Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 4
•* ▼fntnu dreyptr hann ðspart S, •n jafnóðum skenkir Jósef í glasið. K.: Höh! Skyldi þér verða til fagnaðai flasið! S.: Úr fullu staupi í einum teyg drekkur hann hina dýru veig. K.: Já, drengur minn, lánið er skrýtið gys! Fátæktin verður þin fylgikona á hreppinn — og þaðan til helvítis. (Röddin verður smám saman drafandi) S.: Hann vinnur, og gleðst við græddan eyri, og glösin tæmir hann stöðugt fleiri, — en um fiðluna heldur hann traustu taki. D.: Tíu gulldali! K.: Iss — þú ert frá þér! S.: (kallar til dátans) Leggðu fimmtíu undir! K.: Ja, nú fækkar hjá þér í íórunum, karlinn! (Slengir spilunum á borðið) Já ekkí, ég vann! S.: Þinn síðasta eyri í andskotann! D.: Enn einn slag. S.: Hann hvolfir úr öllum vösum klinki og koparhnöllum. K.: (ofurölvi) Legðu’ upp, karl minn — hérna er trompásinn! D.: Hjartadrottning! K.: Já, hún er tekin! Hana! Síðasti eyr- irinn! (Reikar frá borðinu). S.: Sjáðu til! Ekki hlaupa nú fætumir frá honum! Fylltu nú aftur gúlana á honum. Fyrir ofurborð með ólukku þrjótinn! Er ekki’ eitthvað á könnunni? HeUtu’ I glasið hjá honum! (Það heyrist skenkt í glas) D.: Þama, drekktu helvízkur! Hresstu' upp á þér hundskroppinn. Skál! Það vermir frá sér og gefur hjartanu kjark og kraft. (Hellir aftur I staupið) Svona, kingdu dálítið meiri saft! K.: Öh, hættu . . . (kollsteypist) S.: Þar datt hann á hausinn! loksins! D.: Já, nú er heldur lægra risið á honum, — og auðgert að lempa fiðluna frá honum. S.: Nei, farðu með gát! Hann spriklar enn, sjáðu! Það leynist líf með kauða. En hann losar tökin! Við skulum sjá honum fyrir ósviknum forsmekk af eilífum dauða. — Helltu’ úr könnunni ofan í kokið á honum! (Það heyrist gúlgur 1 flöskunni og að kölska svelgist á) D.: Svona’ á að traktera sæmdargest! Síðasti dropinn er þrotinn af víninu. S.: Hlæirðu síðast — hlærðu bezt. Já, hann hefur aldeilis bleytt 1 trýninu, — og missir 1 staðinn af meynni og ríkinu! — En taktu nú fiðluna, flýttu þér! og spilaðu snoturt lag yfir líkinu. S.: Kóngsdóttir! senn muntu vakna við lítinn vals, nýjan draum: út í sólskinið muntu dansa í ástvinarörmum! Valdið er okkar! Við borgum lausnargjaldið fyrir þig og okkur í einu lagi! Hvílík álaganótt! Og mál er að dagi. Kóngsdóttir liggur 1 hvílu sinni, hljóð og bleik á kinn, þegar fortjaldið lyítist — og Jósef gengur með fiðluna þangað inn. Blítt lætur slagurinn. Biðið! Þar vaknar hún .... og rís á fætur . . . hún brosir eins og bam I sælum draumi og byrjar dansinn, hrífst með og þyrlast eins og lauf í iðu straumi. Já, það er ótrúlegt, — en sögunnar vegna má þetta atriði hreint ekki missast — að nú fallast dansmær og fiðlusveinn 1 íaðma á gólfinu’ og kyssast. - >.«~z ■ • (Hræðileg óp að sviðsbaki) Ó, hamingjan góð! það er höfuðpaurinn — hvergi er friður nokkra stund. (Kölski kemur geltandi) Kemur hann þarna’ ekki’ á fjórum fótum, íólið, og minnir á grimman hund! Hann geltir að Jósef, svona grefiU státinn, og glefsar eftir fiðlunni hans. En hann verst með boganum, blessaður dátinn, og bak við hann hniprar sig dúfan smeika. „Nú kannski ég bjóði þá djöfsa í dans!“ hugsar drengur með sér, og tekur að leika uppáhaldspolka andskotans. (Djööadansinn hefst) Nei, sjá nú hundspottið, hvernig hann engist og hoppar og spyrnir við fótunum! Hann hyggur á öótta, en hringurinn þrengist — hann hlýtur að dansa’ eftir nótunum, hann verður, hvort sem hann vill eða ekki, hann villist og tryllist við öðlunnar hljóm, hann sparkar og skarkar um borð og bekki með brettum og fettum, og sokkum og skóm í æðinu öeygir hann, iðar og riðar, hann er öldungis frá sér, hann blæs og hvæsir og kastast í gólfið — kylliöatur — og bærir ekki’ á sér. (Dansinum lýkur) Jæja, þama var höggvið á illan örlagahnút! — Elskendurnir taka í löppina’ á kauða og gera sér lítið fyrir og fleygja’ honum út á öötina’ í garðinum. Hvíli’ hann í eilífum dauða! Og þau hraða sér aftur inn — og leggja kinn við kinn; og hjörtum beggja er heimurinn horfinn um sinn. K.: Hahahahaha .... S.: Nei, á ég að trúa . . . er hann þarna aftur i dyrunum? . . . hvernig hann læðist og rekur upp meinfýsinn hlátur og hæðist að hamingju barnanna, skepnan sú arna! D.: Hann eineltir okkur — andskotinnl K.: Ég ætla bara rétt að minna þig á deildarmerkið, drengur minn! Hafðu gömul heillaráö! Hamingjan er þin í bráð. En mundu landamerkin samt, mundu að ríki þitt nær skammt; og hætf þér ekki feti fjær; þú íeUur þá í minar klær; og brúðar þinnar blómi skær mun blikna; það er eiður sær; já, halt’ þér við þinn vígða reit — í víti er steikarristin heit S.: Þráðu hið glataða’ og gerðu þvl skó — og gæfunni muntu frá þér bægja. Það sem þú átt og er þér nóg, undu við það og lát þér nægja. Ein gæði’ í senn, — þeirra’ er unnt að njóta; en ætla þér tvenn: og bæði þrjóta. Hann unir um sinn við sældarhag, unz hún segir einn góðan veðurdag: „Ég veit ekkert um þig . . . þú veizt allt um mig. Seg mér eitthvað til gamans um sjálfan þig!“ „Ó, ég var kvaddur frá móður og heima- högum í herinn á mínum æskudögum, langt frá þorpinu okkar ... óráðinn drengtir . . . ég veit alls ekki hvar það stendur lengur”. „En við gætum leitað .. og leiðina kannað!" — „Nei, við látum það vera; svæðið er bannað” „Uss, það ætti’ ekki að saka, sýnist mér, — það sér enginn til okkar hvort sem er. Þú þráir heim til þín, hef ég fundið, og þó haf sé á milli — þú brúum við sundið!” — „Nei, nú elska ég aðeins og þrái þíg!“ Og þó — hann hugsar og áttar sig, því sárt er komið við kvikustrenginn: „Ó, skyldi’ hún kannast aftur við týnda drenginn, hún móðir mín heima . . . að hugsa sér, ef hún vildi koma og lifa hér við gnægtir og yndi sitt elUskeið, eftir alla þá fátækt og harm sem hún leið . . .“ Þau hefja sína löngu leit . . . • og loks við morgunroðin ský ber kirkjuturn í kunni-i sveit — og klukknahljóðið deyr í blænum. Og þarna’ er merkið . . . fúinn fjalakroas hjá furutrjánum þremur, skammt frá bænum! Hún býr sig til að bíða’ hans þar í brekkunni . . . hann kemur svo og færir henni fréttimar sem fyrst . . . Hann veifar, tekur hallann i nokkrum stökkum . . . Stundarbið . . . Nú stendur hann við deildarmörkin ... hann snýr sér við, hann veifar, kallar, veifar . . . og nú er hann handan við! En þarna stanzar hann . . . stingur vi8 fótum! Hún stendur á öndinni . . . Gefur hann merki? og beygir af leið?! Ó, guð minn góður, getur það verið að hann sé að verki . . . hún lamast af ótta . . . óvinurinn? Já, þama kemur hann fram við klettagiliðL Kyljan ber til hennar fiðluspilið. (Úr fjarska heyrist fiðluröddin úr „Sigurmarsi djöfulsins") Og Jósef gengur á galdraslaginn — I glötun sína . . . töfrum bundinn fylgir hann kölska fast á hæla . . . hann fær ekki varizt . . . örlagastundin er runnin . . . snaran hert um háls. Hún hrópar til hans angistarsárum rómi, unz henni er hamlað máils . . . hann heyrir ekki . . . hún blindast at tárum . . . Þeir sveigja’ ofan hall við hamraþilið og hverfa . . . báðir . . . í skógargilið. (Sigurmars djöfulsins hefst og er leikx inn tU enda). E N D I R (Afyndskreyting er eftir spænsks llst»- ■nanninn Baltasar.) Ispilinu, sem hér fer á eftir notar annar varnarspilar- inn það bragð, áð segja lit, sem and- stæðingur hans hefur sagt og gefa þannig til kynna eyðu í litnum. A G 9 ¥ Á 4 ♦ Á K 5 * K 9 8 7 4 2 A Á104 ¥ D 108 6 3 ♦ 10 4 * D G 5 A KD765 ¥ 7 ♦ 972 * Á 10 6 3 A 832 ¥ KG952 ♦ DG863 + — Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður pass 1 + 1 ¥ 1 A 3 ¥ 3 A 4 * 4 A pass pass 5 ¥ 5 A dobl pass pass pass Jafnskjótt og Austur heyrði að Norður studdi spaðann hjá Suður, þá ákvað hann að „fórna“. Hann hafði þó einnig í huga undirbúning að væntanlegri vörn og sagði því 4 lauf og gaí félaga sínum þannig til kynna að hann ætti eyðu f þeim lit. Suður áleit ekki mikinn hagn- að af að dobla 5 hjörtu og sagði því 9 spaða, sem Vestur doblaði. Vestur áttl ekki í neinum vandræðum með útspiliði. lét út lauf, sem Austur trompaði. Síðar komst Vestur inn á trompás og lét enn út lauf, sem Austur trompaði einnig, og spilið tapaðist. Ef Austur hefði ekki sagt 4 lauf og þannig gefið félaga sínum góðar upplýsingar, þá hefði spilið unn- izt því óbeðinn lætur Vestur ekki úl lauf í byrjun. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS t. tðlublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.