Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 5
Krústjov og sovézkir Æ TLA mætti að Krústjov hefði nóg á sinni könnu. Hann er með fangið fullt af vanda- málum í sambandi við Kúbu, Berlín, Kína og ótal önnur utanríkismál, og hann er á sífelldum þeysingi um þann sjötta hluta heims, sem hann ræður yfir, til að líta eftir, hvetja bændur og verkamenn til síaukinna afkasta og ýta við sofandi yfirvöld- um í borgum og sveitum. Eigi að síður hefur hann talið brýna nauð- syn á að kveðja sovézka listamenn saman og ræða við þá ástandið tvisvar á tæpum þremur mánuðum — 17. desember í fyrra og 8. marz í ár. Til þess hljóta að hafa legið veiga- miklar, að ekki sé sagt ískyggilegar or- sakir, að hann hefur gefið sér tíma til að fjalla um vandamál, sem liggja, a.m.k. í okkar augum, utan við hið dag- lega verksvið stjórnmálamannsins. En aðeins í okkar augum, því Krústjov er að því leyti líkur fyrirrennurum sín- um, að hann ljser listinni og þá jafn- framt listamönnum mikilvaegi, sem er miklu víðtækara en við Vesturlanda- búar eigum að venjast — nema kannski við þau hátíðlegu tækifæri þegar stóru orðin kosta ekki peninga. Hann lagði einnig ítrekaða áherzlu á það í ræðu sinni 8. marz, að bókmenntirnar og list- in ættu miklu hlutverki að gegna í sovézku þjóðlífi, og hann komst svo að orði, að listamenn væru eins og smiðir, þeir smíðuðu á ný sálarlíf fólksins. Beint við þá sagði hann: „Þið ráðið yfir óf'ugu vopni, og þessu vopni verður að beita í þágu fólksins." V ið þetta höfðu hinir 500 málarar, myndhöggvarar, kvikmynda- og leikhús- menn, tónlistarmenn, skáld og rithöf- undar, sem kvaddir höfðu verið saman hvaðanæva úr Sovétríkjunum, senni- lega ekkert að athuga. Það hefði þá helzt verið það, að líkingin úm smiðina minnti kannski helzti mikið á þau orð Stalíns, sem vitnað hefur verið til ótal sinnum, að listamenn væru verkfræð- ingar sálarinnar. Það hefur líklega ekki vakið sérlega viðkunnanleg hugsana- tengsl. En orðtakið „listin vegna listarinnar“ hefur aldrei átt verulegt fylgi í Rúss- landi, og óvíða í veröldinni hafa lista- menn fundið hjá sér jafnríka þörf fyrir að flytja mannlegan boðskap eins og einmitt í Rússlandi. Hins vegar hafa þeir jafnoft látið í ljós greinilega óbeit á því að vera þjónar ríkisins og vald- hafanna. Áreksturinn milli rithöfund- anna og ríkisvaldsins er e.t.v. samfelld- asti þátturinn í rússneskri bókmennta- sögu, og sagan hefur endurtekið sig kynslóð eftir kynslóð allt frá tímum Katrínar miklu fram á okkar dag. Hægt væri að skrifa bókmenntasögu Rúss- lands eins og frásögn um skáld og rit- höfunda, sem voru neyddir til að þegja, fangelsaðir, gerðir landrækir, knúðir til að flýja land eða reknir í dauðann á einn eða annan hátt. ICrústjov virðist ekki hafa hug á að fylgja þessari hörmulegu hefð, þó hann hafi upp á síðkastið beitt bragði, sem einnig var þekkt á dögum keisara- Þ A Ð liggur kannski í eöli þjóöfé- lags, þar sem flestir eru önnum kafnir viö aö grœöa peninga, aö ríki og bcejarfélög taki aö sér œ fleiri þeirra verkefna, sem áöur voru í höndum áhugamanna, en vissulega er sú þróun varhugaverö. Hún leiöir m.a. til þess, aö enginn fæst til aö gera viövik nema fyrir komi greiösla í beinhöröum pening- um eöa lílunnindum. Hugarfar „op- inberra starfsmanna“ er aö veröa allsráöandi á öllum sviðum á ís- landi. Þetta kemur ekki hvaö sízt fram í œskulýösstarfseminni. f Reykja- vík er rekiö œskulýösstarf meö launuöu liöi, og er út af fyrir sig góöra gjálda vert aö borgaryfir- völdin skuli vilja sinna brýnum vandamálum reykvískrar œsku, en mér viröist samt stefnt í ranga átt. Vel launaöar stööur hafa nefnilega tilhneigingu til aö veröa hœaindi, þar sem áhugi og athafnasemi dofna og sofna — þar sem skriffinnska og nefndafarg kœfa hugkvæmni og skapandi framták. I Reykjavík o g v í ö a r kaupstööum hafa um langt árabil v er i ö við lýöi sam- tök áhuga m ann a um œskulýösstarf, og má þar t.d nefna íþrótta- félögin, skáta- hreyfinguna og KFUM Þar hafa menn lagt œskunni lið af áhuga og skyldurœkni, en eklci til aö bera úr býtum fjárhagslegan á- bata. Meö hinni nýju tilhögun virð- ist sem stoðum sé að nokkru kippt undan þessari lofsverðu viöleitni m.a. vegna þess aö nú er til siðs að launa slík störf af hálfu hins opin■ bera. Ég skal ekki leggja dóm á ár- angur þess œskulýðsstarfs, sem rek- iö er af bœjarfélögum hérlendis, en mér viröist þaö vera mjög í molum enn sem komiö er og livergi nœrri svara kostnaöi. Enda er þaö staö- reynd, aö flest bœjarfélög á Norö- urlöndum og raunar víöar hafa horfið frá beinum rekstri œskulýös- starfs, en í staö þess stutt samtök áhugamanna meö ráöum og dáö til slílcra starfa. Sú tilhögun vær\ miklu œskilegri hér, fyrst og fremst vegna þess að sjálfboðáliöar og áhugamenn ná betri árangri á þessum vettvangi en launaöir embœttismenn. 1 staö þess að sóa stórfé í gagnslítil „ráö“ og „nefndir“ œttu bœjarfélögin aö veita óháöum œskulýössamtökum þann fjárhagslega stuðning, sem örvaö gœti starfsemi þeirra, t.d. með því aö kosta námskeiö fyrir æskulýösleiðtoga, sem legqja vildu fram krafta sína í þágu slíkra sam- taka. Þaö væri áreiöanlega skyn- samlegri leið og á allan hátt vœn- legri til áranqurs. Skriffinnskan og opinbera farg- aniö eru hvort sem er oröin alltof yfirgripsmikil hér á landi. s-a-m. re höfundar EFTIR CARL STIEF veldisins, nefnilega að lýsa rithöfund, sem ekki vildi „láta sér segjast“, geð- veikan og loka hann síðan inni á geð- veikrahæli. I samanburði við það at- ferli Stalíns að loka rithöfunda inni I þrælabúðum, þaðan sem fáir þeirra sluppu lifandi, er hér úm að ræða væg- ara form hefðarinnar. Og sú staðreynd að hann tekur umræður fram yfir til- skipun — ólíkt Stalín í hinum alræmdu Sdanoff-tilskipunum frá 1946, sem gerðu sovézka list að skrípamynd af sjálfri sér — gefur til kynna að Krústjov sé gerður af öðrum efniviði og tímarnir séu nú allt aðrir. Krústjov hefur án efa verið einn þeirra, sem mestan áhuga höfðu á að gefa sovézkri list aftur þá virðingu, sem hún hafði týnt á árunum meðan hún var þvinguð til að þjóna einsýninni, þögninni og rangfærslunum. Vitað er að verk eins og „Dagur í lífi Ivans Deni- sóvitsjs" eftir Solsénitsyn og mörg af ljóðum Évtúsénkós hefðu verið stöðvuð af óttasleginni ritskoðun, ef Krústjov sjálfur hefði ekki skorizt í leikinn. Ein veigamikil orsök þess, að ástandið í sovézku menningarlífi er nú eðlilegra en áður, er löngun hans sjálfs til að skapa heilnæmara andlegt loftslag í Sovétríkj- unum. Hvað hefur þá gerzt, úr því sá hinn sami maður, sem hefur af slíkum þrótti stuðlað að uppgjörinu við fortíð- ina og þannig hreinsað burt svo mikið af óhreina loftinu, tekur menn nú til bæna? Hvað hafa skáldin og rithöfund- arnir — því hér munum við takmarka okkur við þann hóp meðal sovézkra listamanna — gert, fyrst hann telur nauðsyn bera til að skerast í leikinn? í stuttu máli má eflaust orða það svo, að álitlegur hluti sovézkra rithöf- unda (kannski ekki að fjöldanum til, heldur að því er snertir áhrif) haíi viljað breyta uppgjörinu við fortíðina í lausn undan valdboði flokksins. Með tilvísun til þess síður en svo örvandi árangurs, sem valdboð flokksins á Stal- íns-tímanum leiddi til í bókmenntunum, hafa þeir sjálfir viljað ákveða, hvað væri fólkinu fyrir beztu, og ekki lengur láta hugsjónanefnd flokksins ákveða, um hvað ætti að skrifa og á hvern hátt ætti að skrifa. egar Krústjov segir að listin sé vopn og listamennirnir smiðir, sem breyti mannlegu sálarlífi, á hann við — og það sagði hann skýrurn orðum á fur.dinum — að vopninu eigi að beita i baráttunni fyrir kommúnísku þjóð- skipulagi og smiðirnir eigi að umbreyta hinum gamla Adam í góðan kommún- ista. Enda þótt hann vilji ekki koma í veg fyrir, að gagnrýni komi fram í bók- menntunum, þá trúir hann meir á mátt fyrirmyndarinnar og krefst þess vegna, að þær eirtbeiti sér fremur að björtum hliðum lífsins en dökkum. Bók- menntirnar eiga að vera uppörvandi og lífsjátandi eins og fjörlegur morgun- söngur — ég á við: eins og hinir góðu og gömlu byltingarsöngvar, sem Krúst- jov minnti á í ræðu sinni þegar hann sagði frá þVí á sinn skemmtilega hátt, að þegar fólk af hans kynslóð kæmi saman við hátíðleg tækifæri, þá tæki það ævinlega lagið og syngi hina gömlu söngva frá byltingartímanum. Álitlegur hluti af sovézkum skáldum og rithöfundum sér og finnur, að hvorki fólkinu né bókmenntunum er greiði gerður með þessum takmörkunum. Þeir vilja gefa því rúm sem er einstaklings- bundið, og álíta að nú hljóti að vera óhætt að fjalla um það sem hefur al- mennt mannlegt gildi. Þess vegna krefj- ast þeir frelsis til tilrauna og módern- isma, sem þeir sjá ekki að skaðað geti flokkinn á nokkurn hátt. Ýmsir sérfræð- ingar um sovézk málefni hafa talið mót- mælin gegn skilgreiningu Krústjovs á hlutverki sovétbókmennta vera grimu- klætt pólitískt uppgjör, en það er án efa vestræn óskhyggja. Sovézkir rit- höfundar eru ekki pólitískir uppreisn- armenn, heldur listamenn sem vilja ekki lengur láta segja sér fyrir verkum af hugsjónafræðingum flokksins. S ú stefna aukins frjálslyndis, sem hófst með 20. flokksþinginu og efldist eftir 22. flokksþingið, hefur þegar getið af sér bókmenntir, sem gefa skýra vís- bendingu um, í hvaða áttir rithöfund- arnir vilja stefna. Sovézkar bókmenntir, sem voru næst- um ómeltanlegar árið 1950, hafa eftir rúman áratug fengið æ meira næring- argildi. Hér er ekki fyrst og fremst átt við verkin sem vakið hafa mesta eftir- tekt, skáldsögu Ehrenburgs, „Leysing", Krústjov ræðir við sovézka listamenn á fundinum 8. marz. Fyrir framan hann standa frá vinstri rithöfundurinn Sergei Miklialov, kvikmyndastjórinn Grígorí Tjúkhraj og I. Pírajev. 17. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.