Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 11
Jónas Magnússon, Stardal: I Viðey var öll þessi ár starf- andi margt verkafólk karl- ar og konur, þó alltaf meira af kven fólki — nema haust og vor, þegar teknir voru aukakarlmenn til jarð yrkjustarfa og annarra sérstakra verka. Yfirleitt var margt fólk í Viðey árið um kring — sem eðlilegl var, með svo mikinn búrekstur, enda allt smátt og stórt unnið með manns höndinni eins og fyrr var frá sagt. Aldrei var færra á vetrum en um og yfir 20 manns, og miklu fleira á vorin — og um sláttinn voru þar um 30 manns. ANNAR HLUTI öll verk við búið í Viðey voru í föst- tum skorðum. Hver og einn gekk að sínu úthlutaða starfi — svo mátti heita undantekningarlaust. Alltaf voru 6 ársstúlkur. Af þeim voru fimm, sem mjólkuðu á málum, en ein var í eldhúsinu, auk ráðskonunnar. Hver stúlka hafði einn karlmann í þjónustu. Ein stúlka hirti og hreinsaði alla irujólk- urbrúsa og mjólkurílát, sem var mikið verk, því oft komu brúsarnir illa verk- aðir af sjávarseltu, þgar ágjöf var. Öll mjólkurílát voru hreinsuð og þvegin beima í húsinu — svonefndu þvottahúsi (sem kallað var lika „ölstofa," og hét það frá fornu). Tvær stúlkur önnuðust alla stórpvotta, sem voru venjulega vikulega, og aðrar tvær stúlkur voru við að hirða húsið daglega uppi og niðri, og var það mikið vrk að þvo öll þau mörgu trégólf og laga til í herberjum piltanna. I fjósinu voru tveir fastamenn, og sá þriðji á málum. Það var ráðsmaður- inn. Hann var fjölskyldumaður. Hann hjálpaði til með gjafirnar á málum, vigt- aði mjólkina, færði inn í bókina og gkk frá brúsunum. Hann hét Gissur og var Bjarnason, frá Litla-Hrauni, Eyr- arbakka. Gissur var fullorðinn maður, söðlasmiður að iðn og þjóðliagi. Sig- ríður hét kona hans Sveinsdóttir, dreng skaparkona og skörungur. Þau áttu fimm börn, að mestu uppkomin. Þau höfðu sitt sjálfstæða heimili í Viðey. Síðar fluttust þau til Hafnarfjarðar, og þar dó Gissur. BÖrnin og moðir þeirra, Sigríður, fóru til Vsturheims, nema elzti sonur þeirra, Þorvaldur. Hann drukkn- aði í mannskaðaveðrinu mika 7. apríl 1906, á skútu, sem fórst uppi við Mýr- ar, saima dag og Viðeyjarslysið varð. Næst á eftir Gissuri kom Brynjólfur Gíslason sem var ráðsmaður í Viðey, eíðar bóndi í Skildinganesi, og kona hans Guðný Jónsdóttir, prests á Auð- kúlu. Þau áttu margt ungra barna þé, •em flest eða öll komust til mennta. Þar á meðal eru prestarnir séra Eiríkur, sem var prstur á Útskálum, og séra Gísli, prstur á Kirkjubæjarklaustri, og enn- fremur Theodór tannlæknir — og fliri »em ég kann ekki að gera fulla grein fyrir. Þá voru oftasrt tveir karlmenn um- Búskapur Eggerfs Briem 1 Vsbey urflutnin ¦* ? Katrin Briem, kona Viðeyjarbondans fram flutningamennina við ýmis heima verk á vetrum. Störfuðu þeir við jarð- yrkju meðan þítt var, við að aka út mykju á túninu og aka upp þara vestur á Eiðinu, sem átti að nota í flög, og margt var það fleira, sem þeir voru látnir gera. Eins og áður hefur verið getið, voru tveir fastir flutningsmenn, sem fóru með mjólkina daglega yfir „sundið". Þeir þurftu að vera duglegir og góðir sjó- menn, gætnir og öruggir. Lengst af voru það bræðurnir frá Kleppi við Viðeyjar- sund þeir Magnús og Gísli Einarssynir, góðir sjómenn og stjórnarar, einkum þó Magnús. Ekki voru þeir bræður þó sam- an, heldur hvor eftir annan. Oftast var á hverju hausti ráðinn röskur maður, og helzt vanur sjó, til flutninganna með framangreindum bræðrum. Flutning- arnir í Viðey þóttu erfitt verk, og vos- búð oft mikil, þegar rysjuveðrátta var, einkum um háveturinn í skammdeginu, því alltaf var farið, ef fært þótti. Það var líka oft mjög ónæðissamt, auk mjólk urflutningsins. Ótal margar aukaferðir voru farnar yfir á Köllunarklettinn og aftast seinni hluta dags eða á kvöld- in. Náttúrulega þó aldrei nma í góðu veðri anum, sem krækt var í brúsahöldin. Það var mjög gott að bera í þessum léttum" og reyndi jafnt á líkamann. Þegar slæmt þótti yfir „Sundið", var venjulega farið á stærri bát, og þá hafð- ir hjálparmenn, 1 eða 2, til viðbótar. Það var oft hörku-barningur heim, hvort sem var ur Vatnagörðunum, ef norðanstorm- ur var, eða frá Laugarnesi þgar hvasst var á austan. Þá kom fyrir, að ekki náðist í „heimavörina." Var þá lent vest- ar, í svonefridri Brekkuvör — mun að réttu heita Áttæringsvör. VFeta vil ég hér ins manns, sem á þessum árum var í Viðey, og vann þar við jarðyrkjuvinnu vor og haust. Stundum var hann mestan hluta ársins, nema vetrarvertíðina. Þá reri hann ofan, fjalls, sm kallað var. Bjarni hét hann og var Gestsson. Haun var lausamaður og einhleypur. Bjarni átti ekki sinn líka að vinnuafköstum, enda var hann afarmenni að burðum. Hann fór alitaf þessar ferðir, þegar vont var og bæta þurfti miönnum við með mjólkina. Þegar barningur var, urðu alltaf tveir að leggja út á móti honum, og máttu held- ur kki vera neinir skussar. Bjarni vann við ofanafskurð á túninu á haustin, lengst af, mðan risuþítt var. Hann skil- aði nær aldri minnu en 100 ferföðmum á dag — og stundum yfir það. Kaup Bjarna var kr. 2.00 á dag, en þá var öðrum ofanafristumönnum á haustin, borguð kr. 1.00. En Bjarni Gestsson vann alla erfiðisvinnu á við tvo venjulega menn. Bjarni var stór maður, að sama skapi þrekinn, og einkum breiðvaxinn um brjóst og herðar. Hægur í umgengni og var hann og prúðménni mikið. Nú er hann horfinn, eins og flestir aðrir Við- eyingar, sem þar voru á þeim árum. Það var fastaverk flutningamannanna eftir að þeir komu heim á daginn og þurftu ekki að fara í aukaferðir, að þeir áttu að sækja allt vatn í húsið. Vatnið var sótt í brunn, nokkuð sunnan og neðar við íbúðarhúsið. Það þurfti mikið vatn í Viðey; til allra þvotta og var óspart notað, einkum á mjólkurílátin, sem baða varð upp úr mörgum vötnum. Manni fannst stundum óþarfa-bruðl með vatnið, þegar búið var úr vatnska-ssan- um og þurfti að sækja aukavatn, áður en piltarir komu frá flutningunum. Vatnið var alltaf borið í 25 lítra mjólkur brúsum og halað upp úr áðurnefndum brunni, sem á var vinda. Þeir, sem sóttu vatnið, báru brúsana í áðurgreindum „léttum." Þeir voru mesta þing. Tveir 25 lítra brúsar í létta annst manni ekki vera mikil byrði. í þessum heimabrunni þraut aldrei vatn, og það var tært og gott. En stundum kom það fyrir, að Hlöðubrun- inn þraut, og þá varð að bera vatn úr heimabrunninum í f jósið, sem ekki þótti góður ábætir. E, ¦«'f mjög slæmt þótti yfir „Sund- ið" og ekki hægt að ná fyrir Laugar- nes, sem stundum var, einkum í norð- anátt, pá var hleypt inn í Vatnagarða. Þar var sæmilegt að lenda. En þá varð að bera alla mjólkurbrúsana vestur að Laugarnesi, því enginn var vegurinn, fyrr en Kleppsspítalavegurinn kom 1906 til 1907. Stundum var lent við Köllunar- klettinn í vestan- og norðvestan-átt, ef ekki var talið fært fram fyrir Nesið. Þá þurfti einnig að bera mjólkina paðan yfir til Laugarness. Það var erfitt verk að bera alla brúsana og fara margar ferðir. Mjólkurbrúsarnir voru 25 og 30 lítra. Þegar þetta þurfti að gera, höfðu piltarnir alltaf með sér „létta". Hann var þannig gerður; úr borðbút, með hálf hrings hálsmáli og mjókkaði frá „háls- málinu" (ef svo mætti orða það) til endanna. Þetta burðaráhald hvíldi þvert yfir herðar og axlir. í endana var fest grönn keðja eða sterkt snæri og haft mátulega langt í því og krókur á end- É, l ins og áður segir, mjólkuðu stúlkurnar oftast fimm, en ekki sú er var í eldhúsinu og heldur ekki ráðskon- an, Katrín Gunnlaugsdóttir. Hver mjalta stúlka hafði 10 kýr, nema ein af þeim hafði 12. Helga hét hún, forkur dugleg til allra verka. Skapstór nokkuð, en mjög hreinleg. Oftast var hún fyrst af stúlkunum með mjaltirnar, þótt hún hefði fleiri kýr. Hver mjaltastúlka hafði sínar ákveðnu kýr, sem Eggert sjálfur úthlutaði hverju sinni, þegar nýjar stúlkur komu. Þá þekktist ekki, að karl menn mjólkuðu eða kynnu að mjólka kú. Samt kenndi Eggert öllum yngri mönnum, sem í Viðey voru nokkuð að ráði, að mjólka, einkum og sérstaklega þeim, sem voru í fjósinu. Þeir urðu skil- yrðislaust að læra það, þótt ekki væri þeim það ætlað sem starf. Eggert sagði, að allir undir menn, sem ynnu við' skepnuhirðu, og bændaefni ». tölublaS 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.