Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 13
I PRESTSETUR í EYÐI | Framh. af bls. 1 nema tveir bæir aulc Sandfells, þ. e. Skaftafell og Svínafell, að vísu marg- býli á báðum og því mannmargt áður fyrr, en þó ekki svo að fólki fyndist taka því að halda uppi sérstakri sókn. Kirkjugarði er enn haldið við í Sand- felli, enda ekki mörg ár — eða rúmur áratugur — síðan þar var síðast grafið. Hann er girtur lágum torfgarði, sem sker sig ekki mikið frá háum, upp- hlöðnum leiðunum. Hann er farinn að láta nokkuð á sjá sem von er. Nú er í ráði að hressa upp á hann og planta trjám í þennan forna helgireit hins yfirgefna prestseturs. Ekki er að efa, að þau munu dafna vel hér eins og ann- arsstaðar í þessari sveit veðursældar- innar, svo að í framtíðinni munu lauf- miklir meiðir skýla grónum gröfum horfinna kynslóða í Sandfellskirkju- garði. E nda þótt hér sé ekki búsældar- legt um að litast, hef ég alltaf heyrt, að Sandfell sé góð bújörð. Hér hafi prestar yfirleitt komizt vel af, enda þótt brauðið væri tekjurýrt. Og svo hefur Sveinn Sveinsson frá Ásum sagt, að hann tæki Sandfell bæði fram yfir Kálfafellsstað og Ása sem bújörð. Er hann kunnugur öllum þessum skaft- fellsku prestsetrum, enda bjó faðir hans á þeim öllum. Aðalkostur Sandfelis mun hafa verið vetrarbeitin. Beitiland er bæði mikið og gott og tekur helzt aldrei fyrir jörð. Sem dæmi um hve vel mátti komast þar af með mikinn fénað má nefna þetta: Þegar sr. Sigbjörn Sigfússon flutti frá Sandfelli að Kálfafellsstað vor- ið 1872 er sagt að hann hafi rekið þaðan 400 fjár og 30 hross. Hafði allur þessi peningur lifað á útigangi að mestu. — í annan stað má nefna það, að í fyrri daga höfðu Hofsbændur vetrarbeit fyr- ir 200 sauði á Sandfellsmýrum. Lifðu þeir þar langmest á útigangi. Samt voru þeir það vel framgengnir, að farið var að kraga á þeim fyrir sumarmál. Þarna er mýrgresi og víðir og grær snemma á vorin, eins og víðar í Öræfum. í harð- indakaflanum mikla eftir 1880, þegar er. Sveinn Eiríksson var prestur í Sand- felli, tók hann 70 hross af sóknarbörn- um sínum til hagagöngu á Sandfells- mýrum og kom þeim öllum fram, enda lagði hann mikla vinnu í að hirða þau og hlynna að þeim, sem veikbyggð voru vegna megurðar. — Má af öllu þessu marka, hve góð beitarjörð Sandfell er, og hvaða skilyrði það hefur veitt til góðrar afkomu meðan búið var á gamla vísu. Nú er þetta land ekki nytjað nema til sumarbeitar frá Svínafelli og Hofi og kemur það sér vel, því að þar er marg- býlt og landþröngt. Innan við bæinn er einnig gott beitiland, vaxið lyngi og kjarri. Eru það gamlar jökulöldur, enda kallað Jöklar enn í dag. Þar, í fallegum hvammi, hafði sr. Ólafur Magnússon beitarhús fyrir sauði sína. Um hlunnindi Sandfells má geta þess, feð það á skógarítak í Skaftafelli, fugla- veiði í Ingólfshöfða og rekafjörur: Bakkafjöru austan við Kvíá, Höfííavík fyrir austan Ingólfshöfða og Staðar- fjöru vestan við höfðann. Nú látum við útrætt um landkosti þessa gamla prestseturs. Hér er nú enginn prestur til að njóta þeirra. Hér hefur ekki prestur verið síðan 1031, að •r. Eiríkur Helgason flutti í Bjamanes. Þá höfðu prestar setið í Sandfelli í næst- um 400 ár því að Sandfell varO prestsetur strax um tiöaskipti. Ariö 1544 veitir Gissur bisTcup Einarsson Jóni Eiríkssyni Sandfell % Öræfum og var hann þar lenqi prestur. Síðan um siðaskipti hafa setiö í Sandfelli 29 prestar. Má af þeim fjölda ráða aö ekki hafa þeir allir setið þar lengi eða að jafnaöi 13—14 ár. Þetta er eölilegt. Brauðiö var frekar tekjulítiö og prestákallið afskekkt og erfitt aö komast þaöan og þangaö. Sandfells• prestar hafa því flestir fljótlega sótt um önnur brauö tekjumeiri og þœgilegri. Var þaö miklu tíðara áö- ur fyrr aö prestar flyttu sig til milli brauða en þeir gera nú. Liggja til þess ýmsar orsakir, sem ekki verða ráktar hér. Þó var a. m. k. einn þessara presta x Örœfunum álla sína embættistíö eöa 45 ár. Þaö var sr. Gisli Finn- bogason sem var prestur í Sandfelli 1656—1703. Ekki var þaö þó vegna þess að Sandfellið gerði svo vel við þennan þaulsetna Örœfáklerk. Sr. Gísli var alla tíð bláfátækur, enda mikill ómegðarmaður. —o—O—o—■ Nú erum við komnir heim á bæjar- stéttina. Við virðum fyrir okkur kirkju- garðinn. f miðju hans hefur kirkjan staðið. Áður en við göngum í bæinn skulum við renna huganum til nokkurra af þeim prestum, sem á sínum tíma stóðu fyrir altari og stigu í stól þessarar horfnu kirkju. | ÚF Á ÖÐRUM ... | Framh. af bls. 8 annað en geysistór lífræn mólefkúl, sem (hafa þessa eiginleitoa. Með ákveðnurm aðferðum hafa veirur verið leystar upp í írumfhluta siína, sem úbaf fyriir sig eru fjarri þvtí að vera lifræinir. Þegiar þeim var svo blandað saman á ný í réttum hlutföllum, komu veimrnar fram aftuir. Þarna var svo sannarlega sikammt á milli Hfs og dauða, því það sem var dautt varð lifandi nokkruim sekúndum síðar við að renna saman við önnur e£ni í réttum hluttföllum. Saga mannsins Það eru fáir nú orðið, sem ekki við- urtoenna, að hinar æðri lífverur, þeirra á meðal maðurinn, hafi þróazt af óæðri Jífverum á óralöngum tíma. Saga manns- ins er þó í raun og veru örstutt miðað við allan þann tíma, sem Hfið hefur verið að þróast á jörðunni. Við getum vairla sagt, að maðurinn (homo sapiens) hafi „menntazt" fyrr en fyrir um það bil fjórum til fimm þúsund árum, og það er ekki Hðinn mjög languir tírni síðan vísindin voru tekin í þjónustu mannkynsins. Núna á síðustu árum hef- ur svo hatfizt ný öld í sögu mannkyns- ins. Með fyrista spútniknum hófst geim- öldin, seim opnaði möguleika á því að senda mælitæki eða menn til fjarlægra himinhnabba til að rannsaka aðstæður þar, m.a. hvort lif þróist þar. Til að lif geti þróazt verða að finn ast plánetur, sem snúast í kringum sólir og fá ljós og orku frá þeim. Fyr- ir því eru ekki órækar sannanir, að plán efcur séu til, nema í okkar eigin sólkeríi, vegna þess að það er óhugsandi að greina dimma hnetti í þeirri fjarlægð, seim allar fastiastjörnur liggja í frá jörð- inni. Með nákvæmum mælinsum hefur þó verið hæg.t að sýna fram á, að viss- ar stjörnur í nánd við okkair sóikerfi „vagiga“. Það er að segja þær hreyfast reglulega til o.g frá. Þetta „vagg“ er ekki Ihægt að útskýra á annan hátt en að það séu dimmir hnettir, þ.e. plánefcur, sam snúast í kring um sólir er fram- kalU þessar hreyfingar með aðdráttar- afli siínu. Það hafa verið uppgötvaðar 100 slókair sólir í minna en 20 ljósára fjarlægð fiá jörðinni. Misjöfn þróunarstig Nú, er allt bendir til þess, að plánetur finnist fyrir utan okkair sólkerfi og láf þróist á Mars, þá er ekki undarlegt, þótt vísindamenn álíti að lítf finnist einnig annars staðar í alheiminum, sérstaklega þegar þeir vita, að sömu eðlisfræðilög- mál i-íkja alls staðar og litrófsramn- sóknir haia sýnt, að sömu efni finnast í hinuim fjarlægustu vefcrarbrautum sem hinum næstu. Spurningin er aðeins sú: Hve langt hefur Mfið þróazt á hinum ýrnsu stjörnum? Þar sem engin ástæða er til að álíta að maðurinn sé eitthvert einstakt þróunarfyrirbrigði — sem hann þó að vissu leyti er — má reikna með því, að á sumum stjörnum sé þróunin komin miklu lengra heldur en á Jörð- inni. Þær vitsmunaverur, sem þar Utfa og eru komnair svo miklu lengra en maðurinn, eru eílaust búnar að sigra geiminn og ekki óliklegt, að þær hafi þegar náð samibandi við einhverja atf nábúum siinixm á öðrum stjörnum. Að ná sambandi Til þess að komast í * samband við nábúa sína er aðallega um þrjár leiðir að ræða: 1) ferðast í geimskipi á milli hinna íjarliggijandi stjama, 2) senda gervihnött sörnu leið, sem er þannig út- búinn, að hann senddr skeyti til baka, ef harxn finnur merki Hfs í hinu fjar- læga sólkerfi, sem hann verður gervi- pláneba í, 3) nota geysisterkar útvarps- sendingar, sem beint er í áttina að hin- um hugsanlegu stjörnxim. Það er þriðji möguleikinn, sem vís- indamennirnir á Grænubötokum taka með í reikninginn, þegar þeir beina alltaf öðru hverju útvarpsstjörnusjónni í áttina að nokkrum nálægum stjörnum og hLusta. Hver veit nema einn góðan veðurdag komi hið langþráða „skeyti"? „Þegar sikeytið kemur“, segir forstjór- inn á Grænubökkum, dr. Drake, „mun- um við ekki vita, hvers toonar verur það eru, sem senda það... en eitt vit- xim við þó. Skeytið sjálft sannar, að •það var sent aif verum, sem eru á hærra stigi en við“. Sexfœtlingar Ýmsar bollaleggingar hatfa verið um það, hvernig veiurnar á öðrixm hnöttum líta út. Það er noktouð öruggt mál, að þær eru etoki nákvæmlega eins og mað- urinn. En þó er ýmislegt sem bendir til, að þær hafi margt, sem svipar til manns- ins. Ekki verður þó farið út í þá sálma núna, því þá þyr.fti annað eins rúm og þegar hefur verið notað. Aðeins skal bent á það til gamans, að brezki prótf- essorinn WiUiam Howells segist þora að leggja höfuð sitt að veði, að fyrstu vitsmunaverurnar, sem maðurinn kom- ist í samband við verði sexfætlingar. Björgvin Hólm. Töfralœknar og nútímalyf Við ættum ekki að gera gys að hin- um svonefndu „töfralæknum" í ýms- um hinna vanþróuðu landa. — A.m.k. hefir eitt af stærstu lyfjafirmunum 1 Sviss beðið Theo Harvey, „töfralækni" í Bulawayo að útvega sér sem flestar af jurlum þeim, sem „galdralæknarn- ir“ í Rhodesíu nota við lækningar sínar, og ætlar fyrirtækið að gera ná- kvæmar tilraunir með þær í tilrauna- stofum sínum heima í Sviss. Sérfræðingar þess telja sem sagt — samkvæmt þeirri dýrmætu reynslu, sem Harvey hefir aflað sér í starfi sínu — að unnt muni að framleiða úr ýmsum þessara jurta mikilvæg lyf við blóðkreppusótt og öðrum innyflasjúk- dómum. | BÓKMENNTIR | Framh. af bls. 6 ýmsar greinar nóbelsskáldsins, þó hinu verði ekki neitað, að margar ritgerðir hans um bókmenntir eru hreinar ger- semar, og er mikil raun að sjá misræm- ið í menningarskriíum þessa snjalla penna. Annars má segja að það sé framar öllu pólitíska ofstækið og einsýnin sem sett hefur svip á bókmenntagagnrýni ís- lendinga, og hefur það eflaust ósjaldan orðið skrattanum til stórrar skemmtun- ar að sjá duglega og harðgreinda menn eyða orku sinni og vitsmunum í jafn- fánýtt puð eins og pólitískt baknag, en samt hefur það áreiðanlega til muna lækkað risið á íslenzkum bókmenntum. A ð endingu þetta: íslenzkar bókmenntir hafa jafnan staðið með mestum blóma þegar þjóðin átti eðlileg samskipti við umheiminn og var órög við að sækja menningu sinni næringu út fyrir landsteinana. íslenzk nútímaljóðlist nýtur þess að hún hefur auðgazt meir á erlendum menningar- straumum en aðrar greinar bókmennt- anna. Á síðustu öld var brotið blað í íslenzkri bókmenntasögu með þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Kviðum Hóm- ers. Hún varð vaki þeirra innlendu afla sem umbreyttu hókmenntxmum á einum mannsaldri. Þetta þarf erm að gerast. Við verðum að horfa út yfir landstein- ana og fylgjast með því sem markverð- ast gerist í bókmenntum annarra þjóða. Að öðrum kosti týnum við öllum áttum og hættum að lifa í nútímanum eins og forfeðurnir gerðu alltof Iengi. íslenzk sérkenni þurfa ekki að glatast í slíkum samskiptum — öðru nær. Þau skerpa sjón okkar og kenna okkur að vinsa úr það sem verðmætast er í fortið og nútíð. Það er haft fyrir satt, að ætt- jarðarástin vaxi við dvöl með framandi þjóðum. Á sama hátt ætti það sem ís- lenzkt er að skírast og toristallast í sam- skiptum við umheiminn. Engin menning lifir á sjálfri sér. Ef við berum velferð íslenzkrar menningar og bókmennta fyr- ir brjósti, ber okkur skylda til að sækja þeim næringu handan um höf. LEIÐRÉTTINGAR í síðasta töluhlaði Lesbókar (í upp- hafi fyrstu greinar Jónasar Magnús- sonar, Stardal um húskap Eggerts Briem í Víðey) varð meinleg setn- ingarvilla, svo að umræddur kafli varð meiningarlaus. Er hann þvi tekinn hér upp aftur, eins og hann á að vera: Um aldamótin síðustu hóf Egrgert Briem húskap í Viffey. Eggert var sonur Eiríks Briem, prests, Stein- nesi, Húnaþingum, og síffar prófessors, — og Gúffrúnar Gísladóttur, héraðs- læknis í Múlaþingum. Kona Eggerts var Katrin Pétursdóttir, Thorsteins- sonar, stórkaupmanns og útgerffar- manns, Bíldudal vestra. — ♦ — PRENTVILLUR í grein minni um Bjarna í Núpakoti í Lesbók 24. febrúar þ. á. eru: 1. Múlastöðum á Völlum, á að vera Gíslastöðum á Völlum. 2. Bjarna prests og skálds i Þing- múla Einarssonar, á að vera Bjarna prests og skálds í Þingmúla Giss- urarsonar. 3. Bjarni Eiríksson yngri hefur verið allmiklu eldri en Bjarni yngri, á að vera Bjarni Eiríksson yngri hefur verið allmiklu yngri en Bjarni eldri, sem skiljanlegt er! Benedikt Gíslason frá HofteigL LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 ». tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.