Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 7
Hálfrar Myrtu Þjóðverjar aldar ráogáta hugvitsmarininn dr. Rudolf Diesel? „Já, Diesel var gáfaður náungi, en hann varð okkur til vand- ræða undir lokin, svo við þurftum að losna við hann“ Hinn 23. sept. var nákvsemlega hálf öld liðin síðan einn merkasti verkfræð- ingur veraldarsögunnar hvarf, eða hinn 29. september 1913. Leyndardórourinn um hvarf hans hefir fram að þessu eldrei verið afhjúpaður. Það tjaid, sem umlukið hefir síðustu ævistundir þessa snillings, hefir verið svo þéttofið, að þar hefir ekki mátt grilla í gegn. Nafn þessa manns er, svo sem að lík- um lætur, daglega á vörum manna um ellar álfur. Þúsundir skipa, sem sigla um heimshöfin, og milljónir ökutækja á þjóðvegum heimsins eru minnismerki hans. Og það er ekki ofsögum sagt, að hin fjölmörgu olíufélög, með sinn ó- hemjuauð, eigi honum og sniHigáfu hans að mestu velgengi sína að þakka. Samt dó hann, á einkennilegan og hljóðiátan hátt, eitt haustkvöld fyrir hálfrl öld, eða gerði hann það? Rudolf Diesel var fæddur í París ár- ið 1858, somur þýzkra foreldra. Hann hefði því, samkvæmt frönskum lögum, getað öðlazt borgararétt í Frakklandi, en hann kaius heldur að gerast þegn Þýzkalandskeisara. Sú ákvörðun hafði úrslitaþýðingu fyrir líf hans og framtíð. Diesel hlaut á æskuárum memntun í Þýzkaiandi. Jafnvel í æsku kom í Ijós hjá honum snilligáfa í verkfræði. 37 ára að aldri, eftir margra ára tilraunir, teiknaði hann og smíðaði aflvél, sem átti eftir að valda byltingu, bæði á írið- ar- og ófriðartímum. Banvænt vopn í byrjun þeissarar aldar hafði Diesel, þá ekki orðinn miðaldra, vakið á sér athygii allra menningarþjóða, því vél- ar hans voru, í sívaxandi mæli, farnar að knýja skip víðs vegar um heimshöf- in, ekki hvað sizt Breta, sem voru for- vigisþjóð í siglingum. Sérstakt Diesel- félag (Consolidated Diesel Engine Manufacturing Company) hafði verið stofnað í Bretlandi, og var dr. Diesel ejálfur, svo sem vænta mátti, aðalráðu- mautur félagsins. En það voru fleiri en auðjöfrar heims- ins, sem höfðu áhuga á þessari uppfynd- iiigu, sem var að valda aldahvörfum. Fyrir sniiligáfu Diesels voru kafbátar í fyrsta skm að verða öflug hernaðar- tækni. í Lundúnum og Berlín var tveimur valdamönnum það fullljóst, hvað upp- íynding Diesels gilti fyrir sjóhernaðinn í framtíðinni, annar þeirra var Fischer lávarður, flotaforingi Breta, hinn var von Tirpitz aðmiráll, yfirmaður hins keisaralega þýzka flota. Þeir vildu, hvor um sig, klófesta hin- ar nýju vélar Diesels fyrir hinn ört vaxandi kafbátaflota hvorrar þjóðarinn- ar. Hvor um sig vildi fá einkarétt á vél- um hans. En því miður, fyrir báða þessa flotaforingja, hafði Diesel sjálfur, aðrar hugmyndir. Frá öndverðu hafði hann lýst því yfir, að hann mundi ekki veita íieinni einstakri þjóð einkaleyfi á þess- um vélum. Hann ákvað, að allar þjóðir heims, sem þyrftu og vildu, skyldu njóta þar góðs af, svo framarlega sem þær greiddu tilskilin afnotagjöld. Fyrirgefning Vegna þessarar afstöðu dr. Diesels, var hann brátt boðaður til Berlínar, eft- ir strengilegum fyrirmælum. Lögmenn hinnar þýzku stjórnar bentu honum á, fið hainn væri þegn hinns þýzka keis- ara og þar af leiðandi háður gömlum prússneskum lagaákvæðum, að hver þýzkur hugvitsmaður skyldi fyrst bjóða innlendum yfirvöldum, til samþykktar eða synjunar, hverja þá uppfyndingu, sem varðað gæti hernað á sjó eða landi. Þessi lög hefði hann brotið og gæti því 1 orfzt í augu við málssókn fyrir föður- landssvik. En allt skyldi gleymt og graf- ið, sögðu þeir, ef — og aðeins ef — dr. Diesel vildi þegar í stað afturkalla leyfi sín til himma erlendu iðjuhölda og af- henda allar sínar áætlanir og teikning- ar hinni þýzku flotamálastjóm, og vinna og starfa þaðan í frá einungis í Þýzka- landi. Gengi harm að þessum kostum, skyldi hann hljóta fyrirgefningu á því, sem hann þegar hefði ljóstrað upp við aðrar þjóðir. Hann fengi að vísu enga greiðslu fyrir einkaleyfi sin, heldur hæfileg laun. En hugsast gæti, hins veg- ar, að sjálfur Þýzkalandskeisari, í eig- in persónu, mundi veita honum heiðurs- merki. Þrátt fyrir geysiþunga ýtni og harð- ar hótanir, neitaði Diesel þessum kost- um og hélt fast við stefnu sína að gera þessar uppfyndingar að alþjóðaeign. Á árinu 1312, tókst Diesel, eftir þrot- lausar tilraunir, að smíða aflvél, sem var tilvalim fyrir kafbát. — Þrátt fyrir all- ar undanfarandi hótanir og argaþras við þýzk stjórnarvöld, hélt Diesel samt á- iram að vera trúr þegn síns keisara, og gerði hann hinni þýzku flotamálastjóm íyrirspum uin það, hvort hún hefði á- huga á nýjustu verkum hans. Það hafði stjóm flotans sanmarlega, en hún fyrirbauð verkfræðingnum að op- inbera nokkm öðru stórveldi hinar síð- ustu endurbætur á vélunum, að öðrum kosti skyldi hin fornu prússnesku laga- ákvæði um föðurlandssvik verða látin koma honum í koll. Óttalaus Frekar en áður tókst ekki að hræða Diesel. Hann tjáði von Tirpitz flota- foringja í einkaviðtali, að umrædd einka leyfi væm sín eigin eign og að hann óskaði að leita göfugri viðskiptavina, hvar sem þeir kynnu að finnast. Þegatr hurðin skall að baki hins grama verkfræðings, er ekki ólíklegt, að flota- foringinn hafi gripið símann og beðið um sambamd við leyniþjónustuna. Það kostaði Diesel enga fyrirhöfn að finna aðrar þjóðir, sem áhuga höfðu á hinum nýju kafbátavélum. Handan við Norðursjóinn beitti hinn ungi Winston Churchill sínu jötunafli að efla hinn brezka flota undir þau óhjákvæmilegu átök, sem hófust við Þjóðverja rúmu ári síðar. Fisher lávarður hafði að vísu látið af æðstu völdum í flotamálum. Hann stóð þó ekki í skugga Churchills, heldur í skjóli hans, mikils virtur og ömggur ráðgjafi flotamálastjórnarinnar. Hinn aldraði flotaforingi, sem skynj- aði mikilvægi kafbáta í sjóhernaði, framtíðarinnar, hafði fylgzt með hinum nýjustu endurbótum Diesels, og fyrir miiiigöngu vina sinna í Lundúnum kom hann þemi boðum til Diesels, að brezka stjórnin hefði hug á náinni samvinnu við hann. Hanin stakk upp á því, að Diesel kæmi til Lundúna við fyrstu hent- ugleika. Þannig réðust atvikin. Diesel þurftí. að mæta á aðalfundi hins brezka félags snemma í október. Hann notaði þennan fund að yfirvaæpi fyrir förinna til Eng- lands. Svo ógætilega fór hann að ráði sínu, að hann tjáði nokkrum mönnum, sem hann þekkti, um hinn raunvem- lega tilgang ferðarinnar, og lét jafn- framt í ljós við þá gremju sína yfir harð ýðgi þeirri, er hann taldi sig hafa sætt af af hálfu stjómar hins þýzka flota. Með þessum orðum hefir hann ef til vill kveðið upp sinn eiginn dauðadóm. Að kvöldi dags, hinn 29. september Dr. Rudolf Diesel. 1913, stigu þrír velklæddir menn á skips fjöl þýzka farþegaskipsins Dresden í Antwerpenhöfn í Belgíu, skömmu áður en skipið leysti landfestar, en skip þetta fór á hveriu kvöldi yfir til borgarinnar Harwich í Engflandi. Aðalmaður þessara félaga, lávaxinn, gráhærður og einbeittur, mætti meiri virðiingu um borð en félagar hans, ímynd manns, sem komið hafði sér vel fyrir á veraldarvísu. Á vegabréfi hans stóð: Dr. Rudolf Diesel, en þótt undarlegt megi virðast, hafði hann ekki pantað sér íyrirfram svefnklefa, eins og félagar hans höfðu gert. Ráðgáta En úr þessu rættist þó fljótlega, því yfirbryti skipsins gerði sínar ráðstafan- ir, og þessir þrír menn gengu inn í sal- inn að kvöldverðarborðinú. Með Diesel vom þeir Carles, forstjóri fyrir belgisku stórfyrirtæki í Ghent og Luckmann nokkur, verkfræðingur og fjármálaráðunautur dr. Dieseis í þess- ari ferð, dálítið dularíull persóna í þess- ari sögu. Þótt undarlegt megi virðast, hafði liafn Diesels aldrei verið skráð á far- þegalista skipsins þessa ferð, eins og nöfn félaga hans. Einkennileg gleymska, þegar ailir þræðir eru teknir til greina. Meðan Dresden sigldi niður Schelde- fljót þetta kyrra haustkvöld, nutu þess- ir þrír menn hins rikulega kvöldverðar í hinum bjarta borðsal skipsins. Eftir öllum tunglmerkjum að dæma, befir Diesel verið í sólskinsskapi þama við borðið. Hann talaði frjálslega um væntanlegt brúðkaup dóttur sinnar og baróns von Schmidt í Frankfurt, í næsta mánuðL Hann sagði félögum sin- um, að hann yrði að vera kominn aftur til Þýzkalands í tæka tíð, til þess að vera viðstaddur þetta brúðkaup, og bætti hlæjandi við, að það mundi kosta sig allt að því gjaldþrot, að sjá telpunni fyrir hæfilegum heimamundi. Um kl. 10 um kvöldið skildu þeir borðfélagar og ákváðu að hittast aftur við morgunverð, áður en þeir gengju af skipinu í Harwich. Klefinn tómur Nokkm eftir birtingu morguninn eft- ir gekk yfirþjónninn um klefa 1. far- rýmis með te handa farþegunum, en klefi nr. 18 var mannlaus. Þjóninum varð bilt við, og mest vakti það athygli hans, að rúmið hafði ekki verið bælt eða í því sofið. Náttföt Diesels, sem vom af gömlu tízkunni, lágu kyrfilega sam- anbrotin á rúmteppinu. Snyrtitækin vom á sínum stað við þvottskálina, bú- in undir kvöldrakstur. Á hillu fyrir ofan kojuna tifaði dýr- mætt gullúr við hiiðina á opinni bók. Undir koddanum lágu peningar um 100 sterlingspunda virði í þýzkri og brezkri mynt. En það sást hvorki tangur né tetur af dr. Rudolf Diesel sjálfum. Þar sem þjónninn stóð þama gáttað- ur um það, hvað orðið hefði af farþeg- anum, birtist áðurnefndur Carsel í klefa- dyrunum, undrandi yfir því að Diesel skyldi ekki koma að morgunverðarborð- inu, eins og um talað hafði verið. Hann lagði til, að skýrsla yrði tafalaust gefin yfirbryta skipsins, sem jafnframt var gjaldkeri þess. En brytinn skaut mál- inu til skipstjóra. Jafnskjótt og skipið lagðist að hafn- arbakka í Harwich, var það rannsakað frá stafni og aftur í skut, en allt kom iyrir ekki. Hin brezka lögregla kom jafnskjótt á vettvang og yfirheyrði alla skipshöfn- ina. Yfirmenn skipsins og aðrir, er átt höfðu vakt þessa nótt, höfðu ekki heyrt nein óvenjuleg hljóð eða hávaða, og það sáust engin merki þess, að nein átök hefðu átt sér stað í klefa nr. 18. Látúns- umgjörð kringum kýrauga klefans bar að vísu nokkrar rispur, en þær mátti skýra á meinlausan hátt. Opinber rannsókn, sem verzlunarráð- ið í Harwich stóð að, varð að viður- kenna, að engin skýring væri finnanleg á þessu dularfulla máli. Það var engu líkara en dr. Diesel hefði á einhvern óslciljanlegan hátt gufað upp. Brúðurin, dóttir hans, varð að halda hljóðlátt og dapurlegt brúðkaup með baróni sinum í hinni fjarlægu Frankfurt. Skýring? Meira en hálfur mánuður leið án þess nokkuð skeði, sem varpað gæti ljósi yfir atburðinn. Nokkrir fiskimenn, fyrir utan árósa Schelde-fljóts, drógu upp í netum sínum leifar af manni, sem voru jafnskjótt fluttar í líkhús í Antwerpen. Lögreglulæknir gat aðeins fundið einn mikilvægan áverka, djúpt sár á hnakk- anum, sem læknirinn fullyrti að hinn myrti hefði hlotið í lifanda lífi. Sonur Diesels var kallaður á vettvang og sýndir þeir munir, er fundizt höíðu á líkinu. Hann þóttist kenna, þó óglöggt, að þeir hefðu verið í eigu föður hans. Eftir hálfa öld er gröfin ekki líkleg til að skila lykl að þessu leyndarmáli. SJÁLFSMORÐ ? Ég efa það stórlega. Eftir óyggjandi heimildum var Diesel í perluskapi þetta kvöld á skipinu sem Framhald á bls. 13. 33. tölublað 1963. LESBÓK MORGUNBLAÐSENS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.