Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 8
framtíðarinnar yfir jökulárnar og talia við lxlutverki vatna hestanna?
Þættir Hannesar á Núpstað:
Með dðnskum mælingamönnum
eftir aldamótin
Eftir séra Gisla Brynjólfsson
Áriö 190/f mœldu danskir Örœfa-
jökul og Skeiöarársand undir for-
ustu Johans Peter Kochs. Var þaö
mikiö þrekvirki eins og allar aö-
stœöur voru þá til feröalaga og
Höföu þeir íslenzka hesta til flutn-
inga yfir jökulinn.
Auk þeirra Dana, sem aö mœl-
ingunum unnu meö Koch, voru all-
margir íslendingar þeim til aöstoö-
ar, eins og t. d. Jón Sigurðsson,
milli Hvols og Maríubakka. Átti að taka
bei'na línu austur á Sand fram af Lóma-
gnúpi. Mikkelsen hét mælingamaður, er
þarna átti að mæla og þessari stefnu
mátti ekki breyta. Stefnan var tekin í
fjall er var í jöklinum, milli Hofs og
Sandfells í Öræfum. Var síðan haldið
sunnan Maríubakka yfir aurana og
Djúpá, og að Núpsvötnum. Þess má geta,
að árið áður, 1903, hljóp Skeiðará. Var
þáð mikið hlaup. og fylgdi því mikið eld-
gos og jökulburður um allan sand í sjó
fram. Voru því hverar smáir og stórir
um allt, eftir það, og ekki hægt að forð-
ast þá nema á hæstu eyrum. Þeir voru
fullir af vatni og sandi víðast hvar.
flutninga. Hefur Koch lýst þessum
mœlingum í greinum sem þýddar
voru í Heima er hezt, % fyrra. Ann-
ars er Kocli kunnastur fyrir ferö
sína yfir þveran Grænlandsjökul á
árunum 1912—1913. Þá var meö
honum Vigfús Grænlandsfari. —
Ti! Páls ísólfssonar
sjötugs — Eftir
Gretar Fells
Þörf er ekki um það að ræða:
Oft þú hefur örvað þlóðið.
Allir þekkja tónaflóðið,
er læturðu yfir ísland flæða. —
Þú munt flestum lifa lengur
góðu lífi í minni manna
meðal tónasnillinganna, —
gamansami gæðadrengur!
hreppstjóri í Svínafelli, og Þor-
steinn Guömundsson í Skaftafelli,
síöar á Mýrum. Voru þeir báöir
miklir feröamenn og einna orö-
lagöastir af vatnamönnum i Skafta-
fellssýslu á sinni tíö. Þeir eru nú
báöir látnir, Jón 1921, Þorsteinn
fyrir fáum árum. Hann var þá
fluttur út í Rangárþing.
Einn af þeim, sem vat meö Dön-
um viö mœlingu Skeiöarársánds
var Hannes á Núpstaö — rúmlega
tvítugur, f. 1880. Líklega er hann
nú einn á lífi, þeirra manna ís-
lenzkra, sem aö þessu verki unnu.
— / meöfylgjandi grein minnist
Hannes nokkurra atvilca úr sam-
veru simii meö mœlingamönnum.
I sandbleyfu eftir
jökulhlauP
egar Skeiðarársandur var mæld-
ur, var farið frá merki, er sett hafði verið
Núpsvötn lágu þá öll vestur með
Rauðabergshrauni, og var nú stefnt að
fara yfir þau rétt ofan við samankomu
á þeim og Djúpá.
Mér var nú ekki um að fara með hesta
þessa leið og sízt af öllu, að menn sætu
á þeim. Ég sagði því Mikkelsen að ég
áliti þessa leið ófæra ríðandi mönnum,
og helzt ekki lausum hestum, en hann
var ákveðinn í því að þarna skyldi farið
og sagði: „Ég held það sé gott“. „Ekki
veldur sá er varar, þó ver fari“, sagði ég.
Yfir aðalvatnið gekk bærilega. En er
yfir það kom, óð ég á undan hestinum og
teymdi. Aldrei varð hann fastur í bleyt-
unni, en oftast var milli hnés og kviðar,
stundum dýpra, er hann lenti í jaka-
hvorfi.
Mikkelsen þræddi brautina furðan-
lega. Þó lá oft nærri, að hann missti jafn-
vægið. Eitt sinn, stakkst hann á höfuðið,
svo ég sá aðeins rassinn og kríkana upp
úr leðjunni. Flýtti ég mér svo sem ég gat
að ná honum upp svo hann ekki kafnaði.
Svo gat hann orðið fyrir höggum af hest-
inum, sem var að brjótast um. En það
var ömurleg sjón að sjá framan í karl,
það sást eiginlega engin manns mynd.
Öll vit og skegg, sem hann hafði tals-
vert, var allt ein forarleðja. Ég hrifsaði
klút upp úr vasa hans og þvoði það
mesta, sem ég ekki var búinn að krafsa
með ringrunum, meðan hann var að
hrækja út úr sér sandinum. Þegar þessu
var lokið, sem hægt var þarna, sagði ég,
að nú væri víst ekki annað, en halda af
stað, og tók upp orð hans: „Ég held það
sé gott“. Þá gall hann við hálf ergilegur:
„Nei det er helv. skítt“."
Allt gekk slysalaust í mark eftir þetta_
Flaut á kortahor&inu
JÍ ensen hét sá, er mældi og kortlagði
Eystra-Fjall. Tveir dátar voru þar með,
sem annarsstaðar. Tjaldstað höfðu þeir á
svokölluðum Selflötum inni með Lóma-
núpi, að austan og varð því að fara yfir
Núpsvötn kvölds og morgna, og svo yfir
Súlu, sem þá kom úr jöklinum nokkuð
framan við Fjallið, og féll beint vestur í
Núpsvötn. Varð því oft að fara hana á
jökli, einkum með óvana menn og hesta,
því að hún var bæði stórgrýtt og straum-
hörð. Eitt sinn er við komum ofan af
Fjalli frá mælingum þann daginn vant-
aði annað hrossið er dátarnir riðu. Urðu
þeir því að ganga til skiptis og tvímenna
yfir kvíslarnar. Kortaborðið, sem þeir
höfðu meðferðis, mun hafa verið 3
kvartel, eða 76 sm á hvern kant. Það
hafið yfirmaðurinn í ólum á herðunum.
Stativið eða fæturnir, sem borðið var
skrúfað á, og kíkirinn og 2—3 mæli-
stengur var allt talsverður flutningur
fyrir utan smávegis nesti til 'dagsins. Er
við komum að Núpsvötnum þetta kvöld
hafði vaxið mikið í þeim. Vildi ég reiða
mælaborðið, og sagði ég Jensen, að ef
hesturinn dytti, færi hann af honum, og
í álinn. Hann vildi það ekki, og sagðist
þá synda. Ég gerði lítið úr því, og tæki
ég enga ábýrgð á því. Allt gekk vel, þar
til vestarlega í aðalálnum. Þar hnýtur
klárinn lítið eitt, og karl með það sama
yfirum og sína leið fram úr ál með efra
landinu. Ég sá svo vel til hans, því að
hann flaut á bakinu. Borðið hélt honum
uppi. Ég hljóp fram af eyrinni, og við
eyraroddinn, þar sem álarnir mættust,
hægði ferðina á karli, og náði ég í axlar-
ólina og gat dregið hann upp, en það
mátti ekki tæpara standa, því að vatnið
r.áði mér í rass, og fór ört dýpkandi.
Þegar ég var búinn að reisa karl við,
sagði ég við hann: „Du svömmer godt“.
Ekkert sagði hann, en eitthvað hefði mátt
þýða úr augnaráðinu, sem hann sendi
mér.
I íslenzk heimili |
Framhald af bls. 4.
„Ég er nú enginn sérstakur matmað-
ur“, grípur Bjarni fram í, en frúin segir,
að hann vilji helzt saltkjöt og baunir. Þá
taki hann fyrst til matar síns. Á kvöldin
bakar hún oft pönnukökur og þeytir
rjóma. Það finnst Bjarna bezt með kaffi
— og borðar það oft. Þarf samt ekki að
fara í megrunarkúr.
n svo er það mál málanna: Lóðin
— og húsið, sem áætlað er að byggja.
þ.e.a.s. þegar lóðin fæsL
„Fjögur til fimm herbergi", segir
Bjarni. „Það er hæfilegt", segir frúin,
„ef. . ..“ — „Já, ef fjölskyldan stækkar“,
bætir Bjarni við. „Mér finnst hæfilegt að
eiga a.m.k. 3 börn, þrjá Vesturbæinga.
Ég get ekki hugsað mér að vera annan
staðar en í Vesturbænum — og þesa
vegna bið ég og vona. Það getur svo
sem verið, að maður hrökklist einhvem
tíma eitthvert annað — en ekki af fús-
um vilja“. Allir á sama máli, líka Gísli
Ftelix.
hJJu
Q LESBOK morgunblaðsins
33. tölublað 1963.