Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1963, Blaðsíða 9
Bréf frá Jóhanni Guðmundssyni i Sau di-Arahiu Jóhann Guðmundsson, flugum- ferðarstjóri, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Saudi- Arabíu, liefur orðið við óskum okkar — og sent okkur línu. Bréf- ið' er skrifað í október. I þá 18 mánu'ði, sem ég hef dval- izt hér í Dhahran, lief ég aldrei hitt islenzkan ferðalang. Oft beini ég þó sjónaukanum að farþegum þotanna, sem um fara, í þeirri von að koma auga á íslending, en ekki hefur það tekizt til þessa, þó þykist ég þess full- viss að einhver landa minna hefur farið um hlaðvarpann á þessum tíma. Ég er ekki viss um að félagar mínir úr flugturninum heima, trúi þeirri sögu minni að ég hafi aðeins íslend- inga í huga, þegar ég horfi á farþeg- ana, en þeir um það. Það kom því heldur betur flatt upp á mig þegar ég las grein Erlendar Guðmundssonar í Morgunblaðinu fyr- ir skemmstu, þar sem hann segir frá ferðum sinum hér í Saudi-Arabíu og það undarlegasta við það er, að við íslendingarnir töluðum saman án þess að hafa hugmynd um að við vær- um landar. Einn morgun fyrir nokkrum vikum, rétt um hádegi, kallar flugvél Sam- einuðu þjóðanna á talbylgju turnsins. Það er óvanalegt að vélar kalli án þess að við vitum um ferðir þeirra, svo ég spurði á hvaða leið hún væri. Sagðist flugmaðurinn hafa lagt upp frá Riyad, sem er höfuðborg Saudi- Arabíu um 400 mílum fyrir vestan Dhahran, væru þeir í könnunarflugi vegna engisprettna og væru að snúa við. Ég spurði um vélartegund og flugu þeir Piper Apache, svo að vart fer á milli mála að þar var Erlendur á ferð. H vort mér hefði tekizt að lokka hann til þess að lenda með því að bjóða honum upp á pönnukökur með rjóma og kleinur veit ég ekki, en það hefði áreiðanlega verið reynt, Lesi hann þetta og eigi leið hér um aftur, þá skal ég sjá um að konan baki pönnukökur meðan ég steiki kleinur. Það var eitt mitt stærsta áhyggju- efni þegar við fluttum hingað hvernig færi með kennslu barnanna, en úr því hefur rætzt vonum framar. Skóli, sem starfsmenn amerísku ræðismanns- skrifstofunnar komu á stofn hefur gefið okkur, sem störfum hjá Samein- uðu þjóðunum, kost á að senda börn okkar í skólann og er það mikill léttir að hafa komið þeim í skóla. En dýr er kennslan. Fyrir hvort barn kostar skólagangan 900 dollara á ári eða 1800 dollara fyrir mín börn. Þetta er mjög nálægt því að vera árstekjur mínar heima á Islandi og ef SÞ borg- uðu ekki 75% af skólagjaldinu hefði það aldrei komið til mála að senda þau í skólann. Þá hefði ég haldið á- fram að kenna þeim sjálfur, eins og ég gerði meðan þau voru að komast af stað í enskunni. Það er svo sem fleira dýrt en skóla- gjaldið. Morgunblaðið kostar um 30 krónur hingað komið í flugpósti, en það tekur um 4 daga þegar bezt læt- ur. Sunnudagsblað hef ég fengið á miðvikudegi og má það kallast góð ferð, skipspóstur er um 3—4 mánu'ði á leiðinni og ættu þeir, sem ætla að senda mér jólakveðju því ekki að setja hana í skipapóst.... Aallt matarkyns er mjög dýrt, sérstaklega fyrir okkur, sem erum vön góðum nýlenduvörum og matvörum að heiman. Hér er hægt að fá hveiti á kr. kílóið, en það iðar allt af pödd- um, svo að við kaupum hveiti í blikk- dósum, kostar 20 kr. kílóið. Sykur í plastpokum pakkaður í Englandi, kostar einnig 20 kr. kílóið. Það er hægt að fá miklu ódýrari sykur, en hann er hafður í óbyrgðum kössum í búðunum og má vart í hann sjá fyrir flugum. Allt það kjötmeti, sem við kaupum, er innflutt fryst frá Danmörku og Ástralíu. Innlenda kjöttnetið fáum við ekki af okkur að reyna vegna með- ferðar þess. Slátrað er eftir þörfum og eru kindur og geitur bundnar við staura og gera þar allar sínar þarfir, en fiugnagerið gerir sér gott af öllu. Það er við góðan slurk af megrunar- lyfi að koma á markaðinn, matarlyst- in er nokkra daga að jafna sig. Allt grænmeti og eins ávexti verð- ur konan að láta liggja í klórvatni í 30 mínútur og skola það síðan áður en við neytum þess, þetta var hið fyrsta sem læknirinn okkar ráðlagði, en alls konar sýklar og ormar geta borizt í meltingarfærin með græn- metinu. Engin nýmjólk er til sölu og er þá eina ráðið að nota þurrmjólkurduft eða dósamjólk, en ekki er hún lystug til þess að svala þorstanum og ein- göngu notuð í kaffi og bakstur. Drykkjarvatn er flutt heim til okk- ar í stórum flöskum, er það eimað og gott tii drykkjar, vatnið úr krananum er salt og bragðvont og mest notað til þvotta. A. nnars liggur við að munnvatn- ið nægi okkur til drykkjar þessa dag- ana, þegar við tölum um sláturtíðina heima og allt nýmetið, sem henni fylgir, það er okkur óþrjótandi um- ræðuefni. Nú er hitinn að verða skaplegur, þetta um 35 stig kl. 12 á hádegi, og er það mikill léttir éítir að hitinn hefur verið nær 50 stig dag eftir dag í allt sumar, eða júní, júlí, ágúst og sept. Kvöldin eru að verða svöl og bærileg og þá skreppur maður með Transistor- tækið út í garð og reynir að ná í síð- ustu heimsfréttirnar. Reyndar rekur Aramco-olíufélagið útvarpsstöð, en fréttirnar eru aðeins einu sinni á dag og greinilega „yfirfarnar“. Þó slapp sú frétt í gegn um daginn að á íslandi hefði verið handtekinn maður fyrir utan Alþingishúsið í Reykjavík með vélbyssu í tösku, en það er eina fréttin að heiman, sem hefur borizt mér til eyrna á öldum ljósvakans. Varð biðin eftir Morgunblaðinu ærið spennandi í það skiptið. Lýk ég svo þessu spjalli að sinni og sendum við öllum beztu kveðjur. Jóhann Guðmundsson (þriðji frá vinslri) kona iians og tvö börn í matar- boði lijá arabískum vinum. ! Christabel" Helgi Valtýsson: ,,We want I. tundum hlæja pienn í svefni. En er þeir vakna, muna þelr venjulega hvoirki hláturinn né upptök haps og tilefni. Áþekkt þessu, en þó að vissu leyti á annan hátt, er um endurminning- arnar. Stundum verður manni hlátur 1 hug, algerlega óvænt og ósjálfrátt, áður en endurminning sú, sem hlátr- inum veldur, flotnar upp á yfirborð hugans úr regindjúpum sálarinnar. Ég varð fyrir þessu nú fjrrir skömmu. Ég sat við ritvélina mína um mið- nætur-leytið að vanda. Þá er kyrrt og hljótt og létt að vinna. Mér var alLs ekki hlátur í hug. Viðhorf heims- ins, heima og erlendis, voru ekki á þann veg um þessar mundir. Allt í einu verð ég þess var, að innra með mér, mjög djúpt, er að sprettia upp kitlandi hlátur, sem ég ræð ekki við! Og áður en varir er hann kominn upp á yfirborðið, og ég hlæ hástöfum, unz ég hætti forviða. Er ég raunverulega að hlæja að sjálfum mér! En þá hljómar skyndilega fyrir innri eyrum mínum, jafn hvellt og æsandi og forðum: „We want Christabel!“ Ég hlæ á ný, og hlæ svo góða stund að hlátrinum í sjálfum mér. Síðan loka ég augunum og endurlifi allan viðburðinn: Þetta gerðist vorið 1912. Ég hafði verið hálfs mánaðar tíma í Cam- bridge á Bretlandi hjá þeim hjón- unum dr. Eiríki Magnússyni og frú Sigríði. Um þessar mundir gengu bylgjur kvenréttindahreyfingarinnar brezku mjög hátt, bæði í orði og verki. Og undir stjórn og öflugri forystu mæðgnanna, frú Emmeline Pankhurst og Christabel dóttur hennar, voru brezkar suffragettur (kvrk) mjög herskáar, svo að telja mátti að beitt væri bæði „kjafti og klóm.“ Báðar höfðu þær Pankhurst-mægð- ur hlotið fangelsisdóma öðru hverju fyrir opinberan áróður og æsingar. Voru báðar hraðmælskar og há- menntaðar gáfukonur. Frú Pankhurst hélt sig heimafyrir í Lundúnum og átti m.a. í næ-r daglegum átökum við þingmenn, er þeir gengu til og frá fundum. Sat hún fyrir þeim við þing- hússdyr og þrumaði yfir þeim, unz lögreglan hafði fjarlægt hana. En það varð oft alltafsamt, eftir að frú Fankhurst tók það ráð að fjötra sig með stálhlekkjum við staura og stólpa sem allra næst þinghúss-dyr- um. Notaði hún þá rækilega gullið tækifærið til að þylja yfir hauskúpu- þykkum háttvirtum þingmönnu.m. Chrisbabel Pankhurst var víðför- ulli. Hún fór viða um land og hélt bráðsnjallar ræður og eldheitar. — Brezkir háskólastúdentar, kollegar hennar, þyrptust oft á fundi hennar, hlógu og stríddu henni á ýmsa vegu. en dáðust þó að mælsku hennar og hugrekki! —• Jæja: — Nú var ég í Cam- bridge 1912. Einn daginn kom þang- að kunn kvenréttindakona, Mrs. Fawset, prófessors-ekkja, og boðaði fyrirlestur í Kings College. Hinn mikli salur var þéttsetinn af stúdent- um, háskólakennurum og gestum. Framhald á bLs. 15. »3. tölublað 1963. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.