég sé faðir barns- ins. Ég held mig við það, svaraði Pét- ur þrjózkulegur. — Þér megið fara núna. Þér skuluð mæta hér á skrifstofunni á morgun á sama tíma og í dag. P M. etur kvaddi í styttingi og fór. — Þetta er leiðinlegt, sagði sýslu- maður ,þegar Pétur var farinn. — Þetta er myndarlegur maður. Ef þessi Guð- Framh. á bls. 4. 2. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.