Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 2
SVIP- MVND Einn athafnasamasti starfs- maður kristinnar kirkju í nútímanum er án efa Hollendingur- inn Willem Adolf Visser ’t Hooft (framborið „fisser toúft“). Hann hefur verið Alkirkjuráðinu það sem Dag Hammarskjöld var Sameinuðu þjóðunum. Síðan hann varð fram- kvæmdastjóri ráðsins hefur hann unnið að einingu allra kristinna kirkjudeilda með því að draga fram það sem sameinar þær, en láta í Ijós vanþóknun á því sem veldur sundr- ung; með því að fara hægt í sakirn- ar og sneiða hjá fljótfærnislegum ráðstöfunum. Samt hefur hann mjög ákveðin stefnumið, sem eiga rót sína að rekja til hljóðlátrar full- vissu um, að allir kristnir menn, einnig rómversk-kaþólskir, hljóti að sameinast þegar þar að kemur. Nánustu vinum hans leyfist að vísu að kalla hann í gamni „páfa mót- mælenda", en honum er lítið um slíkt gefið og svarar jafnan dálítið kuldalega: „Eg er ekki óskeikull“. I svarinu felst raunaleg viðurkenning á því, að starf hans er viðkvæmt og vandasamt, en líka stolt játning þess, að honum hafi tekizt að gera Alkirkjuráðið að atkvæðamikilli alheimsstofnun. Sé það rétt, að þessi öld sé al- kirkjuöldin, eins og stundum er komizt að orði, þá er það mjög tilhlýðilegt að helzti frömuður alkirkjuhugsjónarinnar skuli vera fæddur á fyrsta ári aldarinn- ar. Faðir hans var lögfræðingur í hol- lenzku borginni Haarlem, og ættarnafn- ið, Visser ’t Hooft, þýðir „fiskimaður í stafni“, þ.e. höfuðfiskimaðurinn. Willem (sem i bernsku var kallaður muis, mús, af því andlitið var mjótt og hvasst, en er nú kallaður Wim) var fjörugastur þriggja bræðra, afburðagóður í hokkey og tennis, og ágætur námsmaður, þó hann bæri ekki beinlínis af í skóla. Fað- ir Wims varð orðlaus af undrun, þegar hann sagðist hafa hug á að gerast prest- ur. „Það verður þér erfitt líf, og ég ef- ast um að þú munir gera þig ánægðan með launin, sem þú færð“, sagði faðir hans. Það varð að samkomulagi milli þeirra feðga, að Wim skyldi stunda nám í guðfræði og lögfræði til skiptis, sitt árið hvora grein. Honum fannst lög- fræðin svo leiðinleg og guðfræðin svo heillandi, að faðir hans lét undan og leyfði honum að halda sér að guðfræð- inni. W im varði doktorsritgerð við ríkisháskólann í Leiden og fjallaði hún um uppruna og bakgrunn hins svo- nefnda. „félagslega fagnaðarerindis" (social gospel) í Bandaríkjunum. Hann var ekki vígður að loknu guðfræðiprófi, vegna þess að mótmælendakirkjan, sem hann var í, vígði aðeins menn sem tóku við prestaköllum, en Visser ’t Hooft hafði þá komizt í kynni við bandaríska alkirkjumanninn og æskulýðsleiðtogann John K. Mott, sem fékk hann til að verða framkvæmdastjóri Heimssam- bands K.F.U.M. í Genf. Upp frá því varð þessi svissneska heimsborg aðsetur hans og starfsvettvangur. Hann var vígður til prests af Kalvínskirkjunni í Sviss og prédikar endrum og eins, þó hann hafi engan fastan söfnuð. Visser ’t Hooft gekk að eiga hollenzka konu, Henriette Philippine Jacoba Boddaert, og eignuðust þau þrjú börn, sem nú eru uppkomin og dreifð um alla Evrópu. „Vandamál alþjóðlegrar fjöl- skyldu er tungan“, segir Wim brosandi. „Þegar við komum saman, byrja sam- ræðurnar stundum á frönsku, en svo er allt í einu farið út í hollenzku eða þýzku, og einatt enda þær á ensku.“ Frá K.F.U.M. fór Visser ’t Hooft yfir til Alþjóðasambands kristilegra stúd- entafélaga, og tíu árum síðar var hann skipaður framkvæmdastjóri bráðabirgða nefndarinnar sem varð Alkirkjuráðið á ráðstefnunni í Amsterdam árið 1948. S vissneski guðfræðingurinn Karl Bartli hefur haft gertæk áhrif á Visser ’t Hooft. „Barth áleit að kirkjan hefði nær týnt sál sinni með því að leitast við að samræma kenningar sinar sögu- legum straumum," segir hann. „Hann kallaði kirkjuna aftur til sjálfrar sín.“ Hann minnist þess, að „óopinbert víg- orð“ mannanna, sem komu saman í Ed- inborg árið 1937 til að hrinda alkirkju- hreyfirgunni af stokkunum, var: „Kirkj- an verði kirkja“. „Þetta fól ekki í sér,“ segir hann, „að kirkjan ætti að flýja heiminn. Það fól 1 sér, að kirkjan væri ekki einungis bergmál þeirra kenninga sem uppi eru í heiminum á hverju skeiði.“ Markmið alkirkjuhreyfingarinn- ar er ekki að „safna saman kirkjudeild- um eins og menn safna frímerkjum, heldur er hér um að ræða hreyfingu allra trúfloklca sem stefnir að því að lyfta kirkjunni á hærra plan. Megin- verkefni alkirkjuhreyfingarinnar er að gera allar kirkjudeildir hluttækar í einu sameiginlegu verkefni, og þá verða þær nauðbeygðar til að þoka sér saman." c einni heimsstyrjöldin færði Viss- er ’t Hooft ný og óvænt verkefni upp í hendurnar — hann varð leiðtogi í and- spyrnuhreyfingunnL Jafnvel áður en styrjöldin hófst vann hann af kappi að því að bjarga Gyðingum og öðrum fórn- arlömbum Hitlers frá Þýzkalandi. Karl Barth sagði honum eitt sinn frá presti, sem lent hefði í fangelsi og hann hefði miklar áhyggjur af. Wim rifjaði þá upp fyrir sér bjórdrykkjukvöld, sem hann hafði átt með nazista-svartstakki að nafni Heinrich Himmler árið 1933. Hann tók sig til og skrifaði þessum gamla drykkjunaut, minnti hann á kvöldið góða og fékk hann til að láta prestinn lausan. Þegar styrjöldin hófst komst Visser ’t Hooft að raun um, að eðlilegt var að smygla upplýsingum til hollenzku út- lagastjórnarinnar í Lundúnum með flóttamönnunum, sem smyglað var úr landi. Erindrekar þessarar starfsemi voru búnir smáfilmum í lindarpennum og leynilegum stuttbylgjutækjum. Synir hans tveir minnast með óhugnaði hdnna skuggalegu manna sem voru stöðugt að heimsækja heimili fjölskyldunnar J Genf. Þegar þeir komu urðu börnin ævinlega að hverfa burt úr setustofunni — sem var eina upphitaða herbergið i húsinu á stríðsárunum. Á þessu skeiði rak hinn litld vísir Alkirkjuráðsins skrif- stofu með völdum skjalafölsurum, sem útbjuggu fölsuð skilríki og vegabréL E* itt af hjartans málum Visser Hoofts eftir styrjöldina var að koma upp Alkirkjustofnun í Sviss í því skyni að þjálfa leiðtoga til starfa fyrir hugsjón alkirkjuhreyfingarinnar. Eitt sinn þegar hann var í Bandaríkjunum og snæddi kvöldverð með fjármálamönnunum Xliomas W. Lamont og John D. Rocke- feller yngri, lýsti hann fyrirætlun sinni fyrir Rockefeller, sem sagði við hann: „>ú verður að biðja um meira íé.“ Rockefeller lagði síðar fram kringum eina milljón dollara til að setja á stofn Alkirkjustofnunina í Boissy, sem árlega útskrifar nokkra tugi stúdenta frá mörg« um þjóðum eftir 20 vikna námskeið. I Genf er starfslið Visser ’t Hoofts kringum 180 manns og hefur til þessa haft aðsetur í hrörlegri þyrpingu gam- alla smáhalla og bragga, en í ár verður lokið við nýja byggingu, sem verða mua aðalstöðvar Alkirkjuráðsins. Við vinnu sína keðjureykir Wim, er frjáls í hátt- um við starfsfólkið, en mjög nákvæmur um rétta sætaskipun á ráðstefnum og við veizluborð, því hann þekkir mann- lega veikleika og leggur sig fram um að móðga engan eða særa. Visser ’t Hooft er skemmtilegur fé- lagi, hlýr og hjartanlegur, þegar hana fær sér glas með starfsfólkinu að lokn- um vinnudegi eða situr með því yfir te í hinum daglega 15 mínútna „kaffi- tíma“. En hann er harður við sjálfan sig og aðra þegar til starfsins kemur. Hann á það til að bregða á leik, þegar starfsfólkið skemmtir sér, t. d. syngur hann árlega á kvöldi heilags Nikulásar (5. desember) glettnar gamanvísur um starfsfélagana. Hann ferðast gríðarmik- ið og sagði eitt sinn: „Ef ég á nokkurt met, þá er það fyrir að sækja alþjóð- legar ráðstefnur. Ég gæti bezt trúað að þær væru orðnar þúsund talsins." Aðaltómstundagaman Wims er Rembraudt. Hann fékk fyrst áhuga á efninu einfaldlega vegna þess að Rem- brandt var samlandi hans og einn mestl málari allra tíma. En þegar hann kynnt- ist verkum hans nánar, komst hann að raun um, hver óigrynni Rembrandt hafði málað af biblíulegum myndum. „Hann hafði ákveðinn skilning á Biblíunni,“ segir Wim. „Ég fékk áhuga á því sem hann var að leitast við að túlka.“ En hann fann engar bækur sem gætu frætt hann nánar um þetta efni, svo hann tók sig til og samdi slíka bók sjálfur. Hún heitir „Rembrandt og fagnaðarerindið“. Utgefandl: HJ. Arvakur, ReykjavOc. Framkv.stj.: Stgíús Jónsson. Rttstjórar: Valtýr Stelinsson ( SlgurSur Bjamason fri Vlgur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýslngar: Arnl GarSar Kristtnsson. Ritstjórn: ASalstræU 6. Símt 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. tölublað 1983

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.