Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 2
ÆU47JI ik
SVIP-
MVND
reasi skarpdregna mynd af forseta
Guineu lýsir þeim höfuðöflum, sem hafa
skapað hug og innraeti Sékou Tourés,
og sýnir ennfremur stefnu þá, er hann
hefur nýlega tekið: „Sékou Touré virð-
ist einráðinn, við lok fyrsta fjögurra
ára timabils Guineu sem sjálfstæðs rík-
is, að forðast snöggar stefnubreytingar,
skörp viðbrögð og hvatvíslegar fram-
kvæmdir. f>essi afríski draumóramaður
virðist vera orðinn afrískur raunsæis-
maður, enda þótt áhorfendur utan Afríku
geti enn haft tilefni til getgátna, heila-
brota og efasemda“. Dr. Schatten, sem
hefur samið bók um Afríku, er þaul-
kunnugur í Guineu.
A lltaf svífur einhver óvissa yfir
vötnunum, þegar Sékou Touré er til
umræðu, hvort heldur utan Afríku
eða innan. Sú mynd, sem almenningur
gerix sér af manninum, sem sagði nei
við franska ríkið með þeim árangri, að
lendur Frakka í Afríku yfirgáfu móð-
urlandið, hver af annarri, þessi mynd
er meira og minna kvik og breytileg,
og einmitt það vekur alltaf áhuga á
manninum. Sumir líta á undanfarin
fjögur ár í Guineu sem baráttu milli
kommúnisma og andkommúnisma. —
Aðrir halda því fram, að ákvarðanir
Tourés á þessu tímabili hafi stjórnazt
samtímis af leyndri Frakkaást og
Frakkahatri. Nokkrir fáir, sérstaklega
„innvigðir“ gefa í skyn trúarlega köll-
un, staðfesta af spádómum. Talað er um
„Nasser endurborinn“, „Afrískan Mao
Tse-Tung“, og um endurfæðingu hetj-
anna, sem mest bar á, á hinum ófrið-
legu miðöldum Afríku, þegar ríki fædd-
ust og dóu á því svæði, sem nú heitir
Guinea.
Sjálfur hefur Sékou Touré lítið gert
til þess að draga úr heilabrotum sem
þessum. Engin heilleg ævisaga Tourés
er enn til, og — andstætt Kwame
Nkrumah — hefur hann aldrei ritað
neitt um æviferil sinn, né gefið neinar
upplýsingar, sem gætu fengið neinn
til að draga neinar ítarlegar ályktanir
um sálarlif hans, hugsanagang eða
grundvallarhugmyndir.
Fáanlegar heimildir eru oftast nokk-
uð á reiki og margar þeirra þjóðsagna-
kenndar — eins og til dæmis sú, að
hann sé afkomandi hinnar frægu Keita-
konungsættar, og aðalborinna stríðs-
manna fornra. Þó er enginn vafi á því,
að afi hans var hinn mikli Samoiry, en
um bann eru þjóðkvæði og þjóðsögur í
Guineu og Mali, þess efnis, að hann
hafi verið síðastur manna til að berj-
ast gegn hvítum mönnum, á níunda
áratug síðustu aldar.
Mikið djúp.
S onarsonur hins mikla Samorys
fæddist í fátækt, sem veitti honum eng-
in tækifæri. Hann var einn hinna
snauðu, en samt varðveitti hann nokk-
uð af hinu byltingarkennda stolti for-
feðra sinna. í æsku vann hann sem
■r
undirtylla í pósthúsi, en hann gaf aldrei
frá sér vonina, og þegar hann neyddist
til að hætta í gagnfræðaskóla, snéri hann
sér, með þrákelkni sjálfmenntaða
mannsins, að frönsku þjóðfélagsfræð-
ingunum, að Marx, Engels og Lenin og
Afríku-vinveittum draumóramönnum
og spámönnum. Frakkland varð andlegt
heimili hans, og það áður en hann kom
þangað í fyrsta sinn, eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar, til að taka þátt í
námsskeiði, sem verkamannasambandið
gekkst fyrir, og enn getur hann talað
um Frakkland með heimþrá og þeirri
blöndu ástar og haturs sonarins, sem
hefur verið hrakinn burt frá heimili og
fjölskyldu.
Fyrstu kynni sín af stjórnmálum átti
hann Frökkum að þakka — vinstrisinn-
uðum menntamönnum og kommúnist-
um, sem höfðu uppgötvað kraft hans
og fjör og uku menntun hans með við-
ræðum og æfingum. Sjálfur hefur Touré
alltaf skoðað þessa þakkarskuld við
Frakkland sem sorglegt fyrirbæri og
spor í áttina til að fjarlægjast eðli sitt
sem Afríkumaður. Þegar hann ávarp-
aði Alþjóðamálaráðstefnuna í London
1959, mælti hann svo:
„Menntunin kom okkur í snertingu
við menningu annarra þjóða. Nokkur
fjöldi okkar tók upp menningu ann-
arra landa, og árangurinn hefur ver-
ið hinn menningarlegi tvískinnungur
í Afríku. Má ég nefna dæmi úr eigin
reynslu. Ég kann betur við mig í
samfélagi Frakka en í samfélagi
eldra bróður míns, sem hefur aldrei
verið í skóla. Nýiendustefnan þýddi
framför fyrir fámennt, afrískt úrval,
en staðfesti um leið mikið djúp milli
okkar".
Skipulagsgáfa.
Touré hefur oft látið sér eitthvað
svipað um munn fara. Og allitaf fylgir
því eitthvert innra mótmælaóp, og kröf-
ur um að hverfa aftur til „afrísks virðu-
leika“ og undirstrikun „afrísks persónu-
leika“. Og sá ofsafengni ákafi, sem kem-
ur fram, þegar hann tönnlast á þess-
ari sýn sinni: nýjum Afríkumanni, með
eigin mælikvarða á verðmæti, er hið
raunverulega hreyfiafl að baki stjóm-
málastefnu hans og það, sem hefur
gert hann, í augum margra, að róttæk-
um og öfgakenndum manni.
Slíkar ásakanir heyrðust jafnvel áður
en landið fékk sjálfstæði, því að Sekou
Touré var fyrsti foringi í Afríku, sem
greip til vopna gegn hinu forna ætta-
veldi, og þeirri baráttu lauk, með hjálp
fyrrverandi landsstjóra, Jean Ramadi-
er, og með sigri, árið 1957. í augum
Sékou Tourés var „chefférie“ eða höfð-
ingjastjórn algjörlega óhæft skipulag til
að afla landinu frelsis. í stað þess setti
hann í meira en 4000 þorpum, sitt eigið
hugarfóstur, Alþýðuflokk Guineu, sem
varð einhver bezt skipulagði stjóm-
máia flokkur allrar Mið-Afríku — ekki
hvað sízt vegna skipulagsgáfu og áróð-
urstækni forseta þess og aðal-fram-
kvæmdastjóra, sem var Sekou Touiré
sjálfur.
Jafnskjótt sem þessi flokkur hafði
náð verkamannsambandinu og „fylk-
ingu ungra brautryðjenda“ undir sina
stjórn og jafnskjótt sem þessi sambönd
og — fyrir þeirra milligöngu stjórnin
— var falin „demókratiskri miðstjórn-
un“ og meginreglum gagnrýni og sjálfs-
gagnrýni, hafði Touré frjálsar hendur
að gera hvað sem hann vildi, hvað
stjórn landsins snerti. Mörgun mánuð-
um fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 28.
september 1958, lét franskur embættis-
maður þess getið í trúnaðarskýrslu til
Parísar, að Guinea væri „umráðasvæði,
sem ekki lyti lengur stjórn franska
lýðveldisins“. Því kom útkoma atkvæða-
greiðslunnar ekki neinum á óvart, ekki
sízt fyrir þá sök, að Touré lét de Gaulle
ekki vera í neinum vafa um útkomuna,
fyrir íram.
„Við höfum eina alvarlega og
mikilvæga þörf: virðingu okkar. En
engin virðing getur átt sér stað án
frelsis, því hvaða undirokun og
hvaða kúgun sem er, óvirðir mann-
inn, sem lætur kúgast, sviptir hann
hluta af mannseðli hans og gerir
hann að lægri veru, gegn vilja hans.
Við viljum heldur fátækt í frelsi en
auð í þrældómi".
Áróður fyrir framkvæmdum.
U m þær mundir, sem de Gaulle
lét þessi hátíðlegu orð sem vindum eyru
þjóta, fór Frakkland að dæmi hans og
neitaði að taka sjálfstæðisyfirlýsingu
Guineu alvarlega. De Gaulle hafði aug-
un eingöngu á alríkinu, og var sann-
færður um, að Guinea mundi fljótlega
breyta um tón, ef hún yrði fyrir nokk-
urri harðneskju. Árangurinn varð geig-
vænlegur. Neitun Frakklands, mánuð-
um saman, við þeirri kröfu að viður-
kenna rdkið og losa það við franska
embættismenn, lækna, kennara og
tæknimenn —■ að viðbættu þöglu sam-
þykki vestrænna ríkja við þessu, hafði
það í för með sér að Guinea slóst í
lið með austrænum ríkjum. Og þetta
verður enn skiljanlegra, ef þess er
gætt, að austurblökkin kom tafarlaust
fram á sviðið með tilboð um stórfellda
aðstoð.
Það er óvefengjanlegt, að, ef Kúba
er frátalin, hefur ekkert land „öreig-
anna“ gefið austurblökkinni annað eins
tækifæri, en samt lét austurblökkin það
frá sér fara. Og það gerði hún vegna
þess, að hún tók ekki mark á þessu
atriði, sem oftast kemur fyrir í ræðum
Tourés — virðingunni. En virðing
Guineu var móðguð, þegar kommúnist-
ar, eftir fyrstu byrjunina, komu með
áróður í stað framkvæmda og yfirgáfu
landið í svelti. Og um fram allt var þó
virðing þess skert, þegar sendimenn og
eftirlitsmenn kommúnista tóku að líta
á Secou Touré sem þann mann, er gæti.
orðið „fylgihnöttur", sem hægt væri að
hafa gott af og gæti þjónað þeirra
eigin kommúnisku markmiðum.
Valdsmannleg framkoma.
S vo að ekki sé gert meira úr
þessu en vert er, var þessi misskilning-
ur óumflýjanlegur. Touré og nánustu
félagar hans ’höfðu alið á honum með
Framh. á bls. 6.
UtgefancU: HJ. Arvakur, Reykjavik.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: AðalstræU 6. Sími 22480.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33. tölublað 1963.