Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 13
við vinnuna og að taka lagið með öðrum. t>á var líf með Þjóðkórnum! Húsmóðirin var ánægð með daginn, hennar var að leggja síðustu hönd á plóginn og salta fuglinn, en það var bóndans að salta fiskinn. Fullar tunnur af fýl og lunda stóðu á steinhleðslum í geymslukjallaranum eða í útihúsi. Gnægðir af eigin afla af lofti, láði og legi var blessunarríkur vetrar- iorði á mannmörgum heimilum. Fýlunginn var nytjafugl, af honum var svo að segja allt nýtt. Innmörnum var safnað í ker og sjálfbráðið var lýsið notað í kolur og lýsislampa og eins og steinolía við uppkveikju. Feitin, sem rann af fuglinum við suðu, höfð í bræð- ing með tólg. Talinn fjörefnaríkur og hollur unglingum. Reyktur fýll á borðum þótti herramannsmatur og reykt súla, er Skotar kváðu hafa mikið dálæti á. Súl- an var ígildi aligæsar, súlusvið, súlu- blóðmör og fýlshausar voru sérstakir Eyjaréttir. Innvolsið, lappir og vængir gáfu gott eldsneyti, þessu svokallaða fýlarusli var kastað í taðstálið. Lunda- spýlur, bök og vængir af lunda, spýlt saman og lengjurnar hengdar upp á grjótveggi til þerris, þóttu gott eldsneyti. Loks er það fiðrið af fýlunganum. Það var breitt út á gi'asvöll og látið rigna úti vel og lengi og mætti skini og skúr- um. Meðferðin á því var sem á heyi í flekk, hrært í og rakað saman með hrífu. Breitt yfir til varnar foki, eigi hirt fyrr en regnið var búið að ná úr því mestu lyktinni. Þá gat það gengið í verzlanir, gefið um 20 aura fyrir pundið. Á þrifn- aðarheimilum var fýlafiður aldrei notað í sængur. Lundafiður gekk næst æðar- dún háu verði. Fýllinn er staðfugl og heldur sig ná- lægt varpsitöðvunum á vetrum. Aðeins stuttan tíma að liðnum fýlaferðum, þeg- ar síðustu ungarnir, sem eftir urðu, hafa yfirgefið fýlabyggðirnar, hverfur hann alveg á brott, en kemur svo aftur. — Þrátt fyrir harða sókn mun nægilegt af ungviðinu hafa komizt undan til að bjarga stofninum. Afskektar fuglabyggðir urðu stundum fyrir barð- inu á eggjaþjófum, erlendum og innlend- um. Það kom samt ekki oft fyrir, enda höfðu fuglabændur vakandi auga með öllu. B ann gegn fýlungaveiði var sett með heimildarlögum 7. maí 1940, vegna fýlaveikinnar eða páfagaukaveiki, er tal- ið var að orðið hefði vart hér sumarið áður og borizt mun hafa frá Færeyjum. Sóttin mun hafa komið frá Suður-Amer- íku í páfagaukum, er flytja átti til Ev- rópu, en drápust á leiðinni og var kastað fyrir borð út í Atlantshafið, en fýllinn, sem étur allskonar hræ, er fljóta á sjón- um, komizt í þennan sóttdauða fugl og borið veikina með sér. Aðalfæða fýlsins eru krabbadýr, Plankton, kolkrabbi og marglittur. Alllöngu áður en bannið var sett voru fýlaferðir með sinu hefðbundna skipu- lagi lagðar niður. Fýlatekja taldist eigi lengur til bjargræðis á þeim miklu hag- sældartímum, er í hönd fóru. Alltaf munu þó einhverjir, sem tekið gátu und- ir með vermanninum af landi, sem sagði: „Mikill fyrirtaksmatur er lundinn, þó enn betri fýllinn". Og þeir eru sagðir hafa blótað á laun og sótt fýl í úteyjar. Fyrir lífsnauðsynjum var barizt með víkingslund og manndómi, sem aldrei brást, áræði né kjark. Á síðustu áratug- um 19. aldar fylgdust að fiskileysisár og óhagstæð verzlun, samt bryddi á fram- förum, þó hægt færi, á flestum sviðum. Menn bjuggu vel að sínu, reiðubúnir þó til að leggja sig alla fram í sameiginleg- um átökum fyrir bættum kjörum með aukinni tækni, sem raun varð á er við- reisnartímabilið hefst með stórútgerð- inni. Á grundvelli félagasamtaka, sem Eyjamenn höfðu tamið sér í sjó- og fjallasókn, urðu til samlög útvegsmanna, lifrar- og olíusamlög o. fl. Með þeim góða félagsanda, er ríkti, kunnu eyjamenn að gjöra sér dágamun og að halda upp á tyllidaga. Fýlaveizlan að loknum fýlaferðum bar nafn með rentu. Uppáhaldsmaturinn, reyktur fýll, var á borðum, en brugðið út af því, ef sömu mennirnir sóttu fleiri veizlur og hafðar kjötsteikur, sem helzt var jafnað við þann reykta. Sungið var mikið og kveðið og rabbað saman í fýlaveizlunum og rifjaðar upp minningar frá samverustundrun í veiði- förum. Skálað var í frönsku koníaki, sem einhver lumaði alltaf á frá strand- uppboðunum. Árlega voru einnig þrjár veizlur af svipuðu tagi, hver með sínu r.afni, útlátaveizlan áðurnefnd, juls- veizlan og lundaveizlan. Þetta var meðan opinberar skemmtanir voru eigi farnar að tíðkast, að neinu ráði. Sömu mennirnir stunduðu sjó- inn á vertíð og nutu ýmissa fríðinda, eins og venja hafði verið frá fornu fari. Bátshöfnum var boðið til kaffidrykkju af bátseigendum, 3—4 sinnum á vertíð, stundum í hóteli staðarins er mest var viðhaft. Útdráttarveizlan var haldin fyrsta róðrardaginn á vertíðinni. Veit- ingar í þessum svokölluðu veizlum, var kaffi eins og hver vildi og kaffibrauð og fcitt vínstaup með. Sumardagsveizlan var haldin á sumar- daginn fyrsta. Voru þá matarveitingar, þykkur grjónagrautur með sírópi út á, salt kjöt eða reykt. í sumardagsveizlun- um var siður að formaður falaði háseta til næstu vertíðar. Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti. | HÁLFRAR ALDAR | Framhald af bls. 7. átti að flytja hann til Harwich. Og hann haföi sannarlega mikið að lifa fyrir. SLYS ? Hugsanlegt, en í alla staða ó- sennilegt. Diesel var heilsuhraustur, sterkbyggður líkamlega, og hann hafði enga ástæðu til að yfirgefa klefa sinn, eftir að hann hafði gengið til náða. HORFIÐ VILJANDI? Það var skrítin saga, sem birtist í sumum dagblöðum á meginlandinu, um það atvik, að maður, mjög líkur hinum horfna verkfræðingi, liefði sézt klifra frá borði á Dresden, fáum augnablikum áður en skipið leysti festar. í þessu sambandi má geta þess, að Diesel var aldrei skráður á farþega- lista skipsins, svo sem áður er getið, en frá honum var gengið endanlega eft- ir að skipið lét úr höfn. Hvers vegna skildi hann eftir hið verðmæta gullúr sitt og peninga sína í klefanum? Ef til vill hefði hinn dular- fulli Herr Luckmann getað gefið okk- ur sínar skýringar. Einn möguleiki er eftir — morð. Það held ég, að sé eina rétta skýringin á {;ví sem skeði þessa nótt fyrir 50 árum. Mikilvægi málsins Vitandi vits, að ófriður við Bretland var yfirvofandi, og hitt, að hlutverk kaf- báta gæti ráðið úrslitum í þeirri bar- áttu, hefir þýzka flotamálastjórnin strengt þess heit, að Diesel skyldi aldrei komast lifandi til Lundúna, þar sem síð- ustu uppfyndingar hans yrðu til þess að hvessa svo um munaði klær brezka flotans. Eftirmáli Fyrir nokkrum árurn, þegar ég dvaldi í Genf í Svisslandi, mætti ég oft göml- um manni, sem var öðru hvoru, eins og ég, að snuðra í fornbókabúðum. Hann var einkennilegur náungi, ræðinn að vísu, en allþögull um fortíð sína, óve- íenganlegur kvistur af hinum forna, menntaða þýzka stofni. Eitt sinn, er ég hafði hýrgað hann með glasi af víni, lét hann að því liggja, að hann hefði, áður íyrr, verið hátt settur í hinni þýzku keisaralegu leyniþjónustu, þ. e. a. s. fyrir 1914, en aðallega starfað í Frakklandi og Niðurlöndum. Nafn Diesels bar á góma í samtali okkar. Gamli maður- inn brosti dauflega og sagði: Já, Diesel var gáfaður náungi, en hann varð okkur til vandræða undir lokin, svo við þurft- um að losna við hann“. Hann stóð upp, hneigði sig á sinn stífa hátt og gekk burt. Leiðir okkar lágu aldrei aftur sama. (Framanskráð grein, sem hér birt- ist í þýðingu, er rituð af brezka blaða manninum George Minto, sem lagt hefir mikið verk í að rannsaka lög- regluréttarbækur, dagblöð frá mörg- um löndum og allar aðgengilegar heimildir um hið dularfulla hvarf dr. Diesels fyriir hálfri öld). — K. S. | S M ÁS AG AN I Framhald af bls. 3 þung alvara í rödd kans, þegar hann heilsaði mér, svo að ég spurði hann, hvort eitthvað væri að. Hann sagði þá, að bezt væri að koma undir eins að efn- inu. í sjúkrahúsinu hjá sér væri korn- ung stúlka, sem endilega vildi ná tali af mér. Þessi stúlka héti Sigríður og væri Jóhannsdóttir. Hún væri mjög langt leidd og myndi ekki eiga marga daga ólifaða. Bað hann mig að koma, heizt þegar í stað, því að Sigríður væri sæmilega hress þessa stundina. Ég sagði konu minni óðara frá þessu og meðan ég lauk við að borða miðdegisverðinn, reyndum við að koma því fyrir okkur, hver þessi unga stúlka gæti verið. Skyndilega var eins og ljós rynni upp fyrir mér: Auðvitað var þetta hún Sigga litla í Hamrahlíð, yndislega barnið, sem ég hafði með frásögnum mínum gert konu mína hrifna af. Ég flýtti mér til sjúkrahússins, og gekk beint inn á skrifstofu Jónasar læknis. Hann sat þar og var auðsjáan- lega að bíða mín. Án mikilla orðaskipta fórum við inn á einmennings sjúkra- stofu. Þarna lá hún. Jú, þetta var hún Sigga litla. Þetta var að vísu fölt og tært andlit, en drættirnir leyndu sér ekki. Ljósir, liðaðir hárlokkarnir liðuðust sumir niður á ennið, en aðrir flæddu um koddann umhverfis höfuðið, líkt og fögur umgerð um þetta föla, fagra and- lit. Augu okkar mættust. Nú voru augu hennar ekki eins og þær leiftrandi stjörn ur, sem þar voru þegar ég sá hann fyrst. Ég tók eftir að hún bærði varirnar og laut niður að henni. „Komdu blessuð og sæl, Sigga litla“, sagði ég og brosti. Orðin komu eins og ósjálfrátt. Ég tók um hönd hennar, sem lá ofan á sæng- inni. Hún var beinaber og þvöl. Veikt bros fór leiftursnöggt um andlit henn- ar, en svo glitruðu táraperlur í augum hennar. „Sæll“, svaraði hún ofur veikri röddu. Ég settist á stól við rúmið hjá henni og hallaði mér að henni. Ég ætlaði að fara að þakka henni fyrir síðast, en þá hvíslaði hún: „Ég veit, að ég á lítið eftir Þau vita það líka heima. Þau halda þó, að ég sé ekki komin svona nálægt hvíldinni, annars væru þau öll hérna hjá mér. En nú veit ég, að ég lifi ekki að þau komi. Viltu nú hjálpa' Siggu litlu og taka síðustu kveðju henn- ar heim?“ ó að ég teldi mig enga kveif að viðkvæman, fann ég klökkva fara eins og funa um mig. „Þó það nú væri, að ég gerði henni Siggu litlu þann greiða. Hún á annað eins hjá mér fyrir allar ánægjustund- irnar, sem hún veitti mér í Hamrahlíð". Ég reyndi að segja þetta dálítið létti- lega, en ég fann, að það var misheppnað hjá mér. „Ég get ekki komið boðunum heim öðru vísi. Þegar ég var heima með þér, átti ég mínar björtu framtíðarvonir. En þú mátt segja þeim heima, að ég eigi enn bjartari framtíðarvonir núna“. „Þetta þykir mér vænt um að heyra. Hefifðu verið lengi veik, vina mín?“ „Ég lá heima fyrst. Svo hefi ég ver- ið á sjúkrahúsi í Danmörku. Ég er bú- in að vera hérna aðeins nokkra daga. Ég hefi verið mjög veik þá daga. En ég hélt kannski, að þetta myndi drag- ast lengur, svo að ég hefi ekki látið vita heima. En þú talar fyrir mig“. Það var auðséð, að hún var að þreytast, svo að ég sagði blíðlega, til þess að láta hana ekki verða þess vara, að ég væri að herða á henni: „Hverju á ég þá sérstaklega að skila, vina mín?“ „Ég er fyrir nokkrum vikum orðin 16 ára. Á afmælisdeginum minum var mér gefin stór gjöf að heiman frá öll- um þar. Það er sparisjóðsbók með 8.000 krórum. Hún er hérna í skúffunni í borðinu. Mér var sagt, að ég mætti gera hvað sem ég vildi við þessa pen- inga Viltu nú taka bókina og skila henni heim með þeirri ósk minni, að stofnaður verði sjóður með peningun- um. Hverju barni sem fermist í sveit- iimi verði svo gefið Nýjatestamenti með kveðju frá mér“. Hér hvíldi hún sig ofurlítið. Kraftarnir voru veikir, en viljinn sterkur. Eftir hvíldina sagði hún: „Segðu þeim heima, að ég sé viðbúin að sofna. Segðu að ég viti, að mér muni líða vel, þegar ég er sofnuð. Þá líður mér eins vel og þegar mamma var að svæfa mig“. Aftur tók hún sér hvíld. Ég notaði tækifærið og sagði, að þetta væri mér allt ánægjulegt að flytja heim fyrir hana. En þar sem ég vildi vera viss um að ég gerði rétt, spurði ég hana, hvort ekki væri vissara að ég fengi lækninn til þess að taka við skila- boðunum um sjóðstofnunina. En hún sagði, að það skyldi ég ekki gera, því sS mér myndi trúað. Svo bað hún mig fyrir nokkur einkamál sín. Það fór þá óðum að draga af henni, svo að ég sá, að ég gerði rétt í því að fara. Þegar hún varð þess vör, að fararsnið var á mér, komu tár í augu hennar. Andlitið henn- ar föla kom mér fyrir sjónir eins og ég gæti hugsað mér engils ásjónu. Ég varð að herða mig upp, svo að hún yrði þess ekki vör, að ég var ótrúlega klökkur. Meðan við kvöddumst, var hún róleg. Ég laut niður að vanga henn- ar og kyssti á hann, eins og ég hafði gert fyrir 6 árum. Áður en ég lokaði dyrunum á eftir mér, leit ég til henn- ar Hún starði í áttina til mín og ég sá ekki betur, en bros ljómaði gegnum tárin. Ég skrifa þetta, meðan það er ferskt í minni mínu og auk þess treysti ég mér ekki til þess að sofna undir eins. IV. S • ígga litla dó tæpum tveimur dögum eftir að ég heimsótti hana á sjúkrahúsið. Ég ætlaði að heimsækja hana daginn eftir að ég tók skilaboð- in hennar, en þá var hún búin að missa ráð og rænu. Þegar Jónas læknir hringdi til mín og sagði mér frá láti hennar, fór ég til sjúkrahússins og kon- an mín með mér. Við vorum líka við- stödd kistulagninguna ásamt ástvinum hennar. Þá sá ég hana í síðasta sinn hér í heimi. En vonandi eiga leiðir okkar eftir að liggja saman i þeirri veröld, þar sem vinir mætast að nýju. Blessuð sé minning Siggu litlu. 33. tölublað 1963. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.