Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 5
Staða og stefna í íslenzkum bdkmenntum FRAMSÖGUERINDI Sigurð- ar A. Magnússonar á um- ræðufundi Stúdentafélags Reykjavíkur 23. febrúar. E g hef ævinlega skilið hlutverik bókmenntanna svo, að þær aettu að víkka sjóndeildarhringinn, auka við reynslu lesandans, örva skynjun hans, etækka líf hans. Það verður ekki gert •ð gagni með því að hrinigsóla sifelit Friedrich Diirrenmatt. kringum sarflk blettinn, þó á sinn hátt geti verið fróðlegt að kynnast viðhorf- um margra og ólíkra höfunda við sama viðfangsefni. Hlutverk bókmenntanna verður því aðeins raekt að gagni, að ekáldin hafi djörfung til að kanna ný reynslusvið, leita fyrir sér um ferskan tjáningarmóta og upprunalega skynjun é samtíð sinni og umhverfi. Nútámallf íslendinga er orðið svo flókið og marg- þætt, að verkefni handa frumlegum og hugdjörf'um rithöfunduim eru nær ó- tæmandi. Ef skáldsagan á ekki að deyja í 'höndum þessarar kynslóðar og verða stoppuð skrautbrúða í sýningarglugga íslenzkrar meimingar, verður hún að leita á ný mið. Svo er gæfunni fyrir að þakka, að fram hafa komið ungir menn, sem virðast aetla að færast þetta í fang, en þeir eru óeðlilega fáir. Ég nefni að- eins þann sem mestu lofar, Guðberg Bergsson með skáldsögunni „Músin sem læðist." Þegar ég held því fram að núlifandi skéldsagnahöfundum beri skylda til að snúa sér meir að líðandi stúnd og þeim margvíslegu yrkisefnum, sem þéttbýlið leggur upp í hendurnar á þeim, er ég ekki að biðja um neina tiltekna stefnu eða „skóla“ í bókmenntunum, þó slíkir „skólar“ geti vissulega gegnt mikilvæigu og jékvæðu hlutverki á ýmsum skeið- um, o>g mé í því samibandi benda á nærtæk dæmi úr samtíðinni. Efnileg- ustu nýjar bókimenntir Breta eru sprottnar úr félagslegum jarðvegi og Ihafa að mörgu leyti pólitíska skírskot- un. I Bandaríkjunum er litríkasti ný- græðingurinn vaxinn úr berangri á- byrgðarlausrar afneitunar á öllum þjóð- félagsviðjum og langsóttra búddhiskra trúaróra. f Frakklandi sæta mestum tíð- indum nokikrir höfundar sem leggja alla áherzlu á nakið tilfinningalíf ein- staklingsins og slíta það sem mest úr tengslum við þjóðfélagið. í Sviss eru tveir fremstu leikritahöfundar álfunn- ar að kljást við djúpstæðustu heims- vandamál saimtíðarinnar á upphöfnu •heimspekilegu plani, sem nálgast af- strakt-list. AUir eiga þessir „skólar“ erindi við nútímamanninn, hver með sínum hætti, þó þeir byggi á gagnó- líkum forsendum. E g bið ekki um svokallaðar raun- sæisbókmenntir fremur en fantasíur — jafnvel geimferðabókmenntir eiga sinn ótviræða tilverurétt. Ég andæfi ekki heldur póli'tiskum bókmenntum. Þær geta verið mjög mikilsverðar, ef póii- tíkin er ekki látin sliga skáldskapinn, eins og hér er siður. Það sem ég kysi helzt að sjá í is- lenzkum nútímabókmenntum er endur- speglun þeirra innri og ytri umbrota sem eiga sér stað í þjóðarsálinni, bók- menntir sem hafa áhrif á öldina af því þær tjá öldina, „andlit aldarinnar, sél aldarmnar, þjóningu aldarinnar, þré aldarinnar”, eins og Hal'ldór Laxness orðar það á einum stað. Ég dreg ekki í efa að epískar skáldisögur geti sinnt þessu hlutverki að vissu marki, en þær eru enganveginn einhlítar, og af þeim sökum er brýn þörf að aflífa þé land- iægu firru, að epikin ein eigi erindi við íslendinga. Okkur vantar sálfi-æðilegar skáldsögur, absúrdar skáldsögur, sým- bólskai skáldsögur, heimspekilegar skáld sögur o.s.frv. Að sjálfsögðu hafa höfund- ar fuila heimild til að lyfta sér til flugs og þjóta til annarra tímabila og fjarlægra yrkisefna, en ég fæ ekki bet- Athugasemdir Durrenmatts við: ,EÐLISFRÆÐINGANA' GAGNSTÆTT Bernard Shaw, sem skrifaöi langa og ýtarlega formála fyrir leikritum sínum, hefur Fried- rich Dúrrenmatt kosið aö setja at- hugasemdir sínar viö „Eðlisfrœðing- ana“ aftan viö leikritiö í 21 núiner- aöa setningu, Fara þœr hér á eftir: 1. Ætlun mín er ekki aö útskýra hugmynd, heldur segja sögu. t. Ætli maöur aö segja sögu, verö- ur aö hugsa hana til enda. S. Saga er þá fyrst hugsuö til enda, þegar hún hefur þróazt í þá átt sem sízt skyídi. +. Sú þrðun er ekki fyrirsjáanleg. Hún veröur fyrir tilviljun. S. List leikskáldsins felst t þvt að láta tilviljunina gegna sem á- hrifamestu hlutverki t atburöa- rásinni. €. Þeir sem bera upyi dramatiska atburöarás eru menn. 7. Tilviljun t dramatiskri atburða- rás veltur á því, hvar og hve- nær hver hittir hvern af hend- ingu. 8. Því kerfisbundnara sem líf manna er, þeim mun áhrifa- meiri getur tilviljunin oröiö. 9. Menn sem lifa kerfisbundnu lífi vilja ná ákveönu markmiöi. Til- viljunin kemur því haröast niö- úr á þeim, þegœr hún veldur því aö þeir hreppa gagnstœöu hins upphaflega markmiös: það sem þeir óttuöust og leituðust viö aö sneiöa hjá (t.d. ÖdípúsJ. 10. Slík saga er aö vísu skrinqileg, en ekki fjarstœö (óslcynsam- leg). 11. Hún er þverstœö. 12. Leikskáldið getur ekki fremur en rökfrœðingurinn komizt hjá þversögninni. 1S. Eölisfrœöingurinn getur ekki fremur en rökfrœðingurinn komizt hjá þversögninni. H. Leikrit sem fjallar um eölis- frœöinga hlýtur aö veröa þver- sögn. 15. Tilgangur þess getur ekki veriö sá aö gefa skýringu á inntaki eölisfrœöinnar, heldur einungis á áhrifum hennar. 16. Innták eölisfrœðinnar er verk- efni eölisfræöinganna, áhrif hennar varöa álla menn. 17. Þaö sem álla varöar veröur aö- eins leyst af öllum. 18. Hver tilraun einstáklings til aö finna eigin lausn á því sem alla varðar hlýtur aö misheppnast. 19. f þversögnunum birtist veruleik inn. 20. Sá sem stendur andspænis þversögnum stendur augliti til auglitis viö veruleikann. 21. Leiklistin getur ginnt áhorf- andann til aö standa augliti til auglitis viö veruleikann, en ekki þvingaö hann til að veita hon- um viönám eöa sigrast á hon- um. Jóhann Sigurjónsson ur séð en eitthvað verulega mikið vantl í íslenzk nútíðarskáld, ef þau finna ekki verðug yrkisefni hér og nú. Ég skal játa það, og þykir leitt, að mér mundi vefjast tunga um tönn, ef einhver útlendur áhugamaður um ís- lenzk málefni bæði mig að benda á skáld sögu sem með eftirminnilegum hætti túlkaði einihvern veigamikinn þátt í lófi núlifandi íslendinga. Skyldi nokkur menningarþjóð önnur vera svo báglega á vegi stödd? * að getur ekki kallazt einleikið, að sama og ekkert skuli hafa gerzt í íslenzkri skáldsagnagerð " síðan Jón Trausti samdi hinar merkilegu sveita- lífssögur sínar, sem voru bæði tíma- bærar og klassískar af því þær sýndu „andlit aldarinnar“, túlkuðu samtímann. Hvað skyldu margar íslenzkar skéld- sögur frá síðustu 40 árum verða lesn- ar eftir svo sem 50 ár? Kannski fjórar eða fimm, og mega forfeðurnir á 13. öld vel við þau hlutföll una! Sé það góðærið og velferðarríkið sem er að drepa allan dug í íslendingum, slæva tilfinninguna fyrir því sem er einkennilegt og óvenjulegt í þjóðlífinu, því sem er ófullkomið og óréttlátt (því nóg er enn af Slíku), þá ber íslenzkum rithöfundum að brýna kutana og leggja til atlögu við andleysi, sinnuleysi, sjálfs- ánægju og makræði. Bókmenntir eru þeirrar náttúru, að þær verða aldrei lífvænlegar nema í þeim felist (ásamt öðru) andóf gegn ríkjandi háttum og hugsunarhætti, upp- reisn gegn tíðaranda og tízku. Ef til vill er satíran bezta vopnið eins og nú háttar á íslandi, en mér virðist satt að segja, að þessu skæða vopni hafi verið beitt helzti. óvægilega á síðustu ára- tugum, með þeim árangri að menn eru að verða ónæmir — eða réttara sagit taka ádeiluna sem sjálfsagðan hlut án þess að finna fyrir henni. Hún verður einskonar aukagrín í þjóðfélagi þar sem enginn ttlutur er tekinn mjög alvarlega. Þannig er hægt með ofnotkun að ónýta jafnvel hin beittusfcu vopn. — ♦ — Mr ó merkilegt megi virðast hefur íslenzka smásagan náð meiri þroska en skáldsagan, og er smásagan þó hvorki verulega fjölskrúðugt hókmenntafoirm hér á landi né tiltakanlega vinsæflt. Hún er nánast heldur óvinsæl, og ugglaust LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 •. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.