Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 12
ættu að læra mjaltir og kenndi þær sjálfur; og raunar öllum stúlkunum líka þótt þær væru vanar mjöltum, því mjaltaaðfrðin var með nokkuð öðru lagi í Viðey en annars staðar. Það mátti ekki toga spenann, eins og gert var víðast, heldur að kreista og ýta hend- inni með spenann mjúkt upp í júgrið, strjúka júgrið þétt og mjúkt, þegar kom ið var að streftun, svo ekkert yrði eftir. Eins átti að þvo júgrin og spenana úr volgu vatni og hafa til þess mjúka rýju. Eggert var mjög strangur með að þessu væri fylgt, og leit sjálfur eftir að svo væri gert, þegar hann var heima. Síðan var þetta alltaf kallað Viðeyjar-mjalta- lag. Eins var þá líka talað um Við- eyjar„tal“ á kúnum. Kýrinni voru taldar 40 vikur sem meðgöngutíma, en Eggert sagði, að kýrin gengi með í 41 viku — fyrr megi ekki telja, að kýrin hafi yfir, eins og það er orðað. Því var þetta lengi á eftir kallað „Viðeyjartal“. Alltaf var byrjað á fjósverkunum kL 6, sem var tveim kl. st. á undan réttum tíma. Fjósverkin unnu yfirleitt tveir menn. Þau urðu að vinnast í einum spretti á málum. Það átti að vera búið að gefa kraftfóðrið, moka flórana, aka út mykjunni, bursta básstokkana og þvo gangstéttina áður en mjaltastúlik- urnar komu, hálfri klst. síðar. Síðan var heyið gefið, meðan á mjöltunum stóð. Aldrei mátti vatna kúnum meðan mjólkað var. Mjöltum átti að vera lok- ið innan kl.st. Að loknum mjöltum, komu flutningsmennirnir að flytja mjólkina niður að sjó, og aukamaður, ef við var, þó að hann færi ekki „yfir“. S túlkurnar voru mjög fljótar að mjólka og áttu raunar að vra það, því tíminn mátti heita alveg takmarkaður. En það var líka gott.að mjólka kýrnar, því að þær voru gerðar lausmjólka, sem fastmjólka voru að eðlisfari. Það var gert með aðgerð á spena-opinu, sem Eggert gerði, og þó einikum danskur fjósamaður, sem var í Viðey einn vetur (fóðurmeistari var hann nú kallaður), og tóíkst þessi aðgerð sérstaklega vel. Þessi aðgerð var þannig, að korið var með mjórri nál, sem ekki var ólílk gömlu þrístrendu skónálunum, upp i spenaopið. Síðan var látið upp í spena- opið „samansnúið" girni“ og vætt í ein- hverri gróðurolíu. Þetta var svo látið vera uppi í spenaopinu milli mjalta í nokkra daga þar til fullgróið var. Fyrir kom, eflir þessa aðgerð, að þær kýr urðu full lausmjólka og vildi aðeins leka, ef mikið var í kúnni. En stúlkurnar voru hrifnar af að mjólka þssar kýr á eftir. Alltaf annað slagið kom Eggert út í fjósið til að sjá, hvernig verkin væru unnin og hvernig umgengnin væri um fjós og heyhlöðu. Hann var þá einnig að gera breytingar á kraftfóðurgjöfinni, sem gerð var mánaðarlega eða oftar, eftir því sem kýrnar mjólkuðu. Fóður- bætisgjöfin (kallað þá kraftfóður) var skrifuð með krít á spjald ofan við jöt- una hjá hverri kú, hvað margar skúff- ur hver fengi. Var þá áður búið að blanda fóðurtegundunum saman, og ausutalan (skúffan) miðuð við það. Stundum kom það fyrir, að Eggert kom með mjólkurfötu og fór undir kýmar rétt á eftir stúlkunum. Var því ekki vel tekið af þeim, og heldur ekki orðalaust af sumum þeirra, sem voru orðhvatar og fannst sér misboðið og þær tortryggðar. En Eggert hafði þá venju að taka í spena á nokkrum kúm hjá þeim öllum til að sýna, að hann tor- tryggði enga þeirra sérstaklega, þó að hann grunaði einhverja ákveðna stúlku, einkum þær sem vom nýjar og ekki vanar svona miklum mjöltum. Hann átti það stundum til að ganga um fjósið meðan á mjöltum stóð á kvöldin, án þess að segja nokkurt orð við okkur, bara til að sjá hvort stúikurnar mjólk- uðu með réttu lagi og væru ekki of fljót- færar að strefta. Það hefur alltaf verið mikið og erfitt verk að mjólka margar kýr — og ekki síður, þegar þær eru mjólkurháar, eins og kýrnar voru yfir- leitt í Viðey, mjög nytháar, og stúlkurn- ar áttu að mjólka hratt, svo fyrir gat komið, að þeim yrði það á að strefta ekki nógu vel. Var Eggert mjög vand- látur með mjaltirnar. Alltaf var vigtað úr kúnum tvivar í viku og fært í „kúabók“. Það varð að vigta svo rétt og nákvæmt, að stæði heima við heildarvigtina á eftir. Mjólkin var alltaf vigtuð, aldrei mæld. Það fór aldrei mjólkurdropi í heimilið, sem ekki var vigtaður og færður í sérstaka bók í fjósinu. En það var oft mismunandi, eftir því sem ráðskonan sagði til hverju sinni. E ins og fyrr segir, mátti aldrei vatna kúnum fyrr en eftir mjaltir. Þá var búið að gefa allt hey. Tvær kýr voru saman á bás. Vatnið var borið til kúnna í nokkuð stórum og djúpum blikk fötum. Við höfðum þrenn pör af fötum. Á vatnskassanum voru tveir víðir stútar, sem fötunum var hleypt undir. Þá var tekið í tvo vírspotta — og föturnar fyllt- ust samstundis. Ég held, að það hafi verið skemmti- legasta verkið í fjósinu að bera kúnum vatnið. Þær urðu svo fljótt vitrar og sið- aðar, að það var hrein unun að um- gangast þær. Þegar komið var með fyrsta „parið“ á móti fremsta básnum, því þannig var alltaf byrjað, þá véku kýrn- ar um leið hver frá annarri svo hægt var að ganga upp í básinn og leggja föturnar niður hindrunarlaust. Svo sótti maður næsta par og það þriðja, og þá voru þær fyrstu búnar og borið til þeirra aftur, ef þær drukku upp, og þær höguðu sér á sama hátt — og svona gekk þetta koll af kolli, án minnstu biðar, eins og í samstilltri vél. Þó að kýrnar væru í óða önn að éta £ djúpri jötunni fundu þær nákvæmlega þegar komið var með vatnsföturnar á móts við þær og drukku þá samstundis. En það mátti heldur ekki út af þessu bregða; að byrja alltaf fremst, sömu megin, og ef þær ekki drukku strax, þá var ekki beðið eftir þeirra hentugleikum. Þetta vissu kusurnar og voru fljótar að nema þessa reglu. Það var líka alltaf vatnað sem sagt nákvæmlega á sama tíma, og skepn- urnar eru í eðli sínu stundvísar og reglu- samar. En vatnið var gott og notalegt, er það hafði staðið í baðheitu fjósinu. Öllum verkum í sjálfu fjósinu skyldi vera lokið kl. 9.00 á morgnana, nema að kemba og bursta kýrnar, það var gert eftir morgunmat. Eftir það mátti helzt ekki vera neinn umgangur um fjósið, nema nauðsyn bæri til, t. d. að kýr væru að bera eða eitthvað þess háttar. Fyrir þennan tíma átti að vera búið að sópa jötur og fóðurganga, moka flórana í ann- að skipti, skafa básstokka og loka fyrir jöturnar. Venjulega var þetta búið held- ur fyrr á kvöldin, nema að skilja mjólk- ina, sem oft var ekki búði samtímis. Það var alltaf mismikið, sem skilja þurfti af kvöldmjólkinni, sjaldnast undir 100 1., oft miklu meira. Það fór eftir ný- mjólkursölunni á Uppsölum, sem alltaf var nokkuð misjöfn. Svo var vissa daga vikunnar flutt undanrenna á Laugar- nesspítalann, en spítalinn var fastur kaupandi, og nokkuð stór, að vissu magni nýmjólkur daglega. Guðrún, mjól'kurbústýran, sendi venjulega miða með brúsunum, hvað hún vildi fá af skilinni mjólk hverju sinni. Eftir morgunmat (kl. 10) var farið út aftur og kýrnar kembdar og burstað- ar, það varð að gera daglega. Síðan þurfti að taka allt heyið, sem var látið í mjög stóran meisa. Þeir voru að mestu gerðir úr sléttum vír, nema okar og haldrimar. Þeir voru langir og tóku mik- ið hey, a. m. k. á við sex venjulegum kýrmeisa. Síðan voru meisarnir dregnir inn fóðurganginn og þannig gefið úr þeim. Síðan þurfti að hala upp vatnið til beggja mála. Það var nokkuð erfitt verk, og þurfti minnst tvo menn til. Að síðustu þurfti að taka til kraftfóðrið, sem allt var uppi á fjósloftinu, og blanda því saman þar uppL Fóðurtegundirnar voru: Maísmjöl, hvalmjöl, olíuköíkur, klíð og ca. 10% rúgmjöl. Oftast voru þessar olíukökur malaðar eins og hvert annað mjöl, en stundum voru þær í hellum eða flísum. Þá varð að bleyta þær upp í vatni og láta þær síðan saman við fóðurblönduna. Þessum mjöltegundum var hrært saman á gólf- inu uppi — eins og sementsblöndu — mokað síðan í poka og sett niður á tré- pall fremst í hlöðunni, og þar í stóra stampa, en síðar var bleytt í með vatni rétt áður en gefið var. Svo var það borið fram í minni störmpum, sem maður renndi eftir jötubrúninni, og deilt þannig á hverja kú, eftir áðurnefndri uppskrift. Þessum verkum var venjulega lokið upp úr hádegi, ef rétt var unnið og haldið vel áfram. Var þá lokið skyldu- störfum þeirra, sem fjósaverkin höfðu á hendi. Var þá frí og hvíld til fjósamála, kl. 6. Nema ef Eggert sjálfur bað mann að koma eitthvað með sér, út á sjó eða í þara-uppkeyrslu, sem hann fór stund- um sjálfur í, eða til að mæla fyrir ofanafristu-spildum. Að því þótti manni gaman. Þá var hann alltaf að fræða mann um eitt og annað og kenna. Eggerl var mjög skemmtilegur hús- bóndi — sífræðandi og leiðbeinandi, einkum unglingum, sem síðar verður sagt írá. Nokkuð oft kom það fyrir í Viðey, að lcýrnar fengu doða, sem þá naumast þekktis áður, hvorki það orð né sjúk- dómur í kúm. Helzt fengu mjólkurhæstu kýmar doða, og þá venjulega strax eftir burðinn. Var kennt um mikilli kraft- fóðurgjöf, og einnig var það álit manna þar í Viðey, að kýrnar væru og feitar. Magús dýralæknir var stundum sóttur, einkum ef Eggert var ekki heima, sem svo oft var. Magnús kenndi okkur að- ferðina til hlítar, að dæla kúna (lofti í júgrið) og alla meðferð kýrinnar, og kom það aldrei fyrir að kýr dræpist þar úr doða. Oftast komust kýrnar á fætur eftir nokkra klukkutíma eða hálft dægur. Fyrir kom, að dæla þurfti kúna tvisvar. Magnús dýralæknir kenndi okkur í fyrsta lagi að þekkja doða og einkenni hans, og hvernig ætti að búa.um kúna í básnum, svo að hún lægi sem bezt og að hafa hærra undir herðakambi og hálsi. Síðan að þrautmjólka allt úr júgr- inu áður en dælt er lofti; sótthreinsa dæluna og nálina úr sjóðandi vatni með dálitlu af lýsóli í. Þessi lýsólsblanda skyldi vera í þvottaskál, vel volg, og dælan látin liggja í henni áður en hún var notuð. Þvo skyldi vel spenana úr lýsólvatni, sem haft var í annarri skál en dælan. Síðan skyldi dæia þar til spen- inn var orðinn jafn stinnur og júgrið. Binda þá léreftsrenning um spenaend- ann til að halda loftinu, en þó ekki íast, og láta hann ekki vera lengi á. Breiða síðan yfir kúna teppi eða tvö- faldan, hreinan pokastriga, því kýrin var með hitasótt, og þótt heitt sé í fjós- inu, er sjálfsagt að breiða yfir kúna, sagði læknirinn. Ef dæla þyrfti kúna í annað sinn, þá yrði að mjólka vel úr júgrinu áður, bæði mjólk og lofti, og að öllu leyti hafa sömu meðferð og áður segir. Varast átti að gefa þeim kúm kraftfóður, sem doða fengu, fyrr en eftir nokkur mál, og þá gætilega fyrstu vik- una, heldur ekki gefa henni kalt vatn. Það var mjög oft notað „glábersalt", sem leyst var upp í volgu vatni og gefið inn, ef kýr fengu slen eða ólyst, og reyndist oft vel undir þeim kringum- stæðum. Viðeyjar-kýrnar voru yfirleitt tald- ar mjög góðar, og mjólkuðu mikið, svo það var ekki hægt að bera það saman við það sem þá gerðist yfirleitt á þeim árum, enda án efa betur fóðraðar og hirtar en þá þekktist hjá bændum al- mennt. Það voru mjög margar afburða- kýr, sem mjólkuðu yfir 20 merkur I mál. Mjólkurhæsta kýrin fór upp í 28 merkur. Torfa hét hún frá Toríastöð- um í Boskupstungum. En það voru marg- ar til muna hærri í ársnyt. Alltaf voru þær nythæstu mjólkaðar þrisvar á dag fyrstu vikurnar eftir burðinn. En með tiliiti til þeirrar miklu fóðurbætisgjafar auk kjarngóðra heyja, eins og var I Viðey, var ekki að undra þó góðar kýr kæmust í háa nyt. Það var þá almennt rómað, hvað Viðeyjar-kýrnar væru góðar og mjólkuðu mikið. Eggert í Viðey var talinn hafa mjög góða þekkingu á kúm; útliti þeirra og byggingu og einkennum, enda valdi hann alltaf sjálfur og keypti. Hann fór alltaf í kúakaup á vorin. Keypti hann. þá venjulegast 10—14 kýr. Valdi þær sjálfur og vildi fá að velja úr. Lét hann þá aldrei smátt slíta um verðið, ef hann fékk þær sem honum líkaði, sérstaklega snemmbærur, sem hann þurfti oft a3 fjölga, því þær vildu oft færast aftur á tímanum í Viðey. En mjólkin þurfti að vera jöfnust yfir árið, vegna við- skiptavinanna í Reykjavík, þó ekki þyrfti að óttast samkeppnina um mark- aðinn þar. ldrei lét Eggert ala upp kýr 1 Viðey, eða setti á kálfa, nema nautkáifa, sem þar voru aldir upp og urðu miklar skepnur og fallegar. Það borgaði sig ekki miðað við mjólkursölu að ala upp kýr, eins og Eggert orðaði það. En nautin, sem voru alin upp í Viðey, voru stórar og fallegar skepnur. Eitt þeirra var sett á sýningu sem haldin var 1904 á Varmárbökkum í Mosfellssveit, og fékk þar verðlaun. Eggert var einn af þeim sem sáu um þessa sýningu. Annað naut var þar síðar, svart, og var kallaður Kolur; yfirtak fallegur og stór, hrokkinhærður um háls, herða- kamb og hausinn, gljáði á skrokkinn eins og hrafntinnu. Hann var mjög vondur, ef ókunnugir komu nálægt hon- um, enda flestir hræddir við hann. Hann fékk oft mikið að éta af kraftfóðri, sem sópað var til hans frá kúnum. Það var ekki hægt orðið að binda hann nema á hringnum, hálsbandið rann fram aI hausnum, því hann var kollóttur. Það var farið með Kol til Reykja- víkur um sumarmál til förgunar. Tvö sterk bönd voru í hringnum. Tveir karl- menn og sá þriðji var með til öryggis. Það var dálítið gaman að fara með Kol eftir öllum Laugaveginum og niður all- an miðbæinn til Duusverzlunar, þar var hann felldur. Fólkið á götunum flýði til beggja handa af hræðslu og sumt hljóð- andi. En hvort tveggja var, að boli var mjög stór og mikilúðlegur og vondur og síbölvandi niður allan bæinn. Ég heyrði síðar sagt að skrokkurinn hafi vegið 878 pund. Kolur var þá 3Vz árs. Ég man enn að það var þung byrðl að bera húðina frá vörinni í Viðey og heim. Mér þótt vænt um Kol þó hann væri vondur. Ég taldi mér alltaf upp- eldið hans, þó ég ætti ekki það, sem I hann fór. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. tölublað 1989

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.