Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 3
EFTIR RICHARD HUCHES H, .ann drap mig mjög auðveldlega með því að brjóta á mér höfuðkúpuna. Bang! Ja, hvílíkur bjáni hafði ég verið. Allt hatur mitt hvarf með "íyrsta högg- inu: bjáni að gera svo mikið veður út af því, þótt ég hefði komið að honum með annarri konu. Og nú fór hann svona með mig — bang! Það var seinna höggið og það sem gerði útaf við mig. Það hlýtur að hafa stafað birtu frá hinni ungu sál minni í tunglsljósinu, því að ég sá hann líta upp. frá líkama mínum, með vandræðalegan svip. Það gaf mér góða hugmynd. Ég hafði alltaf verið hrædd við afturgöngur; nú var ég sjálf orðin ein í þeirra tólu. — Hann var hinsvegar aldrei hræddur og sagði að engar afturgöngur væru til. Ekki það? Ég skyldi nú sýna honum það! John stóð á fætur og starði sífellt fram fyrir sig. Ég sá hann greinilega. Allt mitt fyrra hatur vaknaði að nýju. Ég rak andlitið fast að andliti hans. En hann virtist ekki sjá mig, starði bara. Svo byrjaði hann að ganga áfram, eins og hann ætlaði að ganga í gegnum mig, og ég varð hrædd. Heimskulegt af mér — anda, að vera hrædd við hann, en ég vék nú samt til hliðar, svo að hann kæmist leiðar sinnar. Hann var næst- um horfinn inn í skugga götunnar, áður en ég áttaði mig til fulls og elti hann. Ég elti hann upp High Street og niður Lily Lane. JL< ily Lane var allt í skugga, en samt gat ég séð hann eins vel og um hábjartan dag. Ég greikkaði sporið, unz ég var komin fram fyrir hann — sneri þá við, veifaði handleggjunum og gaf frá mér dularfullt hljóð, eins og þær afturgöngur gerðu, sem ég hafði lesið um. Hann fór að brosa örlítið, með á- nægjusvip, en samt virtist hann ekki sjá mig. Gat það verið að hin ákveðna vantrú hans á tilveru afturgangna ylli því, að hann sæi mig nú ekki? „Hoo", blístraði ég út á milli þurinra. varanna. „Hoo! Morðingi! Morðingi!" Einhver opnaði þakglugga. „Hvað er þetta?" var kallað. „Hvað gengur á?" Annað fólk gat þá a.m.k. heyrt til mín. Og allan tímann ^ekk hann beint áf ram og brosti með sjálfum sér. Hann hafðí aldrei neitt, sem hét samvizka, sagði ég við sjálfa mig. Þarna er hann nýbúinn að fremja morð og brosir, eins og ekk- ert hafi skeð. Það var undarlegt, að vera nú skyndilega orðin afturganga, þegar ég hafði verið lifandi bara fyrir einum tiu mínútum. Ha-ha! Ég bókstaflega æpti og öskraði af hlátri. Þetta var allt svo spaugilegt...... John hlaut áreið- anlega að hafa heyrt það; en nei, hann beygði bara fyrir hornið, inn í Pole Street. M« eðfram öllu Pole Street höfðu hlynimir fellt lauf sitt og nú vissi ég hvað ég átti að gera. Ég lét þessi blikn- uðu laufblöð rísa upp á þunnar brún- irnar, eins og vindurinn gerði það. Eft- ir öllu Pole Street fylgdu þau honum, en John gekk bar'a áfram og ég elti hann, því að það voru ennþá einhver bönd á milli okkar, sem drógu mig áfram. Aðeins einu smni leit hann við og virtist sjá mig. í svip hans mátti sjá eins konar „endurþekkingu", en engan ótta; aðeins sigurgleði. „Þú ert glaður yfir því að hafa drepið mig", hugsaði ég með mér, „en ég mun láta þig sjá eftir því". En svo rann allt í einu allur móð- urinn af mér. Heldur kristilegt athæfi þetta, eða hitt þó heldur! Þarna hafði ég verið dauð í tæpar fimmtán mínút- ur og var enn að hugsa um hefnd, í stað þess að búa mig undir að mæta drottni mínum. Einhver rödd innra með mér virtist segja: „Yfirgefðu hann, Millie — yfirgefðu hann, áður en það er of seint." Of seint? Vissulega gat ég yfirgefið hann, þegar ég vildi. Afturgöngur gera og geta allt, sem þær vilja, ekki satt? Ég ætlaði að gera aðeins eina tilraun enn til að hræða hann, svo myndi ég hætta og hugsa um himnaför mína. Hann stanzaði, sneri sér við og leit beint á mig. Ég benti á hann með báðum höndum. „John", hrópaði ég, „John! Það er allt Framnhald á bls. 4 Mér er sagt EH'ir Jón Kára Mér er sagt að gleði ríki í brjóstum barna. Mér er sagt að einhvers staðar séu mennirnir góðir. Mér er sagt að ástin ylji hjörtu sumra. Mér er sagt að víða sé fegurð að finna. Mér er sagt að lífið geti verið dásamlegt. En mér er líka sagt að margir leiti. Og mér er sagt að moldin, hún sé köld. 16. t8MMa« 19W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.