Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 4
ÍSLENZK HEIMILI Vesturbærinn er nú orðið lít- ill miðað við stærð höfuð- borgarinnar, sem ár frá ári teygir sig lengra og lengra í austur. Að vísu rísa ný hús í Vesturbænum, þar er enn óráðstafað nokkrum lóðum. En stækkunarmöguleikarnir eru mjög litlir. Flestir þeir, sem sækja um byggingarlóðir, reikna yfirleitt með því, að þeim verði fenginn einhver staður í Austurbænum til þess að reisa sér hús á — og þykir jafnvel gott að fá lóð þar eftir skamma bið. Þess vegna er það nýstárlegt og skemmtilegt að rekast á ungt fólk, sem bíður eftir lóð — og hafnar öllum, sem ekki eru í Vesturbænum. Biðin getur orðið löng, en þetta unga fólk setur það ekki fyrir sig. Það er fætt í Vesturbæn- um og uppalið þar — og enda þótt það geti spilað bridge eða farið í saumaklúbb austur fyrir Læk, þá andar það alltaf léttara í Vesturbænum, sérstaklega á fjórðu hæðinni að Birkimel 8, en þar eiga Álfheiður Gísladóttir og Bjarni Felixson heima. í símaskránni er Bjarni skráður bók- ari — og reyndar fæst hann við eitthvað slíkt hjá Hamri hf. En það væri miklu nær fyrir bæjarsímann að skrá hann KR- ing í símaskránni, því þegar komið er inn á heimilið leynir það sér ekki, að þetta er miklu frekar heimili KR-ings en bókara. Þannig er það víst með fleiri í Vesturbænum. E, 'n þótt Vesturbærinn sé lítill, þá er hann það stór, að Bjarni og Álfheiður ólust þar upp án þess að þekkjast. En Fjölskyldan í stofunni (a3 ofan) — Gísli Felix skooar verðlaunagripina (að neð- an). veröur bakvörður það skiptir auðvitað engu máli úr því að þau náðu saman á endanum. Nú hafa þau komið sér vel fyrir í þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð að Birkimel 8, enda þótt aðeins séu liðin tæp tvö ár síðan þau giftust. Sá, sem þarna ræð ruríkjum, heitir annars Gísli Felix Bjarnason, rúmlega eins árs að aldri — og er auðvitað farinn að segja mamma og pabbi og annað sem nauðsynlegt get- ur talizt til þess að hafa stjórn á heimilis- fólkinu. Þetta er myndarmaður, verður bakvörður í KR — segir pabbi hans — en mömmu hans er sama þó hann verði í framlínunni, ef hann aðeins borðar mat- inn sinn. Stofurnar hjá þeim Álfheiði og Bjarna eru ekki hlaðnar húsgögnum, en sófa, borðum og stólum er smekklega fyrir komið — og radíófónninn gegnir þarna miklu hiutverki. Að vísu kaupa þau ekki jafnmikið af plötum og áður, enda er dýrt að safna plötum. En þau leggja oft plötu á fóninn — og Gísli er þá jafnan reiðubúinn til þess að hjálpa til. Honum þykir líka skemmtilegt að handfjatla knattspyrnumedalíur föður síns þó hann skilji ekki ennþá hversu mikinn tíma og fyrirhöfn hver verðlaunagripur hefur kostað. Og hann er heldur ekki byrjaður að telja þau fáu kvöld, sem pabbi hans er heima yfir sumarmánuðina — eins og mamma hans gerir. Ef það er ekki kapp- leikur — þá er það æfing — og ef það er ekki æfing, þá er það kappleikur. ,,^*nnars er ég orðin svo vön þessu", segir frúin. „Maður getur alltaf fundið sér eitthvað til að gera. Við förum iíka út við og við — þá oftast í bíó. Það er helzta upplyftingin. Ég hef aldrei stund- að íþróttirnar af kappi, en hef verið á skautum og skíðum að vetrinum. Tæki- færin eru annars fremur fá til að stunda vetraríþróttirnar. Þegar skíðasnjórinn er góður kemst ég ekki að heiman — nú, og þegar ég kemst að heiman, þá er enginn skíðasnjór". „Við ættum víst ekki að vera vanþakk- lát", bætir hún við, „því við erum sjaldn- ast í vandræðum með að fá einhvern til að sitja hjá barninu á kvöldin, ef þannig stendur á að við getum brugðið okkur í bíó. Foreldrar okkar beggja búa á næstu grösum — og skyldfólkið er hér allt í kríng". „Og er pilturinn vær?" „Já", segir Bjarni — „hann var óróleg- ur fyrsta hálfa mánuðinn. Eilífar nætur- vökur. Síðan hefur maður ekki vitað af honum". „Ég hef hann úti í vagninum á dag- inn", segir frúin, „hér úti í garðinum. Ég sé til hans — og þarf yfirleitt ekki að skipta mér mikið af honum. Hann er upptekinn af að horfa á krakkana leika sér í kring. Þetta er afgirt svæði, engin hætta af bílum eða annarri umferð. Ég get verið áhyggjulaus allan daginn þess vegna — þó ég sé á fjórðu hæð". 0» "g hvað um tómstundavinnuna?" „Það gefast i rauninni sárafáar tóm- stundir hér heima. Ef það eru ekki íþrótt- irnar — ja, þá er maður í aukavinnu, eins og allir nú á dögum. Annars var ég innritaður í sagnfræði eitt ár í Háskól- anum og hef alltaf gaman af að glugga í eitthvað því um líkt. Ég er mikið í fé- lagsmálum fyrir utan þessar íþróttaæf- ingar. Nóg að gera". „En má ekki bjóða blaðamanni og Ijós- myndara kaffi?" spyr frúin. Við afþökkum kökur og segjum eins og satt er, að við séum báðir í megrunar- kúr — en spyrjum hins vegar hvað hún búi helzt til fyrir Bjarna, hvað honum þyki bezt að fá. Framhald á bls. 8. 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 33. tölublað 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.