Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 16
ÍSLENDINGAR í AUSTURLÖNDUM FERÐASKRD7STOFAN Útsýn efndl til Austurlandaferðar í október s.l. Þátttakendur voru 32, að meðtöld- um fararstjóranum, Sigurði A. Magnússyni. Fyrsti áfangastaður ferðalagsíns eftir Lundúni var Beirut. Þar var dvalizt í nokkra daga, farið í stuttar ferðir til Býblos, Jaita- hellanna, og síðan haldið til Damaskus með viðkomu í Baalbek. í Damaskus voru skoðaðir ýmsir sögustaðir tengdir Páli postula, Saladdín og fleiri frægum mönnum. Næsti áfangastaður var Jerúsalem, en þaðan var svo farið með bílum til Ðauðahafs, Jeríkó og Betlehem. Frá Jerúsalem var flogið til Kaíró, farið til pýramidanna í Giza, helgidómanna og grafanna í Memfís og Sakkara, en síðan flogið suður til Lúxor, þar sem hópurinn skoðaði hinar stórkostlegu minjar í Konungadalnum, Karnak og Lúxor. Frá Egyptalandi var flogið til Abenu, allar helztu fornminjar borg- arinnar skoðaðar og síðan farið til Delfí og Kórintu. . Meðfylgjandi myndir vorn teknar í ferðalaginu. Sú efri er frá Akró- pólis í Aþenu, þar sem hópurinn stendur við Parþenon-hofið naln- kennda. Neðri myndin er tekin á Olía f jallinu, og sést Jerusalem í baksýo.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.