Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 3
Tveir þættir, í ljóði, tónum og dönsum. Tónlist: Igor Stravinsky. Texti: Charles Ferdinand Ramuz. Þorsteinn Valdimarsson ísl. eftir norskri þýðingu Pauline Hall. Persónur: Jósef dáti. Kölski og Söguþulur. Söguþulur: Gagnveg, króka og gönuskeið gengur dátinn sína leið; tungl né sólir telur eigi, tíðum gengur hann nótt með degi. Veit hann, þótt hann velji sér veg og náttstað, hvert hann ber? Skamvinna lán, ó, vetrarkvíðavefur viðkvæmra drauma, er blærinn sundrað hefur! Svo glatast yndi, góss og upphefð manns; hinn gullni bikar eiturdreggjum leynir. — Og einn hinn þreytti för í bláinn beinir! Hans byrði er þung — og léttur malur hans. Miðar kannski í horfið heim, hvað sem líður krókum þeim? Öðru nær, og enda fokið í það skjól og dyrum lokið. Áfram burt, áfram burt, Blveg sama hvurt — eitthvað burt! Harín kannar margan kynjastig. — Eitt kvöld hann býst að nátta sig é gistikrá: „Gott kvöld, herra vert! Komið með flösku af vini og skálið með mér!“ — „Þakkir; já það skal gert". — Þarna eru hvít og nýstrokin tjöld, fyrir blýfelldum gluggum, og glatt er bálið í gömlu stónni þetta sumarkvöld; en lauftré drepa greinum grænum á geislarúðu og anga í blænum. <— Hvað? Trumbuslög — og múgur manns? „Má ég spyrja, er hátíð í bænum?“ „Já, konungur vor lét kunngera í dag, að hver sem læknaði dóttur hans af meinum hennar, hann hlyti í laun hönd hennar. — Æjá, þunga raun má hann bera um hríð fyrir barnið sitt kæra. Hún borðar ekkert, það er skelfing að sjá, og svo kemur henni aldrei blundur á brá, og mállaus er hún og má sig ei hræra". í kránni er annar gestur, hann er gamall soidáti og honum geðjast vel að Jósef; hann kallar: „Félagi! það er kynlegt, — en ég hef grun um að þú komir ýmsu til vegar; — og nú er konungsdóttir í boði! Þú skalt gefa þig fram nú þegar og segja, að þú sért læknir og hafir lífgrös 1 meðalakrukkunni." •— „Ég læknir! óbreyttur dátinn . . .“ „O, svei, — bara’ að treysta lukkunni!" Og hvað haldið þið! Jósef hraðar sér til haliar í ferðaklæðum sínum; en lensu fellir þar vörður og ver honum veg og spyr hann: „Hver eruð þér?“ — „Ég er kallaður hingað af konungi mínum, kunningi! Tefðu’ ekki fyrir mér!“ £ áheyrnarsal fyrir æðstu gesti stendur erkidjöfullinn, svona glerfinn í tauinu, cg heldur á fiðlu, ekki hættur spauginu! — ungur veraldarmaður og virtúós með silkimakka og í mörgæsavesti. En sá heiður! músík meira að segja til móttökufagnaðar, það var skrýtið! — En konungur þrumar, þungur á brá: „Eruð þér nú læknir?” — „í hernum, já!“ „Æ, hér kom margur slíkur og megnaði lítið”. cÉg hef mína aðferð, konungur minnl’* SEINNI ÞATTUR — „Gott og vel! Oft er hraustmenniS hamingj uríkast. Við hittumst á morgun I annað sinn. Góða nótt!“ „Góða nótt! — Nú þetta er lyginni líkast!” f móttökusalnum morguninn eftir mætum við Jósef; hann situr og flettir spilum við borðið, biður og dreypir á bikar af vini; hann er dálítið rjóður í kinnum og óvenju óþolinmóður. Dátinn: Segið af létta, spöku spil! — Nú, þið sjáið dável að þessu sinni! tóm hjörtu! — Já, hvað ætti’ að hindra’ að ég vinni eins og hver annar pamfíll í veröldinni, mey og ríki og meira til? Söguþulur: Nei, myrkrahöfðinginn stendur þá ekki í sama biii, eins og botninn á stökunni, við borðið hjá honum — með flærðarglottið og fiðluna’ undir hökunni. Kölski: En ég kom fyrr til leiks! ' S.: Já, það er vandi höfðingjans. — Jósef stirðnar upp; blóðið storknar í æðum hans. K.: Ég skil þig! Af auðnum er eftirkeim- urinn allslausum beiskur. En svona’ er nú heim- urinn. (Þögn) S.: (I hálfum hljóðum) Hann langar helzt af hólmi að flýja. K.: En hjartadrottning, sjöa og tía — það lofar góðu! Þú gætir íangað hina gullnu hind, ef vel er á haldið! En ég hef bogann og örvarnar — (hann klunkar á fiðluna) úrslitavaldið! K.: (á meðan dátinn og söguþulur talast við; klunkar á fiðluna á milli setninga); Þetta meðal kynni að kiassa! (Leikur á fiðluna) Kveddu við svolítinn galdrabassa (Fiðluspil) til fagnaðarauka, fiðlutetur! (Fiðluspil) Við sjáum hvað setur! (Fiðluspil) Og við sjáum hvað setur! S.: (við dátann í lágum og eggjandi for- töluróm) Já — þú ert i laglega gildru genginn; og sá gamli á ieikinn — á fiðlustrenginn! Og hamingja þín er á hvörfum, því miður. (hvíslar eggjandi) En hertu þig upp! Og sláðu’ hann niður! q «1 ■ * 1 ► ; |i ♦ Mi • tjn ► 1 ♦1 D.: Þú hefur vlst gleymt því, hver hann er, þessi hrökkáll, hann þekkir ei sár né bana! S.: Jú, þú átt tækifærið, trúðu mér! Og þér mun takast að jafna reikningana, ef þú gerir sem ég segi þér. D.: (Hljómlaust, með eftirvæntingu) Hvað . . • . ? S.: Hann leiddi þig I freistni í fátækt þinni; Þú féllst; þitt gull er hans. — En ráð er til að leika á djöfsa; að aftur allt hann vinni, — hvert eyrisvirði. — Bjóddu’ honum í spil! D.: (við kölska, stuttur í spuna) Ég hef þó nokkrar spesíur. Viitu spila einn slag? K.: (öldungis forviða) Hvað þá . . . . ? D.: Ég spyr: viltu taka einn slag? — Nei eða já? K.: Kæri vinur . . . jú . . . auðvitað! Það er vingjarnlega boðið. S.: (við dátann) Láttu’ hann vinna, hvern slag, þar til borðið er hroðið, þar til öllu er tapað, bara’ að eggja’ hann, láta’ hann flá sig innst inn að skyrtunni, — sá skal fá >8 hlaupa á sig! D.: Hér er auður fjár í gulli. Heyrðu mi hann er ósvikinn, hljómurinn. K.: Ágætt! S.: Hann leggur fiðluna á kné sér, bölvaður lómurinn! D.: Og upphæðin? K.: Einn skildingur allténd á strikið. D.: Nei, ég fer ekki að spila um skildingat Tveir daiir — það er sízt of mikið. K.: Jæja . . . en segðu þá ekki’ ef þú tapar, að ég hafi tælt þig og svikið. D.: (stokkar spilin) Yndi og fiðla og ástvinir manns og hver eyrir týnist í gréipar hans! S.: Hann stokkar og gefur, þeir taka tlt við hið tvísýna spil. — Jósef hefur engin fyrn í pyngjunni. Honum fipast — og blæðir um fáeina dali! Pokurinn græðir, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 9. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.