Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 9
OSCAR CLAUSEN: Prestasögur 5 Presturinn sem varð hungur morða Síra Jón Helgason var prest- ur á Hofi á Höfðaströnd um miðja 18. öld (1744—58). Hann var sonur síra Helga Jónssonar prests á Staðarhrauni á Mýrum, sem var vel ættaður — af hinni svo- kölluðu Akraæt't. — Systir síra Helga var frú Valgerður kona Steins biskups. — Móðir síra Jóns, mad- ama Sesselía Halldórsdóttir, var einnig stórættuð. Hún var dóttir síra Halldórs prófasts Jónssonar í Reyk- holti og því systir fræðimannsins mikla, síra Jóns Halldórssonar í Hítárdal. Þegar síra Jón var orðinn 11 eða 12 ára gamall, var hann látinn til móður- bróður síns, síra Jóns í Hítárdal til þess að Iæra latínu, og við það nám var ihann, á hinu forna menntasetri, í 5 ár. — Síðan fór hann í Hólaskóla og útskrif aðist þaðan eftir 2 ár. — Hann vígðist svo aðstoðarprestur til föður síns árið 1719, en rétt eftir jólin 1720 veiktist síra Jón af einkennilegum sjúkdómi, sem kallaður var á læknamáli „Alternation", en á alþýðumáli „hj árænuskapur“. — Og mátti þessi veiki víst með sanni kall ast svo. — Þennan leiða kvilla, „hjá- rænuskapinn“ losnaði svo veslings prest urinn ekki við alla ævi og verður nú lítið eitt sagt frá þessu ósjálfræði hans, sem sóknarbörnin áttu svo erfitt með að skilja af hverju stafaði. I^egar svona illa var nú komið fyT ix síra Jóni, var það úrræði föður hans, að koma honum norður að Hólum í því skyni, að honum batnaði þegar hann kæmi í nýtt umhverfi og yrði fyrir nýj- um áhrifum frá fólki, sem hann hafði ekki verið með daglega, en húsbændurn ir á Hólum voru herra Steinn biskup og frú Valgerður föðursystir síra Jóns — Á Hólum var síra Jón svo einn vetur við bezta atlæti og þá rjátlaðist svo af honum „kjánaskapurinn", að hann var um vorið búinn að ná svo valdi yfir hugs unum sínum, að hans herradómi, biskup inum, þóknaðist að fela honum Sigltfirð- inga til sálusorgunar. — Að undirlagi biskups, veitti Fuhrmann amtmaður á Bessastöðum honum Hvanneyrarbrauð 24. marz 1721. — Það er sagt, að eigin- lega hafi síra Jón verið búinn að missa vitið að mestu þegar hann kom til Hóla en svona batnaði honum þar á skömm- um tíma. — Ekki hafði nú síra Jón verið sálu- hirðir Siglfirðinga nema árið, þegar honum tókst að krækja í álitlega prests ekkju og ganga með henni í eina sæng. Hann kvæntist 18. janúar 1722 madömu Halldóru Runólfsdóttur, sem var af góðum ættum, og ekíkja eftir síra Jón Gottskálksson, sem áður hafði verið prestur á Hvanneyri, en þau voru svo tæp 20 ár í hjónabandi. Hjónaband þeirra var farsælt og áttu þau 2 börn, en 16. nóvember 1741 dó madaman, og eftir það var síra Jón aldrei við kven- tnann kenndur. ”egar Harboe hinn danski sendi- 'biskup vísiteraði Hvanneyri 6. ágúst 1742 hafði enginn biskup komið þar í manna minni sakir vondra vega Og örð- ugra samgangna. — Um síra Jón farast Harboe svo orð, að hann sé að vísu lærður maður, en einstaklega sérvitur. — Síra Jón hafði þá líka kapelán síra Gottskálk Jónsson, sem að vísu þjáðis ekki af „hjárænuskap" eins og höfuð- presturinn, en um hann segir þó Harboe, að hann sé ekki ólærður en hinsvegar lítilsigldur, svo að óliklegt er að Sigifirð ingar hafi á þeim árum sótt neina andlega undirstöðu-fæðu í guðshúsið á Hvanneyri. — Harboe segir að Gottskálk kepelán hafi pródikað „gagnslaust" fyr- ir söfnuðinum og að barnaspurningar hans hafi verið svæfandi, enda var menn ingarástand Siglfirðinga í fullu sam- ræmi við þetta, því að af 23 börnum, sem spurð voru í áheyrn biskups gátu að eins 9 þeirra stautað lítilsháttar á bók. — Þessu má trúa því að Harboe biskup segir þetta, en honum gefur „collega" hans, hinn lærði biskup, dr. Jón Helga- son, þann úrskurð í kirkjusögu sinni, nærri 2 öldum síðar, að hann hafi verið sérlega réttlátur maður og mildur í dóm um sínum. Líklega hefur Harboe biskup, sakir allra kringumstæðna, þótt heppilegra að Síra Jón færi að skipta um andrúmsloft eftir að hafa setið á Hvanneyri í 23 ár, því að vorið 1744 „skikkaði“ biskup hann til þess að fara suður yfir Siglu- fjarðarskarð og suður í Skagafjörð, og þjóna þar Hofs- og Miklabæjarsóknum í veikindaforföllum prestsins þar, síra Jóns Jónssonar. — Eflaust hefur þá hans herradómi þótt tilhlýðilegt, að Skag firðingar fengju áð njóta einhvers af þeim gæðum, sem síra Jón gat miðlað þeim af sínum andlegu efnum. því að um sumarið voru honum veitt þessi þing og þar var hann svo prestur í 14 ár, og þar lognaðist hann út af í hárri elli og miklum vesaldómi O íra Jón lagði mikla stund á bók- fræði eins og föðurfrændur hans höfðu gjört, og svo var hann ættfróður, að oft gat hann miðlað öðrum af þeim fróð- leiksbrunni sínum. — Hann hélt sjón og minni til dauðadags, en þjáðist af heyrn arleysi síðari hluta ævinnar, eða í full 40 ár. Læknar sögðu síra Jóni, að hægt mundi vera að lækna heyrnarleysi hans með blóðtöku, sem á þeim tíma var álitin eitthvert allsherjarmeðal við öll- um sjúkdómum, en prestur aftók alveg að láta slá sér æð og neitaði öllum læknum að snerta sig. — Þarna kxwn fram hversu einþykkur hann var 1 lund og „hjárænulegur". Eftir að síra Jón var kominn suður að Hofi, fór heilsu hans að hraka, en mest bagaði hann heyrnarleysið, og varð hon- um það svo hvimleitt, að 3 árum síðar varð hann að taka sér aðstoðarprest, Og svo leiddi til þess, að hann varð að segja af sér embætti árið 1758, þó að hann væri ekki nema rúmlega miðaldra. — Það er að sjá, að heilsa síra Jóns hafi eitthvað batnað eftir að hann sagði af sér, því að þegar hann er orðinn 77 ára gamall skrifaði hann magister Hálfdáni á Hólum bréf 10. september 1776, og lýsir þar heilsufari sínu. Þar segir hann að sér hafi ekki verið kvillasamt um ævina; aldrei fengið höfuðvark nema 1 dag þegar hann var ungur. — Bólusótt- ir þ.á.m. stórabóla, segir hann að hafi gengið þrisvar á ævi sinni, en hann hafi aldrei kennt þeirra. — Um „hjárænu- skapinn“ getur prestur ekki, enda hefur hann sjálfur ekki verið sér meðvitandi um þá veiki sína. í predikunum sínum þótti síra Jón hallast til „pápisku" og sögðu sumir hann „hálf-pápiskan“. Hann var ekki hneigður til búskapar, en hugur hans stóð til sjávarins, enda reri hann oft til fiskjar og var talinn sægarpur og afla- maður mikill. Síra Jón og madama Halldóra eign- uðust 2 börn, dóttur, sem mun hafa dáið ung, og son, Helga, sem var djákni á Reynistað, en var veitt Tjörn á Vatns- nesi. Þessi Helgi var ekki síður kátlegur karl en faðir hans. — Helgi útskrifaðtol úr Hólaskóla 1746, og er til lýsing á þessum einkennilega drottinsþjóni eftir annan guðsmann, síra Benedikt Pálsson á Stað á Reykjanesi, en hann var skóla- bróðir Helga og var því bær um að gefa af honum rétta mynd. — Lýsingin er á þessa leið: „Þessi piltur var ljótur sjón- um, og að allri líkamslögun, limaburði og tiltektum yfirburða óliðlegur, — rétt- ur lurkur. — Aldrei lék þetta bola- menni sér í skólanum nokkurn tíma, og ef einhver skólapiltur í hálfglettu gamni kippti í hár hans, þá heyktist hann nið- ur, á hnén og rassinn, upprekandi undir eins einn skrekkilegan, skrykkjóttan skræk, svo að sumir skelfdust við, þó töldust hinir fleiri, sem hlógu". — Dá- lagleg lýsing er þetta á prestsefninu, — því að brauð var Helga veitt, þó að ekki væri hann vígður. Helgi var djákni á Reynistað, eða að- stoðarprestur þar í 6% ár, og fékk svo, eins og áður greinir, veitingu fyrir Tjörn á Vatnsnesi árið 1751, þó að hann aldrei færi þangað,_ af þeirri gildu ástæðu, að dauðinn sótti hann heim til hinna eilífu föðurhúsa áður en til þess kæmi, að hann yrði reglulegur þjónn kirkjunnar. — Þau árin, sem Helgd var djákni á Reynistað, bjó hann á Geirmundarstöð- um í Reynistaðasókn og þar dó hann í apríl 1751. Á einum stað er það um hann sagt,* að hann væri mesti „bögubósi". Harla einkennilegt má það heita, að þessi hjákátlegi maður skyldi finna náð í augum nokkurar konu, en svo var þó. — Kona Helga hét Sessilía Sveinsdóttir, og tvö börn eignuðust þau; son, sem dó ungur í skóla, úr bólu, og dóttur, sem jók kyn sitt, og munu því vera ættir af þessum einkennilegú guðsmönnum komnar. .J íra Jón Helgason lifði 26 ár embættislaus í mikilli fátækt við lítil- fjörlegt búkokur á auvirðilegum kot- um. — Fyrst hokraði hann á koti, sem Kambur hét, og síðan mörg ár í Bjarna- staðagerði í Unadal, bláfátækur. — Að lokum biðu þessa vesæla prests hin þyngstu örlög, sem sé þau, að deyja hungurdauða — úr harðrétti og hor. — Þegar Móðuharðindin miklu skullu yfir landið eftir Skaftárelda 1784, var vesal- ings presturinn frá Hofi orðinn gamal- menni, 85 ára gamall, örvasa aumingi í Mýrarkoti á Höfðaströnd. — Hungur- vofan greip þá alla íslendinga sínum köldu örmum. — Þeir sem voru ungir, hraustur og sterkir, tórðu af, en hinir gömlu og veiku dóu drottni sínum, þ.á.m. síra Jón gamli Helgason, sem hafði þjónað kirkju sinni eftir beztu getu og með samvizkusemi. — Þessi gamli guðs- maður hefur víst dáið saddur lífdaga, en án efa í fullri vissu um allsnægtir og kræsingar hinum megin. * Sbr. S.B. Præ XIII. 512. HUN og HANIN höfðu setzt samfm á bekk í útjaðri garðsins. Kvöldið var milt og bjart og fagurt. Og HANN bað HANA að kyssa sig. HÚN hrukkaði ennið og sagð( ergi- lega: — Venjulegur koss er værrcnlsleg- ur. Koss á handarbakið ber «ftur á móti vott um virðingu og aðdáun þess, sem kyssir. Og koss á «nnið er vottur vináttu. Nú skaltu bara velja — en mundu, hvað ég hef sagt. HANN var í hinni verstu klípu — en auðvitað hafði hún rétt fyrir sér. Virðing og vinátta var aílt annað og sjaldgæfara en venjuleg ást — eða jafnvel girnd. Þess vegna hugs- aði HANN sig um alllengl — svo lengi, að HÚN sagði loks. — Nú, veldu, maður! Og um leið dró hún hattinn nið- ur að augum og gróf hendurnar í kápuvösunum........ 9. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.