Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1963, Blaðsíða 6
Tómas Guðmundsson stafa þessar óvinsældir öðrum þræði af þvi, að við eigum engar fornhelgar fyr- irmyndir að styðjast við aðirar en þætt ina fornu, sem 'hvergi nærri jafnast á við íslendingasögur og eru því ekki notagildur mædikvarði. Á hinn bóginn er ekki ósennilegt að gróska smásögunnar, þó í smáum stíl sé, stafi af nákvæimlega sömu ástæðu. Hin kæfandi þvingun gamallar og glæstr ar hefðar er ekki fyrir hendi, og þess vegna eru menn óragir við að reyna nýtt á þeim vettvangi, gera tilraunir og riða á ókunn vöð. Ég skal ekki þeldur rekja neinn nafna- • lista smásagnahöfunda, en leyfi mér að benda á nokkra yngri menn sem gert hafa góða eða a.m.k. mjög efnilega hluti. Thor Viíhjálmsson er þeirra mestur nýj- ungamaður, bæði um stíl og efnisval. Geir Kristjánsson og Kristján Karls- son eru báðir afburða fágaðir stílistar og djúpskyggnir á blæbrigði sálarlifs- ins, en mjög afkastalitlir. Það stafar sennilega af strangri sjálfsgagnrýni og óvenjulegri vandvirkni, en annaxs eru þeir mjög ólíkir höfundar að upplagi og viöhorfum. Ingimar Erlendur Sigurðs- son hefur sýnt eftirtektarveirð tök á sál- arlífslýsingum barna. Nefna mætti einn- ig Steinar Sigurjónsson, sem fer mjög eigin götur, en er mistækur og óráðinn enn sem komið er. Fln það er í ljóðlistlnni sem tíð- indi hafa gerzt, og má það merki- legt heita, þegar haft er í huga að Ijóða- gerð er elzta bókmenntagrein íslend- inga sem og annarra þjóða. Skýringin er vafalaust sú, að við höfum aldrei áfct eina löghelgaða hefð í ljóðlist, saman- ber eddukvæði, dróttkvæði, trúarljóð, þulur, danskvæði, rírnur og ættjarðar- ijóð. Hitt kann einnig að valda ein- hverju um fjölbreytni og grósku íslenzkr ar ljóðlistar, að miklu stærri hópur manna hefur á síðustu öldum fengizt við ljóðagerð en sagnagerð. Þá er ekki ósennilegt að þróun ís- lenzkrar ijóðlistar standi í sambandi við það, að byltingin í ljóðagerð úti í heimi hófst miklu fynr en í skáldsagna- gerð — um miðja síðustu öld, og á ég þar við byltinguna sem varð upphaf nú- tímalj óðlistar, en vitaskuld hafa orðið fjölmargar byltingar í ljóðagerð á liðn- um öldum. Ég þarf væntanlega ekki að rekja þróun íslenzkrar ljóðlistar 1 einstökum atriðum eftir fyrri heimsstyrjöld. Fyrstu boðberar nýrrar aldar voru þeir Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Jónsson og í viss- um skilningi Sigurður Nordal með prósaljóði sínu „Hel“. Það er rétt og satt, að þeir Stefán frá Hvítadal, Davíð Stefánsson og þó einkanlega Tómas Guðmundsson slógu á nýja strengi í íslenzkri ljóðlist, komu með ferskan tón og ný yrkisefni, en þeir voru ekk-i nýskapendur eða byltingar- menn. Ég hef sterkan grun um, að í Tómasi Guðmundssyni hafi búið efni í leiðtoga byltingarinnar — um það vitna nokkur beztu ljóðin í síðustu bók hans — en hann virðist hafa kosið að beygja hjá erfiðleikum og baráttu brautryðj- andans og velja sér heldur hið hægara hlutskipti þjóðskáldsins, sem allir dá og virða í krafti hefðarinnar. Hitt verður aldrei af Tómasi skafið að hann ruddi nýjar leiðir í vali yrkis- efna, varð fyrsta íslenzka ljóðskáldið sem haslaði höfuðstað landsins völl í bókmenntunum svo um munaði. Það var vissulega afrek sem lengi verður í minnum haft ásamt þeim sérkennilega ferska tóni sem hann kom með inn í ljóðlistina. Mr egar ég tala um hina gertæku byltingu sem átti sér stað í fullri al- vöru með Ijóðum Steins Steinars, hef ég ekki fyrst og fremst í huga formbylt- inguna svonefndu, fráhvarf frá hefð- bundnum Ijóðstöfum, þó hún sé að vísu einn angi þessarar byltingar. Steinn Steinarr var ekki verulegur formbylt- ingarmaður í þeim skilningi. Hann var yfirleitt ákaflega hefðbundinn í formi, hélt fast'við ljóðstafasetningu. Það sem ég hef í huga er hin rót- tæka bylting sem varð á sjálfu við- horfi skáldsins við yrkisefninu, sjálfum anda ljóðsins. Hefðbundnar íslenzkar bókmenntir, ekki sízt ljóðlistin, hafa alla tíð verið úthverfar, fólgnar í ytri lýsingum, glitri og glingri, flugeldasýn- •ingum tungunnar, hljómfegurð, há- stemmdu orðalagi og orðaleikjum. Með þeim nöfnunum Jóhanni Sigurjónssyni og Jóhanni Jónssyni og þó einkum Steini Steinarr fer ljóðlistin að skyggn- ast innáviff, túlka leyndustu hræringar sálarinnar, þau duldu öfl og huldu rök sem búa innra með hverjum manni og verða þegar bezt lætur aðeins tjáð á máli ljóðsins. Hefðbundin ljóðlist einkennist meðal annars af því, að auðvelt er að endur- segja efni kvæðis í lausu máli. Ljóðið verður því eins konar skartútgáfa af óbundnu máli. Nýja ljóðlistin leitast hins vegar við að nálgast upprúhalegt eðli ljóðsins, hið dularfulla og máttuga orð, spásögnina, særingarþuluna, hina „guðdómlegu umsögn“. Þetta gerist fyrst og fremst með samþjöppun, djörfum hugmyndatengslum, auðugu táknmáli, myndhvörfum og myndbreytingum. Menn deila um bundin ljóð og óbund- in, og halda því fram sumir hverjir í fullri alvöru, að ljóð ákvarðist af um- búðunum einum saman. Halldór Lax- ness sagði í frægum fyrirlestri í Osló: „. ... það er einsog skáldið hafi gleymt að einmitt með því að sleppa rími og versgerð er hann blátt áfram að skrifa óbundið mál, — það er ekki til annar munur á bundnu máli og óbundnu en sá sem felst í versgerðinni.“ Þegar frægir höfundar skrifa af slíkum stráks- skap um þessa hluti, er ekki að furða þó almúginn sé stundum ruglaður í ríminu. IVÍergurinn málsins er sá, að ljóð í víðustu og sönnustu merkingu ákvarð- ast fyrst og- fremst af viðhorfi skáldsins við yrkisefninu og þeim tökum sem hann tekur það. Mörg íslenzk atómskáld yrkja að mínu viti „ljóð“ sem eru ekki annað en prósi í mislöngum línum. En hitt er jafnvíst, að miklu fleiri íslenzk skáld yrkja hefðbundin ljóS með rétt- um ljóðstöfum og öllu tilheyrandi, sem eru ekki annað en rímaður og stuðlaður prósi. Ef mönnum þykir þessi skilgrein- ing einkennileg eða mótsagnakennd, er einfalt að benda á dæmi til skýringar. Menn beri til dæmis saman „Sorg“ Jó- hanns Sigurjónssonar, algerlega óstuðlað og órimað ljóð, og „Fyrr var oft í koti kátt“ eftir Þorstein Erlingsson, þræl- stuðlaðar og rímaðar vísur, og geri síð- an upp við sig, hvort verkið sé nær þeim skilningi sem leggja beri í orðið „ljóð“. Sannleikurinn er sá, að íslenzk ljóð- list hefur í alltof ríkum mæli éinkennzt af beljanda og bumbuslætti, háværum yfirlýsingum, heimspekilegum vanga- veltum, orðgnótt og snjöllu málfari, glæsilegum framtíðarsýnum og stundum raunar mögnuðum stemningum, en að jafnaði skorti hana innsæið, hina næmu og hárfínu skynjun, hina póetísku til- finningu og töfrandi dul, myndvísina og hin djörfu hugmyndatengsl. Ljóðið heimtar af lesanda eða hlust- anda, að hann sé hljóður og einlægur gagnvart því, sé hljóðfærið sem skáldið leikur á. Hér er það aftur á móti lenzka að menn líti á ljóð eins og síld en sjálfa sig eins og tunnur sem endilega þurfi að fylla. Menn hafa fyrir sið að læra heil ljóðasöfn utanbókar og þylja þau þind- arlaust í tíma ’og ótíma til að sanna ná- unganum andagift sína, skilning og menntun. Þetta minnir mig óþægilega á hin alræmdu, andlausu próf í skólum landsins, þar sem allt veltur á innan- tómum utanbókarlærdómi. Annar land- lægur kækur er í því fólginn að hafa á hraðbergi tilvitnanir í ljóð og önnur skáldverk við öll hugsanleg tækifæri og strá þeim eins og s-ykri yfir mælt mál og ritað. Þetta er hið hagnýta viðhorf til Ijóðsins: hér er örugg leið til að breiða yfir eigin andlega nekt og ófrjóa hugsun. Ég ber ekki á móti því, að þetta íslenzka dútl við rímur, stökur og kvæðaþyljanda getur verið skemmtileg dægradvöl, ekki sízt í langferðabílum, en sýnir það alúð og innlifun í skáldskap að íara með hann eins og skrínukost? E inhver tilfyndinn náungi, gott ef ekki Laxness' sjálfur, jós nýju ljóðlist- ina vatni og nefndi „atómskáldskap". Ég held ég megi segja, að nafngiftin hafi átt að vera niðrandi, enda festist nafnið furðufljótt í minni almennings að góðum og gömlum íslenzkum sið. Mér finnst nafnið gott að því leyti sem það greinir nútímaljóðlist okkar frá eldri ijóðagerð og gefur auk þess til kynna öldina sem hún leitast við að tjá og túlka. Hitt er miður, að fólk álítur almennt, að hér sé um að ræða eina tiltekna stefnu í ljóðlist, sem lúti á- kveðnum reglum og hafi eitt markmið. Fátt er fjær sanni. Ef satt skal segja eru atómskáldin svonefndu miklu sund- urleitari hópur í flestu tilliti en nokk- ur annar hópur samtíða íslenzkra skálda fyrr og síðar. Þau eiga fátt sam- eiginlegt annað en misjafnlega frjálst ljóðform og misjafnlega sterka löngun til að tjá samtímann. Að þessu leyti stendur íslenzk Ijóð- list svo langtum framar sagnagerðinni, að samanburður yrði hálfbroslegur. Vilji niðjar okkar vita eitthvað um það, hvernig núlifandi kynslóð hugsaði, fann til og leit á heiminn, munu þeir ekki leita þess í sögum okkar, heldur þeim ljóSum sem hvað mestum ótíðindum hafa þótt sæta meðal alls þorra íslend- inga síðustu áratugina. T íminn leyfir ekki rækilegan sam- anburð eða athugun á verkum þeirra skálda sem að einhverju leyti hafa fetað í fótspor Steins Steinars og gert íslenzka ljóðlist hlutgenga á alþjóðavettvangd. Ég vil einungis benda á eitt atriði, sem mætti réttlæta stóryrði mín hér á und- an. Nokkur yngri ljóðskáld hafa gert merkilegar atrennur til allsherjarupp- gjörs við sjálfa sig, öldina og söguna, hafa sagt skilið við hinar indælu litlu stemningar og fallegu náttúrulýrík til að gar.ga á hólm við samtíðina, hver með sínum mjög svo sérstæða hætti. Ég nefni aðeins þá fjóra sem ég tel hafa náð álitlegustum árangri: Hannes Pét- ursson í þremur ljóðabókum, Hannes Sigfússon í þremur ljóðabókum, Matt- hías Johannessen í þremur ljóðabókum og Sigfús Daðason í seinni ljóðabók sinni. Það mundi einhverntíma hafa -þótt umtalsvert að eiga fjóra jafnólíka, jafn- djarfa og jafnlistfenga menn í hópi yngrl skálda, og mun væntanlega síðar koma á daginn að vanafesta og nesjamennska hafi glapið þeim íslendingum sýn, sem ekki sjá annað í nýju ljóðlistinni en „rímleysu“, „atómþrugl", „þokukennda hugsur“ eða hvað þeir nú heita allir gáfulegu frasarnir sem menn hafa á takteinum þegar nútímaljóðlist ber á góma. — ♦ — IJm íslenzka leikritun í nútíman- um er fátt að segja enn sem komið er. Við búum að því, að henni hefur ekkl verið skapaður viðunanlegur vettvang- ur ennþá, þrátt fyrir veglegt Þjóðleikhús og margar fallegar ræður á stórhátíðum þeirrar merku stofnunar. íslenzk leik- rit koma ekki fram að neinu ráði, hvaff þá að leikritagerð blómgist, fyrr en skil- yrði til tilrauna á leiksviði eru fyrir hendi. Fram til þessa hafa íslendingar veriff rígbundnir við hið svonefnda raunsæja leikhús Ibsens og sporgöngumanna han&. Ný frumleg leikhúsverk eiga erfitt upp- dráttar, en það er samt athyglisvert a3 þeir ungu íslenzku höfundar, sem fengi3 hafa verk sín sýnd að undanförnu, hafa yfirleitt sótt efnivið sinn í nútímann, jafnvel í • daglegt líf höfuðborgarinnar, og loíar það vissulega góðu. Meginvandamál íslenzka leikhússins er þó að mínu viti tilfinnanlegur skort- ur á leikstjórum, sem hafi tíma og getu til að vinna með leikritahöfundum og leiðbeina þeim fyrstu sporin. Leikritið á sennilega meiri framtíð fyrir sér I bókmenntum okkar en skáldsagan, ef nokkuð má marka veðurstöðuna nú, en það veltur að verulegu leyti á forráða- mönr.um íslenzkra leikhúsmála, hver þróunin verður. — ♦ — E g skal ekki fjölyrða hér um ís- lenzka bókmenntagagnrýni, en leyfi mér að staðhæfa að hún sé mjög í molum og hafi ævinlega verið. Jafnvel þeir menn, sem helzt mætti ætla að skrifuðu um bókmenntir af nokkurri ábyrgðar- tilfinningu, hafa margir hverjir hegðað sér eins og götustrákar á þeim vettvangi, og nægir í því sambandi að benda á Framhald á bls. 13 Steinn Steinarr B LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.